Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ * Spennandi jazzballett-og freestyle-námskeið fyrir 6- 7 ára 8- 9 ára 10-12 ára 13-15 ára 16-18 ára *Krefjandi og skemmtilegt jazzballettnámskeið fyrir eldri og lengra komna. Kennsla hefst 7. september. Dugguvogi 12      JAZZBALLETT JAZZBALLETT (Leið 4 stoppar stutt frá) Innritun í síma 553 0786 eftir kl. 14.00. CONSTANT A. Nieuwenhuis þekkja flestir listunnendur sem einn af höfuðpaurunum í Cobra-hreyfing- unni, þeim merkilegu en skammlífu bræðingssamtökum sem belgíska skáldið Christian Dotremont setti saman í París á eftirstríðsárunum. Þar tókst að sameina expressjóníska abstraktlistamenn frá Kaupmanna- höfn, Brussel og Amsterdam – CoBrA – undir einum hatti og hrinda af stað áhrifamikilli listbylgju í álfu sem enn var sundurtætt eftir nær fimm ára styrjöld. Constant, sem nú hefur tvo um átt- rætt, er hollenskur og einhver seig- asti meðlimur hópsins, þótt hann hafi stundum staðið í skugga félaga sinna og samlanda, þeirra Karel Appel og Corneille. Saman stofnuðu þeir Hol- lenska tilraunahópinn, árið 1948, áður en allir þrír gerðust félagar í Cobra. Stíll Constant þótti bæði hrár og léttur, ekki ósvipaður tjáningarmáta spænska málarans Joan Miró að andagift og bernskum grallaraskap, nema hvað Hollendingurinn var auð- vitað mun expressjónískari en hinn suðræni kollega hans. Barnslegt krot með fuglum, furðuskepnum, skor- kvikindum og jurtum fyllti stundum allan flötinn. Constant gat tekið sveiflu með penslinum svo að liturinn hlóðst upp í spíral, sem hann krotaði gjarðir ofan í eða stiga sem reistu sig til himins. Ekkert benti til þess að Constant hygðist söðla um og leita út fyrir mál- verkið að nýjum tjáningarmáta þegar hann skaut allt í einu Asger vini sín- um Jorn ref fyrir rass, sem og franska hugmyndafræðingnum Guy Debord – forvígismanni svokallaðra Alþjóðlegra sitúasjónista – með teikningum, málverkum og módelum af því sem hann kallaði hina Nýju Babýlóníu. Constant hafði komið inn í Cobra– samtökin sem eins konar eldgos, og sett fram málverk sín með óvenju- miklum eldmóði. Sem fylgisveinn Jorn inn í Sitúasjónistasamtök Deb- ord sýndi hann að hann gat skapað fútúrískan arkitektúr fyrir nýja teg- und manna. Debord, Jorn og hann dreymdi um frjálsara og sjálf- sprottnara samfélag en þeir þekktu og töldu að hefði í innilokun sinni og ótta hrundið af stað hildarleiknum í lok fjórða áratugarins. Constant vildi leggja sitt af mörkum og velta upp nýjum hugmyndum varðandi hýbýli og borgarskipulag, því hann taldi ein- sýnt að frjálslegt samfélag gæti ekki þrifist í sömu skúmaskotunum og kveikt höfðu hina misheppnuðu þjóð- ernishyggju þriðja og fjórða áratug- arins. Það er þessi hlið á ævistarfi Constant sem nú er til sýnis í Kult- urbahnhof, gömlu járnbrautarstöð- inni í Kassel. Það er vægt til orða tek- ið að módel hans af húsum og borgarhverfum hafi komið sýningar- gestum í opna skjöldu því fæstir veg- farendur í Kassel í sumar vissu af þessari hliðarbúgrein listamannsins. Allt frá 1956 til 1974 vann Constant ótrauður að hugmyndum sínum um hina Nýju Babýlóníu, borgina þar sem menn áttu ekki að þurfa að vinna sér til húðar heldur gætu lifað og leik- ið sér í lífi og starfi. Þótt Homo ludens þeirra Debord og Constant yrði ef til vill ekki annað en draumsýn standa þrekvirki listamannsins á sviði húsa- gerðarlistar eftir sem minnisvarði um það að hver listamaður er margfalt stórbrotnari og víðfeðmari en sögu- bækurnar geta um. Það er meðal helstu afreka Docu- menta-sýninganna – ekki síst þeirrar sem nú er á döfinni í Kassel í Þýska- landi – að þær bregða öðruvísi og óvæntu ljósi á lífsstarf listamanna sem margir héldu sig þekkja af ein- hverju ákveðnu, án þess að kunna þó skil á umfangi þeirra. Vissulega eru þeir fleiri en Constant sem koma okk- ur á óvart eftir margra áratuga þögn, en það hlýtur ávallt að teljast himna- sending í hvert sinn sem menn upp- götva nýja og ferska hlið á löngu af- greiddum listamönnum. Málarinn sem hélt framhjá MYNDLIST Documenta 11, Kassel Til 15. september. Opið daglega frá kl. 10–20. BLÖNDUÐ TÆKNI CONSTANT Halldór Björn Runólfsson Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Módel af húsakynnum í draumaborginni þar sem menn áttu að geta lifað lífinu, frá því um 1960. EKKI er langt síðan sú frétt barst okkur til eyrna að spænski mynd- höggvarinn Eduardo Chillida væri allur, 78 ára að aldri. Chillida sem gekk undir heitinu járnkarlinn, sök- um dálætis síns á málmsmíði, fædd- ist í San Sebastián, árið 1924. Árinu áður fæddist annar merkur listamaður, Antoni Tàpies, í Barce- lona. Tàpies, sem er þekktastur fyrir voldug málverk sín, einna líkust múruðum lágmyndum, tók við kyndl- inum sem merkisberi spænskrar list- ar eftir andlát Joan Miró, árið 1983. Núna stendur einmitt yfir tví- menningssýning þessara ágætu listamanna í Guggenheimsafninu í Berlín, sem stendur við hina frægu og glæsilegu breiðgötu, Unter den Linden. Deutsche Guggenheim er ekki mjög stórt, en afar notalegt safn, með töluvert viðkunnanlegra viðmóti en því sem ríkir meðal starfs- manna Hamburger Bahnhof. Með rúmgóðum, módernískum sölum sín- um heldur það afar vel utan um sam- sýningu þeirra félaga. Verk þeirra eru líkt og sniðin fyrir safnið. Uppistaðan í sýningunni eru ann- ars vegar nokkur stór verk eftir Tàp- ies og meðalstórar og smáar högg- myndir eftir Chillida. Samnefnari beggja eru svartlistarverkin sem tengja listamennina í tíma og rúmi. Það hefur oft verið bent á merki- legan klofning spænsku þjóðarinnar í Kastiljana annars vegar – búsetta á hásléttunni – og allar hinar þjóðirnar – Katalóna, Baska, Galéga og Andalúsa – hverra lönd liggja að haf- inu. Á meðan Kastilía virkaði í ald- anna rás sem heftiplásturinn sem heldur öllum hinum ólíku héruðum Spánar undir einum hatti hneigðust strandhéruðin til að hlaupast undan sameiginlegum merkjum. Það er því vissulega merkilegt að sjá hvernig þeir Tàpies og Chillida heitinn – sá fyrrnefndi Katalóni en hinn síðarnefndi Baski – ríma saman þótt Pýrenea-fjallgarðurinn, þau háu og illkleifu öræfi, skilji að heimahér- uð þeirra. Sýningin í Deutsche Gugg- enheim minnir óneitanlega á kamm- erspil – ef til vill sónötu fyrir selló og píanó – þar sem litnum er stillt í al- gjört hóf en forminu ýtt fram með þungum, klassískum – A-B-A – hætti. Það er einkum svartlistin sem tengir stóru verkin saman og mynd- ar það leiðarstef sem sýning þessara tveggja íberísku heiðursmanna hvílir á. Verk Chillida eru alltaf afmarkaðri og hreinni, í merkingunni klippt og skorin, enda var hann myndhöggv- arinn í hópnum. Tàpies er mýkri og óræðari, meira fljótandi en járnkarl- inn burtkvaddi. Ætli megi ekki full- yrða að hann sé sellóið í dúóinu. Ef til vill verður sýningarinnar í Deutsche Guggenheim minnst sem svanasöngs Chillida þegar fram líða stundir. Það eitt ætti að verða tölu- verður trekkir fyrir safnið þann mánuð sem eftir lifir af henni. Von- andi eigum við hins vegar eftir að njóta krafta Antoni Tàpies sem lengst, hérna megin móðunnar miklu. Okkurlitað brot á brúnum grunni og svörtum, Númer 83, frá 1958, eftir Antoni Tàpies. Verkið er 81 x 130 cm, unnið með blandaðri tækni á striga. Íberísk kammerlist MYNDLIST Deutsche Guggenheim, Berlín Til 27. september. Opið daglega frá kl. 11–20; fimmtudaga til kl. 22. BLÖNDUÐ TÆKNI EDUARDO CHILLIDA & ANTONI TÀPIES Halldór Björn Runólfsson MENNINGARSTOFNUN Hartwig Piepenbrock í Osnabrück í Þýskalandi heldur meðal annarra umsvifa úti þekktustu myndhöggv- araverðlaunum sem veitt eru í Evr- ópu. Annars vegar eru það mynd- höggvaraverðlaunin svokölluðu sem veitt hafa verið árlega frá 1964, en í ár hlaut Bretinn Tony Cragg þá eftirsóttu viðurkenningu. Flestir íslenskir áhugamenn hljóta að þekkja til Cragg og verka hans, en Gallerí i8 skartaði sýningu á verkum hans fyrir fáeinum árum á Listahátíð í Reykjavík. Eflaust vita þó færri að Cragg er búinn að vera búsettur í Þýskalandi, að meira eða minna leyti, frá árinu 1977. En Piepenbrock lætur ekki ein myndhöggvaraverðlaun duga, því auk aðalverðlaunanna heldur stofn- un hans úti verðlaunum til handa skærustu voninni af ungu kynslóð- inni, svokölluðum Piepenbrock Nachwuchspreis für Bildhauerei. Í ár hlaut þau Thomas Rentmeister, fæddur 1964, og búsettur í Köln. Hamburger Bahnhof, hið nafntog- aða samtímalistasafn í Berlín, hef- ur í sumar haldið úti stórri sýningu á verkum Rentmeister, undir heit- inu Werk Raum 10. Rentmeister stendur á mörkum margra ólíkra leiða í höggmynda- listinni. Athygli áhorfandans bein- ist ósjálfrátt að gerð verkanna og áferð sem segja má að sé jafn margvísleg og verkin eru mörg. Notkun Rentmeister á gervi- og plastefnum verður að teljast snilld- arleg á köflum. Risastór, fagurgljá- andi harðplasthöggmynd hans, einna líkust hitapoka, er hrópleg andstæða súkkulaðiverka hans sem gerð eru úr Nutella-hnetunúggat- bráði. En það togast jafnframt á við gegnsætt plexíverk, þar sem allt gerist innan í höggmyndinni. Enn önnur hlið á sérstæðri efnis- tilfinningu Rentmeister birtist í röð af ísskápum – whiteware, frá 2002 – sem smurðir eru Penaten-barna- kremi. Þetta eru tuttugu og einn ís- skápur, sem raðað er í ferhyrning, þrjá skápa á breidd og sjö á lengd. Eitt andartak verður áhorfanda hugsað til gifs- og viðarhúsgagna kólumbísku listakonunnar Doris Salcedo og málningarhúðaðra skápa franska myndhöggvarans Bertrand Lavier. Kremuð Ísskáparöð Rentmeister býr þó yfir eiginleikum sem ekki verður líkt við neitt í verkum áð- urnefndra listamanna. Hún er til dæmis öldungis laus við allar hug- myndlegar áherslur. Það er ekki laust við að Rentmeister hafi tekist að gæða þetta verk sitt áþekkum efniseiginleikum og skópu hreinum og beinum málverkum Bandaríkja- mannsins Robert Ryman sína róm- uðu sérstöðu. Nái menn ekki sýn- ingu þessa hæfileikaríka mynd- höggvara í Hamburger Bahnhof áður en henni lýkur geta þeir kynnst verkum hans – meðal ann- ars Ísskáparöðinni frábæru – í Amsterdam, hjá Ellen de Bruijne Projects, við Rozengracht. Sú sýn- ing hefst 14. september næstkom- andi. Efniskenndin blífur MYNDLIST Hamburger Bahnhof, Berlín Til 8. september. Opið þriðjudaga til föstudaga frá kl. 10–18, en fimmtudaga til kl. 22; og laugardaga og sunnudaga frá kl. 11–18. HÖGGMYNDIR THOMAS RENTMEISTER Halldór Björn Runólfsson Ónefnt, úr polyester, frá 2000. Verkið er 79 x 242 x 127 cm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.