Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.09.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ OKTAVÍA Jóhannesdóttir bæjar- fulltrúi Samfylkingarinnar á Akur- eyri ætlar að kanna hvort úrskurð- arnefnd félagsmálaráðuneytisins vilji athuga hvort ráðning í stöðu deild- arstjóra íþrótta- og tómstundadeild- ar Akureyrar standist samþykktir bæjarins. Nokkur umræða var um ráðningu í stöðuna á fundi bæjar- stjórnar og lögðu fulltrúar minni- hlutaflokkanna fram bókanir vegna málsins. Meirihluti bæjarstjórar felldi til- lögu Oktavíu um að ákvörðun íþrótta- og tómstundaráðs um ráðningu deild- arstjórans yrði vísað til ráðsins að nýju með ósk um endurupptöku. Í bókun Oktavíu segir að það sé gert á þeim forsendum að ráðningin brjóti í bága við ákveðnar greinar í Jafnréttisáætlun Akureyrarbæjar og Starfsmannastefnu bæjarstjórnar Akureyrar. „Að auki koma fram í skriflegum gögnum sem notuð voru við ákvarðanatöku í málinu villur eða misskilningur sem mögulega hafa haft áhrif á ákvarðanatöku og rök- stuðningi er stórlega ábótavant,“ seg- ir Oktavía í bókun sinni. Alls sóttu 34 um starf deildarstjóra íþrótta- og tómstundadeildar og að mati Mannafls sem fór yfir umsóknir voru 4 úr þeim hópi taldir hæfastir til að gegna stöðunni. Fulltrúar meiri- hlutans í íþrótta- og tómstundaráði lögðu til að Kristinn H. Svanbergsson yrði ráðinn í stöðuna en minnihlutinn lagði til að Soffía Gísladóttir yrði ráð- in. Kristinn var ráðinn í stöðuna. Með því að vísa málinu til úrskurð- arnefndar vill Oktavía fá úr því skorið hvort samþykktir Akureyrarbæjar hafi eitthvert gildi „eða hvort þær séu bara falleg orð sem bæjarfulltrúar skreyti sig með á hátíðarstundu,“ eins og hún orðaði það í umræðum á fundi bæjarstjórnar. Rangar upplýsingar alvarlegasta málið Oktavía sagði í samtali við Morg- unblaðið að alvarlegast væri þó að rangar upplýsingar hefðu fylgt gögn- um varðandi menntun þess er stöð- una hlaut og væri þar um að ræða „handvömm af verstu sort“ af hálfu þeirra sem fóru yfir umsóknir. „Í ljósi þess teldi ég ekki óeðlilegt að einhver umsækjenda léti á það reyna með kæru hvort þessi mála- tilbúnaður stenst,“ sagði Oktavía. Bæjarfulltrúar L-listans segja í sinni bókun að Soffía Gísladóttir sé hæfust umsækjenda og vitna m.a. í jafnréttisáætlun bæjarins þar sem segir að unnið skuli að því að jafna hlut kynjanna þegar ráðið sé í stjórn- unarstöður. Valgerður H. Bjarnadóttir, fulltrúi Vinstri grænna segir í sinni bókun að nú séu í hópi deildar- og verkefnis- stjóra bæjarins 5 konur og 15 karlar. Nefndir bæjar hafi tvisvar á síðustu vikum látið renna sér úr greipum tækifæri til að ráða hæfar konur í hóp deildarstjóra Akureyrarbæjar. „Ef hér hafa orðið mistök þarf að endur- skoða ákvörðunina,“ segir Valgerður sem studdi tillögu Oktavíu um að vísa málinu til íþrótta- og tómstundaráðs að nýju. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri sagði á fundi bæjarstjórnar að hann hefði fulla trú á því fólki sem sæti í nefndum og ráðum bæjarins og hefði með mannaráðningar að gera. Þá treysti hann einnig því fagfólki sem hefði sérhæft sig í starfsmannamál- um og hefði enga ástæðu til að efast um getu þess. Jakob Björnsson, formaður bæjar- ráðs, kvaðst undrandi á umræðunum, þó ýmsu væri vanur. Hann taldi minnihlutann ekki tala af mikilli speki, mest fara með rugl og þvaður, sund- urlausar tilvitnanir og sjónarspilið væri lágkúruleg sýndarmennska. Bæjarfulltrúi Samfylkingar um ráðningu deildarstjóra íþrótta- og tómstundadeildar Úrskurðarnefnd kanni hvort ráðningin standist samþykktir Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Eiríkur Björn Björgvinsson, fráfarandi deildarstjóri íþrótta- og tóm- stundadeildar Akureyrar, var kvaddur með formlegum hætti af sam- starfsmönnum sínum fyrir helgina. Settur var upp knattspyrnuleikur á Akureyrarvellinum milli Eiríks og samstarfsmanna gegn forystumönnum innan íþróttahreyfingarinnar í bænum og er skemmst frá því að segja að Eiríkur og félagar unnu öruggan sigur, 6:1. Á myndinni er Eiríkur um það bil að senda boltann í mark andstæðinganna en það var hins vegar hinn landsþekkti knattspyrnudómari Páll Magnússon sem blés í flautuna. HALLDÓR Jónsson, forstjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri, segir alveg skýrt að ekki verði gengið frá stofnanasamningum við starfsfólk fyrr en tekist hafi að tryggja fjármagn til að mæta þeim kostnaðarauka sem þeir hafi í för með sér. Þar sem ekki hefur verið gengið frá stofnanasamningum á FSA búa starfsmenn við lakari kjör en bjóð- ast á Landspítala – háskólasjúkra- húsi. Gert er ráð fyrir að stofnana- samningur við starfsfólk FSA kosti um 60 milljónir króna á ári. „Ástæða þess að við höfum ekki gengið frá stofnanasamningum er einfaldlega sú að ekki eru til pen- ingar fyrir þeim,“ sagði Halldór. Kjarasamningar starfsfólks eru með þeim hætti að þeir skiptast í tvo hluta. Miðlægir samningar gilda fyrir hvern starfshóp og þá er stofn- unum gert að ganga frá sérstökum samningum við sitt starfsfólk og sjá um útfærslu þeirra. „Í fjárveitingum til sjúkrahússins er ekki gert ráð fyrir að þessir samningar kosti peninga. Við tókum þá afstöðu að ekki væri hægt að ganga til samninga við starfsfólk um bætt launakjör þegar peningar eru ekki til fyrir þeim,“ sagði Hall- dór. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri er ein af fáum ef ekki eina í landinu sem ekki hefur gengið frá stofnana- samningum. Fjárveitingar væru ef til vill til staðar á einhverjum stofn- unum eða svigrúm til að gera slíka samninga, en eins væru ljóst að margar stofnanir hefðu ekki yfir fjármagni að ráða vegna samning- anna og skýrði það sjálfsagt að ein- hverju leyti hallarekstur þeirra. „Það er ljóst að margar stofnanir hafa ekki átt fyrir þessum samn- ingum þó að gengið hafi verið frá þeim,“ sagði Halldór. Halldór sagði eðlilegt að starfsfólk á FSA og Landspítala byggju við sambærileg launakjör. Engan veginn viðunandi „Það er engan veginn viðunandi að kjörin séu ekki sambærileg á þessum tveimur sjúkrahúsum. Ég sem stjórnandi hér sætti mig engan veginn við að geta ekki greitt mínu fólki sömu laun og bjóðast syðra, þetta á ekki að vera svona,“ sagði Halldór. „Við vitum af óróa meðal starfsfólks sem auðvitað er ekki sátt við að ekki náist að gera þennan samning hér eins og annars staðar.“ Fulltrúum í ráðuneytum fjár- mála- og heilbrigðismála sem og Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráð- herra hefur verið gerð grein fyrir stöðu mála og leitað hefur verið eft- ir leiðréttingu. Halldór vonaði að málið fengi farsælar lyktir innan tíðar. Lakari kjör á FSA þar sem stofnanasamningar eru ófrágengnir Engir pening- ar til fyrir samningnum HÁSKÓLINN á Akureyri er 15 ára gamall í dag, en hann hóf starfsemi sína 5. september 1987 með kennslu í hjúkrunarfræði og iðnrekstrarfræði. Fyrsta skóla- árið stunduðu 30 nemendur nám, en nú eru starfræktar fimm kennsludeildir; auðlindadeild, heilbrigðisdeild, kennaradeild, rekstrar- og viðskiptadeild og upplýsingatæknideild. Frá upphafi hafa 967 kandídat- ar brautskráðst frá Háskólanum og á þessu skólaári munu um 1.060 nemendur stunda þar nám. Framhaldsnám, fjarnám og al- þjóðasamstarf eru vaxandi þættir í starfsemi háskólans og verið er að undirbúa nýtt nám í félags- vísindum og lögfræði. Gert er ráð fyrir að kennsla í þessum grein- um hefjist haustið 2003. Auk þess sem fjölbreyttar rannsóknir eru stundaðar í öllum deildum Háskólans er hann í góðu samstarfi við fjórar sjálf- stæðar rannsóknastofnanir. Einn- ig er náið samstarf um rann- sóknir og kennslu við aðra háskóla og rannsóknastofnanir, einkum rannsóknastofnanir at- vinnuveganna. Háskólinn á Akureyri 15 ára Mikil framþróun á stuttum tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.