Morgunblaðið - 05.09.2002, Side 56

Morgunblaðið - 05.09.2002, Side 56
KR-konur tryggðu sér í gærkvöldi Íslandsmeistaratitilinn í Símadeild kvenna í knattspyrnu þegar þær unnu stórsigur á ÍBV í Eyjum, 7:0, í næstsíðustu umferð deildarinnar. KR-ingar eru þar með tvöfaldir meistarar, en um síðustu helgi bar Vesturbæjarliðið sigurorð af Val í úrslitaleik bikarkeppninnar og ber því með réttu sæmdarheitið besta lið landsins. Þetta var fimmti Íslands- meistaratitill KR-inga og sá fjórði á síðustu fimm árum. Liðið fær Ís- landsbikarinn afhentan eftir leikinn við Val á sunnudaginn. KR-konur tvöfaldir meistarar Ljósmynd/Sigfús G. Guðmundsson KR-ingurinn Ásthildur Helga- dóttir á hér í höggi við varnar- mann ÍBV í leik liðanna í Eyjum. KR landaði/B3 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga Sími 588 1200 ÁGÚSTMÁNUÐUR var fremur þungbúinn á landinu, úrkoma í meira lagi og hefur ekki sést jafn- lítið til sólar á Akureyri í 13 ár eða allt frá árinu 1989, samkvæmt upp- lýsingum Trausta Jónssonar veð- urfræðings. Hann segir sumarmán- uðina þrjá hafa verið í meðallagi, júní sérlega hlýr og hitamet þá slegin víða um land, en síðan hafi júlí og ágúst verið í meðallagi. Ekki sé hægt að tala um rigningasumar, þótt veðrið hafi verið með þung- búnara móti. „Bæði í júlí og ágúst komu góðir dagar þannig að við þurfum ekkert að gefa sumrinu sérlega vond eftir- mæli. Júní fær góða einkunn, sér í lagi á Suður- og Vesturlandi fyrri- hluta mánaðarins. Við fáum ekki svo góðan hálfan mánuð nema á margra ára fresti,“ sagði Trausti. Morgunblaðið/Ómar Þungbú- inn ágúst að baki  Ekki sést jafnlítið/6 STARFSMENN Samkeppnisstofn- unar komu í gærmorgun á skrif- stofur Eimskipafélagsins í Pósthús- stræti og Sundahöfn til að afla gagna á grundvelli úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur sl. þriðjudag um heim- ild til leitar og haldlagningar á gögn- um á skrifstofum félagsins. Aðgerð- irnar eiga sér stað í kjölfar kæru Samskipa til Samkeppnisstofnunar 22. ágúst sl. þar sem óskað var eftir því að rannsakað yrði hvort Eim- skipafélag Íslands hefði brotið gegn samkeppnislögum í flutningastarf- semi sinni. Stjórnendur Eimskipafélagsins furða sig á kæru Samskipa og telja hana algerlega tilefnislausa, að sögn Ingimundar Sigurpálssonar, for- stjóra Eimskipafélagsins. Starfsmenn Samkeppnisstofnun- ar höfðu lokið gagnaöflun á skrif- stofum félagsins um miðjan dag í gær. Ingimundur sagði að starfs- menn Eimskips hefðu tekið vel á móti fulltrúum Samkeppnisstofnun- ar, sem hefðu óskað eftir að fá að skoða ákveðin gögn. Stjórnendur félagsins fengu kæru Samskipa fyrst í hendur í gær og að sögn Ingimundar hafði ekki gefist mikill tími til að skoða hana ná- kvæmlega síðdegis. Efnislega væri hún krafa um rannsókn og starfs- menn Samkeppnisstofnunar væru væntanlega bara að sinna rannsókn- arskyldu sinni. ,,Það kemur á óvart að þeir skuli leggja fram þessa kæru. Við teljum okkur hafa verið að vinna hér á sam- keppnismarkaði og tekið virkan þátt í þeirri samkeppni. Þessi kæra virk- ar þannig að þeir séu að gera kröfu um að Eimskipafélagið verði sett í ákveðna spennitreyju hvað varðar þátttöku í samkeppninni, þannig að það sé verið að kalla til annan dóm- ara í verðlagsmálunum en viðskipta- vinina, sem bæði við og aðrir á þess- um markaði höfum verið að semja við,“ segir Ingimundur. Hann segir kæruna með öllu til- efnislausa. Eimskipafélagið starfi á samkeppnismarkaði í samræmi við samkeppnislög. ,,Ég held að verð- myndun hér á flutningamarkaði sýni og sanni að menn eru þar að bjóða sem best þeir geta fyrir viðskiptavini sína,“ sagði hann. Í fréttatilkynningu frá Eimskipafélaginu í gær segir að félagið muni nú kynna sér efni máls- ins og að fengnum fyrirspurnum senda svör sín til Samkeppnisstofn- unar. Í kæru Samskipa til Samkeppn- isstofnunar var óskað eftir því að rannsakað yrði hvort Eimskip hefði brotið gegn samkeppnislögum í flutningastarfsemi sinni, þar sem rík ástæða væri til að ætla að Eimskip hefði misnotað ráðandi stöðu sína á markaði sjóflutninga til og frá Ís- landi og m.a. verðlagt þjónustu sína óeðlilega lágt í tilteknum tilvikum þar sem Samskip, og eftir atvikum önnur félög, sóttust eftir sömu við- skiptum. Ekki náðist í forsvarsmenn Sam- keppnisstofnunar í gær vegna þess- ara aðgerða samkeppnisyfirvalda. Samkeppnisstofnun ger- ir húsleit hjá Eimskip Stjórnendur Eimskips segja kæru Samskipa vera tilefnislausa þriðju til þrjá fjórðu hluta mismun- arins má skýra með ólíkum starfs- vettvangi, starfi, menntun og ráðn- ingarfyrirkomulagi kynjanna. Launamun sem eftir stendur, 7,5– 11%, má skýra með hjónabandi, barneignum og öðru sem hefur önn- ur áhrif á laun karla en kvenna, að því er fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar. Að sögn Sigurðar Jóhannessonar, fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í jafnréttisráði, er í könnuninni tekið tillit til margra ólíkra þátta, svo sem hvort viðkomandi sé með börn á SAMKVÆMT niðurstöðum nýrrar könnunar um launamun kynja sem jafnréttisráð og nefnd um efnahags- leg völd kvenna hafa sent frá sér eru dagvinnulaun kvenna 70% af launum karla. Könnunin nær til um 16.500 karla og kvenna á almennum vinnumarkaði og hjá sveitarfélögun- um, að undanskildum starfsmönnum bankastofnana, ríkis og Reykjavík- urborgar. Föst dagvinnulaun karla í gagna- safni kjararannsóknarnefndar voru 179 þúsund að jafnaði í febrúar 2001 en laun kvenna 124 þúsund. Tvo framfæri, aldurs, atvinnugreinar og samanlagðs starfsaldurs á tilteknum vinnustað. Fram kemur að á heim- ilum þar sem eru börn yngri en sjö ára hækka laun kvenna um 1% en laun karla um 3–4%. Að sögn Stefaníu Óskarsdóttur, formanns nefndar um efnahagsleg völd kvenna, er von til þess, að henn- ar mati, að mikill áróður sem rekinn hefur verið fyrir jafnrétti kynjanna skapi að lokum svipað svigrúm fyrir konur og karla á vinnumarkaði. Niðurstaða könnunar á launum karla og kvenna 55 þúsund króna mun- ur á dagvinnulaunum  Dagvinnulaun kvenna/29 MERKI Íslensku sjávarútvegssýn- ingarinnar var breytt fyrir sýn- inguna sem hófst í Kópavogi í gær. Merkið hefur fram til þessa verið fiskur í íslensku fánalitunum, með rauðum og hvít- um krossi á bláum grunni. Aðstandendur sýningarinnar voru kærðir til lögreglu vegna notkunar merkisins og í framhald- inu var ákveðið að í því skyldi hér eftir vera rauð og hvít lína í stað krossins en merkið er engu að síður áfram í fánalitunum. Var þá fallið frá kæru. Í fánalögum segir að enginn megi óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki, og að brot gegn þessu ákvæði varði sektum, varðhaldi eða fangelsi. Óheimilt er að nota fánann í firmamerki, vörumerki eða á sölu- varning, umbúðir varnings eða í auglýsingum á vörum. Merki sjávarútvegs- sýningarinn- ar kært

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.