Morgunblaðið - 11.09.2002, Síða 8

Morgunblaðið - 11.09.2002, Síða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ KORNSLÁTTUR er að hefjast á bænum Skammadal í Mýrdal og voru bræðurnir Guðgeir og Árni Sigurð- arsynir að láta slá kornakurinn sinn þegar fréttaritara bar að garði. Að sögn Guðgeirs er kornið, sem er tveggja raða bygg, vel þroskað en brotnaði þó aðeins í hvassviðrinu í síðustu viku. Guðgeir segist súrsa kornið í tunnur og síðan valsa það til að gefa kúnum. Uppskeran er mikil og kornið vel þroskað í ár og er þetta því mjög góð bú- bót og sparar fóðurbætiskaup. Guðgeir reiknar með að þeir bændur sem eru með korn fari að slá það á næstu dögum ef veður leyfir. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Góð kornuppskera í Mýrdal Fagradal. Morgunblaðið. Alþjóðleg ráðstefna um Evrópumálin Hvaða þýðingu hefur fullveldi? ALÞJÓÐLEG ráð-stefna undir yfir-skriftinni „Merk- ing fullveldis á 21. öldinni – viðhorf frá Íslandi“ hefst á morgun, fimmtudaginn 12. september, og stendur í tvo daga. Rannsóknastofn- unin í Evrópurétti eða „Akademia of European Law“ í Trier stendur fyrir ráðstefnunni, sem haldin verður á Radisson SAS Hótel Sögu í samvinnu við Samtök iðnaðarins, Al- þýðusamband Íslands og Evrópuréttarstofnun Há- skólans í Reykjavík. Rætt var við Jón Stein- dór Valdimarsson, aðstoð- arframkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, um ráðstefnuna og það sem þar verður efst á baugi. „Rannsóknastofnun í Evrópu- rétti í Trier hafði samband við okkur í vor og falaðist eftir aðstoð okkar við að koma á fót ráðstefnu á Íslandi um fullveldi og Evrópu- mál. Umræðan sem hér fór hátt í vor um mögulega aðild Íslands að ESB komst í erlenda fjölmiðla og hafði vakið athygli þeirra.“ Erindinu var vel tekið hjá Sam- tökum iðnaðarins, að sögn Jóns Steindórs enda hafa Samtök iðn- aðarins fjallað mikið um þessi mál og hafa mótaða stefnu um að Ís- lendingar eigi að sækja um aðild að ESB. „Við lítum svo á að það sé bráðnauðsynlegt að ýta undir yf- irvegaða og faglega umræðu um þessi mál. Okkur Íslendingum hættir stundum til, eins og mörg- um öðrum þegar hitamál ber á góma, að fara að kallast á og hætta að talast við. Okkur fannst því gullið tækifæri að fá óháðan aðila sem myndi fá hingað góða fyrirlesara með sérfræðiþekkingu á mörgum sviðum ESB.“ Hvaða mál verða tekin fyrir á ráðstefnunni? „Merking fullveldis á 21. öldinni er krufin og einnig eru tekin fyrir önnur mál sem hafa verið í brenni- depli hér á landi. Starfsmaður úr ráðuneyti Franz Fischlers, fiski- málastjóra ESB, talar um sjávar- útvegsmálin. Þá verður talað um vinnumarkaðsmál, en því hefur verið haldið fram að vinnumark- aðurinn hér sé mun sveigjanlegri en almennt gerist í Evrópu og það muni þróast til verri vegar með inngöngu í ESB. Einnig verður rætt um evruna. Um þessi þrjú málefni, sem öll verða á dagskrá fyrri daginn, verða myndaðir um- ræðuhópar, sem stýrt verður af Íslendingum, þar sem málin verða rædd ofan í kjölinn.“ Hvað fleira verður til umræðu á ráðstefnunni? „Það verður líka rætt um mál sem lúta að réttarkerfinu og inn- anríkismálum, s.s. lögreglusam- starfið, Schengen og mannrétt- indi. Einnig verður rætt um fjármálin, enda eru menn ekki á eitt sáttir um hvað aðild kostar. Þá mun Einar Tamimi ræða almennt um full- veldi, en hann er for- stöðumaður nýrrar Evrópuréttarstofnun- ar við Háskólann í Reykjavík.“ Hvaða spurningum verður velt upp í því sambandi? „Við erum auðvitað meðlimir í samfélagi þjóðanna, sem er að taka miklum breytingum. Við höf- um tekið á okkur vissar skuld- bindingar með aðild að margvís- legu alþjóðlegu samstarfi og má þar nefna Sameinuðu þjóðirnar, Norðurlandasamstarfið, Atlants- hafsbandalagið, GATT, EFTA, EES-samninginn. Því þurfum við að velta fyrir okkur hvort við höf- um afsalað hluta af okkar fullveldi með þátttöku í alþjóðlegu sam- starfi. Er það okkur til tjóns? Er eitthvað til sem heitir fullveldi, í þeim skilningi sem menn lögðu í það á fyrri hluta síðari aldar, eða hefur það breyst? Því hefur verið haldið fram að í EES-samningn- um felist mikið fullveldisafsal, því þar erum við að taka við reglum og lögum, sem við mótum ekki sjálf. Með því að ganga í ESB værum við að endurheimta full- veldi að vissu leyti, því við sætum þá við borðið þar sem reglurnar eru smíðaðar. Við viljum skoða Evrópumálin frá sjónarhóli Ís- lands, með áherslu á fullveldi og sjálfstæði. Hvað gerist í sjávarút- vegsmálum og hvaða áhrif hefur það á efnahaginn ef við færum þessa leið? Erum við sjálfstæðari fyrir innan eða utan ESB? Í lokin verða svo hringborðs- umræður um framtíð ESB. „Þá verður rætt um stjórnar- skrárþingið, sem stendur yfir um þessar mundir, þar sem ákvarð- anir verða teknar um framtíðarskipulag ESB og skiptingu valds milli aðildarríkja og stofn- ana bandalagsins. ESB er að stækka og því þarf að endurskoða þá sáttmála sem liggja til grundvall- ar. Upphaflega voru þetta aðeins sex þjóðir en ef stækkunin gengur eftir verða þær 20 til 25 talsins. Það getur falið í sér uppstokkun á dreifingu valdsins, endurnýjun stofnananna, endurskoðun á grunnreglunni um dreifræði og síðast en ekki síst nýtt hlutverk þjóðþinganna.“ Jón Steindór Valdimarsson  Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sam- taka iðnaðarins, fæddist 27. júní 1958 á Akureyri. Lauk stúdents- prófi frá MA 1978 og embættis- prófi í lögfræði árið 1985. Jón Steindór starfaði um skeið hjá Vinnumálanefnd ríkisins, síðar hjá Vinnumálasambandinu en réðst svo til Félags íslenskra iðn- rekenda árið 1988 sem ásamt sex öðrum félögum í iðnaði runnu saman í Samtök iðnaðarins árið 1994. Jón Steindór hefur einkum haft á sinni könnu alþjóðamál og alþjóðaviðskiptasamninga, s.s. WTO, EFTA, EES og stöðu Ís- lands gagnvart Evrópusamband- inu með hliðsjón af hagsmunum iðnaðarins. Kona hans er Gerður Bjarnadóttir íslenskukennari við Menntaskólann í Kópavogi. Dæt- ur þeirra eru Gunnur, Halla og Hildur. Yfirveguð umræða um Evrópumál nauðsynleg ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 18 73 8 0 9/ 20 02 Vetrarfatnaður forðumst kvefið fyrir börn og fullorðna Margir litir 690 kr. Flískragar Margir litir 890 kr. Flísvettlingar STJÓRN Sorpu hefur í umsögn sinni um frumvarp umhverfis- ráðherra um meðhöndlun úr- gangs, sem lagt var fram á Al- þingi á síðasta löggjafarþingi, bent á að frumvarpið, verði það samþykkt, geti haft í för með sér mikla aukningu útgjalda fyrir sveitarfélögin. Frumvarpið er samið með hliðsjón af tilskipun ráðsins 1999/31/EB um urðun úrgangs frá 26. apríl 1999. Ögmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, segir að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir að dregið verði úr urðun á lífræn- um úrgangi. Hann segir að verði þeim markmiðum fylgt, þ.e. dregið úr urðun lífræns úr- gangs, þýði það að leita þurfi dýrari leiða við að urða úrgang- inn. „Við viljum því vekja at- hygli þingheims á því að ef á að fylgja þessum markmiðum út í ystu æsar þýðir það aukinn kostnað fyrir samfélagið,“ segir hann. Hann kveðst ekki geta sagt nákvæmlega til um hvað þetta muni leiða til mikils kostn- aðarauka, en giskar á að það muni tvöfalda kostnaðinn við förgun úrgangs frá því sem nú er. Frumvarp um meðhöndlun úrgangs Hefur mik- inn kostnað í för með sér KFUM og KFUK eru nú að athuga með sölu eða leigu á Hressingar- skálanum, eða Hressó, í Austur- stræti en þar er nú McDonald’s- veitingastaður til húsa. Kjartan Örn Kjartansson, eigandi Lystar ehf., segir að félagið hafi ákveðið að segja upp leigusamningi en ekki sé ljóst hvenær McDo- nald’s-veitingastaðnum í Austur- stræti verði lokað en það verði þó ekki síðar en í janúar en þá sé sex mánaða uppsagnarfrestur, sem fé- lagið hafi, á enda. „Ég er ekki tilbú- inn með yfirlýsingar um það hvort við opnum annars staðar til viðbótar við staðina í Kringlunni og við Suð- urlandsbraut. Við höfum alltaf aug- un opin fyrir slíku en það er ekki neitt fast í hendi sem stendur.“ Kjartan segir aðsókn að McDon- ald’s í Austurstræti hafa verið góða yfir sumarmánuðina. „En sumrin eru stutt á Íslandi og þau duga ekki til þess að standa undir rekstrinum allt árið. Það er einnig ljóst hver þróunin hefur verið, við höfum hald- ið tölur yfir það og það er bara á einn veg, það fækkar og fækkar.“ Kjartan segir að bílastæði í mið- bænum séu fá og dýr og Íslend- ingar séu heldur ekki hrifnir af því að ganga langt. Í verslunarmið- stöðvunum séu á hinn bóginn næg bílastæði og þau ókeypis. „Það er einfaldlega staðreynd að fólki fækk- ar í miðbænum og við urðum að bregðast við því. Við teljum þetta vera rétta ákvörðun fyrir hag fyr- irtækisins. En því miður er þetta staðan svona með miðbæinn þótt mér þyki það vissulega synd.“ McDonald’s lokað í miðbænum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.