Morgunblaðið - 11.09.2002, Page 19
ÁR LIÐIÐ FRÁ HRYÐJUVERKUNUM Í BANDARÍKJUNUM
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 19
Vika símenntunar
í Rafiðnaðarskólanum
Skeifan 11b · 108 Reykjavík · Sími 568 5010 · www.raf.is
Fyrir þá sem vilja ná árangri
Við tökum virkan þátt í eflingu símenntunar og verðum
þátttakendur í Viku símenntunar vikuna 8. - 14. september.
Á Degi símenntunar, fimmtudaginn 12. september, verður
Opið hús í Rafiðnaðarskólanum. Verið velkomin í kaffi, vöfflur
og fróðleik. Það verður eitthvað að gerast allan daginn frá
kl. 10:00 til 18:00 m.a. ókeypis námskeið og kynningar.
DAGSKRÁ Á OPNU HÚSI
10:00 – 12:00
SharePoint Team Services,
best varðveitta leyndarmálið í Office.
Öryggismál í Windows 2000,
tæknilegar nýjungar í öryggismálum W2K.
Mismunandi gagnaflutningur,
hver er munurinn á ISDN, ADSL o.s.frv.
12:00 – 13:00
Kynning á námsframboði skólans.
Kynning á sérfræðinámi og alþjóðlegum vottunum.
Kynning á meistaraskóla og réttindum rafiðnaðarmanna.
14:00 – 16: 00
Prófaðu Office XP,
hvað er nýtt, hvað er gagnlegt?
Vafrað um vefinn,
Internetið fyrir byrjendur.
Sigrastu á tölvufælninni,
námskeið fyrir alvöru byrjendur.
16:00 – 18:00
Brellur og brögð í Office,
vinnusparandi leiðir og faldir möguleikar.
Öryggismál í Windows 2000,
tæknilegar nýjungar í öryggismálum W2K.
Mismunandi gagnaflutningur,
hver er munurinn á ISDN, ADSL o.s.frv.
Virkjaðu þátttakendur
...á fundinum, í hópnum eða í kennslustofunni.
Tryggið ykkur sæti á ókeypis námskeið í síma 568 5010.
Einnig er hægt að mæta á staðinn og taka þátt í þeim
námskeiðum sem eru í gangi.
Gestum okkar á Opnu húsi og á Fræðsluhátíð í Smáralind
laugardaginn 14. september bjóðast mjög hagstæð tilboð.
LO
G
I
HJÓLSÖG 5604R
0 = 165 mm, 950 W
TILBOÐSVERÐ
15.000.00
GRIPIÐ hefur verið til mikilla ör-
yggisráðstafana í Bandaríkjunum af
ótta við, að hryðjuverkamenn láti til
skarar skríða nú þegar ár er liðið frá
hryðjuverkunum í New York og
Washington. Frá því á föstudag hafa
orrustuþotur verið á flugi yfir öllum
helstu borgum landsins og lögreglu-
mönnum á vakt hefur verið fjölgað.
Er gæsla við kjarnorkuver, flugvelli,
brýr, minnismerki, verslunarmið-
stöðvar og opinberar byggingar
miklu meiri en venjulega.
Bandaríkjaher kom á mánudag
fyrir Avenger-loftvarnaflaugum við
Pentagon, bandaríska varnarmála-
ráðuneytið, í Washington og frá því í
fyrradag hafa F-16-orrustuþotur og
E-3 Awacs-eftirlitsflugvélar verið á
lofti yfir höfuðborginni og öðrum
helstu borgum. Er aðgerðin kölluð
„Heiðskír himinn“ og koma um 300
manns að beinni stjórn hennar.
Takmarkanir á
almennu flugi
Almennt flug hefur verið tak-
markað verulega yfir Washington,
New York og Somerset í Pennsylv-
aníu en þessir þrír staðir voru vett-
vangur hryðjuverkanna fyrir ári.
Eru takmarkanirnar í 55 km radíus
frá stöðunum fyrir flugvélar, sem
fljúga í minna en 18.000 feta hæð.
Í áætlunarflugvélum eiga farþeg-
ar að sitja kyrrir í sætum sínum í
hálftíma fyrir flugtak og eftir lend-
ingu en sú regla hefur gilt á Reagan-
flugvellinum nálægt miðborg Wash-
ington frá því í október síðastliðn-
um.
Þótt ekki sé um að ræða neinar
sérstakar vísbendingar um yfirvof-
andi hryðjuverkaárás vilja yfirvöld
vera við öllu búin og um 200 banda-
rískum sendiráðum og ræðismanns-
skrifstofum um allan heim hefur
verið skipað að gæta fyllsta öryggis.
Ari Fleischer, talsmaður Hvíta húss-
ins, sagði í fyrradag, að það eitt, að
ár er liðið frá hryðjuverkunum, gæti
verið nægt tilefni fyrir nýja árás og
því sé allur varinn góður. Hafa al-
mennir borgarar verið hvattir til að
hafa augun opin og láta umsvifalaust
vita ef þeir verða varir við eitthvað,
sem þeim finnst grunsamlegt.
Í sérstakri tilkynningu frá FBI,
bandarísku alríkislögreglunni, á net-
inu segir, að stöðugt berist alls kon-
ar hótanir um hryðjuverk, stundum
með tilvísan til 11. september, New
York og Washington. Þótt þær séu
flestar ekkert annað en hótanir, þá
megi enginn sofna á verðinum.
Bandarísk heilbrigðisyfirvöld
hafa líka verið að búa sig undir það
versta og þá einkanlega hvað varðar
efna-, lífefna- eða kjarnorkuárás.
Orrustuvélar
á lofti yfir
helstu borgum
Washington. AFP.
Reuters
Vegfarendur í Brooklyn-hverfi í New York horfa yfir til Manhattan-
eyjar í gær, á myndinni til vinstri sést skýjakljúfaþyrpingin eins og hún
var fyrir hryðjuverkaárásirnar í september í fyrra.
ÁRÁSIN á Bandaríkin fyrir ná-
kvæmlega ári mun óhjákvæmilega
setja svip sinn á líf fólks þar vestra í
dag, 11. september. Fórnarlamba
árásanna verður minnst með ýms-
um hætti og þá hafa allar helstu
sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum
tilkynnt að dagskrá þeirra verði til-
einkuð árásinni, fórnarlömbum
hennar og þeim sem sluppu lifandi.
Endanleg tala fórnarlamba árás-
anna á Bandaríkin er nú sögð 3.034.
Þeirra verður minnst með ýmsum
hætti víðsvegar um Bandaríkin og
raunar annars staðar í heiminum
einnig. Hæst ber þó athafnir í New
York, Washington og Pennsylv-
aníu.
Fyrsta árásin á þessum ör-
lagaríka degi fyrir ári átti sér stað
kl. 8.46 að staðartíma (12.46 að ísl.
tíma) en þá flugu hryðjuverka-
mennirnir fyrri farþegaflugvélinni
á annan af tveimur turnum World
Trade Center í New York. Á þess-
ari stundu í dag er áætlað að minn-
ingargöngur, sem skipulagðar eru
frá öllum hverfum New York, verði
komnar á vettvang ódæðisins.
Verður þá fórnarlambanna minnst
með stundarþögn. Síðan mun
George Pataki, ríkisstjóri í New
York, flytja Gettysborgar-ávarpið
og í kjölfarið byrjar Rudolph Giul-
iani, fyrrverandi borgarstjóri, að
lesa upp nöfn þeirra næstum þrjú
þúsund manna sem fórust í New
York.
En þó að minningarathöfnin sjálf
fari fram á því svæði þar sem World
Trade Center stóð áður mun fólk
ekki fara varhluta af því hvaða dag-
ur er upp runninn, þó að það sé
statt annars staðar í New York.
Nánast allar menningarstofnanir í
borginni standa fyrir einhverjum
uppákomum og í öllum guðshúsum
borgarinnar munu bænagjörðir
miðast við atburðina fyrir ári. Jafn-
vel verslanir í borginni fara í sorg-
arbúning – gluggar Saks-versl-
unarinnar á fimmta breiðstræti
verða t.d. auðir ef frá eru skilin
spjöld sem á stendur: „við gleymum
ekki“.
Tutu predikar í Washington
Hápunktur minningarathafn-
arinnar í New York verður þó
væntanlega þegar George W. Bush
Bandaríkjaforseti og eiginkona
hans, Laura, heimsækja World
Trade Center og leggja þar blóm í
minningu fórnarlambanna. Í kjöl-
farið flytur forsetinn ávarp sem
sjónvarpað verður um öll Bandarík-
in.
Bush mun reyndar byrja daginn í
Washington en þar verður haldin
minningarathöfn um þá sem fórust
er hryðjuverkamennirnir flugu far-
þegaflugvél á Pentagon-bygg-
inguna, höfuðstöðvar bandaríska
varnarmálaráðuneytisins. Sérstök
hátíðarmessa fer fram í þjóð-
arkirkju Bandaríkjanna um morg-
uninn og mun Desmond Tutu, erki-
biskup frá Suður-Afríku og
handhafi friðarverðlauna Nóbels,
fara fyrir messugjörð allra trúar-
bragða.
Við Pentagon-bygginguna er
áætlað að um tólf þúsund manns
safnist saman, þeirra á meðal Bush
forseti og ýmsir sem voru í bygg-
ingunni og sluppu lifandi, auk ætt-
menna fólks sem beið bana. Fórn-
arlambanna þar verður minnst með
stundarþögn kl. 9.39 að staðartíma
en þá flugu hryðjuverkamennirnir
farþegaflugvél á bygginguna.
Síðast en ekki síst er búist við því
að allt að 50 þúsund manns muni
koma saman í Pennsylvaníu en þar
hrapaði flugvél í flugi 93 til jarðar
eftir að farþegarnir, sem haft höfðu
fréttir af árásunum á New York og
Washington, réðust gegn flugræn-
ingjunum. Líklegt þykir að hryðju-
verkamennirnir hafi ætlað að
fljúga vélinni á þinghúsið í Wash-
ington.
Engar auglýsingar í sjónvarpi
Fjölmiðlar vestra munu ekki láta
sitt eftir liggja í dag og fátt annað
kemst að í dagskrá þeirra. Bendir
flest til að dagskráin muni sam-
anstanda annars vegar af myndefni
af atburðunum fyrir ári og um-
ræðum um þá og hins vegar af bein-
um útsendingum frá minning-
arathöfnum, auk viðtala við fólk
sem slapp lifandi og aðstandendur
fórnarlamba.
Dagblöð og tímarit fylgja svip-
aðri formúlu; gefa út sérblöð þar
sem minnst verður atburðanna 11.
september í fyrra.
Forsvarsmenn stóru sjónvarps-
stöðvanna ABC, NBC og CBS hafa
tilkynnt að reynt verði að sýna nær-
gætni í allri umfjöllun en ljóst er að
margir munu eiga erfitt með að
þurfa að upplifa atburðina hræði-
legu á nýjan leik. Ljóst er þó að hjá
því komast menn varla, horfi þeir á
annað borð á sjónvarp.
Lítið verður um sjónvarpsauglýs-
ingar en í staðinn hafa stöðvarnar
brugðið á það ráð að fá auglýs-
endur til að kosta það dagskrárefni
sem á boðstólum verður. Er þetta
gert þar sem menn eru sér meðvit-
andi um að ekki sé við hæfi að sjón-
varpa myndum af glöðu og ham-
ingjusömu fólki (sem gjarnan
einkennir sjónvarpsauglýsingar) á
þessum degi.
Minningarathafnir
haldnar víða um heim
Fórnarlamba árásanna verður
minnst sérstaklega í fjármálafyr-
irtækjum víða um heim en flest
fórnarlamba árásarinnar á World
Trade Center störfuðu í þeim geira.
Einnig verður árásanna minnst
um gervalla Evrópu, svo dæmi sé
tekið. Meðal annars má nefna að
nokkrar minningarathafnir verða
haldnar í París. Verður Jacques
Chirac, forseti landsins, viðstaddur
minningarathöfn í bandaríska
sendiráðinu. Í London mun Karl
Bretaprins sækja sérstaka athöfn
ásamt Tony Blair forsætisráðherra,
sendiherra Bandaríkjanna og fjöl-
skyldum breskra fórnarlamba árás-
irnnar.
Þá verður árásanna minnst með
athöfn í Brussel, sem fulltrúar Evr-
ópusambandsins mæta á. Í Þýska-
landi mæta helstu ráðamenn til
messu í Berlín.
Fórnarlamba minnst
með ýmsum hætti
Helstu sjónvarps-
stöðvarnar heita
að sýna ættingj-
um nærgætni í
umfjöllun sinni
um atburðina
Washington, New York. Los Angeles Times, AFP.