Morgunblaðið - 11.09.2002, Síða 42
DAGBÓK
42 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Brú-
arfoss og Goðafoss
koma og fara í dag.
Björn RE kemur í dag.
Baldvin og Knorr fara í
dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Ontika kom í gær, Lóm-
ur fer í dag.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur Sól-
vallagötu 48. Skrifstofa
s. 551 4349, opin mið-
vikudag kl. 14–17. Flóa-
markaður, fataútlutun
og fatamóttaka, s.
552 5277 opin annan og
fjórða hvern miðvikudag
kl. 14–17.
Mannamót
Árskógum 4. Kl. 9–12
baðþjónusta og opin
handavinnustofa, kl. 13–
16.30 opin smíða- og
handavinnustofa, kl. 13
spilað, kl. 10–16 pútt-
völlurinn.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8–
12.30 böðun, kl. 9–12
glerlist, kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–17 fótaað-
gerð, kl. 10–10.30 Bún-
aðarbankinn, kl.
13–16.30 spiladagur
brids/vist, kl. 13–16
glerlist. Þriðjudaginn
17. september Haust-
litaferð í Skorradalinn.
Skráning og greiðsla í
síðasta lagi í dag. Uppl. í
s. 568 5052.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið er á
mánu- og fimmtudögum.
Mánud: Kl. 16 leikfimi.
Laugard: kl. 10–12 bók-
bandsnámskeið, línu-
dans, byrjar 5. okt. kl.
11. Fimmtud: kl. 13
tréskurðarnámskeið, kl.
14 bækur frá bóka-
safninu til útláns, kl. 15–
16 bókaspjall.
Kór eldri borgara Vor-
boðar: kóræfing í
DAMOS kl. 17–19.
Námskeið í postulíns-
málun byrjar 18. nóv.
Uppl. og skráningar á
námskeið hjá Svanhildi,
s. 586 8014 e.h.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 9–14 aðstoð
við böðun, kl. 10–10.45
leikfimi kl.14.30–15
bankaþjónusta, kl. 14.40
ferð í Bónus.
Félag eldri borgara,
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka kl. 15–16.
Skrifstofan í Gullsmára
9 opin kl 16.30–18. Opið
hús verður laugardag
14. sept. kl. 14 í Gjá-
bakka. Dagskrá: Hljóð-
færaleikur, upplestur og
fleira. Kaffi og meðlæti.
Félagsstarf Furugerði
1. Kl. 9 aðstoð við böð-
un, bókband, kl. 13 leik-
fimi og sagan.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl.
9.30 hjúkrunarfræð-
ingur á staðnum, kl. 10
hársnyrting, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13
föndur og handavinna.
Félag eldri borgara,
Garðabæ. Ferð á Akra-
nes laugardag 14. sept.
kl. 11.30 frá Hleinum, kl.
12 frá Kirkjuhvoli.
Heimsókn til Félags
eldri borgara á Akra-
nesi, kaupstaðurinn
skoðaður með leiðsögn
Bjarnfríðar Leósdóttur.
Uppl. gefur Arndís
Magnúsdóttir, s.
565 7826 eða 895 7826.
Garðakórinn, kór eldri
borgara í Garðabæ, er
að hefja starfsemi sína,
kóræfingar mánudaga
kl. 17 í Kirkjuhvoli.
Uppl. gefur Hólmfríður
Guðmundsdóttir, s.
565 6424.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Línudans kl. 11, gler-
skurður kl. 13, pílukast
kl 13.30. Myndlistarfólk,
fundur kl. 13.30 um
skipulag námskeiða í
vetur. Biljardstofan opin
virka daga frá kl. 13.30–
16 skráning í Hraunseli,
s. 555 0142.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Miðvikud:
Göngu-hrólfar ganga frá
Ásgarði kl. 10. Söng-
félag FEB kóræfing kl.
17. Línudanskennsla
fellur niður. Söngvaka
kl. 20.45. Fimmtud:
Bridsfélag FEB 10 ára.
Af því tilefni verður spil-
aður einmenningur kl.
13. Réttarferð í Þver-
árrétt 15. sept. Einnig
verður komið í Reykholt
og að Deildartunguhver.
Selt verður réttarkaffi.
Brottför frá Ásgarði kl.
12. Upplýsingar á skrif-
stofu FEB, s. 588 2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
opin vinnustofa, mosaik,
gifs og ísl. steinar, nám-
skeið í postulínsmálun,
hárgreiðslu- og fótaað-
gerðarstofur opnar. Í
tilefni af 10 ára afmæli
stöðvarinnar verður
opnuð sýning á mynd-
listarverkum Gerðar
Sigfúsdóttur fimmtu-
dag12. sept. Kynning á
dagskrá vetrarins verð-
ur kl. 13.30, þá mun Jó-
hanna Þórhallsdóttir
segja frá aðdraganda og
opnun stöðvarinnar.
Börn frá leikskólanum
Jörva koma og taka lag-
ið og síðan verður harm-
onikkuspil kakó og
rjómaterta verður á
boðstólum frá kl. 14.30.
Félag eldri borgara,
Suðurnesjum. Selið
Vallarbraut 4, Njarðvík,
kl. 14 félagsvist alla mið-
vikudaga.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, frá hádegi spila-
salur opinn, vist og
brids. Síðustu sýningar
Huga Jóhannessonar
myndlistarmanns. Allar
upplýsingar á staðnum
og í s. 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum
frá kl. 10–17, kl. 9. 05 og
kl. 9. 55 leikfimi, kl. 10.
45 hæg leikfimi, kl. 13
félagsvist, kl. 15–16 við-
talstími FEBK, kl. 17
bobb.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið virka daga kl.
9–17. Í tilefni af áttatíu
ára afmæli sínu opnaði
Guðrún Jóhannesdóttir,
myndlistarsýningu í fé-
lagsheimilinu Gullsmára
í september. Sýningin
er opin á opnunartíma
félagsheimilisins kl. 9–
17 virka daga.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, útskurður,
hárgreiðsla og fótaað-
gerð, kl. 13 brids, búta-
saumur, harðangur og
klaustur. Haustlitaferð
verður farin miðvikudag
18. sept. kl. 13.30. Ekið
verður um Nesjavalla-
veg og Grafning. Kaffi
drukkið í Valhöll á Þing-
völlum. Skráning á
skrifstofu og í s.
587 2888. Fræðslu og
kynningarfundur verður
föstudag 13. sept. kl. 14.
Dagskrá: Lyf og inntaka
þeirra. Beinþynning.
Lyfjafræðingur og
hjúkrunarfræðingur
annast fræðsluna. Eftir
fræðsluna verður boðið
upp á beinþéttnimæli.
Kaffi og meðlæti verður
á boðstólum. Allir vel-
komnir.
Hvassaleiti 58–60. Kl. 9
og kl. 10 jóga, kl. 9 böð-
un og föndur, kl. 15
teiknun og málun. Fóta-
aðgerð, hársnyrting.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa,
kl. 9–12 tréskurður, kl.
10–11 samverustund
með Júlíönu, kl. 9–16
fótaaðgerðir, kl. 13–
13.30 banki, kl. 14 fé-
lagsvist, kaffi – verð-
laun.
Vesturgata 7. Kl. 8.25
sund, kl. 9–16 fótaað-
gerð og hárgreiðsla, kl.
13–14 spurt og spjallað.
Verslunarferð í Bónus
kl. 12.15. Leikfimi-
kennsla byrjar þriðju-
dag 17. sept. kl.11–12,
einnig verður kennt á
fimmtudag kl. 13–14.
Miðvikudag18. sept. kl.
13–16 byjar fyrsti tré-
skurðartími vetrarins,
skráning hafin.
Vitatorg. Kl. 8.45 smíði,
kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10
fótaaðgerðir, morg-
unstund, bókband, búta-
saumur, kl. 13 hand-
mennt, kl. 13.30
bókband, kl. 13 kóræf-
ing, kl. 14.10 versl-
unarferð. Vetrardag-
skráin komin. Laus
pláss í eftirtöldum nám-
skeiðum: bókbandi,
myndlist, leirmótun,
körfugerð, mósaik og
smiðju. Uppl. í s.
561 0300.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, Hátúni 12.
Kl. 19. 30 félagsvist
ITC deildin Melkorka,
fundur í Borgartúni 22,
3. hæð. Fundurinn er
öllum opinn. Uppl. veitir
Hulda Gísladóttir, s.
587 1712.
Félag áhugamanna um
íþróttir aldraðra. Pútt-
mót í Laugardal í dag
kl. 13.30. Leikfimiæf-
ingar hefjast í Bláa
salnnum þriðjudag 17.
sept. kl. 11, kennari
Margrét Bjarnadóttir.
Leikfimin verður á
þriðju- og föstudag kl.
11 í vetur.
Í dag er miðvikudagur 11. sept-
ember, 254. dagur ársins 2002. Orð
dagsins: En nú, með því að þér eruð
leystir frá syndinni, en eruð orðnir
þjónar Guðs, þá hafið þér ávöxt yðar
til helgunar og eilíft líf að lokum.
(Róm. 6, 22.)
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 drottningu, 8 tertan, 9
náin, 10 megna, 11 glat-
aði, 13 óhreinkaði 15
korntegundar, 18 ísbrú,
21 blóm, 22 siðprúð, 23
kjánar, 24 einvígi.
LÓÐRÉTT:
2 tréð, 3 gleypi, 4 reka í
gegn, 5 borða, 6 afkimi, 7
sögustaður, 12 atorku, 14
knöpp, 15 kvennamaður,
16 jafnaðargeð, 17 tott-
uðum, 18 vísa, 19 sterk,
20 gleðikona.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 rusla, 4 fegin, 7 kopps, 8 ölæði, 9 aur, 11 alin,
13 óaði, 14 ýfing, 15 skýr, 17 nekt, 20 und, 22 rausn, 23
ísing, 24 klaga, 25 linan.
Lóðrétt: 1 rekja, 2 seppi, 3 ausa, 4 fjör, 5 glæða, 6 neiti,
10 urinn, 12 nýr, 13 ógn, 15 skrök, 16 ýsuna, 18 efinn, 19
tigin, 20 unna, 21 díll.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI telur sig vera á hál-um ís með því að gera 11. sept-
ember í fyrra að umræðuefni. Er
hann þar að bera í algjörlega bakka-
fullan lækinn. En samt – bara stutt
– af því að í dag er 11. september.
Fátt hefur eflaust breytt eins
mörgu í daglegu lífi og hugsun eins
margra og hryðjuverkin í Banda-
ríkjunum þennan dag. Allt er í end-
urskoðun, hvort sem það viðkemur
öryggismálum eða viðhorfum í al-
þjóðamálum og allt þar á milli. Þess-
ir viðburðir sýndu hversu allt er í
raun og veru berskjaldað þegar út-
hugsuð voðaverk eru annars vegar.
Af því hafa menn dregið lærdóm og
eru vitanlega enn meira á varðbergi
og er það vel. En þetta var dýru
verði keypt og vonandi nóg komið af
slíku.
x x x
SYFJAÐIR ökumenn geta valdiðsjálfum sér og öðrum í umferð-
inni hættu. Hvaða ökumaður hefur
ekki lent í því að verða svo syfjaður
við stýrið að hann verður hreinlega
að stöðva bílinn, fara út og teygja
sig og skvetta framan í sig köldu
vatni. (Er ekki vatnsflaska alltaf við
höndina í langferðum?) Eða taka sér
hreinlega nokkurra mínútna blund.
En það er svosem ekki víst að við
bregðumst svo rétt við þegar svefn-
inn sækir stíft á okkur. Við viljum
nefnilega helst halda áfram.
Fyrir nokkru mátti lesa hér í
blaðinu frétt um að fáanlegt væri
tæki sem fylgdist með augnhreyf-
ingum ökumanna. Af þeim getur
tækið skynjað þegar árvekni öku-
manns er að minnka og gefið honum
viðvörun. Það þarf nefnilega ekki
nema örsvefn til að eitthvað fari úr-
skeiðis á 90 km hraða eins og menn
geta ímyndað sér.
Víkverja hefur verið bent á frétt á
vef BBC um rannsóknir og þróun á
slíku tæki í Ástralíu. Þar sé mönn-
um vandi á höndum vegna syfju
ökumanna, ekki síst atvinnubíl-
stjóra á langleiðum, í landi þar sem
getur tekið 10 tíma eða meira að aka
milli borga. Í fréttinni segir líka að
þreyta sé orsök um 30% hinna 700
þúsund dauðsfalla umferðarinnar í
heimsbyggðinni.
Ástralska tækið er nú í prófun.
Það er ennþá óheyrilega dýrt en bú-
ist við að verðið gæti verið komið
niður í um 20 þúsund krónur þegar
það kemur á markað. Búast má við
að þeir sem stunda akstur á lang-
leiðum muni fyrstir notfæra sér
tæki sem þetta en síðan er talið að
það verði jafnalgengt í nútímabílum
og líknarbelgurinn er orðinn. Með
þessari tækni er reyndar líka verið
að þróa búnað sem fáanlegur er í
bíla, skynjari sem metur hvort öku-
maður er óhæfur til aksturs vegna
áhrifa af lyfjum, áfengi eða af öðrum
orsökum.
Fer þá að verða þannig komið fyr-
ir okkur að tæknin tekur í sífellt
auknum mæli af okkur völdin – og
kannski er það bara vel og full
ástæða til í þessu tilliti.
x x x
PISTILLINN hófst á umfjöllunum dagsetninguna 11. septem-
ber sem þýðir að næst kemur 12.
september! (Eins og það hafi nú
ekki legið í augum uppi.) Er ekki
rétt að ríkisútvarpið spili 12. sept-
ember lag eftir Tólfta september
sem síðasta lag fyrir fréttir? Vík-
verji telur sig hafa heyrt þetta gert
af og til í gegnum árin en ekki í
fyrra. Er ekki rétt að halda þessum
kæk áfram í ár?
Ástand
rjúpnastofnsins
ÁSTAND rjúpnastofnsins
hefur verið til umræðu að
undanförnu. Fram hafa
komið tillögur um leiðir til
að vernda stofninn sem í
sjálfu sér er góðra gjalda
vert. Sem rjúpnaveiðimað-
ur til margra ára vekur það
þó athygli mína að ekki
skuli fjallað meira um notk-
un vélknúinna farartækja,
einkum fjórhjóla og snjó-
sleða, við veiðarnar.
Í 9. gr. laga nr. 64/1994,
sem fjallar um veiðar af
þessu tagi, segir m.a.
„Vélknúin farartæki á landi
má nota til að flytja veiði-
menn til og frá veiðilendum
og þá eingöngu á vegum
eða merktum vegslóðum.
Skotvopn skulu vera óhlað-
in meðan á akstri stendur.
Þau skulu einnig vera
óhlaðin nær vélknúnu far-
artæki á landi en 250 m.“
Allir sem nálægt rjúpna-
veiði koma vita að því fer
víðs fjarri að þetta laga-
ákvæði sé virt. Þannig not-
ar fjöldi veiðimanna fjór-
hjól og vélsleða gagngert til
að elta uppi bráðina. Veiði-
maður á vélsleða fer mjög
hratt yfir og er fljótur að
finna út hvar fuglinn heldur
sig. Þegar hann er fundinn
er það undir hælinn lagt
hvort veiðimaðurinn stígur
af sleðanum meðan skotið
er eða ekki. Fljúgi fugl upp
er hann eltur á farartæk-
inu. Þannig getur slíkur
veiðimaður á einum degi
hreinsað upp stærra svæði
en tugur fótgangandi veiði-
manna kæmist yfir á sama
tíma. Ekki þreytir burður-
inn á bráðinni veiðimann-
inn þar sem aflinn er látinn
á sleðann.
Engin leið er til að fram-
fylgja áðurnefndu laga-
ákvæði eins og það er úr
garði gert. Því tel ég nauð-
synlegt að banna með öllu
notkun farartækja, s.s. vél-
sleða og fjórhjóla, við veið-
ar á rjúpu. Miðað við þann
fjölda slíkra farartækja,
sem gagngert eru notuð við
rjúpnaveiðar, myndi bann-
ið hafa mun meiri áhrif til
styrkingar stofninum en
stytting veiðitímans.
Rjúpnaveiðimaður.
Þakkir fyrir góða
þjónustu
ÉG VAR að leita að lítilli
legu á fræsaratönn og bú-
inn að fara bæinn á enda og
endaði hjá Ísól í Ármúla 17
þar sem ég fékk frábæra
þjónustu og allt var fyrir
mig gert.
Þeir vísuðu mér á renni-
smið hjá Vélsmiðju Krist-
jáns í Borgarfirði sem
bjargaði mér.
Vil ég senda þeim kærar
þakkir fyrir liðlegheitin.
Sigmundur Hansen.
Tapað/fundið
Jakki týndist
HEFUR einhver séð þenn-
an jakka sem lítil fjögurra
ára stúlka týndi í Smáran-
um sunnudaginn 8. sept. Í
vasanum voru tvö barna-
ilmvötn með bleikum og
grænum töppum. Hún
saknar jakkans sárt en hún
fékk hann í afmælisgjöf frá
frænda sínum í Kanada.
Skilvís finnandi hringi í
síma 562 6482 eða skili hon-
um á þjónustuborð Smár-
ans.
Blár jakki – rauð húfa
TAPAST hefur á mismun-
andi stöðum á mismunandi
tímum í sumar annars veg-
ar þunnur blár kvenmanns-
jakki með hettu og hins
vegar rauð húfa með lama-
dýrum á. Skilvís finnandi
hafi samband í síma
847 4943.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
MIG langar að taka und-
ir með þeim sem skrif-
aði pistilinn „Sóðar“ í
Mbl. fyrir stuttu síðan.
Ástæðan var allt ruslið
eftir menningarnóttina.
Það er greinilegt að
það eru allt of margir
sem ekki vita til hvers
ruslafötur eru.
Ég þekki svolítið til
þar sem íþróttaleikir
eru innandyra og þegar
áhorfendur eru farnir
er gólfið oft eins og
ruslahaugur og þó eru
ruslafötur út um allt.
Eins þegar svokölluð
fjölliðamót eru haldin
eru búningsklefar oft
ansi skrautlegir og
ruslaföturnar svo til
tómar. Þarna held ég að
þjálfarar og umsjón-
armenn geti komið til
sögunnar. Eins og alltaf
eru margir til fyrir-
myndar, en því miður
ber alltaf meira á hin-
um.
Kenna ekki allir for-
eldrar börnum sínum að
henda sælgætisbréfum
og öðru rusli í ruslaföt-
urnar?
Kristín.
Ruslafötur og sóðar