Morgunblaðið - 26.09.2002, Page 14

Morgunblaðið - 26.09.2002, Page 14
AKUREYRI 14 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ STARFSEMI Íslandsfugls í Dalvík- urbyggð er nú komin í fullan gang, eftir frekar rólega síðustu mánuði. Þar er nú verið að slátra 10–12 þús- und fuglum á viku, sem þýðir fram- leiðslu á 15–16 tonnum af kjúklinga- kjöti. Hjá fyrirtækinu starfa nú 45–50 manns en margir eru þó í hlutastarfi. Um síðustu mánaðamót tók Norðlenska yfir öll sölumál Ís- landsfugls. Fyrirtækið átti í miklum erfið- leikum í byrjun árs og reksturinn nánast kominn í þrot þegar nýir eig- endur tóku yfir reksturinn í apríl sl. Stærstu eigendur Íslandsfugls eru Norðlenska, Kaldbakur, Sparisjóð- ur Norðlendinga, Sparisjóður Svarfdæla, Dalvíkurbyggð, Byggða- stofnun, Tréverk og Samherji. Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, fjármálastjóri Íslandsfugls, sagði að nú væri komin full nýting á eldishús og útungunarstöð og að afkastaget- an væri því komin á fullt. „Við von- umst til að vera kominn yfir erfið- asta hjallann í þessari endur- skipulagningu og teljum okkur vera að framleiða gæðavöru.“ Framleiðsla fyrirtækisins hefur verið í lágmarki undanfarna mán- uði vegna skorts á varpfugli en nú eru bjartari tímar framundan. Rögnvaldur Skíði sagði að talsvert meira framboð væri nú á kjúklinga- kjöti á markaði en á síðasta ári en að menn horfðu til þess að neyslan myndi jafnframt aukast. „Það er eins og allir vita offramboð á kjöti á markaðnum, svínakjöti, lambakjöti og kjúklingakjöti, og því ætti þessi tími að vera hagstæður neytendum. En við erum bjartsýnir og höfum fulla trú á að dæmið gangið upp,“ sagði Rögnvaldur Skíði. Íslandsfugl er með starfsemi á nokkrum stöðum í Dalvíkurbyggð, varphænurnar eru á Árskógssandi, útungunaraðstaðan, vinnslan og skrifstofuhaldið er á Dalvík og eld- ishús á Ytra-Holti. 10-12 þúsund fuglum slátrað á viku hjá Íslandsfugli Morgunblaðið/Kristján Starfsemi Íslandsfugls er komin í fullan gang á ný og þar er nú verið að slátra 10-12 þúsund fuglum á viku. Starfsemin komin í fullan gang á ný STARFSFÓLK í Íþróttamiðstöð- inni í Laugardal og fyrrum sam- starfsfólk Kristins Svanbergsson- ar, nýráðins deildarstjóra íþrótta- og tómstundadeildar Akureyrar- bæjar, hefur sent frá sér yfirlýs- ingu vegna þeirrar umfjöllunar sem verið hefur í fjölmiðlum vegna ráðningar Kristins í stöðuna. „Við hörmum þann málatilbúnað sem orðið hefur í kjölfar stöðuveiting- arinnar og lýsum yfir fullum stuðn- ingi við Kristin Svanbergsson í nýju og spennandi starfi á Akurr- eyri,“ segir m.a. í yfirlýsingunni. Ennfremur kemur fram að þegar unnið hafði verið úr umsóknum um starf íþrótta- og tómstundafulltrúa, hafi þrír aðilar komið til greina í stöðuna, þau Kristinn Svanbergs- son, Soffía Gísladóttir og Viðar Sigurjónsson. Lokaniðurstaðan hafi verið sú að Kristinn Svan- bergsson hlaut þessa eftirsóttu stöðu. „Við undirrituð starfsfólk í Íþróttamiðstöðini í Laugardal vor- um samstarfsfólk Kristins Svan- bergssonar þegar hann starfaði sem framkvæmdastjóri SKÍ árið 1996–1999 með mjög góðum ár- angri. Árið 1999 hætti hann störf- um hjá SKÍ vegna tilboðs um gott starf á öðrum vettvangi. Á þessum vinnustað koma upp margvísleg mál og oft reynir á þolrifin þegar álag er mikið. Við áttum mjög gott samstarf við Kristin, hann var góð- ur félagi og mjög kraftmikill og áhugasamur í starfi.“ Undir þessa yfirlýsingu skrifa Anna Karólína Vilhjálmsdóttir og Ólafur S. Magnússon frá ÍF, Anna Ragnheiður Möller, FSÍ, Birgir Ari Hilmarsson, UMSK, og Pétur Hrafn Sigurðsson, KKÍ. Lýsir yfir stuðn- ingi við Kristin Svanbergsson Starfsfólk í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í Reykjavík SOFFÍA Gísladóttir, fyrsti vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra og félagsmálastjóri á Húsavík, hefur ákveðið að taka ekki sæti á fram- boðslista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar næsta vor. Soffía sagðist ekki hætt í stjórn- málum, þótt hún yrði ekki með að vori. Hún sagðist ekki sátt við nýju kjördæmaskiptinguna og að það væri helsta ástæðan fyrir því að hún ætlar ekki í framboð. Einnig lægi ljóst fyrir að þeir fjórir þingmenn flokksins í hinu nýja Norðausturkjördæmi ætl- uðu allir bjóða sig fram á ný. „Ég er ekki samþykk því að lítill hluti þingmanna skuli þurfa að leggja svona mikla vinnu á sig við að halda saman risastórum kjördæmum á meðan verið er að skipta Reykjavík upp í tvö kjör- dæmi og fjölga þingmönnum þar. Mín reynsla á þingi er sú að það er mun meira álag á landsbyggð- arþingmönnum tengt þeirra kjördæmum. Kannski væri far- sælast að hafa landið sem eitt kjördæmi, þar sem við fengjum þá líka að nýta krafta Reykjavík- urþingmanna úti á landsbyggð- inni.“ Soffía hefur þrisvar sest inn á Alþingi á yfirstandandi kjörtíma- bili og hún sagðist hafa notið þess. „Ég vildi gjarnan leggja þetta starf fyrir mig og það vant- ar fólk með mína menntun inn á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. En það er meira en að segja það að vera varaþingmaður á lands- byggðinni, með fjögur börn og í fullu starfi.“ Soffía Gísladóttir varaþingmaður ekki í framboði í vor Er ósátt við nýju kjördæma- skiptinguna SKÁKFÉLAG Akureyrar heldur eitt af sínum vinsælu atkvöldum annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 19.30. Tefldar verða fjórar atskákir auk nokkurra hraðskáka. Allir fé- lagsmenn eru hvattir til að mæta enda aðeins ein vika í Íslandsmót skákfélaga og því um góðan und- irbúning að ræða, segir í frétt frá Skákfélaginu. Meistaramót félagsins hófst sl. sunnudag og eru 13 keppendur skráðir til leiks. Í fyrstu umferð gerðust þau tíðindi m.a. að Siguróli Magni Sigurðsson, 13 ára strákur, gerði sér lítið fyrir og lagði Tómas Veigar Sigurðarson í hörkuskák. Af öðrum úrslitum má nefna að stiga- hæsti keppandi mótsins, Þór Val- týsson, lagði Ágúst Braga Björns- son eftir að hafa staðið höllum fæti um tíma og Björn Ívar Karlsson vann Sigurð Eiríksson í gífurlega flókinni og skemmtilegri skák. Góður liðsstyrkur Skákfélagið hefur fengið veru- legan liðsstyrk fyrir komandi átök íÍslandsmóti skákfélaga sem hefst um aðra helgi. Þeir Guðmundur Gíslason, Davíð Kjartansson og Jón Árni Halldórsson hafa allir gengið til liðs við félagið. Guðmundur kemur frá Tafldeild Bolungarvíkur og hefur lengi verið í hópi sterk- ustu skákmanna landsins. Davíð kemur frá Taflfélaginu Helli og er tvöfaldur Norðurlandameistari á þessu ári, bæði í einstaklings- keppni sem og með sveit Mennta- skólans við Hamrahlíð í framhalds- skólakeppninni. Jón Árni hefur bætt sig töluvert undanfarin ár og er einn allra virkasti skákmaður landsins. Hann kemur úr Taflfélagi Kópavogs. Skákfélag Akureyrar Atskák og meist- aramót STJÓRN kjördæmisráðs Samfylk- ingarinnar í Norðausturkjördæmi hefur ákveðið að framboðsfresti vegna framboðs í tvö efstu sæti á lista Samfylkingarinnar í kjördæm- inu fyrir alþingiskosningarnar vorið 2002 skuli ljúka 4. október nk. Einn- ig hefur verið ákveðið að póstkosn- ingu í tvö efstu sæti listans ljúki 4. nóvember nk. Stjórn kjördæmisráðs mun á næstu dögum skipa kjörstjórn sem í sitja fulltrúar allra samfylkingar- félaganna í kjördæminu, en þau eru nú níu talsins og það tíunda á leið- inni. Kjörstjórn mun hafa með hönd- um röðun í önnur sæti listans. Höfð verða að leiðarljósi kynja- og byggðasjónarmið við röðun á listann, segir í fréttatilkynningu frá stjórn kjördæmisráðs. Framboðs- frestur til 4. október Kosið í tvö efstu sæti Samfylkingarinnar VETRARSTARF Samhygðar, sam- taka um sorg og sorgarviðbrögð, hefst í dag, fimmtudag, með fyrir- lestri og bókarkynningu. Það er sr. Bragi Skúlason, sjúkra- húsprestur í Reykjavík, sem ræðir um sorg og sorgarferli og kynnir ný- lega útkomna bók sína „Sorg í ljósi lífs og dauða“. Þó að mörgum takist að vinna vel með tilfinningar sínar við missi þá eru ætíð margir sem finnst gott að láta vísa sér til vegar á vegi sorg- arinnar, segir í tilkynningu frá sam- tökunum. Getur það átt við þá sem missa ástvini eða eitthvað það annað sem þeim þótti vænt um. Fyrirlestrar Samhygðar eru einn- ig ætlaðir starfsstéttum sem vinna náið með fólk. Á það við t.d. um leik- skólakennara, kennara, verkstjóra og starfsmannastjóra, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og fólk í umönn- unarstörfum. Fyrirlestrar Samhygðar verða væntanlega þriðja fimmtudag hvers mánaðar og eru haldnir í safnaðar- heimili Akureyrarkirkju og hefjast kl. 20.00. Að loknum hverjum fyrirlestri eru léttar veitingar, samtal og fyrir- spurnir. Vetrarstarf Samhygðar Sr. Bragi kynnir bók sína BLÓMASÝNING verður í Blómabúð Akureyrar á Glerár- torgi um helgina. Hún er haldin í samvinnu við Íslenska blóma- bændur. Þar gefur að líta úrval íslenskra blóma og verður fjöldi tegunda íslenskra afskor- inna blóma á sýningunni, s.s. rósir, gerberur, liljur og crysar, svo dæmi séu nefnd, auk fylgi- hluta. Sýningin hefst á morgun, föstudag, og er opin frá kl. 11.30 til 18.30 en á laugardag er opið frá kl. 11.30 til 17 og á sunnudag frá kl. 13 til 17. Glerdagar standa svo yfir í Blómabúð Akureyrar við Hafn- arstræti þar sem í boði er mikið úrval af glervörum og fjöl- breytilegir möguleikar glers eru til sýnis. Blóma- sýning ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.