Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 20
ERLENT
20 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MARKAÐSVIRÐI fyrirtækja
sem skráð eru í kauphöllinni í
Stokkhólmi hefur minnkað um
67% á síðustu 30 mánuðum eða
frá því það náði hámarki 7.
mars árið 2000. Þetta er meira
verðhrun en varð á tíma krepp-
unnar miklu árin 1929 til 1932
þegar markaðsvirði fyrirtækja
í Svíþjóð dróst saman um 66%.
Sænskir fjármálasérfræðingar
segjast ekki enn sjá fyrir end-
ann á samdráttarskeiði. Hluta-
bréf í fjarskiptafyrirtækinu
L.M. Ericsson hafa lækkað
gríðarlega og er andvirði hluta-
bréfanna nú aðeins rúmlega
1% af því sem það var mest
snemma á árinu 2000.
Lagt hald
á tonn
af hassi
LÖGREGLAN í Kaupmanna-
höfn lagði í gærkvöldi hald á
hátt í tonn af hassi í hol-
lenskum flutningabíl, og er
þetta stærsti hassfundur í
Danmörku í mörg ár. Fjórir
voru handteknir, tveir Danir,
einn Pólverji og hollenski bíl-
stjórinn.
Sloppinn úr
gíslingu
SERGEI Kukura, aðstoðar-
framkvæmdastjóri stærsta
olíufélags Rússlands, LUKoil,
er laus úr haldi mannræningja
er námu hann á brott 12. sept-
ember sl. Að sögn saksóknara í
Moskvu kom Kukura heim til
sín af sjálfsdáðum og mun ekki
hafa verið greitt lausnargjald
fyrir hann.
Vilja taka við
gæsluliðinu
ÞJÓÐVERJAR og Hollend-
ingar vilja taka í sameiningu
við stjórn alþjóðlega friðar-
gæsluliðsins í Afganistan þeg-
ar Tyrkir láta af henni. Varn-
armálaráðherra Þýskalands
lagði þetta til á fundi varnar-
málaráðherra NATO í Varsjá.
Berjast gegn
fölsunum
TUTTUGU og fjögur fyrirtæki
sem starfa í Rússlandi til-
kynntu í gær stofnun fyrstu
þarlendu samtakanna um
verndun vörumerkja, Rus-
Brand, í því augnamiði að
draga úr fölsunum. Nokkur al-
þjóðafyrirtæki eru aðilar að
RusBrand, þ.á m. Adidas,
Coca-Cola, L’Oreal o.fl.
Norskar
þotur til
Afganistans
FYRSTU þrjár F-16-þotur
norska flughersins héldu í gær
af stað til Afganistans þar sem
þær munu taka þátt í aðgerð-
um fjölþjóðaliðsins, undir for-
ystu Bandaríkjamanna. Alls er
ætlunin að 18 flugvélar frá
Noregi, Danmörku og Hollandi
taki við af bandarískum og
frönskum vélum í alþjóðaliðinu
um næstu mánaðamót.
STUTT
Mikil
lækkun í
Svíþjóð
UM 3.000 indverskir hermenn voru í
gær sendir til Gujarat-ríkis í vest-
urhluta Indlands en þar ríkir nú
mikil spenna eftir að tveir vopnaðir
menn réðust inn í musteri hindúa í
borginni Gandhinagar í fyrradag og
myrtu þar 29 manns. Atal Behari
Vajpayee, forsætisráðherra Ind-
lands, sagði árásina hafa verið hluta
af „vel skipulögðu samsæri“ og L.K.
Advani aðstoðarforsætisráðherra
sakaði stjórnvöld í Pakistan um að
bera ábyrgð á atburðunum.
Árásarmennirnir myrtu 29 tilbiðj-
endur í musterinu í fyrradag áður en
indverskir sérsveitarmenn réðust til
atlögu gegn þeim í skjóli nætur og
felldu þá. Tveir sérsveitarmenn féllu
einnig í aðgerðunum.
„Hryðjuverkamenn hafa enn á ný
látið til skarar skríða,“ sagði Vajpa-
yee í gær um árásina, en hann heim-
sótti þá vettvang hennar. „Þetta
virðist hafa verið vel skipulagt sam-
særi og rannsókn hefur verið fyrir-
skipuð á málinu öllu.“
Hefur öryggi nú verið hert mjög í
Gujarat en árásin er talin tengjast
kosningum sem hófust á þriðjudag í
indverska hluta Kasmír þar sem
meirihluti íbúa er íslamstrúar. Per-
vez Musharraf, forseti Pakistans,
hefur kallað kosningarnar „blekk-
ingarleik“ og fullyrðir að niðurstaða
þeirra sé fyrirfram ákveðin.
Nisar Memon, upplýsingamála-
ráðherra Pakistans, sagði hins vegar
í gær að fráleitt væri að kenna
stjórnvöldum í Islamabad um árás-
ina í Gujarat. „Það er augljóst að
þeir [Indverjar] eru ekki í fullkomnu
jafnvægi.“
Óttast frekara ofbeldi
Hindúar í Gujarat hafa boðað alls-
herjarverkfall í ríkinu í dag, fimmtu-
dag, í því skyni að mótmæla meintri
aðild Pakistans að ódæðinu í fyrra-
dag. Pramod Kumar, lögreglustjóri í
Gujarat, sagðist ekki gera ráð fyrir
neinum vandræðum, en bætti því við
að alltaf væri betra að hafa varann á
þegar verkföll sem þessi væru boð-
uð. Óttast menn að árásin í Gandhi-
nagar verði undanfari frekara of-
beldis. Meira en eitt þúsund manns
féllu í átökum múslima og hindúa í
Gujarat fyrr á þessu ári.
Indverjar
auka viðbúnað
sinn í Gujarat
Óttast átök múslima og hindúa eftir
árás á musteri sem kostaði 33 lífið
Reuters
Víða kom til mótmæla á Indlandi í gær vegna hryðjuverksins í Gujarat
þar sem 29 manns voru myrt í hindúahofi. Þessi mynd er frá borginni
Bhopal og á brúðan að tákna hryðjuverkamann.
Nýju-Delhí, Gandhinagar. AFP.
FLUGFÉLÖG í Bandaríkjunum
hafa farið fram á opinbera aðstoð
vegna mikilla erfiðleika, sem þau
rekja að mestu til hryðjuverkanna
vestra fyrir ári. Vegna þeirra hafa
þau neyðst til að grípa til aukinna ör-
yggisráðstafana og hleypur kostnað-
urinn við þær á hundruðum milljarða
íslenskra króna.
Fyrir ári samþykkti Bandaríkja-
þing að styðja loftferðaiðnaðinn með
rúmlega 1.300 milljarða kr. framlagi
en nú fara flugfélögin fram á skatta-
lækkun, að kostnaður við auknar ör-
yggisráðstafanir verði þeim bættur
að einhverju leyti og ríkisstjórnin
framlengi ábyrgð sína vegna stórauk-
inna tryggingaútgjalda í kjölfar
hryðjuverkanna. Leo Mullin, aðal-
framkvæmdastjóri Delta Air Lines,
sagði nýlega á fundi loftferðanefndar
þingsins, að flugfélögin byggjust við
að tapa 609 milljörðum ísl. kr. ein-
göngu vegna kostnaðar við aukið ör-
yggi. Þá væri ekki talið með tap vegna
færri flugfarþega.
Kostnaður Delta, sem er með
sjötta hluta markaðarins í Bandaríkj-
unum, vegna trygginga hefur aukist
um 13 milljarða kr., vegna nýrra
hurða fyrir flugstjórnarklefum um
rúmlega 1,7 milljarða, vegna færri
sæta, sem fara undir öryggisverði,
um rúma þrjá milljarða og vegna
strangari reglna um farmflutninga
um 7,8 milljarða kr.
Fram kom hjá fulltrúum í loftferða-
nefndinni, að þeir væru tilbúnir til að
hjálpa flugfélögunum tímabundið en
sumir sögðu, að flugfélögin yrðu sjálf
að leysa þennan vanda. Hann væri að
miklu leyti þeirra eigin sök.
„Flugfélögin virðast ófær um þann
aga, sem þarf til að verðleggja þjón-
ustuna með eðlilegum hætti,“ sagði
fulltrúadeildarþingmaðurinn James
Oberstar.
Skattar og gjöld verði lækkuð
Flugfélögin vonast til, að hið opin-
bera lækki reikningana fyrir aukið ör-
yggiseftirlit með farþegum og far-
angri en það tók við því af
flugfélögunum eftir hryðjuverkaárás-
irnar. Halda flugfélögin því fram nú,
að öryggiskostnaður þeirra hafi að-
eins verið rúmlega 26 milljarðar kr.
árið 2000, það er að segja fyrir
hryðjuverkin, en samgönguráðuneyt-
ið bendir á, að fyrir 1. september í
fyrra hafi þau fullyrt, að hann væri
um 87 milljarðar kr. árlega.
Flugfélögin fara fram á tímabundið
afnám skatta og gjalda, til dæmis af
eldsneyti, fari svo, að til hernaðará-
taka komi í Írak. Þá krefjast þau einn-
ig meiri styrks frá hinu opinbera
vegna kostnaðar við skotheldar hurð-
ir fyrir flugstjórnarklefum. Frá rík-
inu koma nú 1,2 millj. kr. en heild-
arkostnaður við hverja hurð er um 3,9
millj. kr.
Afleiðingar hryðjuverkanna að sliga rekstur bandarískra flugfélaga
Biðja um aðstoð ríkisins
vegna gífurlegs taps
Washington. AP.
Krókódílakjöt er víst hið mesta
lostæti, að minnsta kosti er ekki
fúlsað við því í Suður-Afríku þar
sem það var aðalrétturinn í mikilli
grillveislu í Pretoríu, höfuðborg
landsins. Það voru samtök Búa eða
afkomenda hollensku innflytjend-
anna, sem stóðu fyrir veislunni, en
hún er haldin árlega við mikið
minnismerki um fyrstu hvítu land-
nemana og ferðir þeirra um landið.
Eins og sjá má hefur krókódíllinn
verið hamflettur og vafalaust
slægður en síðan er hann grillaður í
heilu líki. Ekki fylgir sögunni hvort
hamurinn eða skinnið er nýtt þegar
það leggst til við svona tækifæri.Reuters
Krókódíll
er kosta-
fæða