Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 35
Elsku amma. Það er
skrítið að hugsa til þess
að eiga ekki lengur
ömmu á Sauðárkróki,
en þú varst nú búin að
bíða lengi eftir að fá að fara og loks-
ins kom að því. Það er alltaf sorglegt
að missa einhvern en í raun var þetta
fyrir bestu af því að þú varst orðin
svo veik og máttvana. Við munum
alltaf eftir því þegar þú komst og
varst hjá okkur á sumrin og hjálp-
aðir mömmu að brjóta þjófa í gróð-
STEINUNN CARLA
BERNDSEN
✝ Steinunn CarlaBerndsen fædd-
ist á Stóra-Bergi á
Skagaströnd 12. des-
ember 1914. Hún lést
13. september síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Hólaneskirkju á
Skagaströnd 21.
september.
urhúsunum á Laugar-
bakka. Og svo varstu
hjá okkur ein jólin og
við gleymum því ekki
að það voru rjúpur í
matinn af því að þér
fannst þær svo góðar
og borðuðum við systur
ekki alveg eins mikið
þau jólin og öll önnur
jól. Svo þegar þú
kenndir okkur að búa
til hafragraut og við
borðuðum hann í öll
mál af því að það var
svo mikið sport að
kunna að elda. Við
komum oft í heimsókn til þín á Krók-
inn og það var alltaf jafngaman.
Nokkur atriði eru þó efst í huga okk-
ar, eins og þegar þú eldaðir besta
kjötfars í heimi og stappaðir það allt
saman við kartöflur og smjör í eina
kássu handa okkur og gafst okkur
svo bláber og rjóma í eftirmat. Oft
fengum við líka pening til að kaupa ís
eða nammi. Dótakassinn er alltaf
minnisstæður, kúluspilið og allar
dúkkurnar sem við gátum leikið okk-
ur að tímunum saman. Einu sinni
komu amma og afi í Borgarnesi í
heimsókn til þín og við skildum ekk-
ert í því hvernig þú þekktir þau eig-
inlega, við vorum svo litlar og heim-
urinn svo stór. Seinna þegar við
fórum svo í framhaldsskóla á Krókn-
um komum við oftar í heimsókn til
þín og þú varst alltaf búin að safna
saman öllum tíköllunum þínum til að
gefa okkur svo að við gætum hringt
heim í mömmu og pabba. Alltaf áttir
þú mola í skál uppi á borði sem allir
fengu sér úr þegar þeir komu. Og
svo gafstu okkur pening til að við
gætum farið á Pollann og keypt okk-
ur pizzu hjá Gumma og Eydísi. Við
áttum líka alltaf að passa okkur á
strákunum þegar við fórum á böll í
Miðgarð eða í Bifröst. Þú vildir okk-
ur allt það besta og gerðir allt fyrir
okkur, því munum við aldrei gleyma.
Við söknum þín en við vitum að þú
ert ánægð þar sem þú ert núna.
Hvíldu í friði, elsku amma.
Þínar dótturdætur
Katrín Þóra og Brynja Ósk.
✝ Valdimar Guð-jónsson fæddist í
Gíslakoti í Rangár-
vallasýslu 22. apríl
1918. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 12. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Þórunn Ólafsdóttir,
f. á Ytra-Hóli í Land-
eyjum 7. ágúst 1889,
d. í Reykjavík 23.
desember 1978, og
Guðjón Guðmunds-
son, f. á Hrúti í Rang-
árvallasýslu 27. júní
1889, d. í Reykjavík 31. janúar
1984. Systkini Valdimars eru Vig-
dís, f. 23.4. 1911, Guðríður, f. 28.5.
1915, d. 14.7. 2001, Ingibjörg, f.
11.2. 1920, Ólafur, f. 16.9. 1922,
Gunnar, f. 21.2. 1925, og Guð-
mundur, f. 1926, dó í bernsku.
Valdimar kvæntist 1. júní 1940
eftirlifandi eiginkonu sinni, Krist-
laugu Ólafsdóttur húsmóður, f. 14
janúar 1922 í Reykjavík. Foreldr-
ar hennar voru Guð-
finna Ingveldur
Helgadóttir, f. 11.1.
1896, d. 27.7. 1941,
og Ólafur Pétursson,
f. 13.6. 1902, d. 1955.
Synir Valdimars og
Kristlaugar eru: 1)
Ingvar Finnur, flug-
umferðarstjóri, f.
19.8. 1942, kvæntur
Maríu Karlsdóttur
bankaritara, f. 8.10.
1944. Dætur Ingvars
og Maríu eru Rósa,
Kristlaug Stella og
María. 2) Guðjón
Þór, deildarstjóri, f. 1.12. 1946,
kvæntur Guðrúnu Ólafdóttur
bankaritara, f. 28.9. 1946. Börn
Guðjóns og Guðrúnar eru Ólafur
Þór, Anna Stella og Valdimar.
Valdimar starfaði sem sölu-
stjóri hjá Gunnari Eggertssyni
heildverslun síðustu starfsárin.
Útför Valdimars fer fram frá
Laugarneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Nú er hann látinn, blessaður karl-
inn minn, eftir langa og erfiða bar-
áttu við illvígan sjúkdóm sem marga
leggur að velli þessa dagana.
Ég var staddur í Noregi daginn
sem hann dó og var það ónotaleg til-
finning þegar konan mín sagði mér
hvernig komið var. Ekki það að það
kæmi mér á óvart en það er eins og
maður sé aldrei viðbúinn þó ljóst sé
að hverju stefnir.
Við pabbi vorum samrýndir og
góðir vinir og ég bar oft undir hann
stórar ákvarðanir sem ég þurfti að
taka og vissi að hann réði mér heilt.
Þetta voru oftast ákvarðanir sem
snertu kaup á dýrum hlutum og
verklegar framkvæmdir.
Mamma og pabbi voru alger sam-
loka eins og stundum er sagt um
hjón sem alltaf eru saman í öllu sem
þau taka sér fyrir hendur og fara
helst ekki úr húsi nema saman. Þau
áttu 62 ára brúkaupsafmæli fyrsta
júní sl.
Pabbi var vörubílstjóri á sínum
yngri árum og vann m.a. á stríðs-
árunum við að byggja Reykjavík-
urflugvöll. Var þá ekið rauðamöl úr
Rauðhólunum og sturtað í botnlausa
Vatnsmýrina. Gaman var að heyra
hann segja frá þessu og þeim erf-
iðleikum sem þessu fylgdu, með
þeim tækjum þá voru notuð. Líka
ferðum með efni og vörur austur í
sveitir eins og vegirnir voru þá og
bílarnir litlir og ófullkomnir. Lýs-
ingar á vetrarferðunum eru sérstak-
lega minnisstæðar.
Eftir að hann hætti vörubílaakstri
fór hann að vinna hjá Hitaveitu
Reykjavíkur við að bora eftir heitu
vatni og einnig þaðan heyrðum við
skemmtilegar sögur af þeim frum-
herjastörfum sem þar voru unnin.
Það er óneitanlega gaman að skoða
gamla jarðborinn sem nú er á Ár-
bæjarsafni og er einmitt einn af áð-
urnefndum jarðborum. Hann þótti
stór og öflugur í þá daga en er í
raun eins og skókassi í samanburði
við þá jarðbora sem nú eru í notkun.
Eftir nokkurra ára störf við jarð-
boranir hóf hann störf í prentsmiðju
sem pappírsskurðarmaður og verk-
stjóri og lauk svo starfsævi sinni
sem sölustjóri á pappír og prent-
vörum. Þar kom sér vel margra ára
þekking hans á pretnsmiðjustörfum
og mörgum óreyndum bókaútgef-
andanum gat hann gefið góð ráð
með val á pappír.
Ég veit að hann var alstaðar vel
liðinn bæði í starfi og einkalífi, af
viðskiptavinum jafnt sem vinnuveit-
endum.
Pabbi var aldrei mikill lestrar-
hestur en þeim mun meiri verkmað-
ur bæði á járn og tré og aldrei fóru
bílarnir hans á verkstæði, þeir voru
bara lagaðir heima. Þegar þau
mamma byggðu sér einbýlishús á
sjötta áratugnum sló hann upp
steypumótunum, lagði í það hita-
lögnina og pússaði utan sem innan.
Lágar tekjur voru nýttar vel til efn-
iskaupa en annað var framkvæmt
með eigin höndum eftir að venjuleg-
um vinnudegi lauk. Þetta var áreið-
anlega ekkert einsdæmi, svona
þurftu margir að hafa hlutina ef
koma átti þaki yfir höfuðið.
Mamma og pabbi áttu alltaf bíl og
ferðuðust mikið um landið, sérstak-
lega styttri ferðir og fóru þá gjarn-
an í veiði, t.d. í Þingvallavatn. Það
kom sér oft vel fyrst eftir að ég fékk
bílpróf að fá lánaðan heimilisbílinn.
Sem dæmi um jafnaðargeð pabba
rifjast upp atvik þegar ég einu sinni
sem oftar fór á rúntinn og klessti
bílinn. Kom heim með hann allan
beyglaðan og sagði frá. Allt í lagi,
vinur, við lögum þetta bara saman,
það var gott að enginn meiddist.
Einn vinur minn sem kom með mér
heim sagði: Karlinn sagði ekkert, ég
hélt að hann yrði vitlaus.
Eftir að þau mamma eignuðust
tengdadætur og barnabörn nutu
þau oft samverunnar með þeim og
lögðu sig fram um að gleðja þau.
Matarboð, kaffiboð, sameiginlegar
ferðir í sumarbústaðinn og heim-
sóknir til þeirra voru þeirra yndi,
sérstaklega eftir að pabbi hætti að
vinna og heilsan leyfði.
En nú hefur þetta breyst, annar
helmingur samlokunnar er horfinn
og fjölskyldurnar hjálpast nú að við
að aðstoða mömmu í hennar ein-
semd og erfiðleikum. Margt er hægt
að gera en enginn getur alveg kom-
ið í stað hins horfna helmings.
Ég, konan mín María, börnin
okkar og barnabörn þökkum fyrir
árin og ánægjustundirnar sem við
áttum með pabba og vonum að hon-
um líði vel þar sem hann er nú
staddur.
Ingvar.
Mig langar að þakka tengdaföður
mínum samfylgdina síðastliðin 32
ár.
Valdimar var hár, grannur með
dökkt og grásprengt hár, afar
myndarlegur á velli að ég tali nú
ekki um þegar hann var kominn í
kjólfötin að fara á Oddfellowfundi.
Mér var afskaplega vel tekið þeg-
ar við Gulli byrjuðum að vera sam-
an, varð eiginlega strax hluti af fjöl-
skyldunni.
Þegar ég kom í fjölskylduna voru
þeir bræður Ingvar og Gulli ásamt
foreldrum sínum að byggja sum-
arbústað í Skorradal, og áttum við
margar góðar stundir með Stellu og
Valda í þeim ferðum, bæði við spila-
mennsku á kvöldin og einnig við
smíðar en honum þótti gaman að
smíða og lagfæra eitt og annað, t.d.
lét hann sig ekki muna um að færa
heilt eldhús stafnanna á milli þegar
þau bjuggu í Samtúni, svo að þau
gætu notið þess að horfa á umferð-
ina og útsýnið til fjalla í stað þess að
sjá út í næsta húsvegg. Einnig þeg-
ar þau stækkuðu litlu svalirnar á
húsinu og byggðu sólstofu ofan á
þær. Þangað fór maður oftast þegar
maður kom í heimsókn og naut þess
að horfa á fallega garðinn þeirra og
mannlífið fyrir utan, það var eins og
þessi litla sólstofa væri hjarta húss-
ins þó að inni væru eiginlega þrjár
samliggjandi stofur með mjög fal-
legu innbúi sem valið var af natni og
smekkvísi.
Hann tók alltaf á móti manni opn-
um örmum og spurði frétta og sagði
fréttir eða sögur frá liðnum árum.
Og alltaf átti hann til málshátt eða
vísubrot til að krydda sögur eða frá-
sagnir af atburðum. Hann hafði
mjög gaman af að segja okkur frá
fyrstu hjúskaparárum þeirra,
hvernig allt gekk upp hjá þeim þó
oft hafi verið unnið myrkranna á
milli. Þegar þau voru að byggja í
Rauðagerði þá vann hann það mest
sjálfur í frítímum sínum.
Þegar við fórum að byggja í
Garðabænum þá buðu þau okkur að
búa hjá sér á Laugateig þar til við
gætum flutt inn í nýja húsið. Var
það höfðinglega boðið og seint full-
þakkað. Það að taka fjögurra manna
fjölskyldu inn á heimili sitt er meira
en bara að segja það, því auðvitað
krefst það samvinnu og þolinmæði.
Þannig hjálpuðu þau okkur að brúa
bilið milli íbúða.
Nú líður að kveðjustund. Síðasta
ár hefur verið erfitt fyrir Valdimar
vegna veikinda og dvaldi hann sl.
fimm mánuði á Landspítalanum við
Hringbraut og naut þar frábærrar
umönnunar starfsfólks á deild 13D.
Elsku Stella, Guð styrki þig í
sorg þinni.
Guðrún.
Í dag kveð ég Valdimar afa í síð-
asta sinn. Þegar maður missir ein-
hvern sem manni þykir vænt um fer
hugurinn að reika og gamlar og
ánægjulegar minningar skjóta upp
kollinum. Minningar sem legið hafa
lengi í dvala, kannski því miður allt-
of lengi.
Sumar af mínum fyrstu bernsku-
minningum eru einmitt frá sam-
verustundunum með afa og ömmu.
Ég man eftir þegar ég var lítil
stelpa, varla meira en fjögurra eða
fimm ára, þegar ég fékk svo oft að
fara í bíltúr með þeim. Það var alltaf
svo gaman og ég sat í aftursætinu
og beið í ofvæni eftir að amma opn-
aði hanskahólfið og næði í brjóst-
sykur sem þau geymdu í lítill gler-
krukku. Hvítur og rauður
brjóstsykur sem var eins og gull í
augum lítillar stelpu.
Afi hitti margt skrýtið og
skemmtilegt fólk um ævina og lenti
í mörgum skemmtilegum ævintýr-
um og hann hafði yndi af því að
segja sögur frá þessum ævintýrum
og oft fengum við að heyra sömu
sögurnar aftur en alltaf gat maður
hlegið að þeim, því hann sagði svo
skemmtilega frá.
Að koma heim til ömmu og afa
var alltaf svo notalegt. Þegar ég
gekk í gegnum erfiðleika í kjölfar
fæðingar Alexanders, sonar míns,
leitaði ég mikið á náðir þeirra og
undantekningalaust leið mér alltaf
betur eftir að hafa heimsótt þau.
Það var alltaf vel tekið á móti okkur
og alltaf bornar á borð glæsilegar
kræsingar á fallegu heimili og svo
var setið og spjallað um heima og
geima. Þau sýndu öllu sem maður
gerði áhuga og fylgdust vel með því
sem var að gerast hjá okkur.
Þegar ég hugsa til baka finnst
mér gaman að sjá hvað afi og amma
voru náin og samstiga í öllu sem þau
gerðu. Þau voru miklir félagar og
oft hugsaði ég að þetta hlyti að vera
einstakt, nokkuð sem fáir fengju að
kynnast á lífsleiðinni, að fá að eyða
ævinni með svo góðum félaga. Afi
var orðinn svo veikur síðustu mán-
uðina og ég trúi því af öllu hjarta að
núna líði honum betur þar sem hann
vakir yfir okkur sem eftir lifum.
Alexander sagði við mig, þegar ég
sagði honum að afi væri farinn til
Guðs: „Mamma, er afi þá orðinn
engill og kemur til mín á nóttunni
þegar ég sef og passar mig?“
Elsku amma, guð veri með þér og
veiti þér styrk í sorg þinni.
Anna Stella.
Fimmtudagskvöldið 12. septem-
ber hringdi mamma í okkur og
sagði okkur að afi hefði látist þá
fyrr um kvöldið. Það kom okkur
ekki mikið á óvart þar sem afi var
búinn að vera mikið veikur frá því í
apríl. En þrátt fyrir það er erfitt að
sjá á eftir góðum manni og langar
okkur systur að minnast hans í
fáum orðum. Við litum allar mikið
upp til afa, hann var maður sem
aldrei skipti skapi og lét alltaf alla
aðra ganga fyrir. Hann var mjög
vinnusamur, sat aldrei auðum hönd-
um og það sem hann tók sér fyrir
hendur leysti hann ávallt mjög vel.
Amma og afi voru mjög náin og
aldrei minntist maður á annað
þeirra án þess að hitt fylgdi þar
strax á eftir. Það var alltaf gott að
koma á þeirra fallega heimili og
aldrei fór maður þaðan án þess að
vera búinn að njóta alls kyns kræs-
inga og góðgætis. Þau sýndu öllu
sem við gerðum mikinn áhuga,
hvort sem það voru framkvæmdir,
ferðalög, flutningar eða barneignir
og ósjaldan komu þau til okkar með
heimatilbúið bakkelsi og að
ógleymdri brjóstsykurskrukkunni
sem stórir og smáir fengu að njóta
úr. Aðfangadagskvöldi eyddum við
alltaf saman í Eikjuvogi og á gaml-
árskvöld buðu amma og afi okkur til
sín í Samtúnið og voru þau þá búin
að skreyta húsið hátt og lágt og var
eftirvæntingin alltaf jafn mikil hjá
okkur að koma til þeirra. Þessi hátt-
ur var hafður á svo lengi sem hús-
næði og heilsa leyfðu.
Elsku amma, missir okkar allra
er mikill, þinn þó mestur. Megi Guð
styrkja okkur í sorginni en minn-
ingar um góðan mann munu lifa
með okkur.
Rósa, Stella og María.
VALDIMAR
GUÐJÓNSSON
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HJÖRTUR JÓNSSON
kaupmaður,
Haukanesi 18,
Garðabæ,
lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn
24. september.
Þórleif Sigurðardóttir,
Jón Hjartarson, María Júlía Sigurðardóttir,
Sigurður Hjartarson, Edda Sigríður Sigfúsdóttir,
Gunnar Hjartarson, Sigríður Baldursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN HÓLMFRÍÐUR
SIGURÐARDÓTTIR,
frá Neðri-Mýrum,
sem lést á Dvalarheimili aldraðra Sauðárkróki,
verður jarðsungin frá Höskuldsstaðakirkju
föstudaginn 27. september kl. 14.00.
Einar G. Guðmundsson, Sonja G. Wiium.
Sigurbjörg S. Guðmundsdóttir,
Guðrún B. Guðmundsdóttir, Egill Benediktsson,
barnabörn og barnabarnabarn.