Morgunblaðið - 26.09.2002, Qupperneq 43
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 43
Að gera góða auglýsingu betri
Morgunblaðið býður auglýsingahönnuðum og prentsmiðum upp
á námskeið þar sem farið verður yfir helstu tæknilegu þætti þess
hvernig hægt er að gera góða auglýsingu betri.
Meðal þess sem farið verður yfir er:
Að velja liti í Morgunblaðið.
Stillingu tölvuskjáa og gerð skjáprófíla.
Að setja upp Photoshop forritið þannig að það henti
vinnslu fyrir Morgunblaðið.
Notkun prófíla.
Nokkur helstu atriði í myndvinnslu.
Nokkur atriði varðandi letur.
Acrobat Distiller og gerð pdf skráa.
Sendingu auglýsinga til Morgunblaðsins.
Námskeiðið er 3ja daga og ókeypis, mánudagur, þriðjudagur og
miðvikudagur frá kl. 17:00-20:00. Fyrirhugað er að halda fyrsta
námskeiðið 7., 8. og 9. október og ef þátttaka verður mikil, fleiri
námskeið næstu vikur á eftir.
Fyrsti dagurinn er byggður upp á kynningu, en seinni tveir dagarnir
eru byggðir upp á verkefnavinnu þátttakenda.
Námskeiðið verður haldið í auglýsingadeild Morgunblaðsins.
Leiðbeinendur verða Ólafur Brynjólfsson og Snorri Guðjónsson.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til auglýsingadeildar
Morgunblaðsins, í netfang augl@mbl.is, þar sem fram kemur nafn,
símanúmer og vinnustaður.
LOKATÖLUR berast nú hvaðan-
æva og margar hafa þegar birst í
veiðipistlinum. Ein ný er
Straumfjarðará þar sem 352 lax-
ar komu á land, sem er mesta
veiði þar í 17 ár, frá 1986 er 370
laxar veiddust í ánni.
Í pistli sem við fengum frá
Ástþóri Jóhannssyni, einum af
leigutökum árinnar, segir m.a.
„Enn er nógur fiskur, og góð
veiði hélst út allt tímabilið fram á
síðasta dag má segja. Mjög góð
dreifing um alla á. Vonandi að
hún sé að koma uppúr þeim öldu-
dal sem hún hefur verið í meira
og minna undanfarinn áratug en
þá veiddust varla uppúr henni
300 laxar frá því að hafa haldið
um 350–400 laxa meðalveiði upp
allan sjöunda, áttunda áratug og
framundir miðjan níunda áratug-
inn.
Síðustu tíu árin hafa verið
brokkgeng svolítið, en aldrei
beint léleg fyrr en nú síðustu tvö
árin í fyrra og hittifyrra. Þá
veiddist rétt undir 200 löxum.
Þetta er því ágæt veiði hér í sum-
ar og ekki síst í ljósi þess að það
var lélegasta byrjun frá upphafi,
fyrstu tíu til fimmtán dagana
náðist tæplega svipuð tala af laxi
á land. En svo fór að rigna 12.
júlí og það rignir enn. Því er
mjög ánægjulegt að upplifa þessa
góðu veiði hér í sumar þar sem
aðeins er veitt með fjórum stöng-
um 2⁄3 af tímabilinu og eingöngu
er leyfð fluguveiði. Það fyrir-
komulag hefur verið hér í
Straumu undanfarin sex sumur.“
Ingvi líka hress
Lokatölur eru líka komnar úr
Langá og þar veiddust 1.605 lax-
ar. Í pistli frá Ingva Hrafni
leigutaka segir m.a.:
„Rífandi gangur hefur verið í
veiðinni í Langá frá júlíbyrjun og
lokatölur 1.605 laxar á hádegi 20.
september en á hádegi 20. ágúst
voru komnir 1.023 laxar á land
þannig að síðasta mánuðurinn
gaf 582 laxa. Greinilegt var strax
í júlíbyrjun eftir lélegan júní eins
og í öllum öðrum ám, að mun
meiri fiskur var í ánni en sl. tvö
ár sem samt voru ágætis veiðiár.
Lax var enn að ganga fram undir
20. september. Fyrstu þrír dagar
ágústmánaðar gáfu 83 laxa og
fram til 20. ágúst veiddust í mán-
uðinum 422 laxar en lokatölur
ágústmánaðar voru 790 eftir að
maðkamenn komu sterkir 26.
ágúst. Júlímánuður gaf 560 laxa,
september 214 og júní 41 enda
göngur almennt taldar einum
straumi seinna en í meðalári.“
Í samantekt Ingva kemur
einnig fram, að alls veiddust
1.179 laxar á flugu og 426 á
maðk. 448 löxum var sleppt aft-
ur. Frances var afgerandi besta
flugan, með alls 406 laxa. Sú
rauða gaf 275, þar af 35 á túpuút-
gáfuna, og sú svarta gaf 130 laxa,
þar af 34 á túpuna. Langá fancy
var með 124 laxa og Snældan 112
stykki.
Gljúfurá bætti sig
Gljúfurá í Borgarfirði bætti sig
frá síðasta ári, gaf nú 164 laxa að
sögn Stefáns Halls Jónssonar
formanns árnefndar SVFR fyrir
ána. Í fyrra veiddust 99 laxar. Er
klaklax var sóttur í ána eftir
veiðitíma kom í ljós að meira var
af laxi í ánni en kunnugir hafa
lengi séð. Hann er hins vegar all-
ur smár, sá stærsti í sumar var
aðeins 8 pund. Áin var illa seld
síðasta mánuð veiðitímans og
hefði ugglaust komið enn betur
út ef fleiri hefðu veitt í henni.
Besta útkom-
an í 17 ár
Morgunblaðið/Hrafnhildur Sigurðardóttir
Sólveig Einarsdóttir með 16
punda hæng sem hún fékk á
flugu í Þverá í Fljótshlíð fyrir
skemmstu. Hún er félagi í
kvenveiðifélaginu Óðflugu
sem hefur veitt saman í mörg
ár. Hópurinn fékk alls fimm
laxa í Þverá á dögunum og Sól-
veig m.a. annan 14 punda.
ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
FYRSTI félagsfundur Samtaka
lungnasjúklinga á þessum vetri verð-
ur í kvöld í Safnaðarheimili Hall-
grímskirkju í Reykjavík – gengið inn
frá Eiríksgötu – og hefst hann kl. 20.
Gestur fundarins er sr. Sigfinnur
Þorleifsson, sjúkrahúsprestur á
Landspítala – háskólasjúkrahúsi þar
sem hann hefur starfað sl. 17 ár.
Sigfinnur sótti framhaldsmenntun
sína í sálgæslu til Edinborgarháskóla
og Luther-Northwestern Seminary í
Minnesota í Bandaríkjunum. Sigfinn-
ur flytur erindi á fundinum sem hann
nefnir bókmenntir og bati og byggir
á bók, sem hann gaf út á síðasta ári,
og heitir Í nærveru, nokkrir sál-
gæsluþættir. Eins og nafn fyrirlest-
ursins bendir til mun hann fjalla á
persónulegan hátt um sálgæslu og
ýmsa þætti sem hjálpa okkur að tak-
ast á við sorgina og þau andlegu
vandamál sem skapast við mikil veik-
indi, segir í fréttatilkynningu.
Skrifstofa Samtaka lungnasjúk-
linga er nú flutt í nýtt og betra hús-
næði í Síðumúla 6 í Reykjavík, í húsa-
kynnum SÍBS. Þarna er opið hús alla
mánudaga kl. 17 og gefst þá kostur á
stuttri gönguferð, kaffisopa og
spjalli.
Fundur Sam-
taka lungna-
sjúklinga
NAUTHÓLL – kaffihúsið í Naut-
hólsvík við göngustíginn hefur verið
opnað á ný eftir breytingar.
Á matseðlinum eru léttar veiting-
ar, súpur, brauð, salöt, kökur og
bakkelsi auk sérstakra rétta dags-
ins. Verði er mjög stillt í hóf, elda-
mennskan tekur skamma stund og
þjónustan er hröð og góð, segir í
fréttatilkynningu Næg bílastæði eru
við veitingastaðinn og opið frá klukk-
an 11–11 alla daga.
Nauthóll
opnaður að nýju
ÁSTA Möller, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík und-
anfarið kjörtímabil, hefur ákveðið
að sækjast eftir endurkjöri í al-
þingiskosningunum næsta vor.
Sækist hún eftir fjórða til fimmta
sæti í prófkjöri sem stjórn full-
trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík hefur gert tillögu um að
fram fari 22. til 23. nóvember. fyrir
bæði kjördæmi borgarinnar.
Í tilkynningu segir Ásta m.a. að
áherslur sínar á kjörtímabilinu hafi
ekki síst tekið mið af áhugamálum
sínum áður en hún var kjörin á
þing. Heilbrigðismál, jafnréttis-
mál, fjölskyldumál, málefni barna
og eldri borgara beri þar einna
hæst.
Ásta hefur setið í fjórum fasta-
nefndum Alþingis, verið ritari
þingflokks sjálfstæðismanna og átt
sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokks-
ins.
Ásta Möller
sækist eftir
endurkjöri
NEISTINN, styrktarfélag hjart-
veikra barna, stendur fyrir opnum
fundi í bíósal Hótel Loftleiða, (þing-
sal 5) laugardaginn 28. september kl.
16. Fundurinn er haldinn vegna
Norðurlandaþings styrktarfélaga
hjartveikra barna sem haldið er 27.–
30. september.
Fyrirlesarar verða læknarnir
Gunnlaugur Sigfússon og Bjarni
Torfason. Kynnir er Steinþór Bald-
ursson, formaður Neistans.
Upphaf fundarins verður í þingsal
4 en þar mun dansparið Arnar
Georgsson og Tinna Rut Pétursdótt-
ir sýna dans.
Fundur um
málefni hjart-
veikra barna
BJÖRGVIN G. Sigurðsson, sem ný-
lega lét af starfi framkvæmdastjóra
Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að
gefa kost á sér í 2.–3. sætið í próf-
kjöri Samfylkingarinnar í Suður-
kjördæmi sem fram á að fara í nóv-
ember nk. vegna þingkosninganna í
vor.
Björgvin sagðist í samtali við
Morgunblaðið hafa ákveðið að láta
slag standa og gefa kost á sér eftir
hvatningarorð víða að. Alltaf væri
þörf á nýju og kraftmiklu fólki í
stjórnmálum. Hann sagði þetta rök-
rétt framhald af þátttöku í Samfylk-
ingarferlinu síðustu ár, eins og hann
orðaði það. Björgvin hefur verið
varaþingmaður flokksins á Suður-
landi sl. fjögur ár og þrisvar tekið
sæti á Alþingi. Hann var kosninga-
stjóri í kjördæminu vorið 1999 og
gegndi sama hlutverki fyrir Sam-
fylkinguna í Árborg sl. vor.
Samfylkingin
í Suðurkjördæmi
Björgvin G. Sig-
urðsson stefnir
á 2.–3. sætið
HAUSTGANGA KRFÍ, Kvenrétt-
indafélags Íslands, verður 27. sept.
nk. Gengið verður um kvennasögu-
slóðir í Kvosinni. Auður Styrkárs-
dóttir sagnfræðingur mun kynna
bækling, sem gefinn var út í sumar,
um þessar slóðir.
Leiðsögumaður verður Guðjón
Friðriksson, sagnfræðingur. Lagt
verður af stað frá Ráðhúsinu í
Reykjavík kl. 17 og er áætlað að
gangan taki um tvo tíma.
Haustganga
KRFÍ
HELGINA 28.–29. september verð-
ur haldið grunnnámskeið í nám-
skeiðaröðinni; „Lesið í skóginn og
tálgað í tré.“ Námskeiðið fer fram í
húsakynnum Garðyrkjuskóla ríkis-
ins, Reykjum í Ölfusi og stendur frá
kl. 10 til 18 báða dagana. Leiðbein-
endur verða Guðmundur Magnús-
son, handverksmaður á Flúðum og
Ólafur Oddsson, starfsmaður Skóg-
ræktar ríkisins. Á grunnnámskeið-
inu læra þátttakendur að lesa í
margbreytileg form trjánna og velja
efni til ólíkra nota.
Unnið er með ferskan við með hníf
og exi, kennt að brýna og hirða bit-
verkfæri. Þá verður farið yfir tækni
sem er örugg, auðveld og afkasta-
mikil. Fjallað verður um einkenni og
eiginleika íslenskra viðartegunda og
undirstöðuatriði viðarfræði, skógar-
vistfræði og skógarhirðu og þátttak-
endur kynnast íslenskri skógræktar-
sögu og skógarmenningu. Loks
verður fjallað um ýmsar þurrkunar-
aðferðir og geymslu viðar.
Skráning og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu Garðyrkjuskólans
eða á heimasíðunni www.reykir.is.
Lesið í skóginn
og tálgað í tré
JÓN Kr. Óskarsson, framkvæmda-
stjóri Samfylkingarinnar í Hafnar-
firði og fv. loftskeytamaður, hefur
ákveðið að gefa kost á sér í próf-
kjöri Samfylkingarinnar í Suðvest-
urkjördæmi vegna komandi þing-
kosninga. Tilkynnti Jón þetta á
almennum félagsfundi sl. mánudag
og gefur hann kost á sér í fjórða til
sjötta sæti á listanum.
Í tilkynningu frá Jóni segir að
hann muni beita sér af alefli í
helstu baráttumálum eldri borg-
ara, þ.e. heilbrigðismálum, skatta-
málum og húsnæðismálum. Hann
segist sömuleiðis hafa mikinn
áhuga á íþrótta- og æskulýðsstarfi
þar sem hann hafi mikla reynslu á
þeim vettvangi.
Samfylkingin
í Suðvesturkjördæmi
Jón Kr. Ósk-
arsson gefur
kost á sér