Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
HELGINA 28. og 29. september
verður haldin fræðsluhelgi að
Reykjalundi, á vegum Parkinson-
samtakanna á Ís-
landi. Af þessu
tilefni koma hing-
að til lands Svend
Andersen, sál-
fræðingur, og
Inger-Marie
Örer, hjúkrun-
arfræðingur.
Þau hafa bæði
starfað með
dönsku Parkin-
sonsamtökunum
og eru auk þess bæði með parkinson-
sjúkdóminn. Þess má geta að Svend
Andersen hefur nýlega skrifað bók
um parkinson sem heitir á frummál-
inu ,,Sundhed sidder mellem
örerne“.
Þema þessarar helgar er: Hvernig
á að lifa með ólæknandi sjúkdóm
eins og parkinson og vera áfram
þátttakandi í hinu daglega lífi.
Parkinsonsveikin, sem einnig er
kölluð ,,lamariða“, er miðtaugakerf-
issjúkdómur, oft er talað um hrörn-
un í ákveðnum heilastöðvum sem
stjórna hálfsjálfvirkum hreyfingum
eins og t.d. líkamsstöðu, hreyfingum
í andliti, jafnvægisstjórnun við gang
og sveiflun handleggja við gang svo
eitthvað sé nefnt.
Einkenni sjúkdómsins eru ekki
alltaf alveg eins hjá fólki en yfirleitt
er um einhvers konar skjálfta að
ræða, hand eða höfuðskjálfta og/eða
vöðvastirðleika, þar sem vöðvarnir
gegna ekki þeim boðum sem þeir fá
um ákveðnar hreyfingar. Oft byrja
einkennin á því að fólk fer að nudda
stöðugt saman vísifingri og þumal-
fingri.
Eins og að framan greinir er park-
inson aðallega hreyfihömlunarsjúk-
dómur, á seinni stigum sjúkdómsins
getur þó komið í ljós minnkandi
hæfni til að tala skýrt og skrifa læsi-
lega. Það virðist hins vegar vera ein-
staklingsbundið hversu snemma fólk
fer að finna fyrir vandamálum í sam-
bandi við að skrifa.
Því miður gætir ennþá nokkurra
fordóma hjá okkur í sambandi við
parkinsonsjúkdóminn og virðast
sumir jafnvel halda að parkinson-
sjúklingar séu undir áhrifum áfeng-
is, en átta sig ekki á því að einkenni-
legar hreyfingar þeirra eru bara
hluti af þeirra sjúkdómseinkennum.
Fræðsla og þekking eyða fordóm-
um og það er alveg nóg að burðast
með sjúkdóma, þótt fólk þurfi ekki
líka að berjast við fordóma. Því er
fræðsluhelgi eins og Parkinsonsam-
tökin bjóða nú uppá af hinu góða,
fyrir parkinsonsjúklinga, fjölskyldur
þeirra og alla þá sem vilja fræðast
meira um þennan sjúkdóm.
ÍRIS L. BLANDON,
sjúkraliðanemi.
Hugleiðing um
parkinsonveiki
Frá Írisi L. Blandon:
Íris L.
Blandon
Á ÖLDUM áður þótti það eftirsókn-
arvert og verðugt verkefni yfirstétt-
arkvenna að læra tungumál. Konur
sem kunnu er-
lend mál voru
hvarvetna vel-
komnar. Þær
komu vel fyrir,
gátu tekið þátt í
umræðum við
flest tækifæri og
voru verðugir
fulltrúar hvers
sem var, hvar
sem var. Svo er
enn þann dag í
dag! Konur hér á landi fylla enn sem
komið er flestar máladeildir, og eru í
miklum meirihluta á námskeiðum á
framhalds-, háskóla- og endur-
menntunarstigi. Þær virðast frekar
þora og vilja takast á við það erfiða
verkefni sem í því felst að læra er-
lent tungumál um leið og því fylgir
þjálfun í menningarlæsi og tilfinning
fyrir því hvað á við á hverjum stað
og hverjum tíma.
Það er hins vegar umhugsunar-
efni að á meðan konur eru í minni-
hluta í flestum stjórnunar- og áhrifa-
stöðum samfélagsins, s.s. í pen-
ingaheiminum, sjávarútvegsgeir-
anum, stjórnmálunum, útflutningi
og víðar þá nýtur þessarar þekking-
ar ekki við sem skyldi. Aftur og aftur
eru sendar frá landinu sendinefndir
til nálægra og fjarlægra landa þar
sem langflestir þátttakendur eru
karlar og enginn þeirra hefur sér-
staklega lagt stund á tungumálanám
eða menningarlæsi. Á sama tíma
sitja hér heima margir – oftar en
ekki hámenntaðar konur – sem gætu
svo auðveldlega orðið viðkomandi
sendinefnd, hóp, stjórn eða hverjum
öðrum að liði. Nei, okkur hættir á
undanförnum árum enn frekar til að
trúa því að með almennri og sæmi-
lega góðri grunnþekkingu á ensku
getum við farið hvert sem er og gert
hvað sem er.
Ég vil hins vegar vara við þessari
ofurtrú á enskunni. Jú, hún kemur
alls staðar að góðum notum, en hún
kemur sjaldan í staðinn fyrir sér-
fræðiþekkingu á móðurmáli þess
sem verið er að sækja heim. … og
hún kemur aldrei í staðinn fyrir at-
hyglina og virðinguna sem það vek-
ur þegar komið er á staðinn með túlk
eða þýðenda sem gerir samningsað-
ilum kleift að athafna sig hver á sínu
eigin móðurmáli.
HÓLMFRÍÐUR
GARÐARSDÓTTIR,
aðjunkt í spænsku við HÍ og
starfandi formaður STÍL.
Konur og tungumála-
kunnátta
Frá Hólmfríði Garðarsdóttur:
Hólmfríður
Garðarsdóttir