Morgunblaðið - 26.09.2002, Side 56

Morgunblaðið - 26.09.2002, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga Allt fyrir námsmenn! Láttu Íslandsb anka sjá um fjármáli n. www.isb.is Sími 588 1200 „HVAÐ ert þú að drullumalla?“ gæti þessi unga stúlka verið að spyrja vin sinn þar sem hún gægist ofan í fötuna hjá honum á lóðinni við Tjarnarborg í Reykjavík. Tals- vert hefur rignt á sunnanverðu landinu síðustu daga og hefur yngri kynslóðin eflaust tekið rigningunni fagnandi. Það er einmitt fátt skemmtilegra en að brynja sig regnstökkum og stígvélum, skella sér út í rigninguna, hoppa í pollum, skvetta vatni og búa til allskonar kræsingar úr sandi og drullu. Morgunblaðið/Ómar Drullumall- að í Tjarn- arborg FÆREYINGAR og Íslendingar hafa náð samkomulagi um mörk efnahagslögsögu landanna. Þar með er lokið afmörkun efnahags- lögsögu Íslands gagnvart lögsögu nágrannalandanna 27 árum eftir að íslensk stjórnvöld færðu land- helgina út í 200 mílur. ,,Landhelgin var færð út í 200 mílur árið 1975 og það er fyrst núna sem við getum fullyrt hvar mörkin liggja. Fyrst var lokið hinu stóra deilumáli varðandi Jan Mayen. Síðan tókst okkur að ljúka málinu gagnvart Grænlandi í sam- bandi við Kolbeinsey fyrir nokkr- um árum og núna við Færeyjar. Að mínu mati er þetta stór dagur í sögu íslenskrar landhelgisbar- áttu,“ sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra í gær. Halldór og Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, skrifuðu undir samkomulagið í Þórshöfn í Fær- eyjum í gær, en ágreiningur hefur verið milli þjóðanna um hvar land- helgislínan skyldi liggja. Í samkomulaginu felst að nyrðri hluti umdeilda svæðisins, sem ligg- ur norðan 63º30’ og nemur um tveimur þriðju hlutum af svæðinu í heild, skiptist þannig milli aðila að Ísland fær 60% í sinn hlut en Fær- eyjar 40%. Syðsti hluti umdeilda svæðisins, sem liggur sunnan 63º30’ og nemur um þriðjungi af svæðinu í heild, skiptist hins vegar jafnt á milli þjóðanna. Vegna sérstakra aðstæðna á syðsta hluta svæðisins var um það samið að aðilar heimiluðu hvor annarra fiskiskipum veiðar á sín- um hluta svæðisins og verður því í raun um sameiginlegt nýtingar- svæði landanna tveggja að ræða. Á þessum hluta svæðisins er að finna rækjuhóla sem hvorki er að finna í næsta nágrenni til vesturs né aust- urs og myndi það gera fiskiskipum þjóðanna erfitt fyrir að stunda rækjuveiðar ef aðgangur þeirra að svæðinu yrði takmarkaður. Mikilvægt að þjóðirnar geti leyst ágreiningsmál sín Anfinn Kallsberg lýsti einnig ánægju sinni með samkomulagið og sagði mikilvægt að þessar tvær þjóðir, sem byggju á útjaðri Evr- ópu, gætu leyst ágreiningsmál sín í milli. ,,Rök í málinu hafa verið vegin og metin. En ég tel að við höfum komist að skynsamlegri lausn sem bæði íslensk og færeysk stjórnvöld geta verið ánægð með,“ sagði hann. Færeysk og íslensk stjórnvöld undirrita samkomulag Landhelgin afmörkuð 27 árum eftir útfærslu BÆJARYFIRVÖLD í Mosfellsbæ hafa ákveðið að grípa til víðtækra að- gerða vegna slæmrar fjárhagsstöðu bæjarsjóðs. Ný úttekt, sem nýr meirihluti sjálfstæðismanna ákvað að láta endurskoðunarfyrirtækið KPMG gera eftir kosningarnar í vor, leiddi í ljós að skuldir Mosfellsbæjar næmu rúmum þremur milljörðum króna, eða um hálfri milljón á hvern bæjarbúa. Á fundi bæjarráðs í gær var ákveðið að bregðast við þessu með því að leggja niður störf jafnréttis- fulltrúa, staðardagskrárfulltrúa og atvinnufulltrúa, selja eignir á borð við bæjarskrifstofurnar og vatns- veitur bæjarins, auk þess sem þjón- ustugjöld sveitarfélagsins verða hækkuð. Þá var ákveðið að lækka stjórnar- og nefndarlaun kjörinna fulltrúa og nefndarfólks um 10%. Segir í fréttatilkynningu að rekstrarkostnaður bæjarsjóðs sé rúmlega 97% af skatttekjum á fyrri helmingi ársins 2002 auk fyrr- nefndra skulda. Ef gjaldfærð fjár- festing og greiðslubyrði lána er tekin með í reikninginn hækkar þessi tala, að sögn bæjarstjóra, hins vegar upp í 120%. Segir í tilkynningunni að leit- ast verði við að hlúa að kjarnastarf- semi á borð við skólarekstur og sam- félagsþjónustu „en verkefni sem ekki eru talin bráðnauðsynleg verða aflögð eða þeim slegið á frest“. Ekki frekari uppsagnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæj- arstjóri segir að þjónustugjöld hafi verið mun lægri í Mosfellsbæ en í ná- grannasveitarfélögunum. Þau hafi verið fjármögnuð með lántökum. Nú sé verið að endurskoða öll þjónustu- gjöld bæjarins, t.d. sorphirðugjöld, dagvistargjöld, sundlaugargjöld, heilsdagsskóla- og gatnamálagjöld svo eitthvað sé nefnt. Hún segir að ekki sé útlit fyrir frekari uppsagnir starfsmanna hjá Mosfellsbæ. Ragnheiður segir að Mosfellsbær eigi ekki margar eignir en í athugun sé að selja hita- og vatnsveitu bæj- arins sem og Kjarna, sem hýsir bæj- arskrifstofur sveitarfélagsins. Þess- ar eignir verði þó ekki seldar á spottprís. Skuldir Mosfellsbæjar nema rúmum þremur milljörðum Eignir verða seldar og störf lögð niður  Veitur seldar/12 ARNALDUR Indriðason rithöf- undur á þrjár söluhæstu skáldsög- urnar á Íslandi í ágúst, samkvæmt samantekt Félagsvísindastofnun- ar. Grafarþögn er í efsta sæti á bókalistanum, sem birtur er í Morgunblaðinu í dag, Dauðarósir í öðru og Mýrin í því þriðja. Arn- aldur átti líka þrjár söluhæstu skáldsögurnar í júlí og apríl, tvær af þremur söluhæstu skáldsögun- um í júní og tvær söluhæstu sög- urnar í mars. Í júlí var fjórða bók- in, Napóleonsskjölin, einnig á lista yfir tíu söluhæstu skáldverkin, í 8. sæti. Listinn nær bæði yfir inn- lend verk og erlend. Sé horft til bóksölu í heild sinni eru bækurnar í 3., 5. og 7. sæti í síðasta mánuði. Söluhæsta bókin á landinu í ágúst var hins vegar Lost in Iceland, ljósmyndabók eft- ir Sigurgeir Sigurjónsson. Orða- bækur eru í öðru og fjórða sæti. Á þrjár söluhæstu skáldsög- urnar  Bóksala/23 Bókalistinn  Sameiginleg/28 NOKKUR jarðskjálftavirkni var við Grímsey í gær. Skjálfti sem mældist 3,4 stig á Richter varð um 10 km suð- austur af Grímsey um kl. 1:30 í fyrri- nótt. Nokkrir skjálftar á bilinu 2-2,5 stig á Richter komu fram á jarð- skjálftamælum í gær auk smærri skjálfta en skv. upplýsingum sem fengust á Veðurstofunni er þetta svipuð skjálftahrina og verið hefur undanfarna daga á svæðinu úti fyrir Norðurlandi. Skjálfta- virkni við Grímsey ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.