Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 61
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 61
ARI Í ÖGRI: Kveðjutónleikar Jón-
asar Sigurðssonar trúbadors fimmtu-
dagskvöld. Liz Gammon leikur á píanó
og syngur fyrir gesti á föstudags- og
laugardagskvöld.
ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Harmon-
ikkuball, Félagar úr Harmonikku-
félagi Reykjavíkur og Ragnheiður
Hauksdóttir á föstudagskvöld kl. 22.
Gömlu- og nýju dansarnir. Dansleikur
fyrir alla. Dansleikur í Ásgarði,
Glæsibæ, sunnudagskvöld kl. 20 til
miðnættis. Caprí-tríó leikur fyrir
dansi.
BARINN, Laugavegi 45: Snigla-
bandið spilar á föstudagskvöld. Hljóm-
sveit hússins (hún heitir það!) á laug-
ardagskvöld. Að auki kemur fram
hljómsveitin SOLID IV.
BÁSINN, Ölfusi: Haustball Félags
harmonikkuunnenda á Selfossi á laug-
ardagskvöld.
BREIÐIN, Akranesi: Buttercup
spilar á laugardagskvöld.
BROADWAY: Spútnik heldur áfram
fjörinu á laugardagskvöld eftir að Viva
Latino-sýningunni lýkur.
CAFÉ 22: Tónleikar með rokkurun-
um í Singapore Sling á fimmtudags-
kvöld kl. 22. Einnig mun hljómsveitin
Panman spila. Niðri: DJ Kári og Uppi:
DJ Benni á föstudagskvöld. Niðri: DJ
Ýmir. Uppi: DJ Magga Músík á laug-
ardagskvöld.
CAFÉ AMSTERDAM: Rokksveitin
Fjandakornið öðru nafni EXIST á
föstudags- og laugardagskvöld.
CAFÉ DILLON: Rokkdrottningin
Dj Andrea Jóns sér stuðið á föstudags-
og laugardagskvöld.
CAFÉ ROMANCE: Andy Wells spil-
ar fyrir gesti miðviku- til sunnudaga til
kl. 1 og til kl. 3 föstu- og laugardaga,
ásamt því að spila fyrir matargesti.
Wells verður gestur Cafe Óperu og
Cafe Romans í október og nóvember.
CATALÍNA: Stórsveitin Gammel
Dansk, spilar föstudags- og laugar-
dagskvöld.
CELTIC CROSS: Hljómsveitin
Blúsþrjótarnir leika létta bluestónlist
fimmtudagskvöld kl. 22. Ómar Hlyns-
son frá Siglufirði áföstudags- og laug-
ardagskvöld.
CHAMPIONS CAFÉ, Stórhöfða 17:
Hljómsveitin Traffic skemmtir á laug-
ardagskvöld kl. 23 til 3.
DALABÚÐ, Búðardal: Stríðsára-
dansleikur á laugardagskvöld. Kol-
brún Jónsdóttir og Katrín Björg
Hannesdóttir sjá um tónlistarflutning,
Big-Bandið Skjern Salon Orghester
leikur fyrir dansi, ásamt tónlistar-
mönnum úr Harmonikkufélaginu Nik-
kólínu og Ríkarði Jóhannssyni á saxó-
fón.
EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Stúkan
opin á föstudagskvöld til 3 trúbadora-
parið, synir Egils og Agga á laugar-
dagskvöld kl. 23 til 3.
FÉLAGSHEIMILIÐ BOLUNGAR-
VÍK: Buff spila föstudagskvöld.
GAUKUR Á STÖNG: Hljómsveitin
Í svörtum fötum spilar föstudagskvöld
kl. 23 til 5.30. Hljómsveitin Land og
synir spilar laugardagskvöld kl. 23 til
5.30. Hljómsveitin Santiago og söng-
konan Sigríður Eyþórsdóttir spila á
sunnudagskvöld.
GRANDROKK REYKJAVÍK: 5ta
herdeildin og Saktmóðigur með út-
gáfutónleika fimmtudagskvöld kl. 22.
Fidel + Kimono föstudagskvöld kl.
23.59. Botnleðja ásamt Singapore
Sling með tónleika á laugardagskvöld
kl. 23.59.
GULLÖLDIN: Stórsveit Ásgeirs
Páls á föstudags- og laugardagskvöld
kl. 23.30 boltinn á breiðtjaldinu eins og
venjulega.
GUNNUKAFFI, Hvammstanga:
Diskórokktekið & Plötusnúðurinn Dj
SkuggaBaldur á föstudagskvöld.
HERÐUBREIÐ, Seyðisfirði: Írafár
spilar á föstudagskvöld. Fjarðarballið/
unglingadansleikur.
HITT HÚSIÐ: Fimmtudagsforleik-
ur Hins hússins uppi Á loftinu fimmtu-
dagskvöld kl. 20 til 22.30. Fram koma
söngkonan Lára Rúnars ásamt með-
leikurum og hljómsveitinni Godzpeed.
Aðgangur er ókeypis og allir 16 ára og
eldri velkomnir.
HÖLLIN, Vestmannaeyjum: Logar
spila á laugardagskvöld.
KAFFI DUUS, Keflavík: Djúpu-
laugar-bandið Mát spilar á föstudags-
og laugardagskvöld.
KAFFI KRÓKUR, Sauðárkróki:
Hljómsveitin Spútnik, með Kristján
Gísla heldur uppi fjörinu á föstudags-
kvöld. Spútnik spilar á föstudagskvöld.
KAFFI REYKJAVÍK: Sixties spila á
föstudags- og laugardagskvöld.
KAFFI STRÆTÓ: Njalli í Holti spil-
ar á föstudags- og laugardagskvöld.
KAFFILEIKHÚSIÐ: Söngkonan
Mjöll Hólm með tónleika á föstudags-
kvöld kl. 21 í tilefni af 40 ára söngferli
sínum. Gestasöngvari Ragnar Bjarna-
son.
KRINGLUKRÁIN: Orri Harðarson
er með tónleika fimmtudagskvöld kl.
22.15 og leikur efni af nýrri plötu.
Hljómsveitin Léttir sprettir leikur fyr-
ir dansi á föstudags- og laugardags-
kvöld kl. 23. Hrólfur Vagnsson harm-
onikkuleikari og Blue Brazil eru með
tónleika áþriðjudagskvöld kl. 21.
ODD-VITINN, Akureyri: Hljóm-
sveit Friðjóns Jóhannssonar
skemmtir á föstudags- og laugardags-
kvöld.
PLAYERS-SPORT BAR, Kópa-
vogi: Helgi Björns og félagar í SSSÓL
spila á föstudagskvöld. Hljómsveitin
Saga klass spilar á laugardagskvöld.
RÁIN, Reykjanesbæ: Hljómsveitin
Sín spilar á föstudags- og laugardags-
kvöld.
SALURINN, Kópavogi: Bubbi
Morthens og Hera á fimmtudags-
kvöld.
SJALLINN, Akureyri: Riggarobb
tónlistarveisla á laugardagskvöld.
Andrea Gylfa, Bergsveinn Arilíusson,
Einar Ágúst o.fl. Papar spila á dans-
leik eftir sýningu.
SJÁVARPERLAN, Grindavík: Á
móti sól spilar á laugardagskvöld.
SPORTKAFFI: Leitin að fyndnasta
manni Íslands heldur áfram á fimmtu-
dagskvöld kl. 22. þegar haldið verður
annað undanúrslitakvöld í keppninni.
Þrír óþekktir uppistandarar munu
koma fram og keppa um þátttökurétt á
úrslitakvöldinu 31. október á Sport-
kaffi. Sigurvegarinn verður gestur í
þættinu Sigurjón Kjartansson og co á
Radíó X á föstudagsmorgun.
SVARTA LOFTIÐ, Hellissandi:
Diskórokktekið & plötusnúðurinn Dj
SkuggaBaldur laugardagskvöld.
VALASKJÁLF EGILSSTÖÐUM:
Hljómsveitin Í svörtum fötum spilar á
laugardagskvöld.
VIÐ POLLINN, Akureyri: Hljóm-
sveitin Einn & sjötíu skemmtir á föstu-
dags- og laugardagskvöld.
VÍDALÍN VIÐ INGÓLFSTORG:
Hljómsveitirnar Panik, Suð og Örkuml
spila á þriðjudagskvöld kl. 21.30.
FráAtilÖ
Morgunblaðið/Sverrir
SSSól spilar á Players annað kvöld.
Singapore Sling leikur á Café 22 í kvöld.
GRAHAM Coxon hefur fordæmt
fyrrum félaga sína í Blur fyrir að
sparka sér.
Coxon, sem glímt hefur við of-
drykkju og þunglyndi síð-
ustu ár, segist hafa fengið
tíðindin í símtali frá um-
boðsmanni Blur, nokkuð
sem honum þykir einkar
ódrengilegt.
Graham Coxon ljóstrar
upp hverja hann telur
ástæðuna fyrir brott-
rekstrinum í viðtali í nýj-
asta tölublaði tónlist-
arblaðsins Q. Þar segir
hann: „Það hafði örugg-
lega eitthvað með framkomu mína
að gera. Ég hef alltaf litið á mig
sem hreinskilinn mann, en kannski
túlkuðu þeir þessa hreinskilni mína
sem hroka.“ Coxon fullyrðir þó að
það hafi aldrei komið til neinna al-
varlegra áreksta milli hans og Blur-
liða eða þeir rifist neitt sérlega
heiftarlega. Hann viðurkennir að
hafa oftar en einu sinni gengið
fram af þeim með drykkjuvenjum
sínum og skapþunga, en á síðasta
ári var hann lagður tvisv-
ar sinnum inn á geð-
sjúkrahús vegna þessa
vandamála sinna. „Ég er
fíkill að eðlisfari. Sú var
tíð að ég vaknaði og hugs-
aði: „Tveir tímar þangað
til kráin opnar, hvað get
ég gert þangað til?“ Mér
gramdist þessi óstjórnlega
drykkjulöngun og hún fór
mjög í skapið á mér.“
En Coxon segist nú hafa
verið edrú í 10 mánuði, er staðráð-
inn í að öll vandamál séu að baki og
undirbýr nú í óða önn útkomu
þriðju sólóskífu sinnar, The Kiss of
Morning síðar í mánuðinum. Hann
hefur hinsvegar ákveðið að koma
ekki nálægt kynningu á nýju Blur
plötunni.
Graham Coxon var sparkað úr Blur vegna drykkju og hroka
Coxon lítur björt-
um augum til
framtíðar, einn og
óstuddur.
Sár út í félagana
en sáttur við sig
Kauptu eina flík,
hún endist á við þrjár
www.bergis.is
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Brandtex fatnaður
Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Stretchbuxur kr. 2.90
Konubux r frá kr. 1.790
ragtir, kjólar,
blús ur og pils.
Ódýr nát fatna
Rafræn viðskipti (E-Commerce)
& Fjárfestingar í UT (IT Spending)
á Grand Hótel fimmtudaginn
10. október kl. 13:00–16:30
Verð e r k r. 8 .900 . I nn i f a l i n e ru f unda rgögn , ka f f i v e i t i n ga r
og aðgangur að AGORA sýn i ngunn i .
Skrán ing fe r f ram á www.agora . i s
Ste fnur og straumar í E -Commerce í dag?
Char l o t te Bronér,
IBM E -Commerce Nord i c
I T Spend i ng – F j á r f es t i ngar e i n kage i rans
og op i nbe ra ge i r ans í upp l ý s i nga tækn i
Per Andersen , IDC Nord i c
F rá reks t ra rd r i f nu umhve r f i y f i r í
mar kaðsd r i f i ð umhve r f i & i nn l e i ð i ng
hugbúnaðar l ausna
Þorke l l S i gur l augsson , E imsk ip
Í s l ens ku r upp l ý s i nga tækn imarkaðu r :
Samanburðu r v i ð ú t l önd
Esther F i nnbogadót t i r, Kaupþ ing i
Áhers l ub re y t i nga r í þ j ónus tu – áh r i f og
á rangu r
Ingunn Guðmundsdótt i r, Ice landa ir
Cargo
I n n l e i ð i ng E -Commerce l ausna : Ra f ræn t
markaðs to rg
Jú l í us S . Ó la f sson , R í k i s kaupum
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
5
4
7
6
www.agora . i s
Ráðste fna AGORA um:
Samstar f sað i l a r