Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Klapparstíg 44, sími 562 3614 Pipar og Salt 15 ára Afmælistilboð Kokkabókastatíf Litir: Svart, blátt, grænt, grátt áður 3995 kr nú 2995 kr Granít Mortel áður 6995 kr nú 4500 kr Skurðarbretti frá Pimpernel áður 1995 kr nú 1295 kr 15% afmælisafsláttur af öllum öðrum vörum Tilboð gilda meðanbirgðir endast Síðustu 3 dagar á tónleikaferð um Norðurland eystra KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR DALVÍK: í Dalvíkurkirkju - einnig syngur Karlakór Dalvíkur föstudaginn 11. október kl. 20.30 HÚSAVÍK: í Ýdölum - einnig syngur Karlakórinn Hreimur laugardaginn 12. október kl. 16.00 AKUREYRI: í Akureyrarkirkju - einnig syngur Karlakór Gamalla Geysismanna sunnudaginn 13. október kl. 16.00 FJÖLBREYTT EFNISSKRÁ Einsöngvari: Stefán Stefánsson, tenór Píanóleikari: Steinunn Birna Ragnarsdóttir Stjórnandi: ÁRNI HARÐARSON Verð aðgöngumiða er kr. 1.500.-, frítt fyrir 12 ára og yngri. FÓSTBRÆÐUR ÞESSA dagana eru fulltrúar frá fyrirtækinu Alcoa, ásamt fulltrúum Landsvirkjunar, fulltrúum fá öllum ráðuneytunum og sveitarstjórn- armenn á Austurlandi, í kynnisferð um fyrirhuguð framkvæmdasvæði vegna virkjunar við Kárahnjúka og álvers í Reyðarfirði. Iðnaðarsvæðið við Hraun í Reyðarfirði var skoðað, þéttbýliskjarnarnir Eskifjörður, Reyðarfjörður og Neskaupstaður í Fjarðabyggð voru heimsóttir. Þá tók Helga Steinson, skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað, á móti hópnum og sýndi þeim glæsilega aðstöðu verk- námsnemenda. En vonir eru bundn- ar við að Verkmenntaskólinn komi að menntun starfsmanna í fyr- irhuguðu álveri Alcoa í Reyð- arfirði. Í gær var haldinn kynning- arfundur í Neskaupstað þar sem Sigfús Jónsson kynnti niðurstöður úr mati sem hann hefur unnið um félagsleg- og efnahagsleg áhrif fyr- irhugaðs Álvers Alcoa á Mið- Austurlandi. Helstu jákvæðu áhrif sem bygging álvers hefði á svæðið, að mati Sigfúsar eru fólksfjölgun, hærra hlutfall ungs fólks, hærra menntunarstig og sterkara hag- kerfi. Möguleg neikvæð áhrif gætu m.a. falist í minniháttar fé- lagslegum vandamálum tengdum verkamönnum sem koma tíma- bundið til starfa á svæðinu. Elísabet Benediktsdóttir frá Þró- unarstofu Austurlands kynnti þá vinnu sem Þróunarstofan hefur unnið til að undirbúa svæðið undir komu álvers. Til dæmis hefur ým- islegt verið gert til að styrkja þau fyrirtæki sem fyrir eru á svæðinu. Mike Baltzell einn aðalsamn- ingamaður Alcoa kynnti fyrirtækið Alcoa, umfang þess í heiminum, starfsemi, skipulag, umhverfis- og heilbrigðisstefnu og fleira í þeim dúr. Í máli Baltzell kom fram að fyrirtækið hefur mikinn metnað þegar kemur að umhverfismálum og málefnum er varða heilbrigði starfsmanna. Einnig lagði hann áherslu á að það væri vilji Alcoa að nýta fyrst og fremst innlent vinnu- afl í fyrirhuguðu álveri, en að auð- vitað yrðu sérfræðingar Alcoa á ýmsum sviðum líka nýttir. Að loknum kynningarfundi í Nes- kaupstað hélt hópurinn áleiðis til Egilsstaða til frekari fundahalda og í dag [fimmtudag] er ráðgert að fara landleiðina inn að Kára- hnjúkum, en forsvarsmenn Alcoa hafa fram að þessu einungis skoðað staðinn úr lofti. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Fundinn sátu m.a. Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Mike Baltzell aðalsamningamaður Alcoa. Alcoa-menn á Austurlandi Neskaupstað FYRIR stuttu keypti Rauði kross Íslands níu Lifepak 12 og eitt Lif- epak 500 hjartastuðtæki. Eitt þess- ara tækja fór í sjúkrabíl í Ólafsvík. Um er að ræða svokallað hálf-sjálf- virkt hjartastuðtæki, Lifepak 12, sem er mjög háþróað tæki þar sem hægt er að taka 12 leiðslu hjartalínu- rit af sjúklingum í sjúkrabíl eða heimahúsum til að greina hvort um hjartaáfall sé að ræða, einnig sér tækið um að greina hjartsláttar- óreglu sem gæti þurft að stuða. Þá er í tækinu innbyggður blóðþrýstings- mælir sem sér sjálfvirkt um að taka blóðþrýsting með fyrirfram stilltu millibili. Allar aðgerðir og upplýsing- ar um sjúkling geymast í minni tæk- isins og er hægt að prenta þær út við komu á sjúkrahús. Tæki þetta leysir af hólmi stuðtæki sem verið hefur í notkun frá árinu 1987. Rauði krossinn á og rekur tvær sjúkrabifreiðar við heilsugæslustöð- ina í Ólafsvík, með tilkomu þess tæk- is sem áður er getið er önnur sjúkra- bifreiðin Ford Econoline búin fullkomnasta búnaði sem völ er á miðað við þær kröfur sem gerðar eru um búnað og staðla um sjúkrabif- reiðar. Hin bifreiðin Volkswagen sem notaður hefur verið sem varabíll er með lágmarksbúnaði. Umfang sjúkraflutninga í læknis- héraðinu hefur farið vaxandi ár frá ári, hefur aukning í janúar til sept- ember í ár verið 60% samanborið við sama tíma í fyrra. Nýtt hjartastuð- tæki í sjúkrabíl Ólafsvík Morgunblaðið/Alfons Finnsson Kristján Guðmundsson sjúkraflutningamaður og Alda Vilhjálmsdóttir, sem er í stjórn RKÍ í Snæfellsbæ, við nýja hjartastuðtækið. UMHVERFISMÁLANEFND Ólafs- fjarðar veitti verðlaun á dögunum fyrir garða, eignir, götur og fyr- irtæki í bænum. Verðlaun voru veitt í hófi í félagsheimilinu Tjarn- arborg. Fallegasti garðurinn var valinn Gunnólfsgata 12 sem er í eigu Sigríðar Helgadóttur og Finns Steingrímssonar. Einnig hlutu við- urkenningar fyrir fallega garða Bylgjubyggð 22 og Ólafsvegur 8, sem jafnframt var valin snyrtileg- asta eignin. Aðrar viðurkenningar fyrir snyrtilegar eignir fengu Gunnólfsgata 18 og Hlíðarvegur 43. Túngata var valin fegursta gatan en Sparisjóður Ólafsfjarðar snyrti- legasta fyrirtækið. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Sigríður í garðinum við Gunnólfsgötu 12, sem var valinn sá fegursti. Garðar verðlaunaðir Ólafsfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.