Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 FRÍTT kl. 4. með ísl. tali. Sýnd kl. 6. með ísl. tali.  Kvikmyndir .com  DV  HK DV „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“ Ný Tegund Töffara Hvað gerist þegar þú tekur smábæjargaurinn, gefur honum 40 milljarða dollara og sleppir honum lausum í stórborginni? Adam Sandler fer á kostum í geggjaðri gamanmynd! 1/2Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10.50. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Frá John Woo leikstjóra Face Off og MI:2 Sannsöguleg stórmynd um mögnuð stríðsátök. Missið ekki af þessari! Nicholas Cage hefur aldrei verið betri! l i j l í i i i i i l l i i i 5, 8 og 10.50. FRÍTT kl. 4. með ísl. tali. „DREP FYNDIN“ ÞÞ. FBL Sýnd kl. 5, 8 og 10.50. B.i. 16 ára. Yfir 12.000 manns! Í tilefni dagsins kostar 400. kr á allar myndir og 850. kr í lúxussal VIÐ EIGUM 1. ÁRS AFMÆLI. HUGSAÐU STÓRT 1. árs 400 kr 850 kr í LÚXUS 400. KR 400. KR 400. KR FRÍTT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd 5.15, 8 og 10.40. B.i. 14. FRÍTT kl. 4 400 kr kl. 6. Frá John Woo leikstjóra Face Off og MI:2 Sannsöguleg stórmynd um mögnuð stríðsátök. Missið ekki af þessari! Nicholas Cage hefur aldrei verið betri! Hvað gerist þegar þú tekur smábæjargaurinn, gefur honum 40 milljarða dollara og sleppir honum lausum í stórborginni? Adam Sandler fer á kostum í geggjaðri gamanmynd! Sýnd kl. 6 og 8. FRÁ FRAMLEIÐENDUM BIG DADDY 1/2Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 16 ára. Sýnd 10. B.i. 14. „DREP FYNDIN“ ÞÞ. FBL Sýnd kl. 6. með ísl. tali. Yfir 12.000 manns! … Foo Fighters fara í átta borga tónleikaferðalag í enda þessa mán- aðar til að fylgja nýrri plötu sinni, One by One, eftir en hún kemur út 22. október … Sex dögum síðar kemur út safnplata Nirvana sem verður samnefnd sveitinni. Útgáfu- deginum var flýtt þar sem áður óútgefið lag, „You Know You’re Right“, lak út á netið fyrir stuttu … Jason Newsted, fyrrverandi bassaplokkari Metallica, er nú genginn í raðir gömlu þunga- rokksjálkanna í VoiVod. Mun hann einnig hafa yfirumsjón með næstu plötu þeirra, The Multiverse, sem út kemur í vor … Í nóvember kemur svo fyrsta tón- leikaplata Smashing Pumpkins, Earphoria, en nokkuð er um liðið síðan þá sveit þraut örendi … Flavor Flav, galgopinn sem rappar í Public Enemy, er kominn í grjótið vegna síendurtekina brota á skil- orði. Hljómleikaferðalag Public Enemy mun þó halda áfram eftir sem áður, og Flav slæst í hópinn þegar hann losnar úr steininum … Hinn 22. október kemur svo út ný plata með Santana, sem sló hin og þessi met með sinni síðustu plötu, Supernatural, fékk m.a. níu Grammy-verðlaun. Platan mun bera nafnið Shaman og á meðal gesta eru POD, Macy Gray, Dido, Seal og Placido Domingo … Rhinomerkið heldur Elvis Cost- ello-endurútgáfum sínum áfram og nú er komið að þriðju um- ferð. Nú koma Mighty Like A Rose, Imperial Bedroom og Armed For- ces og verða umbúðir veglegar sem fyrr … Rafpoppdúóið Boards of Canada mun í nóvember endurútgefa fyrstu plötu sína, sem kom út á undan Music has the right to Children, en sú plata vakti verð- skuldaða athygli á sveitinni. Þessi allra, allra fyrsta plata heitir Two- ism og var gefin út í aðeins 100 eintökum á sínum tíma, einvörð- ungu á vínyl. Það er Warpmerkið sem gefur út … Kanadíska sveitin Rush verður tekin inn í frægðarhöll rokksins þar í landi í febrúar á næsta ári. Verður það gert til að fagna yfir 30 ára ferli, þar sem út hafa komið 22 plötur, en sveitin er um þessar mundir að fylgja nýjustu afurðinni, Vapor Trails, eftir … POPPkorn NAFNIÐ Gímaldin þekkja eflaust allmargir tónlistaáhugamenn enda hefur tónlistarmaður haldið nokk- uð reglulega tónleika undir því nafni síðustu misseri. Gímaldin heitir annars Gísli Magnússon og rekur einnig hljómsveitina 5tu her- deildina sem sendi frá sér disk á dögunum og heldur útgáfutónleika í kvöld. Gísli segir að föst stærð í 5tu herdeildinni séu hann og Loftur S. Loftsson en þeir hafi síðan fengið ýmsa sér til aðstoðar. Síðustu mán- uði hefur Hermann Stefánsson ver- ið liðsmaður sveitarinnar og Gísli segir að hann hafi reyndar iðulega lagt þeim félögum lið, til að mynda komið fram með þeim á tónleikum, en taki nú þátt í lagasmíðum. „Hann á þó engin lög á plötunni, en kemur sterkur inn á næstu plötu.“ Eins og fram kemur á Gísli sér líka aukasjálfið Gímaldin og hann segir að eitt laganna hafi einmitt verið Gímaldinslag en kæmi betur út sem hljómsveitarlag. „Þegar við byrjuðum að vinna saman við Loft- ur átti ég fullt af lögum en hann ekki svo mörg, og framan af vorum við því að aðallega að spila efni eft- ir mig. Eftir því sem hann hefur samið lög hefur mínum fækkað og síðan kemst enn betra jafnvægi á með lögunum hans Hermanns,“ segir Gísli. Upptökur á plötunni hófust á síð- asta ári ef svo má segja, því elsta lagið á henni er tónleikaupptaka frá því skömmu eftir að þeir Loftur tóku að spila saman sem 5ta her- deildin síðasta haust. „Síðan tínd- ust lögin inn smám saman í heima- stúdíóinu mínu eftir því sem tími gafst til,“ segir hann. Samhliða því sem 5tu herdeild- inni hefur vaxið fiskur um hrygg hefur eðlilega minna borið á Gím- aldini og svo komið að sögn Gísla að Gímaldin er að mestu leyti „stúdíófyrirbæri“, en undir því nafni hefur hann samið tónlist fyr- ir ljóðalestur og hugsanlegt að það verði gefið út einhvern tímann. Í upphafi eru nefndir útgáfu- tónleikar 5tu herdeildarinnar sem verða á Grandrokk í kvöld og hefj- ast kl. 22.00. Á þeim tónleikum verða lögin á disknum kvödd ef svo má segja, en Gísli segir að þeir fé- lagar séu í miðjum klíðum að skipta út lögum og bæta inn nýjum. Þannig verði lítið af gömlu lög- unum leikið í kvöld, en þess meira af nýjum lögum frá þeim félögum öllum. Með 5tu herdeildinni leikur í kvöld hljómsveitin gamalkunna Sagtmóðigur. Frumraun 5tu herdeildarinnar 5ta herdeildin; Gísli Magnússon, Loftur S. Loftsson og Hermann Stefánsson. Morgunblaðið/Kristinn Rokksveitin Rapture frá Bandaríkjun- um er ein fjöl- margra er spila á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í ár. Rapture sam- anstendur af söngvaranum og gítarleikaranum Luke Jenner, trommaranum Vito Roccoforte, og bassaleikar- anum Matt Safer. Jenner og Roccoforte stofnuðu hljóm- sveitina árið 1998 og gekk Safer, sem er að eigin sögn aðdá- andi frumdiskótónlistar og sálar- tónlistar frá Philadelphia, í hljóm- sveitina nokkru síðar. Breiðskífan Mirror kom út árið 1999, stuttskífan Out of the Races and Onto the Tracks árið 2001 og í ár kom svo út smáskífan House of Jealous Lovers. Þríeykið hefur litið inn í ýmsa afkima tónlistarinnar á þessum tíma og skeytt rafdiskótöktum saman við poppsamhljóm sjöunda áratugarins, allt með hjálp nýjustu upptökutækni. Þeir hafa einmitt unnið með DFA, sem samanstend- ur af Tim Goldsworthy úr UNKLE og James Murphy, stofnanda Plantain Recording House í New York sem er útgáfufyrirtæki pilt- anna. Þriggja laga smáskífan House of Jealous Lovers er fyrsta platan sem Rapture gefur út á nýrri út- gáfu DFA en á henni er að finna endurhljóðblöndun eftir raftónlist- armanninn Morgan Geist. Þess má geta að platan var nefnd smáskífa mánaðarins hjá tónlistarblaðinu Vice. Þeir sem vilja kynnast strákun- um í Rapture nánar og sjá hvað þeir hafa uppá að bjóða geta mætt á Gauk á Stöng föstudaginn 18. október, en þá verður Iceland Airwaves hátíðin í algleymingi. Rokk í algleymi The Rapture spilar á Airwaves Hljómsveitin Rapture spilar á tónlist- arhátíðinni Iceland Airwaves í ár. Síðumúla 24 • Sími 568 0606 Sjónvarpsskápur 139.000 Kr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.