Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 13 ÞEIR eru óárennilegir þar sem þeir standa hálfir upp úr lestinni, klæddir lambhúshettum og þykk- um einangrunarhönskum og dúð- aðir í skjólfatnað að öðru leyti. Hjá sumum þeirra stingast hrímaðir skeggbroddar út undan húfunni og kuldagufu leggur frá vitum þeirra. Skyndilega gefur einn þeirra merki og tröllvaxnir fiskar, fjórir saman í kippu, takast á loft upp úr lestinni. Við erum stödd við uppskipun á túnfiski í Reykjavíkurhöfn þar sem þrír japanskir túnfiskveiðibátar liggja við bryggju. Tugir manna, flestir japanskir, vinna þar hörðum höndum við að koma gaddfreðnum flykkjunum inn í gám og inni í hon- um streða nokkrir til viðbótar við að hlaða þeim upp. Hitastigið í lest- inni og gámnum er mínus 60 gráð- ur og því undrast enginn þann skjólfatnað sem viðhafður er. Ólafur Torfason, verkstjóri á skipaafgreiðslu Eimskips í Hafn- arfirði, upplýsir að hér sé allt gert til að vanda til verka enda miklir fjármunir í húfi. „Farmurinn kostar einhverja tugi milljóna, kílóið fer á tvö til þrjú þúsund kall og það eru 25 tonn í gámnum.“ Lauslegir út- reikningar leiða í ljós, að sam- kvæmt því sé verðmætið á bilinu 50- 75 milljónir króna og í því ljósi er skiljanlegt að passað sé upp á vör- una. Gámurinn, sem fiskurinn fer í, er fenginn frá þýska frystiflutninga- félaginu Mearsk Sealand. Að sögn Ólafs getur geymslan haldið 60 gráðu frosti sem er kjörhitastig fyrir geymslu túnfisks. Eimskip mun síðan flytja gáminn til Ham- borgar þar sem skip frá Mearsk tekur við flutningnum til Japans. Yfir hundrað kíló að þyngd Til marks um það hversu mikil áhersla er lögð á rétta meðhöndlun bendir Ólafur á að sérstakur eft- irlitsmaður fylgir gámnum hingað til lands. Niels Henrik Larsen heitir hann og upplýsir að fyrirtæki hans er hið eina sem hefur á að skipa slíkum frystigámum. „Ég er sér- staklega hingað kominn til að sýna þeim hvernig þeir eiga að hlaða í frystigáminn og meðhöndla tún- fiskinn,“ segir hann. „Í framtíðinni munu svo menn frá Eimskip taka yfir það verk.“ Ólafur segir þessi skip koma sjaldan en þó komi fjögur til sex skip á hausti hverju og algengt sé að hvert skip fylli einn gám. Tölu- vert streð sé að koma fisknum fyrir í gámnum. „Þetta er virkilega erfitt því það er verið að taka þarna hundrað kílóa ólöguleg stykki og hlaða þeim upp í fimm hæðir. Þetta eru miklir fiskar og mér sýnist að þeir stærstu séu á annað hundrað kíló, en þeir hafa gert þetta áður þessir menn og verkið hefur nánast alveg verið unnið af skipverjum á þessum skipum.“ Lengra verður spjallið ekki enda nóg við að vera hjá gestum hafn- arinnar í Reykjavík þennan svala miðvikudagsmorgun. Þeir eru því horfnir inn í kuldann í gámnum og lestinni fyrr en varir. Japönsk túnfiskveiðiskip hafa viðkomu í Reykjavík og skipa upp verðmætum afla Fimbulkuldi og fiskflikki í kippum Morgunblaðið/Golli Það er mikið streð að raða stórfiskunum inn í frystigáminn enda ekki heppilegir í laginu til þess arna. Þeim þarf að stafla upp á fimm hæðir. Reykjavíkurhöfn Fljúgandi túnfiskar á hafnarbakkanum. Hvert flikki er um 100 kíló.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.