Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 65
ORRI Harðarson á langantónlistarferil að baki þóttungur sé. Hann kom fyrst
fram opinberlega ellefu ára að
aldri, árið 1984, og átti eftir að vera
í forvígi Skagabylgjunnar svoköll-
uðu; er hann stóð í framlínu sveita
eins og Óþekkt andlit og Bróðir
Darwins þar sem réttir dagsins
voru gáfumannapopp í anda
breskra sveita eins og The Smiths
og Sundays. Eftir að hafa dvalið í
Danaríki um skeið gaf hann svo út
sólóplötu undir nafninu Drög að
heimkomu árið 1993. Var henni fá-
dæma vel tekið og þykir mikið
gæðaverk. Tveimur árum síðar
kom svo Stóri draumurinn út en
fljótlega eftir það dró Orri sig út úr
sviðsljósinu og kaus að vinna að
tónlist á bak við tjöldin. Hefur hann
lagt hönd á plóg við vinnu ýmissa
platna en einnig hefur hann komið
að ritstörfum og hefur m.a. skrifað
tónlistargagnrýni fyrir Morgun-
blaðið.
Allt fyrir daufblinda
Tildrög þess að Orri ákvað að
vinna þessa nýju plötu eru þau að
kona frá Daufblindrafélaginu setti
sig í samband við hann og furðaði
sig á því að hann hefði ekki gefið
neitt út í langan tíma.
„Hún skrifaði mér formlegt bréf
og spurði hvort ég væri ekki til í að
gera sólóplötu sem þau myndu
kosta og gefa út,“ segir Orri.
„Hagnaðurinn myndi þá renna all-
ur til þeirra og þeirra mála. Ég gat
ekki sagt nei við þessu. Ég játa það
að þetta hefur kveikt aðeins í mér
og ég ætla að fylgja þessari plötu
eftir. En það verður svo að koma í
ljós hvað ég geri eftir það.“
– Og þetta er þriðja sólóplatan?
„Ja … já, þriðja útgefna. Annars
er þetta fjórða. Ég gerði plötu ’99
sem ég kláraði og henti svo!“
– Eru einhverjir með þér á nýju
plötunni?
„Þetta er eiginlega sólóplata með
stóru S-i. Ég spila þetta meira og
minna sjálfur. Biggi Baldurs
trommar fimm lög en ég spila rest.
Svo koma tvær söngkonur lítillega
við sögu.“
Angurværð
– Hvernig plata er þetta?
„Þetta er melankólía – hægt og
tregablandið eins og
flest mín verk hafa verið.
Angurværðin einkennir
þetta.“
– Hvað hefur þú verið
að stússa eftir Stóra
drauminn?
„Eftir þá plötu ákvað
ég að minn sess innan
tónlistarbransans væri
annar en að vera einherji
í aðalhlutverki. Ég fór að
upplifa það að ég kunni
betur við mig inni í hljóð-
veri en uppi á sviði.
Þannig að ég fór að vinna
fyrir aðra – við upptökur
og slíkt – og dró mig
smám saman í hlé.“
– En nú ert þú með
plötu – og bók?
„Já, Ormstunga mun
gefa út þýðingu mína á
sjálfsævisögu knatt-
spyrnugoðsagnarinnar
George Best. Ég er
sennilega eini Íslending-
urinn sem verður með
plötu og bók í ár (hlær).“
Orri mun kynna plöt-
una nýju á Kringlu-
kránni í kvöld kl. 22.00.
Á morgun spilar hann svo í heima-
bænum Akranesi, og verða tónleik-
arnir haldnir í Bíóhöllinni kl. 21.
Nýr draumur
Það er langt um liðið
síðan Orri Harðarson
spretti úr spori á út-
gáfumarkaði, heil sjö ár.
Nú er hann klár með
sína þriðju skífu, sem
kallast Tár, og upplýsti
hann Arnar Eggert
Thoroddsen um söguna
á bak við hana og sitt-
hvað fleira um leið.
Orri Harðarson heldur hljómleika vegna nýrrar plötu
arnart@mbl.is
Orri Harðarson fer nú fram fyrir tjöldin á
nýjan leik eftir sjö ára hlé.
MBL
M A T T D A M O N E R J A S O N B O U R N E
„Þetta er
fyrsta flokks
hasarmynd.“
Þ.B.
Fréttablaðið.
HANN VAR HIÐ
FULLKOMNA VOPN
ÞAR TIL HANN VARÐ
SKOTMARKIÐ
GH Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is SG. DV
Frábær fjölskyldumynd
frá Disney um
grallarann Max
Keeblesem gerir
allt vitlaust í
skólanum sínum!
Sýnd kl. 4 og 6. Vit 441.
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára. Vit 427Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára. Vit 444
MBL
Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 10.15 B.i. 14 ára. Vit 427
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10.15 B.i. 14 ára. Vit 444
Sýnd kl. 8.
Sýnd kl. 8.
1/2
Kvikmyndir.is
MBL Kvikmyndir.is
Roger Ebert
DV
Kvikmyndir.com
1/2
SK.RadioX
Sýnd kl. 10.30. B.i. 12 ára. Vit 427
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 3.45 og 6. Ísl tal. Vit 429
Sýnd kl. 4. Enskt tal. Vit 430.
1/2
Kvikmyndir.is
HL. MBL
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Vit 433
AKUREYRI
Sýnd kl. 6. B.i. 12 ára. Vit 435 Síðustu sýningar
AL PACINO
ROBIN WILLIAMS
HILARY SWANK
E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P
Sýnd í lúxussal kl. 5.30 og 10.30. B. i. 16. Vit 445
HJ Mbl
1/2HK DV
1/2
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. B.i. 12 ára. Vit 435.
Frábær fjölskyldumynd frá Disney
um grallarann Max
Keeblesem gerir allt
vitlaust í skólanum sínum!
Sýnd kl. 10. Vit 433
Sýnd kl. 6. Vit 441
AKUREYRI
Sýnd kl. 8. Vit 433
KEFLAVÍK
CLOCKSTOPPERS
1/2
HK. DV
Kvikmyndir.com
1/2
HK. DV
Kvikmyndir.com
Ó.H.T. Rás2
1/2
SV. MBL
1/2
Kvikmyndir.is
Ó.H.T. Rás2
1/2
SV. MBL
Síðustu s
ýningar
30.000
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. kl. 11-18,
lau. kl. 11-15
Húsgögn
Sérpantanir