Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 49 ✝ Benadikt ÞórHelgason fædd- ist á Landspítalan- um við Hringbraut 12. maí 2000. Hann lést á barnadeild Landspítalans 3. október síðastliðinn. Foreldrar hans eru Þórarinn Helgi Bergsson, f. 16.5. 1966, og Deborah Leah Bergsson, f. 26.9. 1966. Þau eru búsett á Patreks- firði. Bræður Bena- dikts eru Steven Geir, f. 30.7. 1988, og Nicholas, f. 5.1. 1993. For- eldrar Þórarins Helga eru Bergur Eydal Vilhjálmsson, f. 5.6. 1923, d. 25.5. 1994, og Guðlaug Fjeldsted, f. 17.5. 1934. Foreldrar Deborah eru Peter Fredrick Lane, f. 22.8. 1939, og Dor- een Nina Lane, f. 10.12. 1943. Útför Benadikts verður gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Benadikt Þór var einstakur dreng- ur. Hann fæddist með sjaldgæfan sjúkdóm sem nefnist Pfeiffer-heil- kenni og bjó meirihluta ævi sinnar á barnadeild Landspítalans. Fjölskylda Benedikts þakkar hjúkrunarfræðingum, læknum og öðru starfsfólki barnadeildar Land- spítalans hjartanlega fyrir einstak- lega góða aðhlynningu og ómetanleg- an stuðning. Þú lást í rúminu þínu þegar englarnir komu af himnum til að sækja þig. Ég vildi halda á þér en var hrædd, ég vildi ekki meiða þig, ekki valda þér sársauka, en ég sá í andliti þínu að þú fannst ei meira til. Ég tók þig í fang mér og hélt þér þétt að mér. Andardráttur þinn varð betri þegar þú fannst fyrir mér. En eftir smá tíma, hann daufari varð og ég vissi að þú varst að fara. Ég byrjaði að skjálfa, gat ekki stjórnað því en þá komstu til baka til að róa mig. Þú lést mig vita að þetta væri í lagi, þú lést mig vita að þú elskaðir mig, en að guð væri að kalla engilinn sinn til sín. Elsku mamma, þú hugsaðir um mig vel, nú er tími fyrir mig að vaka yfir þér. Vertu róleg því tími minn er kominn og ég verð að kveðja nú. Allt í einu kom rigning mikil en svo skein sólin í gegnum gluggann. Hún lýsti upp andlit þitt um leið og þú kvaddir okkur. Það var eins og himnaríki væri opnað fyrir þig og englarnir flugu með þig þangað inn. Ég hélt á þér lengi eftir að þú fórst. Hélt þér sem aldrei fyrr. Ég lét litlu hendurnar þínar um háls mér og kúrði mig að þér, hélt þér svo þétt. Mig hafði lengi dreymt um þessa stund, að geta haldið þér svo þétt. Þú kenndir mér svo margt á meðan þú varst hjá mér og ég mun aldrei gleyma síðustu tveimur og hálfu ári. Þú kenndir mér að vera sterk, hræðast ei neitt og trúa á sjálfa mig, hvað sem miður fer. Ég syrgi þig og sakna þín svo mikið, en finnst forréttindi að hafa þekkt þig og elskað. Mamma. Elsku Benadikt minn, minning- arnar um þig eru svo margar á þinni stuttu æfi. Þú varst svo sterkur og komst svo mörgum á óvart með bar- áttuvilja þínum og styrk. Þrátt fyrir allar þær aðgerðir sem þú fórst í áttir þú alltaf til bros fyrir mig og mömmu þína og alla þá sem hjúkruðu þér og pössuðu þig. Margir kölluðu þig litlu hetjuna, þessi orð segja svo margt um þig og alla þá sigra sem þú náðir að yfirstíga. Benadikt minn, allt það sem þú gerðir og kenndir mér og mömmu þinni er ómetanlegur fjársjóður í hjörtum okkar sem erfitt er að lýsa með orðum. Við áttum margar góðar og einnig erfiðar stundir saman sem ég mun aldrei gleyma. Þegar uppá- halds leikfangið þitt tapaðist, færð- um við þér annað mjög svipað en við gátum ekki platað þig, en þegar við fundum það aftur, þá var gaman að geta fært þér það. Nú ert þú með uppáhalds dótið þitt hjá þér og það mun aldrei týnast aftur. Áður en þú fórst til Svíþjóðar í fyrra með okkur varst þú heima hjá okkur í leyfi í nokkra daga, það var svo margt nýtt fyrir þig að sjá og upplifa. Það var svo yndislegt að geta verið með þér heima og sýnt þér allt sem þar er. Benadikt, þú áttir svo marga vini sem fylgdust svo vel með hvernig þér gekk, þú snertir hjörtu svo margra á þinn sérstaka hátt. Elsku Benadikt minn, að þurfa að kveðja þig er svo erfitt, við áttum eftir að gera svo margt saman með bræðrum þínum og mömmu. Þú verður alltaf litla hetjan mín. Þinn Pabbi. Við elskum þig mjög mikið, sökn- um þín og munum aldrei gleyma þér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Steven og Nicholas. Þú ert það sem ég kalla sólskin. Þú brostir alltaf þessu fallega brosi og jafnvel þótt þú gætir ekki tjáð þig með orðum þá léstu okkur alltaf vita að það væri í lagi með þig með þessu fræga brosi. Okkur fannst svo gott að halda á þér og rugga þér Á þínum betri dögum. Við sungum fyrir þig vögguvísur þegar þér leið illa. Þú leist þá upp með þínum stóru fallegu augum og brostir þínu fræga brosi. Ég er svo innilega þakklát, fyrir að hafa verið hluti af lífi þínu. Þú snertir mig eins og enginn annar hefur gert, með þessu fræga brosi þínu. Þótt þú sért farinn, þá mun sólin skína alltaf er ég hugsa um þetta fræga bros. Doreen (Nana). Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. Elsku hjartans litla hetjan mín, þá er þinni löngu þrautagöngu lokið, þú stóðst þig ótrúlega vel og barðist til hinstu stundar við þann erfiða sjúk- dóm sem þér var lagður á herðar. Nú veit ég að þér líður vel. Strax eftir fæðingu var ljóst að mikið var að, sem og kom í ljós og greindist með Pfeiffer syndrom II, sjúkdóminn og er það eina tilfellið hér á Íslandi sem vitað er um og aðeins um 30 tilfelli í öllum heiminum. Þú gekkst undir 38 aðgerðir og þar af þá stærstu í Sví- þjóð í apríl 2001. Eftir það fór þinni heilsu að hraka til muna. Allir sem kynntust þér elskuðu þig, þú hreifst okkur öll með þínu fallega brosi, þeg- ar þú fæddist voru mörg nefgöng að mestu lokuð og þess vegna varstu settur í öndunarvél en þú tókst slöng- una sjálfur burt og sýndir með því læknunum að þú gætir andað hjálp- arlaust. Þú komst svo oft á óvart með margt, þegar ég var spurð um líðan þína og þú kannski nýkominn úr að- gerð, sagði mamma þín oft, hann er farinn að brosa, þá vissi ég að allt var betra. Við munum öll fallega brosið þitt sem kom birtunni til að skína, sama hvað dimmt var yfir. Elsku Benadikt minn, núna þegar þú ert ekki lengur hjá okkur, þakka ég þér allar þær stundir sem ég dvaldi hjá þér á barnadeildinni, og oft varstu mikið veikur, og stundum tví- sýnt um líf þitt. Þær minningar mun ég geyma í hjarta mínu um litla ömmudrenginn minn sem þrátt fyrir allt var svo ótrúlega sterkur, og síðustu stund- irnar í lífi þínu þegar þú leitaðir eftir hendinni minni svo ég gæti snert þig, þér þótti svo vænt um að láta strjúka þér og láta halda í litlu höndina þína. Með þínu lífi kenndir þú okkur að það er ekkert sjálfgefið í þessum heimi, vonandi kunnum við betur að meta það að ganga flesta daga heil til skóg- ar, og ef við getum skynjað það, þá hefur þú ekki lifað og þjáðst til einsk- is. Hjartans bestu þakkir til sjúkra- húsprestsins, lækna og alls starfs- fólks á barnadeildinni, fyrir frábæra umhyggju og til alls skyldfólks og vina, sem styrkja okkur í okkar miklu sorg. Elsku Benadikt minn, ég veit þú passar boltann þinn vel og dótið sem þú hélst svo mikið upp á og vildir halda á. Hálsmenið, keðja með krossi og hjarta með engli sem mamma þín var með um hálsinn og þú hafðir svo gaman af að grípa í, er núna um litla hálsinn þinn, sem þú átt að eiga. Elsku Doreen amma þú ert ein- stök kona, ert búin að koma til Ís- lands þrisvar sinnum frá Ástralíu og hefur verið okkur ótrúlegur styrkur, og ekki síst dóttur þinni Debbie, hjartans þakkir til þín. Elsku Helgi minn, Debbie, Steven og Nicholas og Doreen amma, þið gáfuð Benadikt allan ykkar kærleika og guð varðveiti ykkur og styrki í ykkar miklu sorg. Elsku hjartans engillinn minn, nú er komið að skilnaðarstundu, ég bið algóðan guð að leiða þig á æðra til- verustig, og styrkja þig nú þegar þú ert laus við allar þjáningar þessa lífs. Bergur afi þinn, sem var svo barn- góður, mun taka vel á móti þér. Og þegar minn tími kemur mun litli ömmudrengurinn minn koma með faðminn á móti mér. Vertu sæll að sinni. Hvíl í ró. Þín elskandi amma Guðlaug Fjeldsted. Elsku Benadikt, litla fallega hetja. Það er sárt að kveðja þig og ég á eftir að sakna þín mikið en ég á svo marg- ar góðar minningar um þig og þær mun ég alltaf geyma í hjarta mínu. Mér fannst svo gaman að passa þig, sitja með þig í fanginu, labba um með þig í vagninum, leika við þig og spjalla. Þú varst yndislega brosmild- ur og fallega brosið þitt yljaði öllum sem það sáu. Þér fannst svo gott að fá að leika þér með fingurna á okkur, þér fannst svo mikið öryggi í því, sér- staklega þegar þú varst veikur eða þér leið illa. Elsku Benadikt, þú þurftir að ganga í gegnum svo margt, en sífellt komstu öllum á óvart með því að brosa framan í heiminn þrátt fyrir allt. Þú varst umvafinn mikilli ást og umhyggju og elskaður af mörgum. Þú gafst okkur sem elsk- uðum þig svo mikið og ég er innilega þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér og eyða tíma með þér. Ég veit að núna ertu glaður og heilbrigður að leika þér með öllum hinum englunum og þú munt vaka yf- ir fjölskyldunni þinni, sem annaðist þig svo vel og saknar þín sárt, og okkur hinum sem þótti svo vænt um þig. Hvíldu í friði. Innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldunnar hans Benadikts og ann- arra ástvina. Minningin um yndis- lega drenginn Benadikt mun aldrei gleymast. María. Elsku litli frændi minn. Með þess- um fátæklegu orðum langar mig að- eins að minnast þín, því miður voru stundirnar sem ég átti með þér ekki nógu margar. Ég vildi óska að ég hefði komið oftar við hjá þér á spít- alanum, en svona er þetta, maður gerir sér oft ekki grein fyrir því hvað tíminn líður hratt, fyrr en hann er lið- inn. Við ættum því að nota tímann okkar hér á jörðu vel. Nú ert þú lítill engill sem vakir yfir fjölskyldu þinni. Þrautagöngu þinni er lokið gullið mitt. Eftir margar aðgerðir og mikla lyfjagjöf gaf litli líkaminn eftir. Af hverju leggur drottinn þetta allt saman á lítinn dreng? Því getum við ekki svarað, en aðeins getið okkur til um að Guð hafi vantað sterka og hug- rakka sál í mikilvægt verkefni. Ég er viss um að afi hefur tekið á móti þér hinumegin með orðinu „allamalla“ en það var hann vanur að segja. Dóttir mín, Freydís Björg, og Benadikt voru jafngömul, rétt innan við hálfur mánuður á milli þeirra. Þegar Freydís lenti á spítala um eins árs, þá komst þú, mamma þín og Doreen amma að heimsækja okkur og á ég fallegar myndir af okkur þar. Ég ætla að passa upp á að Freydís fái að vita hve mikil hetja þú varst. Sakleysi barnanna er mikið og það er örugglega það sem gerir þau svo einstaklega falleg. Um daginn sagði sonur minn, Ómar Smári, fjögurra ára, svolítið við mig og ég gat ekki annað en tárast. Við vorum að koma úr nunnuklaustrinu í Hafnarfirði og ég var að segja honum að Benadikt hefði verið mikið veikur og nú væri hann hjá Guði. Þá segir hann: „Mamma, ef ég væri galdrakarl, sko góður galdrakarl, þá myndi ég galdra að Benadikt væri ekki veikur og væri ekki hjá Guði.“ Ó, já, það hefðum við svo sannarlega öll viljað, en því verð- ur ekki breytt. Við getum aðeins trú- að því að nú sé hann heilbrigður og líði vel. Elsku Helgi, Debbie, Steven, Nicholas, Gulla amma og Doreen amma. Megi góður guð styrkja ykk- ur í þessari miklu sorg. Minningin um fallegan dreng lifir. Elsku litli engill, góða nótt og dreymi þig vel. Þín frænka Eva Dís Björgvinsdóttir og fjölskylda. Elsku litli Benadikt frændi. Nú ert þú kominn til guðs og leik- ur þér í himnaríki. Alltaf þegar við komum í heimsókn til þín á spítalann varstu svo glaður að sjá okkur og brostir til okkar. Við gleymum aldrei tveggja ára afmæl- isdeginum þínum þegar þú lást í rúminu þínu með uppáhaldsleikföng- in þín, hringluna í hendinni og bolt- ann í fanginu, og brostir svo fallega, svo glaður með tveggja ára afmælið og aldrei gleymist þegar þú varst orðinn það hraustur að móðir þín hélt á þér og lyfti þér upp í loftið og þú hlóst svo fallega. Þegar við komum á spítalann í heimsókn til þín í fyrsta sinn sáum við strax lífið í öðru ljósi og þú kennd- ir okkur að meta það sem við höfum. Elsku Helgi, Debbie, Steven og Nicholas, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum ykkur guðs blessunar. Benadikt, við söknum þín mjög mikið og við munum ekki gleyma þér. Og við þökkum þér fyrir þann tíma sem við höfum átt saman. Elsku Benadikt, hvíl þú í friði og megi guðs englar vaka yfir þér. Þín frændsystkini Heiðrún, Elísa Björg og Björgvin Guðmundur. Elsku litli engillinn okkar Bena- dikt Þór. Alltaf komstu okkur á óvart þegar við vorum hjá þér, með dugn- aði þínum og krafti varstu alltaf tilbúinn á þínum góðu dögum til að gantast við okkur með dótið þitt. Okkur fannst svo gaman þegar við toguðum í dótið þitt í höndum þér og þú veltir þér frá okkur hlæjandi með bros á vör. Þá vissum við að þér leið vel og okkur hlýnaði um hjartarætur að vera hjá þér. Þú áttir líka þína slæmu daga en alltaf varstu jafn dug- legur og þú komst okkur alltaf á óvart með hversu fljótt litli líkaminn þinn var fljótur að jafna sig eftir þær erfiðu aðgerðir sem þú þurftir að ganga í gegnum vegna sjúkdóms þíns. Elsku Benadikt, þú átt góða foreldra og bræður. Alveg frá fæðingu þinni litu þau vart af þér og ef þau ekki gátu verið sjálf hjá þér þá var það hún amma þín Doreen sem kom þrisvar sinnum alla leið frá Ástralíu til að geta verið hjá þér og hún amma þín á Patreks- firði kom suður til þín eins oft og hún mögulega gat. Allir elskuðu þig og voru tilbúnir að eyða stundum með þér. Við vitum að nú ert þú á góðum stað og líður vel og englar Guðs vaka yfir þér. Elsku Helgi, Debbie, Steven, Nicholas og ömmurnar Doreen og Guðlaug, megi Guð styrkja ykkur öll í sorginni. Björgvin og Svala. Það er erfitt að kveðja þig elsku litli frændi, en ég veit að nú ertu orð- inn að litlum og fallegum engli og þér líður vel. Ég man alltaf eftir eftirvænting- unni og gleðinni þegar þú varst að koma í heiminn sem blandaðist svo sorg yfir því að þú varst ekki heil- brigður en þú varst sannkölluð hetja og varst sífellt að koma okkur á óvart, allar erfiðu aðgerðirnar sem þú þurftir að ganga í gegnum sem voru farnar að nálgast 40 en alltaf brostirðu til okkar þegar við komum að heimsækja þig, sama hversu veik- ur þú varst. Elsku Benadikt, þú varst sannarlega einstakur drengur og við sem nutum þeirra forréttinda að fá að kynnast þér lærðum svo margt af þér. Minningin um lítinn, fallegan og brosmildan strák mun ylja okkur um ókomna framtíð. Elsku Helgi, Debbie, Steven og Nicholas, Guð geymi ykkur og litla engilinn ykkar. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér (Hallgr. Pétursson.) Sofðu rótt litla hetja, Kristín og Fannar. Elsku litli frændi, núna ertu farinn frá okkur og kominn á betri stað, þar sem við munum einn daginn hittast. Ég veit að þér líður miklu betur núna, þú ert farinn burtu frá sárs- aukanum og veikindunum og ert kominn til Guðs og orðinn að litlum og fallegum engli. Ég mun alltaf muna eftir þér sem litlum, fallegum og brosandi strák. Núna ertu kominn til afa okkar og ég veit að hann tók vel á móti þér og passar þig vel og ég veit að þið vakið báðir yfir okkur. Þú varst svo fallegur þegar ég kom að kveðja þig í síðasta skipti þar sem þú lást með uppáhaldsdótið þitt í hendinni og það lá við að fallega bros- ið þitt væri á andlitinu. Elsku frændi, sofðu rótt, ég mun aldrei gleyma þér. Elsku Helgi, Debbie, Steven og Nicholas, Guð passar Benadikt litla fyrir okkur. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Ástarkveðja, Lillý Guðlaug. BENADIKT ÞÓR HELGASON  Fleiri minningargreinar um Benadikt Þór Helgason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.