Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 53
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 53
GRIKKLANDSVINAFÉLAGIÐ
Hellas heldur aðalfund í Kornhlöð-
unni við Bankastræti laugardaginn
12. október kl. 14.30. Að loknum
aðalfundarstörfum, um kl. 15, verð-
ur tekinn upp þráðurinn frá síðasta
fundi á liðnu vori þar sem tveir
gestir frá Grikklandi héldu erindi
um krítverska rithöfundinn Níkos
Kazantzakís. Kristján Árnason
mun rifja þau stuttlega upp í inn-
gangsorðum, en síðan verður
skáldsagan
„Síðasta freisting Krists“ á dag-
skrá. Sigurður A. Magnússon
fjallar um verkið og Hjalti Rögn-
valdsson les kafla úr því í óprent-
aðri íslenskri þýðingu. Á eftir
verða umræður um verkið og höf-
undinn. Allir eru velkomnir.
Fundur um
Kazantzakís
FLÖTUR, samtök stærðfræðikenn-
ara, stendur í fyrsta sinn fyrir nám-
stefnu í Reykholti í Borgarfirði dag-
ana 11. og 12. október. Námstefnan
er ætluð bæði grunn- og framhalds-
skólakennurum og hefst kl. 13.30 á
föstudeginum og lýkur seinnihluta
laugardags. Á námstefnunni hefjast
fjögur endurmenntunarnámskeið
sem verður framhaldið í vetur. Einn-
ig verður boðið upp á fyrirlestra,
málstofur og pallborðsumræður,
segir í fréttatilkynningu. Nánari
upplýsingar um námstefnuna er að
finna á vefsíðu Flatar: www.is-
mennt.is/vefir/flotur.
Námstefna
stærðfræði-
kennara
Jólakort
Um-
hyggju
SALA á jólakortum Um-
hyggju, félags til stuðnings
langveikum börnum, hefst í
dag í öllum verslunum Hag-
kaupa. Kortin, sem eru 20 í
pakka ásamt merkispjöldum,
verða seld á tilboðsverði,
1.499 kr., almennt verð er
2.999 kr.
Fjárhæðin sem safnast mun
verða notuð til að byggja upp
sálfélagslega þjónustu fyrir
foreldra og systkini lang-
veikra barna á Íslandi, segir í
fréttatilkynningu.
Árétting frá Flugmálastjórn
Vegna greinargerðar Flugmála-
stjórnar til samgönguráðherra, sem
birtist að hluta í Morgunblaðinu sl.
laugardag, vildi Þorgeir Pálsson
flugmálastjóri árétta að kaflaskipt-
ing hennar hefði verið eins og í
skýrslu bresku sérfræðinganna
Franks Taylors og Bernies For-
wards. Þar hefði enginn 5. kafli ver-
ið og Flugmálastjórn getið þess í
sinni greinargerð án þess að það
hefði komið fram í birtingu blaðsins.
Beðist er velvirðingar á því.
Fleiri myndir
til af þýskum herbíl
Í frétt um útkomu bókar um Olís,
sem birtist í Morgunblaðinu í gær,
segir að eins sé til ein mynd af
þýskum herbíl sem Þjóðverjarnir
Herbert Böhme og Helmut Verleg-
er fluttu til landsins árið 1937. Þetta
er ekki rétt. Til eru a.m.k. þrjár aðr-
ar myndir af bílnum í ferð hans hér
á landi og ein þeirra birtist m.a. í
Tímariti máls og menningar í fyrra.
Tilgangur ferðarinnar mun hafa
verið að reyna bílinn á vegleysum.
Bíllinn var síðan notaður í seinni
heimsstyrjöldinni með góðum ár-
angri.
Önundur stefnir á 3. sæti
Í frétt í þriðjudagsblaðinu um
framboðsmál Samfylkingarinnar í
Suðurkjördæmi var rangt farið með
að séra Önundur Björnsson stefndi
á 2. sæti listans. Hið rétta er að
hann stefnir á 3. sætið. Beðist er
velvirðingar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
NEFND um aukinn hlut kvenna í
stjórnmálum stendur fyrir nám-
skeiðinu: Fleiri konur á Alþingi
föstudaginn 11. október kl. 9–20.
Námskeiðið verður haldið hjá End-
urmenntunarstofnun Háskóla Ís-
lands og er ætlað konum sem taka
sæti á listum framboða til Alþing-
iskosninga sem og konum sem áhuga
hafa á stjórnmálum, m.a. þeim sem
taka þátt í verkefni nefndar um auk-
inn hlut kvenna í stjórnmálum: Kon-
ur í læri – dagar í lífi stjórnmála-
kvenna.
Kennarar verða: Helga Jónsdóttir
borgarritari, Sigrún Jóhannesdóttir
MS í kennslutækni, Ingibjörg Frí-
mannsdóttir málfræðingur og Sig-
rún Stefánsdóttir, dr. í fjölmiðla-
fræði.
Fleiri konur
á Alþingi
Í DAG, 10. október, kl. 10.10 er eitt
ár síðan Smáralind í Kópavogi opn-
aði formlega og í tilefni af því býður
Smáralind Íslendingum í afmæli.
Næstu fjóra daga verður glæsileg
afmælisdagskrá í Smáralind.
Spennandi samfelld dagskrá verð-
ur fyrir krakka á öllum aldri í Vetr-
argarðinum fimmtudag og föstudag
kl. 15-18 og laugardag og sunnudag
kl. 13-17 þar sem íbúar Latabæjar
bregða á leik, töframenn sýna fjöl-
breytt töfrabrögð, Götuleikhúsið
verður á ferðinni, lifandi tónlist verð-
ur á göngugötunni og trúðar og
dansarar sýna listir sínar. Óhætt er
að segja að Vetrargarðurinn og nán-
asta umhverfi með Veröldina okkar
innanborðs verði sannkallaður
barnagarður meðan á afmælinu
stendur.
Tvær ljósmyndasýningar verða á
1. hæð Smáralindar, en þar má m.a.
sjá myndir sem Golli, ljósmyndari á
Morgunblaðinu, tók síðasta sólar-
hringinn fyrir opnunina. Einnig er
sýning á myndum frá hinum ýmsu
atburðum sem fram fóru í Smáralind
fyrsta árið. Búðir verða með tilboð.
Þá verða danssýningar, frítt í Ver-
öldina okkar fimmtudaginn 10. októ-
ber fyrir öll börn á aldrinum 2 til 12
ára og frítt í Smárabíó í dag kl. 16:00
á Stewart litla 2 og Pétur og köttinn
Brand 2 meðan húsrúm leyfir. Allar
aðrar sýningar Smárabíós verða á
hálfvirði á afmælisdaginn.
Smáralind
heldur upp á
eins árs afmæli
Skora á Guðjón að fara í framboð
„Eyverjar, félag ungra sjálfstæð-
ismanna í Vestmannaeyjum, skora á
Guðjón Hjörleifsson að gefa kost á
sér í eitt af efstu sætum framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins í Suður-
kjördæmi fyrir komandi alþing-
iskosningar. Fyrirsjáanleg er hörð
barátta í nýju kjördæmi og mik-
ilvægt að Vestmannaeyingar eigi
sterkan fulltrúa á lista stærsta
stjórnmálaflokks á Íslandi. Guðjón
Hjörleifsson gegndi stöðu bæj-
arstjóra í Vestmannaeyjum í 12 ár og
hefur auk þess gengt fjölbreyttum
trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn. Guðjón er hvarvetna vel
liðinn og virtur fyrir störf sín.
Reynsla hans yrði án efa mikilvæg
fyrir kjósendur alls staðar í víðfeðm-
asta kjördæmi landsins,“ segir í
fréttatilkynningu frá Eyverjum.
Í DAG STJÓRNMÁL
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Eftirlit
Lyfjafræðingur óskast til að hafa eftirlit með
lyfsölu heilsugæslustöðvarinnar á Kirkju-
bæjarklaustri.
Upplýsingar í síma 487 4638 fyrir 14. október
2002.
Starfskraftur óskast
Starfskraftur á miðjum aldri óskast í vinnu, 4—5
tíma á dag, við útsaum (bróderingu), merkja
á fatnað. Þekking á saumavélum og tölvukunn-
átta æskileg en ekki skilyrði. Þarf að geta byrjað
sem fyrst. Reglusemi og stundvísi áskilin.
Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl.
eða á box@mbl.is, merktar: „S — 12829.“
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FERÐIR / FERÐALÖG
Ferð og saga
Á slóðum Einars Ben. Nokkur sæti laus í ferð
sem farin verður laugardaginn 12. október.
Sögumenn í ferðinni verða Guðrún Ásmunds-
dóttir og Eyvindur Erlendsson.
Upplýsingar í síma 551 4715 og 898 4385,
storytrips@storytrips.com .
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Aðalfundur
Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Vals verður
haldinn þriðjudaginn 15. október nk. og hefst
hann kl. 20:00 í félagsheimilinu að Hlíðarenda.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og
önnur mál. Stjórnin.
Allsherjaratkvæðagreiðsla
vegna ársfundar
Alþýðusambands Íslands
Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við
kjör fulltrúa á ársfund Alþýðusambands Íslands
sem haldinn verður í Reykjavík dagana
31. október og 1. nóvember 2002.
Tillögur skulu vera um 37 aðalmenn og
37 varamenn.
Tillögum, ásamt meðmælum 120 fullgrildra
félagsmanna, skal skila á skrifstofu Eflingar-
stéttarfélags, Sætúni 1, eigi síðar en miðviku-
daginn 16. október kl. 12.00 á hádegi.
Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags.
TIL LEIGU
Glæsilegt skrifstohúsnæði
á Skólavörðustíg 13
Til leigu ca 25 fm skrifstofurými með aðgengi
að sameiginlegri fundaraðstöðu — laust nú
þegar. Hentar vel fyrir 1—2 aðila. Sérstaklega
skemmtileg aðstaða í nýstandsettu umhverfi
í miðborg Reykjavíkur. Nánari upplýsinga veita
Elías í s. 898 2007 eða Reynir í s. 895 8321.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
HELGAFELL 6002101019 VI
Landsst. 6002101019 VIII
I.O.O.F. 11 18310108½ 9.0.*
Í kvöld kl. 20.00:
Kvöldvaka í umsjón Bjargs.
Veitingar og happdrætti.
Almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42 kl. 20.00.
Mikill söngur og vitnisburðir.
Prédikun: Björg Lárusdóttir.
Allir hjartanlega velkomnir.
www.samhjalp.is
TILKYNNINGAR