Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 1/2 Kvikmyndir.is 1/2 HK. DV  Kvikmyndir.com Ó.H.T. Rás2 1/2 SV. MBL AL PACINO • ROBIN WILLIAMS • HILARY SWANK  HJ. MBL Kvikmyndir.is  H.O.J. Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6 og 8. Tímamótaverk í íslenskri kvikmyndasögu  HJ Mbl Gunnar og Herdís leiða eftirminnilegan leikarahóp sem á þátt í að gera Hafið að einni bestu íslensku kvikmyndinni 1/2 HK DV „Íslenskt meistaraverk..“  SFS Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 12. 30.000 áhorfendur Sýnd kl. 10. B.i. 16. með enskum texta.  SV Mbl  SG. DV ÓHT Rás 2  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12. MBL Sýnd kl. 10.15. B.i. 14. „Þetta er fyrsta flokks hasarmynd.“ Þ.B. Fréttablaðið. GH Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  HL. MBL  SG. DV Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. Vit 435 E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P Sýnd kl. 3.40, 5.45 8 og 10.15. Vit 433FORSÝNING KL. 8. B.i. 16 ára. Vit 453 Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 429 Frábær fjölskyldumynd frá Disney um grallarann Max Keeblesem gerir allt vitlaust í skólanum sínum! Tímamótaverk í íslenskri kvikmyndasögu  HJ Mbl Gunnar og Herdís leiða eftirminnilegan leikarahóp sem á þátt í að gera Hafið að einni bestu íslensku kvikmyndinni 1/2 HK DV „Íslenskt meistaraverk..“  SFS Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4 og 6. Vit 441. 30.000 áhorfendur FORSÝNING RÍÓ tríóið steig fram fyrir skjöldu um miðjan sjöunda áratuginn en fyrsta platan kom út á því herrans blómaári 1967. Fljótlega eftir það og í raun allar götur síðan hefur tríóið verið ein allra ástælasta hljómsveit landsins og hjálpaði þar til í upphafi tilkoma Sjónvarpsins hvar Ríómenn voru aufúsugestir, heljarmikil hljómplötuútgáfa og svo að sjálfsögðu taumlaus spila- og leikgleði. Það kann að hljóma ótrúlega, en þetta er í fyrsta sinn sem farið er rækilega í sögu Ríó tríósins. Tvö- faldi hljómdiskurinn Það skánar ekki úr þessu spannar allan feril sveitarinnar frá ’67 til þessa dags og inniheldur fimmtíu lög. Meðlimir tríósins höfðu hönd í bagga með efnisval og verða þarna jafnt sígild- ar perlur sem sjaldheyrðir gull- molar. Helgi Pétursson og Ólafur Þórð- arson skipa tríóið ásamt Ágústi Atlasyni og fræddu þeir ungan blaðamanninn um lífsspeki tríósins og þær fyrirætlanir sem framundan eru en m.a. munu þeir halda tón- leika í Salnum, Kópavogi, á morgun og á laugardag. Dálítill hausverkur „Það er vel að þessu staðið,“ segir Óli en það er tónlistardeild Norður- ljósa sem stendur að útgáfunni. „Allir textarnir eru þarna, það er fullt af myndum og svo skrifar Jón- atan Garðarson mjög greinargott yfirlit um feril sveitarinnar.“ Helgi segir það hafa komið á óvart hversu mikið af lögum hafi verið til en þeir félagar þurftu að velja úr tæplega 200 laga safni. „Það rifjaðist upp fyrir okkur að eitt árið tókum við upp fjórar plöt- ur. Á tímabili vorum við mjög af- kastamiklir. Þannig að þetta var dá- lítill hausverkur að velja þarna úr.“ Hann segir að þeir hafi viljað nota tækifærið með þessu safni og koma lögum á framfæri sem heyrst hafa síður. „Við sátum frammi fyrir því að eiga mikið af þekktum lögum og það var spurning hvernig við ættum að raða þessu saman. Það kom út safnplata í kringum ’84 en við átt- um engan þátt í að velja á hana. Þarna verða lög sem duttu upp fyr- ir á sínum tíma en okkur hefur allt- af langað til að fólk heyri þau.“ Þeir félagar segja í framhaldinu söguna af „Ljótu plötunni“, plötu sem þeir gáfu út sjálfir árið 1985. „Þar er fullt af góðu efni sem hef- ur aldrei heyrst því hún seldist ekki neitt,“ útskýrir Helgi. „Plötuna prýða sérkennilegar teikningar eft- ir Baltasar en einhverra hluta vegna hreyfðist hún ekkert. Við köllum hana alltaf „Ljótu plötuna“ okkar á milli.“ Ríó Tríóið hefur ávallt lagt sig eftir nokkuð fjölbreyttri tónlist. Mótmælasöngvar, þjóð- og alþýðu- lög, gáskafull skemmtilög, ljúfur djass og sveitatónlist. Seinna áttu þeir eftir að reyna sig við írska tón- list og jafnvel hefðbundið rokk og popp. „Ríóið hefur aldrei hætt,“ stað- hæfir Ólafur eða Óli Þórðar eins og hann er jafnan þekktur. „Við höfum tekið okkur mislöng hlé en ef okkur þykir tilefni til förum við í gang.“ Jónas frá Raufarhöfn Textar Jónasar Friðriks Guðna- sonar hafa löngum fylgt tríóinu og ef það er hægt að tala um fjórða tríómeðliminn þá er það sannarlega hann. Jónas býr á Raufarhöfn en ætlar að gera sér ferð í bæinn vegna uppákomu félaga sinna, sem þeir Helgi og Ólafur segja fáheyrt. Jónas uni sér það vel á Raufarhöfn að þaðan fari hann helst aldrei. „Við skárum okkur kannski dálít- ið út vegna þessara vönduðu texta hans Jónasar,“ segir Helgi. „Við lögðum t.d. áherslu á satíruna, að gera góðlátlegt grín að öllu saman. En það kemur okkur á óvart hvað fólk kann þessa texta vel, kann heilu bálkana betur en við. Ég held að fólk skynji hversu mikla áherslu við leggjum á það að textarnir séu vandaðir. Þetta kann stundum að hljóma einfalt en það er meira en að segja það.“ Þeir segjast alla tíð hafa lagt ríka áherslu á skemmtunina. „Við höfum alltaf fyrst og fremst verið skemmtikraftar,“ segir Helgi. „Þegar við vorum að byrja vorum við umkringdir hljómsveitum sem fluttu tónlist sem gerði helst þær kröfur að fólk settist niður og hlust- aði. Við vorum aldrei mikið fyrir það og vorum alltaf að spá í leiðir til að fá fólk til að syngja með og taka þátt í þessu með okkur.“ Tímabilið 1970–1973 var mjög gjöfult hjá þeim Ríómönnum. Þá voru þeir með eigin skemmtiþætti í sjónvarpi, spiluðu um allar jarðir og gáfu út fjölda platna. „Síðan koma tímabil eins og ’84– ’85 þar sem við vorum beðnir um að spila í gamla Broadway,“ segir Helgi. „Þetta áttu að vera tvær helgar en það endaði með því að við spiluðum frá október og fram í júní næsta ár. Þetta urðu 70 sýningar!“ Oft þegar hljómsveitir koma sam- an eftir langt hlé, eins og nú verður gert, virðist bálið blossa upp á nýjan leik og menn leggja í tónlistarlegan víking enn og aftur. Hvað með Ríó? „Við verðum bara að sjá til,“ seg- ir Óli. „Nú tökum við þessa tónleika og þá er bara að sjá hvernig okkur á eftir að líða með þetta. Við gerum engar fyrirfram áætlanir.“ Tónleikarnir hefjast báðir kl. 20.30 og hyggjast þeir félagar renna sér í gegnum 30 lög eða svo. Með þeim leika þeir Björn Thorodd- sen og Gunnar Þórðarson Það er engin leið að hætta Morgunblaðið/Kristinn Ríó tríó í fullu fjöri ásamt hjálparkokkum. Það geta allir landsmenn sungið eitt Ríó tríó-lag eða tvö. Nú geta þeir reynt sig við þau fimmtíu en ferilsplatan Það skánar ekki úr þessu kemur í búðir á næstunni. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við 2⁄3 hluta tríósins vegna þessa og tónleika sem verða á morgun og hinn daginn. Ríó tríóið fagnar nýrri ferilsplötu með tvennum tónleikum arnart@mbl.is STUTTMYNDAKEPPNIN Nike Young Directors Award var haldin í annað sinn í ár og fór verðlauna- athöfn fram í Lundúnum á þriðju- dagskvöldið. Ungir íslenskir kvik- myndagerðarmenn voru meðal keppenda í þetta skipti og hlutu þeir Þórhallur Sævarsson leikstjóri og Baldur Eyþórsson kvikmyndatöku- maður áhorfendaverðlaun fyrir stuttmynd sína The Fan og silfur- verðlaun frá dómnefnd. Fyrstu verð- laun hlutu David Storr fyrir mynd sína Every Night I go Running og þriðju verðlaun hlutu Anastasia Ki- rillova og James Cox fyrir mynd sína Emulsion. Keppnin hefur fengið mikið umtal í Bretlandi og víðar og er þegar á öðru ári talin athyglisverðasta stutt- myndasamkeppnin þar í landi. Í keppnina bárust rúmlega fjögur hundruð handrit og var aðstandend- um þriggja mynda – þ. á m. Þórhalli og Baldri – afhent ein milljón króna til að vinna að gerð myndanna. Þórhallur og Baldur unnu hand- ritið í sameiningu en þeir hafa báðir komið nálægt kvik- mynda- og auglýsinga- gerð á Íslandi. Baldur Eyþórsson lagði stund á kvikmyndagerðarnám við The Internatonal Film School í London þaðan sem hann útskrifaðist ár- ið 2000. Hljómsveitin Úlpa á tónlistina sem hljómar undir stuttmynd- inni íslensku. Stuttmyndirnar þrjár, sem kepptu til lokaverð- launa, voru allar sýndar á Netinu. Þannig fékk al- menningur tækifæri til að sjá myndirnar og gefa álit sitt. Verðlaunaafhendingin fór fram í National Film Theatre og voru allar myndirnar sem kepptu til verðlauna sýndar á breið- tjaldi. Hægt er að sjá stuttmyndirn- ar á netinu en vefslóðin er http:// www.britshorts.com/nike. Á sigurpalli alþjóðlegrar stuttmyndakeppni Tveir ungir íslenskir kvikmyndagerðarmenn heiðraðir Lundúnum. Morgunblaðið. Þórhallur Sævarsson og Baldur Eyþórsson, til hægri, með verðlaunin, ásamt leikurum stuttmyndarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.