Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES
18 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
afmælisafsláttur
-25%
af Zeiss kontaktlinsum
-25%
af nýjum sjónglerjum
OPTICAL STUDIO SMÁRALIND SIMI 528 8500
PX
LE
T
U
R
V
A
L
• 102
10. TIL 13. OKTÓBER
MIKIÐ hefur áunnist í málefnum
fatlaðra á þeim aldarfjórðungi sem
Þroskahjálp á Suðurnesjum (ÞS)
hefur verið starfandi. Félagið var
stofnað 10. október 1977 og er því 25
ára í dag en haldið verður upp á af-
mælið næstkomandi sunnudag.
Eitt af baráttumálum félagsins á
afmælisárinu er að komið verði á fót
einni sérdeild fyrir alla grunnskóla
Reykjanesbæjar. Stjórn ÞS sendi
frá sér ályktun þess efnis á aðalfundi
í vor en áður hafði sérkennslufulltrúi
Skólamálaskrifstofu Reykjanesbæj-
ar borið þessa hugmynd sína undir
stjórnina.
Starfsemin vatt upp á sig
Að sögn Gísla Jóhannssonar fram-
kvæmdastjóra er þetta til marks um
ákveðinn viðsnúning í starfsemi fé-
lagsins. „Félagið hefur alltaf þurft að
berjast fyrir því að fá þjónustu en nú
hefur verið leitað til félagsins með
hugmynd að bættri þjónustu. Þessi
þróun er mjög ánægjuleg,“ sagði
Gísli í samtali við Morgunblaðið.
Þroskahjálp á Suðurnesjum var
stofnað af foreldrum sex fatlaðra
barna sem allir höfðu brennandi
áhuga á því að bæta úr þeim erfiðu
skilyrðum sem börn þeirra bjuggu
við á Suðurnesjum. Öll þurftu þau að
aka börnum sínum til Reykjavíkur
til að sækja þjónustu og voru flest í
félagsskap þar sem hét Foreldra-
félag barna með sérþarfir.
Þótt í upphafi hafi verið ákveðið að
félagið myndi ekki standa í rekstri
kom fljótlega í ljós að hjá því yrði
ekki komist, lítil þjónusta á svæðinu
knúði á um það.
„Leikfangasafn ÞS var fyrsti
reksturinn sem félagið fór út í. Það
var myndarlegur stuðningur Kiwan-
ismanna sem varð þess valdandi að
safnið var sett á laggirnar og Kiw-
anismenn hafa stutt mjög dyggilega
við bakið á félaginu allar götur síðan,
ásamt mörgum öðrum félagasam-
tökum, einstaklingum og fyrirtækj-
um. Eftir að leikfangasafnið tók til
starfa 1979 tók eiginlega hvert verk-
efnið við á fætur öðru og starfsemin
vatt heldur betur upp á sig. Næsta
verkefni var sjúkraþjálfun, en þá
þjónustu þurftu börnin að sækja til
Reykjavíkur. Þegar ÞS var komið
með þessa tvo rekstrarþætti í leigu-
húsnæði á tveimur stöðum fóru
menn að velta fyrir sér hvort félagið
þyrfti ekki að eignast eigið húsnæði
utan um starfsemina,“ sagði Gísli um
fyrstu uppvaxtarár félagsins.
Frá ríki yfir til sveitarfélaga?
Hús ÞS að Suðurvöllum 9 var
formlega tekið í notkun á vormán-
uðum 1982 og rúmum tveimur árum
síðar var risið annað við hliðina. Báð-
um húsum Þroskahjálpar var við
vígslu þess síðara gefið sameiginlega
nafnið Ragnarssel í minningu eins af
skjólstæðingum félagsins, Ragnars
Ingiþórssonar, sem lést 10. október
1983. Margir sjálfboðaliðar komu að
verkinu ásamt stjórnarmönnum og
öðrum félagsmönnum en félagið hef-
ur alla tíð notið mikillar velvildar al-
mennings.
Sú þjónusta sem Þroskahjálp á
Suðurnesjum veitir fötluðum og for-
eldrum þeirra er margþætt og að
sögn Gísla hefur mikil orka og tími
farið í reksturinn, sem oft og tíðum
hefur verið þungur í vöfum. „Við er-
um með dagvistun, leikfangasafn,
foreldraráðgjöf, sjúkraþjálfun og
ýmiss konar félagastarfsemi. Auk
þess rekum við vinnustað fyrir fatl-
aða, Dósasel, sem er aðalfjáröflunar-
lind félagins. Þetta 25 ára tímabil í
sögu félagsins hefur verið tími mik-
illa framkvæmda og rekstrar. Rauði
þráðurinn í öllu þessu hefur þó alltaf
verið vinna í þágu fatlaðra undir
kjörorðinu Þjónusta fyrir fatlaða –
okkar skylda. Það sem við viljum sjá
gerast er að málefni fatlaðra flytjist
úr höndum ríkisins yfir til sveitarfé-
laga og nægilegt fjármagn fylgi
flutningnum til að tryggja lög-
bundna þjónustu. Þetta hefur verið í
umræðunni frá árinu 1994 og nú átta
árum síðar hefur enn ekkert gerst.“
Afmælishátíð Þroskahjálpar á
Suðurnesjum. fer fram í Stapa nk.
sunnudag kl. 14 til 16 og eru velunn-
arar félagsins hvattir til að taka þátt
í afmælisgleðinni. Meðal annars
verður gullmerki félagsins afhent,
en það er veitt einstaklingum fyrir
fórnfúst og gott starf í þágu félags-
ins.
Starfsemi Þroskahjálpar á Suðurnesjum hefur vaxið stöðugt og fagnar nú aldarfjórðungsafmæli
Morgunblaðið/Svanhildur
Börnin á Ragnarsseli voru úti að leika sér í góða veðrinu í gærdag en
gáfu sér þó tíma til að stilla upp fyrir myndatöku. Þau eru, í efri röð frá
vinstri: Bjarni Valur, Ari Ægis, Bergur, Thelma Rut og Adam. Og í
neðri röð eru: Eygló, Ari Páll, Svanfríður, Ásdís og Ástvaldur.
Vilja eina sérdeild
fyrir alla skólana
Suðurnes
STEFÁN Karl Stefánsson leikari
mætti í sal Grunnskóla Grindavíkur
til að flytja erindi um einelti. For-
eldrafélagið fékk Stefán til að koma
og aldrei fyrr hefur annar eins fjöldi
komið til að hlýða á erindi á vegum
Foreldrafélags Grunnskóla Grinda-
víkur. Húsfyllir var, um 230 manns,
en í skólanum eru 430 nemendur alls.
„Við hringdum í hann og vorum að
hugsa um fund jafnvel eftir áramót
en þar sem hann gat hitt okkur núna
með nánast engum fyrirvara stukk-
um við á hann. Það sem Stefán er að
gera vekur athygli og hann er að
vinna frábært starf eins og sést á
mætingunni hér í kvöld,“ sagði Þor-
steinn G. Kristjánsson, formaður
Foreldrafélagsins.
Stefán vék í byrjun aðeins að ótrú-
legum samningi fyrirtækja við sam-
tök sem hann ásamt öðrum er að
koma á laggirnar. Þessi samningur
er við Vífilfell, Búnaðarbankann o.fl.
og gerir samtökunum, Regnboga-
börnum, fært að starfa til langs tíma.
Samtökin verða formlega stofnuð 17.
október næstkomandi.
Fram kom í máli Stefáns að fyr-
irlestrarnir hans eru orðnir yfir 400,
á fjórum árum. Á fundunum kemur
aldrei það sama fram enda notar
Stefán ekki tölvur, myndbönd eða
aðra miðla heldur biður hann fólk um
að nota eyrun og líkti fundum sínum
við miðilsfundi. Þagnir kæmu, hann
dytti út og svo framvegis. „Ég vil
hafa þetta létt og skemmtilegt við
hliðina á alvörunni,“ sagði Stefán.
Það má til sanns vegar færa að fólk
hafi bæði hlegið og grátið á þessum
fundi enda Stefán laginn við að halda
athyglinni og fá fólk til að hugsa.
Svartsýnn í dag
Stefán sagði frá því hve mikilvægt
það er að þekkja börnin okkar og vita
hvernig þeim líður. „Ég hef horft á
börn sem eru dáin! Ég hef verið kall-
aður 52 sinnum til vegna sjálfsvígs-
tilrauna barna. Það er fullt af 6 ára
börnum sem vilja deyja og jafnvel í
leikskólunum líka. Við vinnum of
mikið og eyðum ekki nægjanlegum
tíma í börnin. Ég er svartsýnn.
Svona er þetta í dag,“ sagði Stefán.
Þá velti hann upp atriðum eins og
netnotkun barna og þeim punkti
hverjir fylgdust með börnunum?
Hvað með tölvuleikina og innihald
þeirra? sagði Stefán.
Í spjalli við blaðamann vildi Stefán
koma á framfæri þakklæti til þjóð-
arinnar fyrir góðar móttökur, hlýhug
og hvatningu sem hann hefur orðið
var við. „Það er mikið að gerast í
þessum málum, verið að opna heima-
síðu, opnaður verður reikningur fyr-
ir almenn framlög og í raun mikil-
vægt að við leggjum öll hönd á
plóginn í þessu mikilvæga málefni,“
sagði hann.
Stefán Karl Stefánsson með fyrirlestur um einelti í grunnskólanum
Metaðsókn hjá foreldrafélagi
Grindavík
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Húsfyllir var á erindi Stefáns Karls Stefánssonar um einelti í skólanum.
ROLLING Stones-kvöld verður á
Vitanum í Sandgerði nk. laugardag.
Hljómsveit Péturs Kristjánssonar
heldur uppi stemningunni með því
að leika öll gömlu og góðu Stones-
lögin og Ólafur Helgi Kjartansson
sýslumaður segir sögu hljómsveitar-
innar. Húsið verður opnað klukkan
22 fyrir þá sem ekki eru í mat og
dagskráin hefst klukkan 22.30.
Rolling Stones-
kvöld á Vitanum
Sandgerði