Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN
38 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
L
andið sem hverfur
heitir ljósmynda-
syrpa í þremur þátt-
um sem Ragnar Ax-
elsson ljósmyndari
Morgunblaðsins birtir nú á sunnu-
dögum. Myndirnar sýna hrikafeg-
urð norðan Vatnajökuls sem
hverfa mun ef Kárahnjúkavirkjun
verður byggð. Náttúrufegurðin á
þessum fáförnu slóðum er svo
mikil, að sennilega er hún óháð
smekk og duttlungum ein-
staklinga, og því kjörin til nánari
skoðunar.
Hver eru t.d. mótrök fegurð-
arinnar gegn rökum um lands-
framleiðslu, útflutningstekjur, og
atvinnu sem fæst við virkjun og
stóriðju? Má segja að landið sem á
að hverfa undir Hálslón (57 km2)
með
Gljúfrunum
miklu sé of
fagurt til
fórnar? Á að
hlífa landinu
sökum
fegurðar? Er það nóg?
Fegurð er viðamikið hugtak og
heil fræðigrein er helguð henni;
fagurfræði (aesthetics). Fegurð
lands gagnvart manneskju er ekki
einungis það sem augað sér,
heldur það sem öll skynfærin
nema; eyrað heyrir nið í fossum og
ám, dýrum, þyt í laufum og í
regninu eða grimmum skúrum.
Húðin snertir landið, finnur hita
og kulda. Tungan nemur ferskt
eða fúlt vatnið, súr og sæt berin,
jurtirnar. Nefið ilminn eða
dauninn.
Fegurð náttúrunnar er ekki
bara numin af skynfærunum
heldur býr hún einnig yfir falinni
fegurð sem opinberast rólega:
Fegurðin sem hverfur undir
Hálslón er dýpri en fyrst virðist
því í henni er griðland villtrar
náttúru; heiðargróðurs,
hreindýra, gæsa, refa, mófugla og
ferðalanga. Þekking á sögunni og
efninu getur svo enn dýpkað þessa
fegurð því þarna er t.d. „eitt af
fáum kulnuðum lághitasvæðum á
landinu með hverahrúðurbreiðum
sem bera vott um hærri hita og
meiri virkni á fyrri tíð“ (Mbl, 6/10
’02).
Í fegurðinn rúmast því a.m.k.
allt það sem skynfærin nema,
ásamt þeirri þekkingu sem
manneskjan hefur aflað sér, og í
henni birtist líka ný upplifun eða
skynjun einstaklinga í hverri
andrá. Landið sem hverfur geymir
m.a. dýpstu gljúfur landsins sem
áin Jökla hefur grafið. Um gljúfrin
skrifar Helgi Hallgrímsson
náttúrufræðingur: „Við
Kárahnjúk fremri hefjast Gljúfrin
miklu, sem áin fellur í næstu 7 km.
Innst eru Dimmugljúfur, þröng og
hrikaleg, eins og skorin með hnífi í
gegnum berglögin, um 2,5 km á
lengd, og allt að 150 m djúp, þá
taka við Hafrahvammagljúfur,
álíka löng, með um 200 m háu
bjargi að austanverðu, en grónum
hvömmum að vestan. Þetta eru
einhver mestu gljúfur á Íslandi og
mikið náttúruundur … “ (Mbl,
16/2/02).
Hversu þungt vegur þessi
fegurð? Átján ferðalangar sendu
nýlega sameiginlegt bréf til
Morgunblaðsins, hópurinn hafði
m.a. gengið meðfram Jöklu:
„Flúðir, stuðlabergshamrar og
bergvatnsár kallast á í gljúfrinu,
umlukt grónum hlíðum í óteljandi
litbrigðum haustsins. Gengið var
upp með einni sérstæðustu
fossaröð landsins í Sauðá.[...] Við
kvöddum hálendið með öræfablik í
augum en í hjartanu djúpar
tilfinningar þakklætis og sorgar.
Þakklætis fyrir fegurð landsins en
djúpstæðrar sorgar yfir
skammsýni og yfirgangi
mannanna.“ (Mbl. 25/9 ’02).
Verðmæt fegurð varð á vegi
þeirra, en önnur verðmæti eru
möguleg; samkvæmt
umhverfismatsskýrslu
Landsvirkjunar mun
Kárahnjúkavirkjun stuðla að
eflingu atvinnulífs á Austurlandi
og hafa jákvæð áhrif á
byggðaþróun í fjórðungnum;
einnig á ný stóriðja á Reyðarfirði
að auka landsframleiðslu og
útflutningstekjur svo um muni.
Geta rök fegurðarinnar norðan
Vatnajökuls orðið sterkari en
þessi fullyrðing?
Fegurðin er ekki huglægari en
hvað annað; náttúrufegurð er í
raun hægt að mæla í magni og
gæðum sem auðlind. Við
umbreytingu gljúfranna hverfur
feikilegt fegurðarmagn og hágæða
hálendi án hliðstæðu í Evrópu.
Tröllaukið hugrekki þarf til að
gera risavaxna stíflu í gljúfri
Jökulsár á Dal við
Fremri-Kárahnjúk, því hún
verður allt að 190 m há og 800 m
löng. Tröllvaxið hugrekki þarf til
að sundra fegurð af þessum toga.
Landfræðingur skrifaði um
meistaraverkefni sitt í HÍ; þar var
gerð tilraun til að setja verðmiða á
náttúrufegurðina sem hverfur við
virkjun. Hún jafngilti 385
milljónum króna (Nele Lienhoop.
Mbl. 14/6 ’01). Sennilega geta
flestir verið sammála um að
mikilsháttar ný verðmæti þurfi til
að fórna m.a. Jöklu, en fyrir „4
þúsund árum fór svo áin, sem var
forveri Jökulsár á Dal, að verða
virkari og tók upp á því að brjóta
niður setlögin. Hún braut niður
hvert berghaftið á fætur öðru í
gljúfrunum og náði þannig að
grafa sig meira niður og mynda
gljúfrið sem nú kallast
Hafrahvammagljúfur og
Dimmugljúfur. (Mbl, 4/4 ’01).
Gefum okkur a.m.k. að fegurðin
sem hverfur hafi óvenjuhátt gildi,
eins margir hafa fært rök fyrir. Ef
svo er þá þarf gildi virkjunar og
álvers einnig að hafa mjög hátt
gildi fyrir atvinnulíf á Austurlandi
og efnahagslíf þjóðarinnar.
Atvinnuleysi á Íslandi er aftur á
móti með því minnsta sem þekkist
í samfélagi þjóðanna, og veikir það
óhjákvæmilega rökin um
verðmæti atvinnunnar sem
virkjunin skapar. Sífellt er klifað á
því að Ísland sé meðal ríkustu
þjóða heims. Ef það er rétt veikir
það rökin um hátt gildi virkjunar
fyrir efnahagslífið. Ergó: Eins og
málin eru núna er fegurðin sem
hverfur meira virði en það sem
fæst í skiptum fyrir hana.
Horfurnar í atvinnu- og
efnahagsmálum þurfa að verða
töluvert verri til að rök þeirra
verði sterkari en mótrök þeirrar
fegurðar sem glatast.
Fegurðin
sem
hverfur
Á að hlífa landinu sökum fegurðar
þess? Hver eru mótrök fegurðarinnar
gegn rökum um efnahagsbata og at-
vinnu sem fæst við virkjun og stóriðju?
VIÐHORF
Eftir Gunnar
Hersvein
guhe@mbl.is
Í TILEFNI af alþjóðlega geð-
heilbrigðisdeginum 10. október
2002 þá langar mig að vekja at-
hygli á því hversu mikilvægt per-
sónufrelsi er og réttur hvers og
eins til góðrar heilbrigðisþjónustu.
Réttur sjúklinga
til heilbrigðisþjónustu
Þegar sjúklingur þarf að leita
aðstoðar hvort sem er á heilsu-
gæslustöð eða á sjúkrahúsi þá á
sjúklingurinn rétt á að fá bestu
þjónustu sem völ er á. Heilbrigð-
isstarfsmenn þurfa því að kunna
skil á almannatryggingakerfinu og
geta leiðbeint fólki með hvert það
á að snúa sér og hvaða bætur því
ber að fá. Það þarf að sækja um
allar greiðslur almannatrygginga
til stofnunarinnar, það kemur ekk-
ert að sjálfu sér. Til að geta sótt
um bætur þarf hlutaðeigandi einn-
ig að vita hvað er í boði á þeim
tíma sem hann þarf stuðning. Það
að sækja um bætur er ekki efst á
forgangslistanum yfir verkefni
sem þarf að inna af hendi þegar
veikindi eða aðrir erfiðleikar
steðja að.
Staða geðsjúkra gagnvart
sviptingu sjálfræðis
Valfrelsi geðsjúkra innan geð-
læknisfræðinnar er oft takmörk
sett og réttur sjúklinga oft óljós
og fljótandi og yfirleitt hægt að
grípa til aðgerða með sviptingu
sjálfræðis. Sjálfræði og persónu-
frelsi telst til dýrmætustu mann-
réttinda og fátt er jafnþungbært
fyrir einstaklinginn eins og tak-
markanir á þeim mannréttindum.
Einungis dómstólar hafa vald til
lögræðissviptingar.
Ef geðsjúkir vilja neita meðferð,
sem er réttur allra sjúklinga, þá er
hægt að svipta þá sjálfræði og
meðhöndla þá hvort sem þeim lík-
ar betur eða verr. Enga meðferð
má veita án samþykkis sjúklings
samkvæmt lögum um réttindi
sjúklinga. Það er æskilegt að sam-
þykki sé skriflegt ef þess er nokk-
ur kostur. Virða skal rétt sjúklings
til að ákveða sjálfur hvort hann
þiggi meðferð. Ef sjúklingur er
ófær um að taka ákvörðun um
meðferð vegna geðsjúkdóms eða
vegna annarskonar alvarlegs
heilsubrests sem lögræðislög til-
greina gilda ákvæði þeirra laga um
það hver er fær um að gefa sam-
þykki. Hafa skal sjúkling með í
ráðum eftir því sem kostur er.
Stundum óskar sjúklingur eftir því
sjálfur að fá sviptingu vegna lík-
amlegra eða geðrænna vanheilinda
og á óhægt með að ráða persónu-
legum högum sínum eða fé og
æskir sjálfur lögræðissviptingar af
þeim sökum. Þeir sem fara fram á
sjálfræðissviptingu sjálfir hafa yf-
irleitt mjög gott innsæi í sinn sjúk-
dóm og þekkja takmörk sín vel.
Það þarf vart að taka fram
hversu mikið áfall það er fyrir
sjúkling að vera sviptur sjálfræði.
Það er oft ekki fyrr en heilsan
brestur að við gerum okkur grein
fyrir hvaða auði við búum yfir með
góðri heilsu. Það er ekkert öðru-
vísi með geðsjúka en aðra að
heilsutap er alltaf mikið áfall, það
var aldrei markmið sem var ætlað
að ná heldur töf á öllu öðru sem
var búið að fyrirhuga. Aðgát skal
höfð í nærveru sálar eru orð sem
varla verða of oft kveðin. Heil-
brigðisstarfsmenn verða að vera
heiðarlegir og sýna góðvild í garð
þessara sjúklinga. Þeir eiga fullan
rétt á góðri umönnun, réttlátri
meðferð, frelsi og að gildi lífs
þeirra sé metið að verðleikum.
Þolmörk samfélagsins
og svipting sjálfræðis
Eftir Rut
Gunnarsdóttur
„Virða skal
rétt sjúk-
lings til að
ákveða sjálf-
ur hvort
hann þiggi meðferð.“
Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
SÚ ánægjulega þróun hefur ver-
ið hin síðari ár að meiri umræða
hefur verið í þjóðfélaginu um geð-
vernd og má þar minna á átak
landlæknis gegn sjálfsvígum og
mjög aukna umræðu um mikilvægi
góðrar geðheilsu fyrir ungt fólk. Á
vinnumarkaði er aukinn þungi á
streitu og geðraskanir og Evrópska
vinnuverndarstofnunin hefur helg-
að árið vörnum gegn streitu á
vinnustöðum. Einn flokkur geð-
verndar hefur þó ekki farið hátt í
umræðunni en er samt mjög brýnn,
þ.e. geðvernd aldraðra.
Geðvernd aldraðra og geðsjúk-
dómar aldraðra er málaflokkur sem
hefur hlotið litla athygli í heilbrigð-
iskerfinu. Sérhæfð þjónusta á
þessu sviði er takmörkuð en um-
fang vandans er hins vegar mikið.
Geðraskanir, þar með talin elli-
glöp og ýmsar atferlis- og hegð-
unarraskanir eru algengar og vaxa
með hækkandi aldri. Líkur til þess
að fá geðraskanir á æviskeiðinu eru
miklar en gera má ráð fyrir að
þriðjungur sem lifir til 60 ára ald-
urs þurfi að glíma við þessa sjúk-
dóma en allt að tveimur þriðju sem
lifir fram í háa elli. Á öldrunar-
stofnunum eru um tveir af hverjum
þremur á á ýmiss konar geðlyfjum,
s.s. þunglyndis-, kvíða- og svefn-
lyfjum, lyfjum vegna óráðs, of-
skynjana eða ranghugmynda eða
lyfjum við elliglöpum. Þessi mikla
notkun geðlyfja veldur óróleika hjá
ráðamönnum en jafnframt gætir
nokkurs skilningsleysis sem kemur
ekki síst fram í því að kostnaðar-
hlutdeild Tryggingastofnunar er
engin í svefn- og kvíðalyfjum, sem í
mörgum tilfellum er öldruðum
nauðsynleg til þess að tryggja þeim
lágmarks heilsutengd lífsgæði.
Kostnaðarhlutdeild Trygginga-
stofnunar í þunglyndislyfjum er að
vísu töluverð en þetta eru dýr lyf
og kostnaður þess vegna umtals-
verður fyrir aldraða og öryrkja
sem og heilbrigðiskerfið í heild.
Með tilkomu nýrra lyfja á þessu
sviði hafa nýir meðferðarmöguleik-
ar bæst við.
Í ljósi þessa er brýnt að besta fá-
anlega þekking sé boðin þegar
skipulögð og veitt er meðferð til
þess að koma í veg fyrir geðrask-
anir, lækna þær og bæta það tjón
sem þær valda einstaklingnum. Sú
skipulega þjónusta sem felst í vist-
unarmati fyrir aldraða er mikil-
vægur hlekkur í geðvernd fyrir
aldraða. Í því mati kemur fram nið-
urstaða byggð á heilsufars og fé-
lagslegum þáttum hins aldraða og
leggur slíkt grunn að því hvað þarf
að gera til þess að lífi og virðingu
sé sem best borgið. Þessa þjónstu
þarf að efla með geðlæknisþjón-
ustu. Matið er grunnurinn að því
hvernig er best hægt að styðja fólk
til að búa sem lengst heima, án
þess þó að sjálfsvirðingu eða heilsu
séð ógnað. Félagsleg þjónusta, vitj-
unarþjónusta lækna og hjúkrunar-
fólks er mikilvægt skref í þessu. Á
þessu stigi hefur fólk aðgang að
sérhæfðri geðlæknisþjónustu ef
þörf er á göngudeild en heimaþjón-
ustu vantar. Þegar fólk þarf að fara
á öldrunarstofnun er að vísu boðið
á deildir fyrir minnisskerta en sér-
hæfð geðlæknisþjónusta að öðru
leyti er mjög lítil, hvort sem er á
öldrunardeildum Landspítala eða á
hjúkrunarheimilum. Þessu til við-
bótar hefur dregið úr starfsemi
geðdeilda Landspítalans sem nem-
ur tugum rúma á sl. 3 árum þannig
að geta geðdeildanna til að sinna
þessu verkefni er minni nú en hún
hefur verið í yfir 20 ár. Þannig er
ljóst að sjúklingar með alvarlegar
geðraskanir, þ.m.t. atferlistruflanir
ýmiss konar, fá ekki bestu mögu-
legu þjónustu sem til er. Það er
ljóst að til þess að bæta úr þessu
þarf tvennt. Í fyrsta lagi þarf að
auka og efla sérhæfða ráðgjöf á
sviði geðheilbrigðisþjónustu fyrir
öldrunardeildir og hjúkrunarheim-
ili. Í öðru lagi er nauðsyn að koma
á fót sérhæfðri öldrunargeðdeild
með 15 til 20 rúmum innan öldr-
unarsviðs Landspítala eða í
tenslum við einhverja sjálfseignar-
stofnunina sem yrði stuðningsdeild
við hin fjölmörgu hjúkrunarheimili
landsins. Öldrunargeðdeild á sér
fyrirmynd bæði vestan hafs og
austan og er mikilvægt að skil-
greina starfsemi hennar vel þannig
að hún nýtist sem best. Ljóst er að
hún þarf að vera í nánum stjórn-
unarlegum tengslum við öldrunar-
þjónustu í landinu. Sérhæft starfs-
fólk er nauðsynlegt fyrir þessa
þjónustu og ljóst er að þar þarf
nokkra uppbyggingu en þó verður
að undirstrika að sérþekkingin í
öldrunargeðlækningum og öldrun-
argeðhjúkrun er þegar til á meðal
íslensks heilbrigðisstarfsfólks. Er
rétt að nefna sem dæmi að þrír sér-
fræðingar í geðlækningum hafa
skrifað doktorsritgerðir á sviði
öldrunargeðlækninga.
Vel rekin öldrunargeðdeild
mundi ekki einvörðungu verða
hjálpleg til þess að lækna aldraða
með alvarlegar geð- og hegðunar-
raskanir, heldur einnig til þess að
verða miðstöð fyrir ráðgjafarþjón-
ustu fyrir geðvernd á fyrsta, öðru
og þriðja stigi. Í tilefni Alþjóðageð-
verndardagsins 10. október vill
Geðverndarfélag Íslands biðja
menn um að gaumgæfa geðvernd-
amál og gleyma ekki öldruðum í
þeirri skoðun.
Geðvernd aldraðra
Eftir Kristin
Tómasson
„Geðvernd
aldraðra og
geðsjúk-
dómar aldr-
aðra er
málaflokkur sem hefur
hlotið litla athygli í heil-
brigðiskerfinu.“
Höfundur er formaður
Geðverndarfélags Íslands og
yfirlæknir Vinnueftirlitsins.