Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 15
TIL stendur að ráðast í umfangs- miklar endurbætur á hinu fornfræga bögglageymsluhúsi í Grófargili. Það stendur neðan Ketilhúss og hýsti áð- ur m.a. sláturhús og mjólkursamlag. Undirbúningur að endurbótunum er þegar hafinn að því er fram kemur í viðtali við Benedikt Sigurðarson á heimasíðu KEA. Fyrsta skrefið er að mæla húsið upp, en í kjölfarið verður tekin ákvörðun um næstu skref. Benedikt segist sjá fyrir sér að í hús- inu verði rekin menningarstarfsemi af ýmsum toga. Akureyrarbær keypti sem kunn- ugt er gömlu iðnaðarhús KEA í Grófargili og þar er nú rekin öflug menningarstarfsemi, m.a. Listasafn- ið á Akureyri, Myndlistarskólinn á Akureyri, vinnustofur listamanna, sýningar- og tónleikasalir og veit- ingahús. Endurbætur á böggla- geymslu SÖNGLEIKURINN „Gunnar á Hlíðarenda“ verður sýndur í Ket- ilhúsinu á Akureyri föstudags- kvöldið 11. október kl. 20. Söngleikurinn var frumsýndur á Hvolsvelli í fyrra og hefur síðan víða verið sýndur, m.a. í Þýskalandi og Kanada og hlaut góðar viðtökur. Umræddur söngleikur fjallar eins og nafnið bendir til um ævi og örlög Gunnars á Hlíðarenda. Uppi- staðan í söngleiknum er lagaflokk- ur sem tónskáldið Jón Laxdal samdi við ljóðabálk Guðmundar skólaskálds Guðmundssonar um Gunnar á Hlíðarenda. Í sýningunni taka þátt 9 söngv- arar úr Rangárvallasýslu, en þeir eru félagar úr Karlakór Rang- æinga. Tónlistarstjóri og undirleik- Söngleikurinn Gunnar á Hlíðarenda ari er Halldór Óskarsson, höfundur texta í óbundnu máli og sögumaður er Arthúr Björgvin Bollason, Svala Arnardóttir er leikstjóri og bún- ingahönnuður Inga K. Guðlaugs- dótttir. Forsala aðgöngumiða er hafin á skrifstofu Gilfélagsins. DAGSKRÁ verður á Akureyri í dag, á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum, fimmtudaginn 10. október. Opið hús verður í Laut, athvarfi fólks með geðraskanir, að Þingvalla- stræti 32 frá kl. 13 til 17. Í Háskól- anum á Akureyri, stofu 25, við Þing- vallastræti verður kynning á klúbbnum Geysi, sem eru samtök um gagnkvæman stuðning geðsjúkra og starfa eftir aðþjóðlegri fyrirmynd. Grundvallarhugmynd klúbbsins er að bæta möguleika félaganna til þátt- töku í samfélaginu eftir útskrift af geðdeildum. Horft til framtíðar er yfirskrift fundar sem haldinn verður í Deigl- unni um kvöldið og hefst hann kl. 20.30. Frummælendur verða Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, alþingis- maður, fulltrúar frá Akureyrarbæ, Geðdeild FSA, Klúbbnum Geysi og Rauðakrossinum. Munu þeir fjalla um sína framtíðarsýn í málefnum og þjónustu við fólk með geðraskanir, en að mati Alþjóða heilbrigðisstofnunar- Alþjóða geð- heilbrigðisdagurinn Opið hús, kynning og fundur innar munu geðsjúkdómar í framtíð- inni vega einna þyngst hvað varðar sjúkdómabyrði í heiminum. Pallborð verður eftir framsögur og munu frummælendur sitja fyrir svörum. Meira og minna þekktir listamenn munu koma fram milli ávarpa. Laut og Geðverndarfélag Akureyr- ar standa fyrir dagskránni og verður Elín Antonsdóttir fundarstjóri. AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 15 UMHVERFIÐ Í Eyjafirði – þekkjum við ábyrgð okkar á því? er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður í Ketilhúsinu á Akureyri á föstudag, 11. októ- ber, kl. 9. Á ráðstefnunni verður fjallað um umhverfismál í víðu sam- hengi og meðal annars lögð áhersla á tengsl umhverfismála héraðsins við skipulagsmál þess. Þannig er ráðstefnunni ætlað að auðvelda sveitar- stjórnarmönnum, einkum þeim sem fjalla um skipulags- og byggingamál, ákvarðanatöku þegar álitamál koma upp sem varða samspil manns og nátt- úru. Ráðstefnan er samvinnu- verkefni náttúruverndarnefnd- ar Akureyrarbæjar, náttúru- verndarnefndar Eyjafjarðar, Háskólans á Akureyri, Nátt- úrufræðistofnunar Íslands (Ak- ureyrarseturs) og SUNN (Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi). Ráðstefnan er öllum opin. Ráðstefna um umhverfið í Eyjafirði .... og afköstin margfaldast! www.h.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.