Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 41
Spennandi haustlitir: PURPLE RAIN
Haust- og vetrarlitirnir
2002-2003
Hönnun Fred Farrugia
Heimsæktu www.lancome.com
PANTIÐ TÍMA Í FRÍA FÖRÐUN OG RÁÐGJÖF.
Veglegir kaupaukar
Snyrtifræðingur verður í versluninni fimmtudaginn 10. og föstudaginn
11. október og gefur góð ráð varðandi förðun og notkun snyrtivara.
Mjódd, sími 557 3390.
Nánari upplýsingar og pantanir
í Hlíðasmára 15, Kópavogi, í síma 585 4100 og urvalutsyn.is
Ferðaáv ísun Mastercard g i ld i r 5 .000
Úrvals-Bændaferð/Aðventuferð
til Trier í Þýskalandi 24. nóv. til 1. des. 2002
ÚRVALSBÆNDAFERÐIR ERU FYRIR ALLA LANDSMENN
EIGUM SÆTI LAUS Í ÞESSA FRÁBÆRU AÐVENTUFERÐ
Innifalið er allt eftirfarandi:
Fyrir utan íslenska fararstjórn eru innifaldir á fjögurra stjörnu lúxus hóteli ríkulegir
morgunverðir (hlaðborð) auk aksturs og flugvallarskatta. Skoðunarleiðangur um bæinn. Fjórir
kvöldverðir með fararstjóra á margvíslegum veitingastöðum m.a. skoðunarferð til Bernkastel og
Enkirch sem endar hjá vínbónda með tilheyrandi vínsmökkun og kvöldmat, hrein veisla.
Verð í tvíbýli kr. 79.000
Aukagjald fyrir einbýli kr. 17.000
Fararstjórinn
Friðrik G. Friðriksson
(Frissi)
„ÞÚ ERT nú geðveikur og átt eftir
að drepa einhvern.“
Eftir að maður með geðsjúkdóm
varð manni að bana fyrir skömmu
hefur umræðan farið mörg ár aftur í
tímann hvað varðar fordóma og
stimplun vegna geðsjúkdóma. Þessi
setning sem sögð var við einn af
fastagestum Vinjar í síðustu viku
segir sína sögu og lýsir vel því við-
horfi að geðsjúkdómur og persóna sé
eitt og hið sama.
Vin er athvarf fyrir geðfatlaða í
Reykjavík sem Rauði kross Íslands
rekur og þangað koma um 30 manns
á dag. Markmiðið er að draga úr fé-
lagslegri einangrun, endurinnlögn-
um á geðdeildir svo og vekja athygli á
högum geðfatlaðra. Á þeim tæpu 10
árum sem Vin hefur verið starfrækt
hefur þeim sem eiga við alvarlega
geðfötlun og vímefnavandamál að
stríða stöðugt farið fjölgandi. Orsakir
þess eru fjölþættar eins og fram hef-
ur komið í greinum aðstandenda á
undanförnum vikum, en það er ljóst
að þessi hópur fær ekki þá þjónustu
sem hann á rétt á skv. lögum. Síðast-
liðin ár hafa fleiri heimilislausir kom-
ið í Vin og fjárhagsaðstæður margra
gesta eru mjög bágbornar. Eins og
fram hefur komið hjá lögreglunni
rekur hún nokkurskonar „næturgist-
ingu“ og koma sumir næturgestir
hennar í Vin yfir daginn, fá að borða,
þiggja bað- og þvottaaðstöðu. Hefur
það verið starfsfólki undrunarefni
hve lélega heilbrigðisþjónustu – ef
einhverja – þessir einstaklingar hafa
fengið, jafnvel þegar þeir hafa verið
sem verst haldnir af sínum geðsjúk-
dómi og líkamlega mjög illa á sig
komnir. Talað hefur verið um „tikk-
andi tímasprengjur“ í fjölmiðlum. Þá
er verið að tala um marga einstak-
linga, sem jafnvel eru sviptir sjálf-
ræði með dómi og eru taldir sjálfum
sér og öðrum hættulegir en enginn
ber ábyrgð á að sinna. Þegar starfs-
fólk í Vin hefur reynt að fá inni fyrir
suma af þessum einstaklingum hefur
viðkvæðið oft verið að þeir hafi enn
ekki gert neitt alvarlegt af sér svo
hægt sé að loka þá inni. Er hægt að
lýsa yfir öðru eins stefnuleysi í þess-
um efnum? Hversu margar nefndir á
að stofna til að funda og gera drög að
geðheilbrigðismálum?
Það er nú viðurkennt að þeir sem
þjást af geðröskunum og aðstand-
endur þeirra eigi að fá góða meðferð
og eftirfylgni. Að stuðla að forvörn-
um og geðrækt er viðurkennt um all-
an heim sem grundvöllur heilbrigðis
almennt. Endurhæfing er forvörn
sem allir eiga að hafa aðgang að og
fræðsla og samvinna er þar lykilat-
riði.
Fjölmiðlar hafa líka ábyrgð í þess-
um efnum, sársaukinn sem geðsjúk-
dómum fylgir er nægur fyrir sjúka og
aðstandendur. Hugsunarlaus um-
fjöllun sem eykur á fordóma og
stimplun er óþarfi.
Fundir og nefndir en
engin stefnumótun!
Eftir Guðbjörgu
Sveinsdóttur og Björgu
Haraldsdóttur
„Endurhæfing er forvörn
sem allir eiga að hafa
aðgang að …“.
Guðbjörg er geðhjúkrunarfræð-
ingur og forstöðumaður Vinjar.
Björg er geðsjúkraliði og verk-
efnastjóri í Vin.
Björg
Haraldsdóttir
Guðbjörg
Sveinsdóttir
TILLAGA okkar borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins um stórlækkun
fasteignaskatta á eldri borgara og
öryrkja sem við lögðum fram 5.
september sl. var aftur til umræðu
á fundi borgarstjórnar mánuði síðar
eða 3. október sl. í tengslum við til-
lögu F-listans um hækkun skatt-
leysismarka. Eins og borgarbúum
er væntanlega kunnugt var tillaga
okkar felld með öllum atkvæðum R-
listans en fulltrúi F-listans sat hjá.
Enn urðum við vitni að málefnafá-
tækt fulltrúa þessara lista. Við
hlýddum á þá rökstyðja afstöðu
sína og afstöðuleysi sem ég hirði
ekki lengur að elta ólar við. Nið-
urstaðan er skýr. Þessir fulltrúar
sem iðulega telja sig bera hag
þeirra sem minna mega sín helst
fyrir brjósti komu í veg fyrir að
dregið yrði úr álögum á eldri borg-
ara og öryrkja með því að lækka
fasteignagjöld þeirra enn frekar.
Lækkun fasteignagjalda hefur verið
eitt af baráttumálum samtaka aldr-
aðra en viðbrögðin í þessu máli er
algjör þögn. Það mætti heyra
saumnál detta. Já, hún er skrýtin
þessi pólitík.
Fasteignaskatt-
ar ekki lækkaðir
Eftir Guðrúnu Ebbu
Ólafsdóttur
Höfundur er borgarfulltrúi.
„Lækkun
fasteigna-
gjalda hefur
verið eitt af
baráttu-
málum samtaka aldr-
aðra en viðbrögðin í
þessu máli er algjör
þögn.“
Íris andlitslínan
frá WELEDA. Engin aukaefni.
Hentar öllum húðgerðum
Þumalína Skólavörðustíg 41
Alltaf á þriðjudögum