Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 1
237. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 10. OKTÓBER 2002 metra í Barcelona og olli þessi gíf- urlegi vatnsflaumur því að fimm neðanjarðarlestarstöðvar lokuðust og vegir skemmdust víða. Þá fór rafmagn af um 30 þúsund húsum í borginni Tarragona. Svipað ástand var sumstaðar í Suður-Frakklandi. MIKLAR rigningar hafa leikið menn grátt í norðausturhluta Spán- ar undanfarna daga. Hafa vatna- vextir valdið töfum á samgöngum á láði og í lofti, s.s. í bænum Castell- defels, skammt sunnan við Barce- lona, eins og sjá má á myndinni Yfirvöld í Barcelona hafa kallað út slökkviliðsmenn og ýmsa aðra til að aðstoða við hjálparstarf en eng- ar fréttir hafa þó borist af mann- skaða. Reiknast mönnum til að á tólf klukkustundum hafi alls 114 lítrar af regni fallið á hvern fer- Reuters Gífurlegar rigningar í Barcelona BANDARÍSKIR fjölmiðlar greindu frá því í gær að leyniskytta sem vald- ið hefur miklu uppnámi í úthverfum og nágrannasveitum Washington- borgar undanfarna daga hefði skilið eftir skilaboð til lögreglunnar á Tar- ot-spili eftir að hann skaut 13 ára gamlan pilt á mánudagsmorgun í Maryland-ríki. Drengurinn er enn í lífshættu en leyniskyttan hefur nú skotið sex til bana og þá er einn mað- ur til viðbótar alvarlega særður. Virðist sem maðurinn velji fórnar- lömb sín algerlega af handahófi. „Kæri lögreglumaður, ég er Guð,“ sagði á Tarot-spilinu, sem var hið svokallaða dauðaspil en Tarot-spilin nota menn, sem kunnugt er, til að spá fyrir fólki. Voru fréttir þessar hafðar eftir ónafngreindum heimildarmönnum innan lögreglunnar. Charles Moose, lögreglustjóri í Montgomery-sýslu í Maryland, fordæmdi hins vegar fjöl- miðla og ýmsa fyrrverandi löggæslu- menn í gær harðlega fyrir að spá og spekúlera opinberlega um efnisatriði þessa máls. „Það er næstum hægt að kalla þetta afskipti [af rannsókn- inni]. Við slíkt er ekki hægt að una,“ sagði Moose. Skilaboðin frá leyniskyttunni eru sögð hafa fundist um 150 metra frá inngangi að skóla í Maryland, þar sem 13 ára piltur var skotinn í brjóstið sl. mánudag. Þar fundust einnig byssukúluhylki og ýmislegt annað sem benti til, að þaðan hefði byssumaðurinn skotið af vopni sínu. Maður handtekinn í gærkvöldi Yfirvöld hafa nú heitið um þrjú hundruð þúsund dollurum í verð- laun, eða rúmlega 26 milljónum ísl. króna, til handa hverjum þeim sem getur veitt mikilvægar upplýsingar um leyniskyttuna. Seint í gærkvöld var greint frá því að maður hefði verið handtekinn í Maryland, ekki fjarri einum þeirra staða þar sem leyniskyttan drap mann í síðustu viku. Ekki var þó ljóst hvort tengsl væru á milli handtök- unnar og leitarinnar að leyniskytt- unni. Sendi lögregl- unni skilaboð Washington. AFP, The Washington Post.  Fólk er/29 Leyniskyttu leitað í Bandaríkjunum ANDERS Fogh Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur sem fer með formennsku þetta misserið í ráð- herraráði Evrópusambandsins (ESB), sagði í gær að erfiðustu hjall- arnir á leiðinni að því að hrinda stækkun sambandsins til austurs í framkvæmd væru ennþá framundan. Er Danir tóku við ESB-formennsk- unni í júlí sl. lýstu þeir því yfir að al- gjörs forgangs nyti markmiðið um að ljúka aðildarviðræðum við sem flest umsóknarríki fyrir lok þessa árs. Var- aði Rasmussen við því í gær að skyldu Írar hafna staðfestingu Nizza-sátt- málans svonefnda myndi það setja stækkunaráformin í uppnám. Framkvæmdastjórn ESB mælti formlega með því í gær, að tíu ríki – Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland, Slóvenía, Kýpur og Malta – verði tek- in ný inn í raðir sambandsins árið 2004 í sögulegri stækkun þess til aust- urs. Leiðtogar ESB munu síðan taka endanlega ákvörðun um hvaða ríki fá formlegt boð um að ganga í sam- bandið á fundi í Kaupmannahöfn dag- ana 12.–13. desember. Framkvæmdastjórnin kynnti í gær árlega matsskýrslu sína á aðildar- hæfni umsóknarríkjanna og komst að þeirri niðurstöðu að tíu af þeim tólf ríkjum sem nú hafa staðið í formleg- um aðildarviðræðum í allt að fjögur ár ættu að verða fær um að ljúka viðræð- unum fyrir árslok og takast á við fulla aðild að sambandinu árið 2004. Írar ganga 19. október nk. öðru sinni til þjóðaratkvæðagreiðslu um staðfestingu Nizza-sáttmálans, en hann er nýjasta uppfærslan á stofn- sáttmála ESB og kveður m.a. á um breytingar á stofnunum og ákvarð- anatöku ESB sem nauðsynlegar eru til að það geti tekið ný ríki inn í raðir sínar. Öll hin 14 ESB-ríkin eru löngu búin að staðfesta sáttmálann, en Írar höfnuðu honum í atkvæðagreiðslu í júní í fyrra. „Það er ekki til nein „áætlun B“,“ sagði Rasmussen. En burtséð frá hindruninni sem endurnýjað írskt „nei“ myndi hafa í för með sér sagðist Rasmussen bjartsýnn á að það gengi eftir að hin 10 nefndu ríki fengju inn- göngu í sambandið, eins og fram- kvæmdastjórnin mælti með. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælir með inngöngu tíu ríkja Varað við því að erfiðustu hjallarnir séu framundan Kaupmannahöfn, Brussel. AFP.  Áfangi/28 GREINT var frá því í gærkvöldi að bandarískir hermenn í Kúveit hefðu lent í skotbardaga en frekari upplýs- ingar um atburðinn lágu ekki fyrir. Ekki virtist þó hafa orðið mannfall. Þá sögðu ættingjar tveggja manna, sem réðust á bandaríska hermenn í Kúveit í fyrradag, að þeir hefðu á sínum tíma barist í Afganistan. Þar hlutu þeir líklega þjálfun hjá al- Qaeda-hryðjuverkasamtökunum en jafnframt er talið, að einhverjir ætt- ingja þeirra séu í haldi Bandaríkja- manna í Guantanamo á Kúbu. Ónafngreindur heimildarmaður í bandaríska varnarmálaráðuneytinu sagði, að mennirnir hefðu sennilega skipulagt árásina sjálfir og ekki væri líklegt, að al-Qaeda hefði komið að því. Bandarísku hermennirnir voru við æfingar á Failaka-eyju við Kúv- eitströnd þegar mennirnir tveir komu aðvífandi á pallbíl og hófu skothríð á þá. Lét einn hermaður líf- ið og annar særðist. Voru árásar- mennirnir báðir skotnir. Al-Zawahri á lífi? Þá sögðu bandarískir embættis- menn í gær að hljóðsnælda sem fannst nýverið og var talin hafa að geyma ávarp Aymans al-Zawahri, hægri hönd Osamas bin Laden, væri líklega nýleg, ekki eldri en frá því í ágúst. Fram að þessu höfðu menn hins vegar haldið að al-Zawahri hefði fallið í loftárásum Bandaríkjamanna á Afganistan á síðasta ári. Líklega þjálfaðir hjá al- Qaeda Washington. AFP, AP. Árás í Kúveit styður Musharraf. Talið er að hvor- ugur flokkanna fái meirihluta í kosningunum í dag. Bhutto, sem er í útlegð í London, og tugum annarra andstæðinga Musharrafs var meinað að gefa kost á sér í kosningunum. Bhutto skoraði í gær á Pakistana að koma hernum frá völdum í kosningunum. Öðrum útlægum stjórnarand- stæðingi, Nawaz Sharif, sem Mus- harraf steypti af stóli forsætisráð- herra, var einnig bannað að snúa aftur til Pakistans til ársins 2010. Musharraf hefur lýst því yfir að hann hyggist ekki láta af embætti forseta fyrr en árið 2007. STARFSMENN kjörstaðar í borg- inni Karachi í Pakistan taka á móti kjörgögnum en þingkosningar verða haldnar í landinu í dag, þær fyrstu frá valdaráni Pervez Mus- harrafs, forseta herforingjastjórn- arinnar, árið 1999. Musharraf leysti upp þingið eftir valdaránið 1999 en lofaði að end- urreisa það, bæta stjórnkerfið og koma á „raunverulegu lýðræði“. Skoðanakannanir benda til þess að lítill munur sé á fylgi tveggja stærstu flokkanna, flokks Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráð- herra, og Pakistanska múslíma- bandalagsins-Quaid (PML-Q), sem AP Kosningar eftir þriggja ára einræði ÞRÍR rússneskir geimfarar, sem nú eru staddir í alþjóðlegu geimstöðinni á brautu umhverfis jörðu, munu á morgun, þegar gert er ráð fyrir að beint samband náist við stöðina, fylla út gögn vegna manntals sem nú er verið að taka í Rússlandi, þess fyrsta frá því Sovétríkin liðuðust í sundur. Nota þeir kúlupenna, sem er þannig úr garði gerður að hægt er að skrifa með honum í þyngdarleysi geimsins. Manntal í geimnum Moskvu. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.