Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ung tík af Shar pei-kyni, Blandon
Von Hoytt Lóla, var valin besti
hundur sýningar á alþjóðlegri sýn-
ingu Hundaræktarfélags Íslands,
sem haldin var í reiðhöll Gusts um
síðustu helgi. „Hún er afar falleg,
vel byggð og með glæsilegar hreyf-
ingar,“ segir Carl Johan Adler-
creutz, sem dæmdi í úrslitum um
besta hund sýningar. Starfssystir
hans, Diane T. Anderson frá Banda-
ríkjunum, tekur undir það og bætir
við að almennt hafi sér þótt hundar
á sýningunni talsvert glæsilegri en
hún átti von á.
Bæði hafa Carl Johan og Diane
dæmt áður á sýningum Hundarækt-
arfélagsins og sögðust þau snortin
yfir glæsileikanum og góðu and-
rúmslofti. „Ég hef dæmt á hunda-
sýningum um allan heim í marga
áratugi, en ég fullyrði að íslenska
sýningin er með þeim allra bestu í
heiminum, þótt hún sé minni í snið-
um en víðast annars staðar,“ segir
Carl Johan. Diane kveðst nærri hafa
brostið í grát þegar úrslit sýning-
arinnar voru kunngerð. „Ég hef
aldrei séð áhorfendur og aðra sýn-
endur samfagna af þessari einlægni.
Þegar sigurvegarar hlupu inn í sýn-
ingarhring var leikin kraftmikil og
falleg tónlist, sem jók enn frekar á
tilfinningaflóðið, enda fékk ég
gæsahúð og táraðist af hrifningu.“
Áhorfendur á sýningunni voru um
3.000 talsins og settu skemmtilegan
svip á hana með öflugu lófataki og
fagnaðarlátum. Sjaldan eða aldrei
hafa jafn margir áhorfendur komið
á sýningar Hundaræktarfélagsins.
Carl Johan segist sjá miklar fram-
farir í hundarækt á síðustu árum.
Diane er honum sammála og kveðst
einnig mjög ánægð með að Íslend-
ingar virðist leggja mikinn metnað í
að flytja aðeins til landsins hunda í
mjög háum gæðaflokki.
Pernilla Wistad, fyrrverandi
heimsmeistari í keppni ungra sýn-
enda, dæmdi um 40 börn og ung-
linga í keppni um besta unga sýn-
andann, en þar er keppt um færni í
að sýna hund. Pernilla kom hingað
til lands fyrir þremur árum í sömu
erindagjörðum og segist sjá tals-
verðar framfarir hjá unga fólkinu.
„Þau hafa náð býsna góðum tökum
á tæknilegu hliðinni og mættu nú
fara að huga að því að móta per-
sónulegan stíl sinn. Það sem þessi
hópur hefur fram yfir aðra hópa
ungra sýnenda sem ég hef kynnst,
er samkennd og góður andi. Börnin
samfagna þeim sem ná góðum ár-
angri og þessi góði andi sem ríkir
hjá þeim er gersemi sem ber að
varðveita vel.“
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Besti hundur sýningar var Shar pei-tíkin Blandon Von Hoytt Lóla. Hundar af þessu kyni hafa aldrei áður verið
á sýningu hér á landi. Eigandi Lólu, Mailinn Sóler, er með henni á myndinni.
Þessi boxer-hvolpur, sem ber nafnið Biting
My Time at Faerdorn, var valinn besti
hvolpur sýningar, en í þeim flokki keppa
hvolpar á aldrinum 6–9 mánaða. Hann er
hér með eiganda sínum, Þresti Ólafssyni.
Keppt var um besta par sýningar, þar sem máli skiptir að
hundar séu fallegir og svipmót þeirra líkt. Sigurvegarar að
þessu sinni voru Siberian husky-tíkurnar Ankalyn
Moonlightinthenight og Ankalyn Warmiceatnordwest.
Anna F. Bianchi sýndi tíkurnar og með þeim er Diane T.
Anderson, dómari frá Bandaríkjunum.
Þórður Rafn Guðmundsson er stigahæsti ungi sýnandi árs-
ins í flokki 10–13 ára. Hann er hér með Papillion-hundinum
Ýrar Baron Katrovíusi.
Besti ræktunarhópur sýningar var þessi hópur Bjarkeyjar
boxer-hunda, sem Inga B. Gunnarsdóttir ræktaði. Hún er
önnur frá hægri.
Helga Dögg Snorradóttir var besti ungi sýnandinn í flokki 14–17 ára.
Hún er stigahæsti ungi sýnandi ársins og mun á næsta ári keppa fyrir
Íslands hönd á stærstu hundasýningu heims, Crufts í Bretlandi. Með
henni á myndinni er Cavalier King Charles spaniel-hundurinn Gæða
Jörfi, sem hún sýndi, og dómarinn frá Svíþjóð, Pernilla Wistad.
Stigahæsti öldungur ársins var þessi standard poodle-tík,
Bambalækjar-Hertha Athar, sem er átta ára gömul. Vikt-
oría Jensdóttir sem sýndi hana er með henni á myndinni.
Gunnarsholts-Baroness, tík af þýsku fjárhundakyni, var
stigahæsti hundur ársins og stillir sér hér upp fyrir ljós-
myndara ásamt eiganda sínum, Hjördísi H. Ágústsdóttur.
Í afkvæmahópi sýnir ræktandi foreldri og fjögur afkvæmi. Amer-
ískir cocker spaniel-hundar úr Æsku-ræktun Ástu Arnardóttur
sigruðu að þessu sinni. Lengst til vinstri er faðirinn Jaclee About
Tan Time, með Ástu Arnardóttur, og hægra megin við þau eru
afkvæmi hundsins ásamt eigendum sínum.
Hundafimi nýtur talsverðra vinsælda og á sýningunni
sýndu nokkrir hundar færni sína á því sviði. Unglingadeild
HRFÍ skipulagði þennan hluta sýningarinnar.
Amerískur cocker spaniel, Jaclee About Tan
Time, var besti öldungur sýningar, en í þeim
flokki keppa hundar sem náð hafa sjö ára aldri.
Hann er hér ásamt eiganda sínum, Ástu Arn-
ardóttur, og dómaranum Carl Johan Adler-
creutz frá Svíþjóð.
Þorbjörg Ásta Leifsdóttir sigraði í keppni ungra sýnenda á
aldrinum 10–13 ára og er hér með vinkonu sinni Leiru-
Runu Gunn, sem er íslenskur fjárhundur.
Glæsileg
sýning á heims-
mælikvarða
Rífandi stemmning var á alþjóðlegri hundasýn-
ingu um síðustu helgi. Brynja Tomer var
í hópi um 3.000 áhorfenda sem fylgdust með
fallegustu hundum landsins.