Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... FÍKNIEFNANEYSLA BubbaMorthens og Magnúsar Stef- ánssonar fyrrum trommara í Utan- garðsmönnun var rædd í viðtölum við þá félaga í síðasta sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Víkverji var sér- lega vel stemmdur þegar hann hóf lesturinn, enda búinn að vera með plötuna Geislavirka í botni í bílnum upp á hvern dag síðasta mánuðinn. Það er engin hófneysla að klára tíu hasspípur á dag og drekka 12-18 bjóra, eins og það var hjá Magnúsi þegar verst lét. Bubbi sagðist hafa verið í daglegri fíkniefnaneyslu í 18 ár og þar af 7 ár í kókaíni. Það kom þó Víkverja mest á óvart að Bubbi skyldi fyrst hafa komið fram á tón- leikum án fíkniefna fyrir aðeins sjö árum, þ.e. árið 1995. Víkverji hélt að Bubbi hefði hætt fyrr í dópinu en það er greinilega einhver vitleysa. Annars er fyrirhugað forvarnar- átak Bubba og Essó, „Veldu rétt“ ágætt framtak og framhaldsskóla- nemar velja vonandi líf án fíkniefna eftir fund með honum. Hann ætti að þekkja afleiðingarnar neyslunnar, man ekki eftir heilu plötunum sem hann gerði og missti síðan sjö af hverjum tíu tónleikum í lúkurnar á fíkniefnadjöflinum. x x x HANN sagði í viðtalinu að sjálfumhefði honum í æsku fundist lítið koma til forvarnarfulltrúa sem aldrei hefðu reykt eða drukkið. Víkverji rifj- aði af þessu tilefni upp ræður forvarn- arfulltrúa nokkurs sem kom í bekkinn til hans fyrir um 20 árum. Hafði fulltrúinn mörg orð um skaðsemi reykinga og fannst Víkverja hann bara býsna trúverðugur þótt aldrei hefði viðkomandi reykt eina einustu sígarettu. Fulltrúinn vissi ekki einu sinni hvernig ætti að orða athöfnina að sjúga reyk úr sígarettu, þ.e. að „taka einn smók“. En hann vissi vel hvaða áhrif tjaran úr sígarettunum hafði á lungun og hvernig bifhárin lamast þegar reykurinn fer ofan í þau. Og það þarf víst ekki nema „einn smók“ til að lama bifhárin ef Víkverji man þetta rétt. Bubbi talaði síðan um fíkniefna- neyslu unglinga í dag og sagði að hún kæmi þeim einum við. Þetta getur Víkverji alls ekki fallist á. Kemur það ekki foreldrum barns við ef það „poppar“ um hverja helgi og veldur þeim stöðugum áhyggjum svo þeir kveljast í angist sinni? Víkverji er þeirrar skoðunar að fíkniefnaneysla fólks komi þvert á móti fjölmörgum við. Ef neyslan hefur áhrif á aðra, hlýtur hún að gera það. Ef Víkverji kæmi t.d. að eiturlyfjaneytanda að mölva framrúðuna á bílnum hjá sér, væru yfirgnæfandi líkur á að viðkom- andi væri að stela þessum fáu geisla- diskum sem eru í bílnum til að skipta þeim í dóp. Við þessar aðstæður er neysla þjófsins ekkert einkamál hans. Ekki heldur ef hann keyrði niður sak- lausa vegfarendur á stolnum bíl, upp- dópaður á flótta undan lögreglunni. Þetta tengist kannski spurningunni um hvort maður eigi sitt eigið líf og megi ráðstafa því algjörlega að eigin vild? Má maður dópa, djúsa, djamma og slappa af og segja bara að það komi engum við? Kemur það manni einum við ef maður eyðileggur líf sitt? Það er alþekkt að eiturlyfjaneytandi eyði- leggur auðveldlega líf sinna nánustu með neyslu sinni og háskalegu líferni og neyslan er því varla neitt einkamál hans. Allir hafa einhverja hagsmuni af því að náunginn sé með réttu ráði. Röng skilaboð til foreldra VEGNA greinar í Morg- unblaðinu hinn 31 sept. sl. þar sem fram kemur að vímuefnaneysla unglinga hafi minnkað frá 1998 vil ég koma á framfæri eft- irfarandi: Ég dreg í efa rétta nið- urstöðu kannana, sem ávallt eru gerðar í 9.-10. bekk grunnskóla, þar sem vímuefnaneytendurnir ljúka oft ekki grunnskóla og eru þar með ekki til staðar í bekkjunum þegar könnun fer fram. Ég þekki þetta dæmi frá eigin heimili þar sem unglingur lauk ekki grunnskóla en var á þeim tíma á meðferðarheimili og með honum þar voru nokkrir jafnaldrar hans. Þessir unglingar voru ekki til staðar til þess að svara í könnun sem gerð var í skólunum. Ég held að sama eigi við um kannanir í framhalds- skólum. Neytendur vímu- efna gefast oft upp í skól- unum og taka þar af leiðandi ekki þátt í könn- unum sem gerðar eru þar. Efla þarf stórlega fræðslu til foreldra. For- eldrarnir verða að vita um skaðsemi hinna mismun- andi eiturlyfja til þess að geta rætt þessi mál við börnin og þeir verða að þekkja þau einkenni sem koma fram ef barninu dettur í hug að fara að fikta með þessi efni. Í dag er ég hrædd um að unglingarnir séu oft miklu fróðari en foreldr- arnir um það sem viðkem- ur fíkniefnamarkaðnum. Skilaboðin sem foreldr- arnir fá eru of mikið í þá áttina að nánast allt sé í góðu lagi, neyslan fari minnkandi eða standi í stað. Ég tel þetta því mið- ur ekki rétt. Ef könnun væri gerð meðal eldri hóps, það er yfir 18 ára aldri, kæmu sennilega aðrar og verri niðurstöður í ljós. Við verðum að viður- kenna vandann eins og hann blasir við á hverjum tíma. Í dag er hann ef til vill mestur hjá þeim sem komnir eru yfir grunn- skólaaldur og yfir 18 ára aldur og eru jafnvel orðnir uppalendur ungra barna. Könnun þarf að ná til heimilanna í landinu og jafnframt má ekki gleyma því að neytendurnir eru alls ekki alltaf til staðar til þess að svara sjálfir. Vímuefnavarnir verða að beinast með einhverjum hætti að þeim sem eldri eru líka, því þar eru vandamálin ef til vill mest. Dagrún Sigurðardóttir. Frumvarp um einelti FRUMVARP um bann við einelti í skólum og á vinnustöðum er búið að liggja ofan í skúffu hjá ráðherra frá miðju sumri 1991 og langar mig að vita hvernig gangi að koma þessu frumvarpi inn á þing? Eineltisþolandi. Tapað/fundið Silfurtóbaksdós týndist við Leifsstöð LÍTIL silfurtóbaksdós merkt Sv.Sch.Th. týndist við Leifsstöð mánudags- kvöldið 30. september, lík- lega á bílastæðinu. Skilvís finnandi hafi samband í síma 551-3167 og 478- 1133. Motorola-sími týndist GRÁR Motorola Timeport gsm-sími í svörtu leður- hulstri týndist sl. mánu- dag, líklega á Grafarvogs- svæðinu. Skilvís finnandi hafi samband í síma 567- 5343. Dýrahald Tvær kisur týndar TVÆR kisur týndust þriðjudaginn 7. október en þær voru í pössun og voru ekki vanar umhverf- inu sem þær voru í. Þær heita Litla, hún er þrílit, svört og gul á bakinu og hvít á hálsinum, og Birta, hún er 6 mánaða, svört með nokkur hvít hár á hálsinum. Þeirra er sárt saknað og fundarlaun eru í boði fyrir þann sem finn- ur þær. Uppl. í síma 567 4020 og 659 1770. Díana Perla er týnd LÆÐA týndist þriðjudag- inn 8. okt. Hún er svart- bröndótt með hvítan háls og smá hvítt við trýni. Hún er ekki vön að vera úti og gæti verið svolítið hrædd. Hún er með rauða ól en er ómerkt hún heitir Díana Perla. Hennar er mjög sárt saknað og biðj- um við fólk sem býr í Breiðholti og Árbæ sér- staklega um að hafa aug- un opin. Fundarlaun. Upplýsingar í síma 696 1825 og 899 2067. Kettlingur fæst gefins GULLFALLEGUR kett- lingur (læða) fæst gefins á gott heimili. Er fegurðar- dís, svört með hvíta sokka, kraga og hvítar loppur. Upplýsingar gefur Marta í síma: 820 2470. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 möguleikinn, 8 eldivið- urinn, 9 borga, 10 keyra, 11 bætt, 13 stelur, 15 hestur, 18 frásögnin, 21 glöð, 22 seint, 23 afrakst- ur, 24 óhugnanlegt. LÓÐRÉTT: 2 heiðarleg, 3 starfs- grein, 4 heldur, 5 gyðja, 6 bolli, 7 skordýr, 12 bors, 14 veina, 15 remma, 16 heiðursmerki, 17 rifa, 18 syllu, 19 botnfall, 20 ró. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 trýni, 4 gætur, 7 fauti, 8 tóman, 9 nói, 11 afar, 13 átta, 14 okann, 15 túlk, 17 agar, 20 áta, 22 kopar, 23 liðug, 24 nauts, 25 augun. Lóðrétt: 1 tyfta, 2 ýsuna, 3 iðin, 4 geti, 5 tómat, 5 renna, 10 ólatt, 12 rok, 13 ána, 15 tækin, 16, loppu, 18 gðug, 19 ragan, 20 árós, 21 alda. K r o s s g á t a Skipin Reykjavíkurhöfn: Shin- ei Maru no. 81 og Dell- ach koma í dag. Hoyo Maru no 8, Goðafoss og Arnarfell fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Er- idan kom í gær, Brúar- foss fór í gær. Mannamót Árskógar 4. Opin handavinnustofa, kl. 9– 12.30 bókband og öskju- gerð, kl. 9.45–10 helgi- stund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofa, kl. 10–16 pútt. Sviðaveisla verður 11. okt. Danskennsla byrjar 15. okt. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 mynd- list, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13 bókband, kl. 14–15 dans. Félagsvist á morg- un kl. 13.30 Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Fimmtud.: kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kórs eldri borgara í Damoss. Eldri borgarar Garða- bæ og Bessastaða- hreppi, föstudags- samvera (harmónikuball) ásamt kirkjunni, föstud. 11. okt. kl. 14–17 í safn- aðarheimilinu Kirkju- hvoli. Dansað, sungið, gamanmál, vöfflukaffi. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–12 íkonagerð, kl. 10–13, verslunin opin, kl. 13–16 spilað. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9– 12 íkonagerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13–16 spilað, kl. 9.30 dans- kennsla. Kl. 10. 30 messa, umsjón sr. Kristín Pálsdóttir. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 glerskurður, kl. 10 leik- fimi, hárgreiðslustofan opin kl. 9–14, kl. 15.15 samkvæmisdansar. Námskeið í postulíns- málun byrjar 16. okt. Í tilefni af 10 ára opnunar- afmæli félagsmiðstöðv- arinnar verður afmæl- isfagnaður 18. okt., kvöldverður, skemmti- atrið og fluttur annáll stöðvarinnar í léttum dúr. Tískusýning og dans, Fimmtud. 10. okt, kl. 13.30 verður tísku- sýning í félagsmiðstöð- inni, myndlistar- hópurinn sýnir vetrartískuna í kaffi- tímanum verður kakó og rjómaterta og kl. 15.15 byrjar kennsla í samkvæmisdönsum Sigvaldi Þorgilsson kennir. Félagsstarfið, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fóta- aðgerð, kl. 10 hársnyrt- ing, kl. 13 föndur og handavinna. Bingó kl. 15. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 13 búta- saumur og málun, kl. 19.30 félagsvist á Álfta- nesi. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Bingó og glerskurður kl. 13. Rúta í Borgarleikhúsið laug- ardaginn 12. okt. kl. 19 frá Hraunseli. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er lokuð vegna breytinga í Glæsibæ. Fimmtud.: Brids kl. 13. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Brids-námskeið hefst kl. 19.30. Föstud.: Fé- lagsvist kl. 13.30. Fræðslunefnd FEB verður með fræðslu- og kynningarferð á Reykja- lund 16. okt. farið verður frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 13. Þátttaka tilkynnist skrifstofu FEB. Skrif- stofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, s. 588 2111. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Fé- lagið hefur opnað heima- síðu www.feb.is. Uppl. á skrifstofu FEB. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 10.30 helgistund um- sjón Lilja G. Hallgríms- dóttir, djákni í Fella- og Hólakirkju, frá hádegi spilasalur og vinnustof- ur opnar m.a. glermálun, dans byrjar aftur 14. okt., allir velkomnir, engin skráningagjöld. Myndlistarsýning Brynju Þórsdóttur stendur yfir. Allar uppl. um starfsemina á staðn- um og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.55 leik- fimi, handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30–15, kl. 9.30 keramik og leir- mótun, kl. 13 ramma- vefnaður, gler og postu- línsmálun, kl. 15 enska, kl. 17 myndlist, kl. 17.15 kínversk leikfimi, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13 brids, kl. 13–16 handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum, kl. 19 gömlu dansarnir. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna og keramik, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 14 félagsvist. Föstudaginn 11. okt. kl. 14 kemur Benedikt Dav- íðsson, formaður Land- sambands eldri borgara, í heimsókn, hann ræðir stöðu launamála og hvaða kröfur sambandið gerir til stjórnmála- flokkanna fyrir næstu kosningar. Kaffiveit- ingar. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, 13.30 fé- lagsvist. Fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmud.: Kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500 Þráinn. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 13–16.45 leir, kl. 10–11 ganga, kl. 14–15 jóga. Sviðaveisla verður fimmtudaginn 10. okt. og hefst kl. 18. Harmónikkuleikur og happdrætti. Uppl. í s. 568 6960. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir, og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15– 15.30 alm. handavinna, kl. 10–11 boccia, kl.13–16 kóræfing og mósaik. Haustbingó verður mið- vikudaginn 16. okt. kl. 13.15. Vöfflur með rjóma í kaffitímanum, allir vel- komnir. Keramik- námskeið byrjar föstu- daginn 18. okt. kl. 13–16, skráning í s. 562 7077. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, körfugerð og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og boccia, kl. 13 handmennt og spilað. Haustfagnaður okkar verður föstudag- inn 11. okt. kl. 18. Matur, gleði, glens og gaman allir velkomnir. Fé- lagsmiðstöðin opin fyrir alla aldurshópa. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Ásgarði, Glæsibæ, kl. 11. Sjálfsbjörg félag fatl- aðra, Hátúni 12, kl. 19.30 tafl. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58–60. Fundur kl. 17 í umsjá Sveinbjargar Arnmundsdóttur. Allar konur velkomnar. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids að Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45 spil hefst kl. 13. Félag eldri borgara Suðurnesjum. Leik- húsferð í Borgarleik- húsið 31. okt. að sjá Með vífið í lúkunum. Skrán- ing fyrir 14. okt. Nánar í auglýsingum. Árlegur haustfagnaður verður í Glaðheimum, Vogum, laugard. 12. okt. kl. 15. Kvenfélag Bústaða- sóknar heldur fyrsta fund vetrarins mánud. 14. okt. í safnaðarheim- ilinu kl. 20. Vetrarstarfið kynnt. Aflagrandi 40. Hjúkr- unarfræðingur til viðtals í dag kl. 11–12. Fyrsta opna hús vetrarins í kvöld, húsið opnað kl. 19.30, félagsvist kl. 20, frjáls spilamennska, heitt á könnunni, allir velkomnir. Í dag er fimmtudagur 10. október, 283. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Drottinn mun frelsa mig frá öllu illu og mig hólpinn leiða inn í sitt himneska ríki. Honum sé dýrð um aldir alda! Amen. (Tím. 4, 18.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.