Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 31 40% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÓM FRÁ FIMMTUDEGINUM 10. OKT. TIL LAUGARDAGSINS 12. OKT. OPIÐ mán.-fös. kl. 12-18 lau. kl. 10-16 HAUSTSPRENGJA SUÐURLANDSBRAUT 54, sími 533 3109. HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 10 11 / TA K T ÍK - N r.: 28 B Þjóðarbókhlaða Hólmfríður Tóm- asdóttir bókasafnsfræðingur kynnir gamalt óútgefið íslenskt efni í fórum einstaklinga í Kanada kl. 17–18. Þar á meðal eru sýnishorn úr bréfum, frásögn á íslensku sögð af manni af þriðju kynslóð vesturfara og mynd- band um 93 ára gamlan mann sem ennþá fæst við matargerð á hefð- bundnum íslenskum mat. Hólmfríður mun einnig kynna gagna- grunn sem efnið er skráð í. Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7 Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir, listfræðingur á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, heldur fyrirlestur kl. 17-18. Fyrirlesturinn nefnir hún „Ljósmyndir af hugsunum - súrrealisminn og endurfæðing ljós- myndunar“ og er haldinn í tilefni af ljósmyndasýningunni Þrá augans sem nú stendur yfir í safninu. Súfistinn, Laugavegi Bækurnar sem mótuðu mig er yfirskrift dag- skrár sem hefst kl. 20 á vegum Bóka- kaffis Íslandsdeildar IBBY og SÍ- UNG. Steinunn Jóhannesdóttir og Ármann Jakobsson spjalla við gesti um bækur sem hafa lifað með þeim allt frá æsku. Mótel Venus, Hafnarskógi, Borg- arfirði Tríó Björns Thoroddsen held- ur djasstónleika kl. 20.30. Tríóið skipa, auk Björns, Jón Rafnsson, bassi, og Dan Cassidy, fiðla. Sér- stakur gestur Björns verður gít- arleikarinn Gunnar Ringsted. Flutt verður m.a. tónlist af nýjum geisla- diski Björns, Jazz í Reykjavík. Tónleikarnir marka upphaf á 36. starfsári Tónlistarfélags Borg- arfjarðar. Í DAG Í BORGARLEIKHÚSINU eru hafn- ar æfingar á einleikjunum Herpingi eftir Auði Haralds og Hinum full- komna manni eftir Mikael Torfason. Frumsýning, sem er á vegum Draumasmiðjunnar, verður fimmtu- daginn 24. október á 3. hæð leik- hússins. Herpingur fjallar um einstæða konu sem er í tilvistarkreppu og skoðar lífshlaup sitt yfir minning- argreinum Morgunblaðsins og kaffibollanum. Hún rifjar upp fyrr- verandi elskhuga sína og veltir fyrir sér göllum þeirra og kostum. Leik- ari er Margrét Pétursdóttir. Andrea Gylfadóttir hefur valið og flytur tónlistina. Leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson. Hinn fullkomni maður fjallar um mann sem er í áfengismeðferð, sem hann fór í eingöngu til að bjarga þriðja hjónabandinu. Hann er óvæg- inn og ósáttur og hefur ótal skýr- ingar á því hvers vegna svona er komið fyrir honum. Leikari er Gunnar Gunnsteinsson, leikstjóri Hilmir Snær Guðnason. Æfa tvo einleiki Morgunblaðið/Golli Gunnar Gunnsteinsson og Margrét Pétursdóttur eru leikarar í einleikj- unum. Andrea Gylfadóttir, t.v., sér um tónlistina. Á BIÐSTOFU sálfræðings bíður fólk. Á meðan sálfræðingurinn sinnir einum af öðrum, birtast nýir sjúkling- ar á biðstofunni og allir virðast tengj- ast á einhvern hátt. Á þeim stuttu 30 mínútum sem leikritið varir er eðlilegt að ekki takist að byggja upp margar sterkar persónur sem maður veit hvað vilja. Hér eru þær allar í ókunnu rými sem segir ekkert um þær, en það sést þó glitta í persónueinkenni undir umfangsmiklu yf- irborðinu sem einkenn- ir þetta fólk. Persónurnar virðast sem sagt allar lifa mjög yfirborðskenndu lífi samkvæmt samtölun- um. Allt snýst um efn- isleg gæði og þjónusta á öllum sviðum er tekin sem sjálfgefin. Það er sama hvernig þau reyna að verða hamingjusöm, þeim tekst það ekki. Kannski af því að það er ekki hægt að fara til sálfræð- ings og láta hann „lækna sig“, maður verður „því miður“ sjálfur að horfast í augu við sjálfan sig. Maður verður sjálfur að reyna. En gera þau það? Persónurnar sjást reyna að tjá sig inni hjá sálfræðingnum, en koma ekki upp einu orði, heldur stynja bara og dæsa. Eða kannski er það það eina sem okkur er sýnt? Okkar að velja. Það er skemmtilegt að sjá hvernig leikhúsfólk einsog Benedikt og Hraf- hildur hafa strax gripið þennan möguleika, að sýna eða sýna ekki, sem kvikmyndaformið getur miklu meira leikið sér með en leikhúsið. Einungis ein persóna, símadaman, tekur ráðin í sínar hendur. Sú sem síst virðist hafa efni á því að kaupa sér alla þá þjónustu sem í boði er, leysir sinn sálræna vanda með því að gleðj- ast yfir óvænt styttri vinnudegi og njóta lífsins. Kannski ekki mjög raun- hæft – en strax í áttina þó. Leikararnir eru allir sannfærandi, en skemmtilegust er Ólafía Hrönn í hlutverki símadömunnar. Alltaf er hún jafn yndisleg með þessa húmor- ísku útgeislun sem færði kærkominn léttleika og kímni yfir verkið sem undirstrikuð var með tónlistinni sem hún hlustaði á. Sjónvarpið er greinilega að nota aftur hugmyndina um að láta nokkra höfunda spinna upp sögu sem gerist í sama rýminu, líkt og gert var í fyrra með nokkrum verkum sem gerðust á ljós- myndastofu. Biðstofan er flott, þótt hún gefi litla mögu- leika á að segja eitthvað um persónurnar. Og segjast verður að undir stjórn Ágústs Jakobs- sonar er kvikmyndatak- an mjög smekkleg, og faglegri en nokkurn tímann áður. Á lýsingin þar kannski stærstan þátt. Annars finnst mér undarlegt hversu tor- skilin og jafnvel tilgerð- arleg þessi tvö seinustu sjónvarpsleikrit hafa verið, en 22. september var sýnt verk eftir Ragnar Bragason Allir hlutir fallegir. Þessi hugmynd Hrafnhildar finnst mér t.d mjög áhugaverð, og góður punktur í algleymi neyslusamfélagsins, þar sem allt gengur kaupum og sölum, og fjórðungur Íslendinga notar tauga- og geðlyf (það er ekki nema von að allir þekkist á biðstofunni!) Þess vegna hefði ég svo gjarna viljað sjá auðskiljanlegra verk koma frá þess- um hæfileikaríka höfundi, verk sem sem flestir hefðu geta tengt við. Því ef sjónvarpsleikritin eru ekki fyrir áhorfendurna, fyrir hvern eru þau þá? Erum við að reyna? SJÓNVARPSMYND Ríkissjónvarpið Leikstjórn: Benedikt Erlingsson. Handrit: Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir. Stjórn kvikmyndatöku: Ágúst Jak- obsson. Förðun: Ragna Fossberg. Aðal- hlutverk: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Hilmar Jónsson, Mar- grét Helga Jóhannesdóttir, Steinn Ár- mann Magnússon og Halla Vilhjálms- dóttir. 30 mín. Labrador/RÚV 2002. Sýnt í Sjónvarpinu 29. september 2002. HVERNIG SEM VIÐ REYNUM Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir Hildur Loftsdóttir Raven Gunnar – a saga of thirteenth century Iceland er skáldsaga eftir Terry G. Lacy. Höf- undur færir les- andann inn í lif- andi heim drengs á sögutímum 13. aldar. Við fylgj- umst með uppvexti hans, bardögum og baráttu, ástum og vonbrigðum þar sem deilur og eldgos á Íslandi skapa bakgrunn. Hann lét eftir sig merki- legan arf. Fyrsta bók Terry G. Lacy hét Ring of Seasons: Iceland – Its Culture and History. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Nýút- komin bók Terry G. Lacy veitir Íslend- ingum nýja sýn á þetta mikilvæga tímabil í sögu Íslands. Öðrum les- endum opnar hún dyr inn í heim sem gerir íslensku þjóðina einstaka í fjöl- skyldu þjóða.“ Höfundur gefur sjálfur út en Há- skólaútgáfan dreifir. Bókin er 295 bls. Verð: 2.450 kr. Skáldsaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.