Morgunblaðið - 10.10.2002, Síða 15

Morgunblaðið - 10.10.2002, Síða 15
TIL stendur að ráðast í umfangs- miklar endurbætur á hinu fornfræga bögglageymsluhúsi í Grófargili. Það stendur neðan Ketilhúss og hýsti áð- ur m.a. sláturhús og mjólkursamlag. Undirbúningur að endurbótunum er þegar hafinn að því er fram kemur í viðtali við Benedikt Sigurðarson á heimasíðu KEA. Fyrsta skrefið er að mæla húsið upp, en í kjölfarið verður tekin ákvörðun um næstu skref. Benedikt segist sjá fyrir sér að í hús- inu verði rekin menningarstarfsemi af ýmsum toga. Akureyrarbær keypti sem kunn- ugt er gömlu iðnaðarhús KEA í Grófargili og þar er nú rekin öflug menningarstarfsemi, m.a. Listasafn- ið á Akureyri, Myndlistarskólinn á Akureyri, vinnustofur listamanna, sýningar- og tónleikasalir og veit- ingahús. Endurbætur á böggla- geymslu SÖNGLEIKURINN „Gunnar á Hlíðarenda“ verður sýndur í Ket- ilhúsinu á Akureyri föstudags- kvöldið 11. október kl. 20. Söngleikurinn var frumsýndur á Hvolsvelli í fyrra og hefur síðan víða verið sýndur, m.a. í Þýskalandi og Kanada og hlaut góðar viðtökur. Umræddur söngleikur fjallar eins og nafnið bendir til um ævi og örlög Gunnars á Hlíðarenda. Uppi- staðan í söngleiknum er lagaflokk- ur sem tónskáldið Jón Laxdal samdi við ljóðabálk Guðmundar skólaskálds Guðmundssonar um Gunnar á Hlíðarenda. Í sýningunni taka þátt 9 söngv- arar úr Rangárvallasýslu, en þeir eru félagar úr Karlakór Rang- æinga. Tónlistarstjóri og undirleik- Söngleikurinn Gunnar á Hlíðarenda ari er Halldór Óskarsson, höfundur texta í óbundnu máli og sögumaður er Arthúr Björgvin Bollason, Svala Arnardóttir er leikstjóri og bún- ingahönnuður Inga K. Guðlaugs- dótttir. Forsala aðgöngumiða er hafin á skrifstofu Gilfélagsins. DAGSKRÁ verður á Akureyri í dag, á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum, fimmtudaginn 10. október. Opið hús verður í Laut, athvarfi fólks með geðraskanir, að Þingvalla- stræti 32 frá kl. 13 til 17. Í Háskól- anum á Akureyri, stofu 25, við Þing- vallastræti verður kynning á klúbbnum Geysi, sem eru samtök um gagnkvæman stuðning geðsjúkra og starfa eftir aðþjóðlegri fyrirmynd. Grundvallarhugmynd klúbbsins er að bæta möguleika félaganna til þátt- töku í samfélaginu eftir útskrift af geðdeildum. Horft til framtíðar er yfirskrift fundar sem haldinn verður í Deigl- unni um kvöldið og hefst hann kl. 20.30. Frummælendur verða Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, alþingis- maður, fulltrúar frá Akureyrarbæ, Geðdeild FSA, Klúbbnum Geysi og Rauðakrossinum. Munu þeir fjalla um sína framtíðarsýn í málefnum og þjónustu við fólk með geðraskanir, en að mati Alþjóða heilbrigðisstofnunar- Alþjóða geð- heilbrigðisdagurinn Opið hús, kynning og fundur innar munu geðsjúkdómar í framtíð- inni vega einna þyngst hvað varðar sjúkdómabyrði í heiminum. Pallborð verður eftir framsögur og munu frummælendur sitja fyrir svörum. Meira og minna þekktir listamenn munu koma fram milli ávarpa. Laut og Geðverndarfélag Akureyr- ar standa fyrir dagskránni og verður Elín Antonsdóttir fundarstjóri. AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 15 UMHVERFIÐ Í Eyjafirði – þekkjum við ábyrgð okkar á því? er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður í Ketilhúsinu á Akureyri á föstudag, 11. októ- ber, kl. 9. Á ráðstefnunni verður fjallað um umhverfismál í víðu sam- hengi og meðal annars lögð áhersla á tengsl umhverfismála héraðsins við skipulagsmál þess. Þannig er ráðstefnunni ætlað að auðvelda sveitar- stjórnarmönnum, einkum þeim sem fjalla um skipulags- og byggingamál, ákvarðanatöku þegar álitamál koma upp sem varða samspil manns og nátt- úru. Ráðstefnan er samvinnu- verkefni náttúruverndarnefnd- ar Akureyrarbæjar, náttúru- verndarnefndar Eyjafjarðar, Háskólans á Akureyri, Nátt- úrufræðistofnunar Íslands (Ak- ureyrarseturs) og SUNN (Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi). Ráðstefnan er öllum opin. Ráðstefna um umhverfið í Eyjafirði .... og afköstin margfaldast! www.h.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.