Morgunblaðið - 10.10.2002, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 10.10.2002, Qupperneq 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 53 GRIKKLANDSVINAFÉLAGIÐ Hellas heldur aðalfund í Kornhlöð- unni við Bankastræti laugardaginn 12. október kl. 14.30. Að loknum aðalfundarstörfum, um kl. 15, verð- ur tekinn upp þráðurinn frá síðasta fundi á liðnu vori þar sem tveir gestir frá Grikklandi héldu erindi um krítverska rithöfundinn Níkos Kazantzakís. Kristján Árnason mun rifja þau stuttlega upp í inn- gangsorðum, en síðan verður skáldsagan „Síðasta freisting Krists“ á dag- skrá. Sigurður A. Magnússon fjallar um verkið og Hjalti Rögn- valdsson les kafla úr því í óprent- aðri íslenskri þýðingu. Á eftir verða umræður um verkið og höf- undinn. Allir eru velkomnir. Fundur um Kazantzakís FLÖTUR, samtök stærðfræðikenn- ara, stendur í fyrsta sinn fyrir nám- stefnu í Reykholti í Borgarfirði dag- ana 11. og 12. október. Námstefnan er ætluð bæði grunn- og framhalds- skólakennurum og hefst kl. 13.30 á föstudeginum og lýkur seinnihluta laugardags. Á námstefnunni hefjast fjögur endurmenntunarnámskeið sem verður framhaldið í vetur. Einn- ig verður boðið upp á fyrirlestra, málstofur og pallborðsumræður, segir í fréttatilkynningu. Nánari upplýsingar um námstefnuna er að finna á vefsíðu Flatar: www.is- mennt.is/vefir/flotur. Námstefna stærðfræði- kennara Jólakort Um- hyggju SALA á jólakortum Um- hyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, hefst í dag í öllum verslunum Hag- kaupa. Kortin, sem eru 20 í pakka ásamt merkispjöldum, verða seld á tilboðsverði, 1.499 kr., almennt verð er 2.999 kr. Fjárhæðin sem safnast mun verða notuð til að byggja upp sálfélagslega þjónustu fyrir foreldra og systkini lang- veikra barna á Íslandi, segir í fréttatilkynningu. Árétting frá Flugmálastjórn Vegna greinargerðar Flugmála- stjórnar til samgönguráðherra, sem birtist að hluta í Morgunblaðinu sl. laugardag, vildi Þorgeir Pálsson flugmálastjóri árétta að kaflaskipt- ing hennar hefði verið eins og í skýrslu bresku sérfræðinganna Franks Taylors og Bernies For- wards. Þar hefði enginn 5. kafli ver- ið og Flugmálastjórn getið þess í sinni greinargerð án þess að það hefði komið fram í birtingu blaðsins. Beðist er velvirðingar á því. Fleiri myndir til af þýskum herbíl Í frétt um útkomu bókar um Olís, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, segir að eins sé til ein mynd af þýskum herbíl sem Þjóðverjarnir Herbert Böhme og Helmut Verleg- er fluttu til landsins árið 1937. Þetta er ekki rétt. Til eru a.m.k. þrjár aðr- ar myndir af bílnum í ferð hans hér á landi og ein þeirra birtist m.a. í Tímariti máls og menningar í fyrra. Tilgangur ferðarinnar mun hafa verið að reyna bílinn á vegleysum. Bíllinn var síðan notaður í seinni heimsstyrjöldinni með góðum ár- angri. Önundur stefnir á 3. sæti Í frétt í þriðjudagsblaðinu um framboðsmál Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi var rangt farið með að séra Önundur Björnsson stefndi á 2. sæti listans. Hið rétta er að hann stefnir á 3. sætið. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT NEFND um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum stendur fyrir nám- skeiðinu: Fleiri konur á Alþingi föstudaginn 11. október kl. 9–20. Námskeiðið verður haldið hjá End- urmenntunarstofnun Háskóla Ís- lands og er ætlað konum sem taka sæti á listum framboða til Alþing- iskosninga sem og konum sem áhuga hafa á stjórnmálum, m.a. þeim sem taka þátt í verkefni nefndar um auk- inn hlut kvenna í stjórnmálum: Kon- ur í læri – dagar í lífi stjórnmála- kvenna. Kennarar verða: Helga Jónsdóttir borgarritari, Sigrún Jóhannesdóttir MS í kennslutækni, Ingibjörg Frí- mannsdóttir málfræðingur og Sig- rún Stefánsdóttir, dr. í fjölmiðla- fræði. Fleiri konur á Alþingi Í DAG, 10. október, kl. 10.10 er eitt ár síðan Smáralind í Kópavogi opn- aði formlega og í tilefni af því býður Smáralind Íslendingum í afmæli. Næstu fjóra daga verður glæsileg afmælisdagskrá í Smáralind. Spennandi samfelld dagskrá verð- ur fyrir krakka á öllum aldri í Vetr- argarðinum fimmtudag og föstudag kl. 15-18 og laugardag og sunnudag kl. 13-17 þar sem íbúar Latabæjar bregða á leik, töframenn sýna fjöl- breytt töfrabrögð, Götuleikhúsið verður á ferðinni, lifandi tónlist verð- ur á göngugötunni og trúðar og dansarar sýna listir sínar. Óhætt er að segja að Vetrargarðurinn og nán- asta umhverfi með Veröldina okkar innanborðs verði sannkallaður barnagarður meðan á afmælinu stendur. Tvær ljósmyndasýningar verða á 1. hæð Smáralindar, en þar má m.a. sjá myndir sem Golli, ljósmyndari á Morgunblaðinu, tók síðasta sólar- hringinn fyrir opnunina. Einnig er sýning á myndum frá hinum ýmsu atburðum sem fram fóru í Smáralind fyrsta árið. Búðir verða með tilboð. Þá verða danssýningar, frítt í Ver- öldina okkar fimmtudaginn 10. októ- ber fyrir öll börn á aldrinum 2 til 12 ára og frítt í Smárabíó í dag kl. 16:00 á Stewart litla 2 og Pétur og köttinn Brand 2 meðan húsrúm leyfir. Allar aðrar sýningar Smárabíós verða á hálfvirði á afmælisdaginn. Smáralind heldur upp á eins árs afmæli Skora á Guðjón að fara í framboð „Eyverjar, félag ungra sjálfstæð- ismanna í Vestmannaeyjum, skora á Guðjón Hjörleifsson að gefa kost á sér í eitt af efstu sætum framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í Suður- kjördæmi fyrir komandi alþing- iskosningar. Fyrirsjáanleg er hörð barátta í nýju kjördæmi og mik- ilvægt að Vestmannaeyingar eigi sterkan fulltrúa á lista stærsta stjórnmálaflokks á Íslandi. Guðjón Hjörleifsson gegndi stöðu bæj- arstjóra í Vestmannaeyjum í 12 ár og hefur auk þess gengt fjölbreyttum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Guðjón er hvarvetna vel liðinn og virtur fyrir störf sín. Reynsla hans yrði án efa mikilvæg fyrir kjósendur alls staðar í víðfeðm- asta kjördæmi landsins,“ segir í fréttatilkynningu frá Eyverjum. Í DAG STJÓRNMÁL ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Eftirlit Lyfjafræðingur óskast til að hafa eftirlit með lyfsölu heilsugæslustöðvarinnar á Kirkju- bæjarklaustri. Upplýsingar í síma 487 4638 fyrir 14. október 2002. Starfskraftur óskast Starfskraftur á miðjum aldri óskast í vinnu, 4—5 tíma á dag, við útsaum (bróderingu), merkja á fatnað. Þekking á saumavélum og tölvukunn- átta æskileg en ekki skilyrði. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Reglusemi og stundvísi áskilin. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is, merktar: „S — 12829.“ R A Ð A U G L Ý S I N G A R FERÐIR / FERÐALÖG Ferð og saga Á slóðum Einars Ben. Nokkur sæti laus í ferð sem farin verður laugardaginn 12. október. Sögumenn í ferðinni verða Guðrún Ásmunds- dóttir og Eyvindur Erlendsson. Upplýsingar í síma 551 4715 og 898 4385, storytrips@storytrips.com . FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Vals verður haldinn þriðjudaginn 15. október nk. og hefst hann kl. 20:00 í félagsheimilinu að Hlíðarenda. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Stjórnin. Allsherjaratkvæðagreiðsla vegna ársfundar Alþýðusambands Íslands Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör fulltrúa á ársfund Alþýðusambands Íslands sem haldinn verður í Reykjavík dagana 31. október og 1. nóvember 2002. Tillögur skulu vera um 37 aðalmenn og 37 varamenn. Tillögum, ásamt meðmælum 120 fullgrildra félagsmanna, skal skila á skrifstofu Eflingar- stéttarfélags, Sætúni 1, eigi síðar en miðviku- daginn 16. október kl. 12.00 á hádegi. Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags. TIL LEIGU Glæsilegt skrifstohúsnæði á Skólavörðustíg 13 Til leigu ca 25 fm skrifstofurými með aðgengi að sameiginlegri fundaraðstöðu — laust nú þegar. Hentar vel fyrir 1—2 aðila. Sérstaklega skemmtileg aðstaða í nýstandsettu umhverfi í miðborg Reykjavíkur. Nánari upplýsinga veita Elías í s. 898 2007 eða Reynir í s. 895 8321. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF  HELGAFELL 6002101019 VI Landsst. 6002101019 VIII I.O.O.F. 11  18310108½  9.0.* Í kvöld kl. 20.00: Kvöldvaka í umsjón Bjargs. Veitingar og happdrætti. Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42 kl. 20.00. Mikill söngur og vitnisburðir. Prédikun: Björg Lárusdóttir. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is TILKYNNINGAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.