Morgunblaðið - 10.10.2002, Síða 22
LANDIÐ
22 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Klapparstíg 44,
sími 562 3614
Pipar og Salt 15 ára
Afmælistilboð
Kokkabókastatíf
Litir: Svart, blátt,
grænt, grátt
áður 3995 kr
nú 2995 kr
Granít Mortel
áður 6995 kr
nú 4500 kr
Skurðarbretti
frá Pimpernel
áður 1995 kr
nú 1295 kr
15% afmælisafsláttur af öllum öðrum vörum Tilboð gilda meðanbirgðir endast
Síðustu
3 dagar
á tónleikaferð um Norðurland eystra
KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR
DALVÍK: í Dalvíkurkirkju - einnig syngur Karlakór Dalvíkur
föstudaginn 11. október kl. 20.30
HÚSAVÍK: í Ýdölum - einnig syngur Karlakórinn Hreimur
laugardaginn 12. október kl. 16.00
AKUREYRI: í Akureyrarkirkju - einnig syngur Karlakór Gamalla Geysismanna
sunnudaginn 13. október kl. 16.00
FJÖLBREYTT EFNISSKRÁ
Einsöngvari: Stefán Stefánsson, tenór
Píanóleikari: Steinunn Birna Ragnarsdóttir
Stjórnandi: ÁRNI HARÐARSON
Verð aðgöngumiða er kr. 1.500.-, frítt fyrir 12 ára og yngri.
FÓSTBRÆÐUR
ÞESSA dagana eru fulltrúar frá
fyrirtækinu Alcoa, ásamt fulltrúum
Landsvirkjunar, fulltrúum fá öllum
ráðuneytunum og sveitarstjórn-
armenn á Austurlandi, í kynnisferð
um fyrirhuguð framkvæmdasvæði
vegna virkjunar við Kárahnjúka og
álvers í Reyðarfirði. Iðnaðarsvæðið
við Hraun í Reyðarfirði var skoðað,
þéttbýliskjarnarnir Eskifjörður,
Reyðarfjörður og Neskaupstaður í
Fjarðabyggð voru heimsóttir. Þá
tók Helga Steinson, skólameistari
Verkmenntaskóla Austurlands í
Neskaupstað, á móti hópnum og
sýndi þeim glæsilega aðstöðu verk-
námsnemenda. En vonir eru bundn-
ar við að Verkmenntaskólinn komi
að menntun starfsmanna í fyr-
irhuguðu álveri Alcoa í Reyð-
arfirði.
Í gær var haldinn kynning-
arfundur í Neskaupstað þar sem
Sigfús Jónsson kynnti niðurstöður
úr mati sem hann hefur unnið um
félagsleg- og efnahagsleg áhrif fyr-
irhugaðs Álvers Alcoa á Mið-
Austurlandi. Helstu jákvæðu áhrif
sem bygging álvers hefði á svæðið,
að mati Sigfúsar eru fólksfjölgun,
hærra hlutfall ungs fólks, hærra
menntunarstig og sterkara hag-
kerfi. Möguleg neikvæð áhrif gætu
m.a. falist í minniháttar fé-
lagslegum vandamálum tengdum
verkamönnum sem koma tíma-
bundið til starfa á svæðinu.
Elísabet Benediktsdóttir frá Þró-
unarstofu Austurlands kynnti þá
vinnu sem Þróunarstofan hefur
unnið til að undirbúa svæðið undir
komu álvers. Til dæmis hefur ým-
islegt verið gert til að styrkja þau
fyrirtæki sem fyrir eru á svæðinu.
Mike Baltzell einn aðalsamn-
ingamaður Alcoa kynnti fyrirtækið
Alcoa, umfang þess í heiminum,
starfsemi, skipulag, umhverfis- og
heilbrigðisstefnu og fleira í þeim
dúr. Í máli Baltzell kom fram að
fyrirtækið hefur mikinn metnað
þegar kemur að umhverfismálum
og málefnum er varða heilbrigði
starfsmanna. Einnig lagði hann
áherslu á að það væri vilji Alcoa að
nýta fyrst og fremst innlent vinnu-
afl í fyrirhuguðu álveri, en að auð-
vitað yrðu sérfræðingar Alcoa á
ýmsum sviðum líka nýttir.
Að loknum kynningarfundi í Nes-
kaupstað hélt hópurinn áleiðis til
Egilsstaða til frekari fundahalda og
í dag [fimmtudag] er ráðgert að
fara landleiðina inn að Kára-
hnjúkum, en forsvarsmenn Alcoa
hafa fram að þessu einungis skoðað
staðinn úr lofti.
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Fundinn sátu m.a. Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Mike Baltzell aðalsamningamaður Alcoa.
Alcoa-menn á Austurlandi
Neskaupstað
FYRIR stuttu keypti Rauði kross
Íslands níu Lifepak 12 og eitt Lif-
epak 500 hjartastuðtæki. Eitt þess-
ara tækja fór í sjúkrabíl í Ólafsvík.
Um er að ræða svokallað hálf-sjálf-
virkt hjartastuðtæki, Lifepak 12,
sem er mjög háþróað tæki þar sem
hægt er að taka 12 leiðslu hjartalínu-
rit af sjúklingum í sjúkrabíl eða
heimahúsum til að greina hvort um
hjartaáfall sé að ræða, einnig sér
tækið um að greina hjartsláttar-
óreglu sem gæti þurft að stuða. Þá er
í tækinu innbyggður blóðþrýstings-
mælir sem sér sjálfvirkt um að taka
blóðþrýsting með fyrirfram stilltu
millibili. Allar aðgerðir og upplýsing-
ar um sjúkling geymast í minni tæk-
isins og er hægt að prenta þær út við
komu á sjúkrahús. Tæki þetta leysir
af hólmi stuðtæki sem verið hefur í
notkun frá árinu 1987.
Rauði krossinn á og rekur tvær
sjúkrabifreiðar við heilsugæslustöð-
ina í Ólafsvík, með tilkomu þess tæk-
is sem áður er getið er önnur sjúkra-
bifreiðin Ford Econoline búin
fullkomnasta búnaði sem völ er á
miðað við þær kröfur sem gerðar eru
um búnað og staðla um sjúkrabif-
reiðar. Hin bifreiðin Volkswagen
sem notaður hefur verið sem varabíll
er með lágmarksbúnaði.
Umfang sjúkraflutninga í læknis-
héraðinu hefur farið vaxandi ár frá
ári, hefur aukning í janúar til sept-
ember í ár verið 60% samanborið við
sama tíma í fyrra.
Nýtt hjartastuð-
tæki í sjúkrabíl
Ólafsvík
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Kristján Guðmundsson sjúkraflutningamaður og Alda Vilhjálmsdóttir,
sem er í stjórn RKÍ í Snæfellsbæ, við nýja hjartastuðtækið.
UMHVERFISMÁLANEFND Ólafs-
fjarðar veitti verðlaun á dögunum
fyrir garða, eignir, götur og fyr-
irtæki í bænum. Verðlaun voru
veitt í hófi í félagsheimilinu Tjarn-
arborg. Fallegasti garðurinn var
valinn Gunnólfsgata 12 sem er í
eigu Sigríðar Helgadóttur og Finns
Steingrímssonar. Einnig hlutu við-
urkenningar fyrir fallega garða
Bylgjubyggð 22 og Ólafsvegur 8,
sem jafnframt var valin snyrtileg-
asta eignin. Aðrar viðurkenningar
fyrir snyrtilegar eignir fengu
Gunnólfsgata 18 og Hlíðarvegur 43.
Túngata var valin fegursta gatan
en Sparisjóður Ólafsfjarðar snyrti-
legasta fyrirtækið.
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Sigríður í garðinum við Gunnólfsgötu 12, sem var valinn sá fegursti.
Garðar verðlaunaðir
Ólafsfirði