Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 1
MORGUNBLAÐIÐ 13. OKTÓBER 2002
240. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
Þrír framkvæmda-
stjórar í tæplega
eitt hundrað ár 10
Íslensk handrit
frá miðöldum
18 (Fjórir
inn-
hverfir
gæjar)
24
Hilmir Snær Guðnason hefur
nýlokið við að leika eitt þriggja
aðalhlutverka í þýsku bíó-
myndinni Blueprint, ásamt
frægustu leikkonu Þjóðverja
um þessar mundir, Frönku
Potente (Hlauptu Lola,
hlauptu, The Bourne Identity,
Blow, Storytelling), og danska
leikaranum Ulrich Thomsen
(Festen). Í samtali við Árna
Þórarinsson segir Hilmir Snær
frá Blueprint, sem er siðferðis-
leg og dramatísk saga um
klónun á manneskjum, og
kvikmyndatökunum sem er
nýlokið í Kanada./2
Leikur ástmann fyrstu
klónuðu konunnar
ferðalögLandsveit og FjallabakbílarNissan PrimerabörnÆttartréðbíóVetrarmyndirnar
Landið sem hverfur
Friðlandið Kringilsárrani
Hálslón mun fara
inn á um fjórðung
af friðlandi hrein-
dýranna
Prentsmiðja
Morgunblaðsins
Sunnudagur
13. október 2002
B
LÖGREGLAN í Helsinki sagði í
gær að grunur léki á að tæplega tví-
tugur Finni hafi borið ábyrgð á
sprengingunni sem varð í verslana-
miðstöð í Vantaa, skammt norður af
Helsinki, á föstudagskvöldið. Sjö eru
látnir af völdum sprengingarinnar,
þar af tvö börn, að því er Hufvud-
stadsbladet greindi frá í gær á
fréttavef sínum. Sextíu og þrír eru
slasaðir, þar af 25 alvarlega og óttast
er um líf þriggja þeirra, að því er
blaðið hefur eftir Eero Hirvensalo,
yfirlækni á Töölö-sjúkrahúsinu.
Fréttastofan AFP sagði að rúmlega
áttatíu hefðu slasast.
Tilræðismaðurinn lést sjálfur í
sprengingunni, að því er lögreglan
greindi frá á fréttamannafundi síð-
degis í gær. Hann var tæplega tví-
tugur námsmaður, finnskur ríkis-
borgari og búsettur á Helsinki-
svæðinu. Hann var með sprengjuna
festa við líkama sinn er hann
sprengdi hana. Lögreglan greindi
ekki frá nafni mannsins og kvaðst í
gær enn ekki vita hvort hann hefði
verið einn að verki eða haft vitorðs-
menn, og ekki lá heldur fyrir hvers
vegna hann framdi ódæðið. Lögregl-
an hafði aldrei áður haft afskipti af
manninum.
Á föstudagskvöldið var ljóst að sex
voru látnir, en 37 ára kona lést af
sárum sínum í gærmorgun. Að sögn
embættismanna kann tala látinna að
hækka og var haft eftir læknum að
þrír væru mjög alvarlega slasaðir.
Paavo Lipponen, forsætisráðherra
Finnlands, sagðist hafa upplýsingar
um að sprengjan sem sprakk hafi
verið sérstaklega gerð til þess að
valda sem mestu tjóni. Hirvensalo
sagði útlit fyrir að um brotasprengju
hafi verið að ræða, „sprengju sem
var ætlað að særa eins marga og
mögulegt var“. Þetta væri mesti
voðaatburður sem orðið hefði á Hels-
inkisvæðinu síðan í síðari heims-
styrjöld.
Erlend samtök ekki grunuð
Sprengingin varð klukkan hálfátta
á föstudagskvöldið að staðartíma,
eða um hálffimm síðdegis að íslensk-
um tíma, í einni stærstu verslana-
miðstöð Finnlands, Myyrmanni í
Vantaa, sem er um 15 km norður af
Helsinki. Eitt til tvö þúsund manns
voru í miðstöðinni er sprengjan
sprakk á jarðhæðinni þar sem trúður
var að blása upp blöðrur fyrir börn.
Upphaflega var talið að sprengingin
hefði orðið í gaskút, en ekki var not-
að gas við að blása upp blöðrurnar.
Finnska leynilögreglan og rann-
sóknarlögreglan vinna að rannsókn
málsins. Jari Liukku, fulltrúi rann-
sóknarlögreglunnar, sagði að
sprengjan hefði ekki verið það stór
að nokkur hefði tekið eftir því þótt
einhver hefði hana með sér inn í
verslunarmiðstöðina. Talsmaður
Lipponens forsætisráðherra sagði
að stjórnvöld hefðu ekki talið að er-
lend hryðjuverkasamtök hefðu stað-
ið að sprengingunni, heldur talið lík-
legra að hún væri verk truflaðs
einstaklings eða glæpasamtaka.
Sást til tilræðismannsins?
Í gær hafði lögreglan farið fram á
aðstoð almennings við að bera
kennsl á einn þeirra sem létust í
sprengingunni, en vildi þá ekkert
segja um það hvort talið væri að um
tilræðismanninn hefði verið að ræða.
Samkvæmt fregnum eins finnsks
fjölmiðils sást til manns setja
sprengjuna á gólfið í verslanamið-
stöðinni.
Gefin var út nákvæm lýsing á því
hversu hár maðurinn hafi verið og
hvernig hann var klæddur, en lög-
reglan vildi ekkert segja um af hvaða
kynþætti hann hafi verið. Á svæðinu
umhverfis verslanamiðstöðina búa
margir innflytjendur, að því er haft
var eftir embættismönnum.
Tvítugur Finni grunað-
ur um sprengjutilræðið
Reuters
Lögreglumenn girða af vettvang sprengingarinnar í verslanamiðstöðinni í Vantaa, norður af Helsinki.
AP
Hluti þaks verslanamiðstöðvarinnar hrundi í sprengingunni, sem varð á
jarðhæð í skála rétt við einn innganginn. Miðstöðin er þriggja hæða og
var haft eftir sjónarvottum að gler hafi hrunið niður af efstu hæðinni.
Sjö látnir, óttast
um líf þriggja og
tugir slasaðir
Helsinki, Vantaa. AFP, AP.
Latína
kemur
að notum
Fredericksburg. AP.
LATÍNA hefur óvænt komið að
góðum notum við umbætur í
menntamálum í Bandaríkjun-
um. Kennarar sem hafa verið
að reyna að bæta árangur nem-
enda í grunngreinum á borð við
lestur, reikning, sögu og vísindi
hafa sumir hverjir komist að
því að latína – sem hefur um
áratuga skeið þótt gamaldags
og tilgangslaus – reynist hin
mesta búbót.
Kennslustundir í latínu voru
yfirleitt ekki sóttar nema af
þeim sem ætluðu sér að fara í
háskólanám, en nú koma í þær
skólakrakkar hvaðanæva og
sala á kennslubókum í þessu
forna máli hefur aukist. Jafnvel
grunnskólar eru farnir að hefja
kennslu í því.
„Ég held að latína skjóti
ávallt upp kollinum þegar menn
fara að hugsa um að herða
námskröfurnar vegna þess að
þetta er grundvallarfag,“ sagði
Marion Polsky, latínukennari í
Scarsdale í New York. Í vísind-
um er latína notuð um allt frá
læknisfræðilegum hugtökum til
tegundaflokka.
„Expelliarmus“
Þótt ekki sé lengur til lat-
neskt talmál breiddist það út
fyrir margt löngu með róm-
verska heimsveldinu um Evr-
ópu, Asíu og Afríku norðan-
verða og er rót rómanskra mála
á borð við spænsku, ítölsku og
frönsku.
Kennarar eru mjög hrifnir af
áhrifum latneskra hugtaka í
ensku, vísindum og sögu, segir
Frank Morris, aðstoðarpró-
fessor í klassískum málum við
Charlestonháskóla. Latína,
segir hann, „nýtist svo víða“.
Líka í ævintýrum. Ungir les-
endur bókanna um Harry Pott-
er rekast ósjaldan á latínu á síð-
um bókanna. Þar er til dæmis
að finna töfraorðið „expelliarm-
us“, sem afvopnar óvininn,
enda er þýðir þetta „afvopnun“
á latínu.
Nikótín-bólu-
efni prófað
VÍSINDAMENN við Karolinsku
stofnunina í Svíþjóð ætla að hefja til-
raunir á fólki með bóluefni gegn
nikótíni á næsta ári, að sögn Svenska
Dagbladet. Blaðið segir að tilraunir
á dýrum hafi gefið góða raun.
Bóluefnið hindrar að nikótínið
berist í heilann. Fólk hefur því enga
nautn af því að reykja og reyking-
arnar verða tilgangslausar. Bóluefn-
ið verður fyrst um sinn ætlað fólki
sem hefur reynt að hætta reykingum
en ekki tekist það.