Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 56

Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 56
HANN er 34 ára og ómenntaður í kvikmynda- gerð. Samt slást Hollywoodstjörnurnar um að fá að leika í myndum hans. Enda kannski ekki nema von því eftir hann liggur ein sú frumleg- asta í lengri tíma, mynd sem margir telja þegar vera orðna sígilda. Og nú önnur til, með ris- unum Al Pacino og Robin Williams í stærstu hlutverkum, mynd sem gagnrýnendur beggja vegna Atlantshafs hafa lofað í hástert. Sú fyrr- nefnda er Memento, spennutryllirinn sem góð- ur herramaður sagði á röngunni, en síðar- nefnda Imsomnia, sem sami herramaður sagði á réttunni. Og það er ekki bara vegna þess að sagan er sögð í réttri tímaröð sem Imsomnia er á réttunni því það er svo margt annað rétt við þá mynd. Réttir leikarar í helstu hlutverkum, réttar úrlausnir í handritinu og svo náttúrlega réttur leikstjóri, á réttum stað – Christopher Nolan. Þessi ungi bókmenntafræðingur sem hefur þegar skipað sér í hóp allra virtustu og eftirsóttustu leikstjóra samtímans. Insomnia er endurgerð á samnefndri norskri mynd og gengur út á morðrannsókn í afskiptum smábæ í Alaska. Al Pacino leikur rannsókn- arlögreglumann sem fenginn er til þess að taka yfir rannsókn málsins, gamall reynsluhundur, sem virðist drifinn áfram af ríkri réttlæt- iskennd og þeirri trú að með lögum skuli land byggja. Robin Williams leikur mann sem liggur undir sterkum grun en þegar málið virðist liggja ljóst fyrir og einungis formsatriði að næla í hinn seka þá eiga sér stað atburðir sem snúa öllu á hvolf og gera málið að því erfiðasta sem reynsluboltinn Pacino hefur þurft að glíma við. Spurningar Af símasamtalinu, sem blaðamaður Morg- unblaðsins átti við Nolan á dögunum, að dæma er hér á ferð skarpskyggn og einbeittur náungi með afbrigðum, svaraði öllum spurningum af áhuga en um leið yfirvegaður og varfærinn. „Ólíkt öðrum kollegum mínum hef ég gaman af því að fylgja myndum mínum eftir því það er fátt sem veitir mér eins mikla ánægju og að ræða við áhugasama um þær,“ viðurkennir Nol- an fúslega þegar blaðamaður byrjar á því að spyrja hann hvort hann sé ekki þreyttur á því að þurfa að veita hvert viðtalið á fætur öðru, löngu eftir að myndir hans hafa verið frum- sýndar. „Það gleður mig fátt eins mikið og þegar fólk er eitt stórt spurningamerki þegar talið berst að myndum mínum og því breytilegri sem spurningarnar eru því skemmtilegra finnst mér að gera mitt besta til að svara þeim.“ – Hvernig bar það að að þú ákvaðst að gera endurgerð á nýlegri norskri mynd? „Ég sá upprunalegu myndina þegar hún kom út árið 1997, féll strax fyrir henni og horfði því á hana nokkrum sinnum í viðbót. Þá þegar datt mér í hug að fá að láni grunnhugmyndina að sögunni og reyna að búa til úr henni aðra og ólíka mynd, mynd á borð við þær sem Holly- wood-kvikmyndaverin gerðu svo vel fyrir ein- um 30–40 árum. Þegar ég fór að grennslast fyr- ir um endurgerðarréttinn komst ég að því að Warner-bræður höfðu þegar tryggt sér hann. Ég dreif mig því í að gera Memento en að því loknu setti ég mig í samband við þá, sýndi þeim myndina mína og fékk að lesa handritið sem Hillary Seitz hafði þá gert eftir norsku mynd- inni og líkaði það. Upphaflega ætlaði ég að skrifa sjálfur handritið en þegar ég sá að hún hafði nálgast það nákvæmlega eins og ég hefði gert, með því að fókusa betur á lögguna sem Pacino leikur, undirstrika vigt hans og þá sí- gildu ímynd bíómyndalöggunnar sem hokin er af reynslu.“ Tekur endurgerðum með fyrirvara – Hvað var það nákvæmlega í upprunalegu sögunni sem höfðaði til þín? „Allar þessar siðferðislegu og þrúgandi þver- sagnir sem hún býr yfir, þéttleiki hennar og innilokunarkenndin sem skapast í þessu litla af- skipta samfélagi á norðurhjaranum. Rökk- urmyndastíllinn sígildi höfðuðu líka sterkt til mín. Þessar aðstæður sem hin siðvanda og reynda lögga lendir í, löggan sem hingað til hef- ur alltaf verið með sitt á hreinu en áttar sig allt í einu á því að hún sé að missa tökin uns hann finnur enga lausn í sjónmáli, enga undan- komuleið.“ – Nú er Insomnia endurgerð á nýlegri mynd. Maður sem áhuga hefur á norskri – og yfir höf- uð evrópskri kvikmyndagerð – hlýtur samt yfir höfuð að hafa illan bifur á endurgerðum eins og flestir aðrir kvikmyndaunnendur? „Ég get ekki neitað því að áður en ég gerði Insomnia var ég sannarlega einn af þeim sem tók Hollywood endurgerðum með góðum fyr- irvara. Ég velti mér reyndar ekki mikið upp úr því en man að mér þótti endurgerðir alltaf hálf- tilgangslausar og hélt ég ætti ekki eftir að gera eina. En það sem sló mig við að horfa á upp- runalegu útgáfuna var sú hugdetta að geta breytt andrúmsloftinu og frásögninni svo hún hentaði minni sýn, að það væri mögulegt að fá að láni fléttuna en breyta persónunum og sam- bandi þeirra við áhorfendur. Mér fannst ég þannig ekki vera að gera endurgerð, þótt hún vissulega sé það upp að ákveðnu marki, heldur leit ég alltaf svo á að ég væri að gera nýja mynd með notaðri fléttu, rétt eins og verið væri að setja upp nýja og breytta leikgerð á einhverju leikriti.“ Williams virðist eðlilegur á tökustað – Fékkstu að velja þetta safaríka leikaralið? „Já og ég var staðráðinn í að finna í hlutverk löggunnar ráðvilltu leikara sem bæri af sér þokka stórstjörnunnar, einhvern sem fyndi sig og hefði nægilega vigt til að fara með hlutverk hins virta og reynda starfsmanns. Það var lífs- nausynlegt til að fólk myndi átta sig á hversu mikla vigt aðalpersónan hefði, hversu drjúgt orðspor væri í húfi.“ – En það hlýtur að vera erfitt og svolítið yf- irþyrmandi fyrir ungan leikstjóra eins og þig að vinna með stórfiskum á borð við Pacino og Williams? „Þeir hjálpa manni mjög snemma að yfirstíga þann þröskuld, vegna þess að þeir eru full- komlega meðvitaðir um þennan vanda, hversu skærar stjörnur þeir eru. Þeir vita að ef einhver á mínum aldri er að fara að vinna með þeim, hefur hann alist upp við að dást að hæfileikum þeirra og þeir vita orðið hvað þeir þurfa að gera til þess að útrýma þeim skjálfta.“ – Hvernig fórstu að því að temja galgopann Robin Williams á meðan á tökum stóð? „Ég held að hlutverk hans hafi tamið hann. Maðurinn er náttúrlega alltaf að grínast og skemmta fólki í kringum sig en hann tók hlut- verk sitt svo alvarlega að um leið og kom að honum þá skipti hann um ham og sökti sér ofan í hlutverk sitt, sem vel að merkja kallar á mjög mikla yfirvegun, ólíkt þeim hlutverkum sem Robin hefur þurft að fara með í gegnum tíðina.“ – En hafðirðu aldrei áhyggjur af því að hann myndi spilla stemmningunni á tökustaðnum með öllum þessum bröndurum? „Eiginlega ekki, því stemmning á tökustað er hvort eð er alltaf hálfsteikt. Þar er allt í gangi; fáránlegur húmor, yfirgengilegt stress, ofboðs- legt þunglyndi og rembingsleg yfirvegun. Rob- in fellur svo inn í þetta og virkar bara full- komlega eðlilegur á tökustað.“ – Hvernig í ósköpunum datt þér í hug að fá Williams í hlutverk vafasama náungans? „Ég varð að fá einhvern sem gat boðið Pacino birginn hvað sjarma og frægð varðar. Einhvern sem á álíka auðvelt með að eigna sér senur, en á algjörlega allt annan máta. Þegar nafn Robins bar á góma þá gat ég ekki hugsað mér betri kost, fáránlegri kost vissulega, en samt besta kostinn. Forsaga hans og viðhorf sem almenn- ingur hefur til hans stuðlaði einmitt að því sem ég var að sækjast eftir, að áhorfandinn hefði ekki hugmynd um hvaða mann hann hefur að geyma og á verulega erfitt með að ímynda sér sem eitthvert illmenni.“ Það sem kannski vekur einna mesta eftirtekt Íslendinga er að einn helsti örlagavaldur mynd- arinnar er svefnleysi Pacinos sem hann telur stafa af birtunni sem varir allan sólarhringinn svo norðarlega á hnettinum. Nolan segist hafa heillast sérstaklega af þessum þætti því hann sé svo framandi flestum öðrum en þeim sem við lifa við hana. „Það vakti forvitni mína að fólkið í Alaska kann svo vel við þetta og gæti ekki hugs- að sér tilveruna á annan hátt. Ég geri ráð fyrir að sama eigi við á Íslandi. Hinsvegar er þetta einn af þeim þáttum sem ruglar lögguna í rím- inu og ýtir undir siðferðisbaráttuna sem hann á í við sjálfan sig og svefnleysið.“ Williams og Pacino: Sannkallaðar þversagnir.Christopher Nolan ásamt þungavigtarleikaranum Pacino. Af svefnleysi og öðrum þversögnum Christopher Nolan er með efnilegri kvikmyndagerðarmönnum sem fram hafa komið í lengri tíma og með nýjustu mynd sinni Insomnia, sem nú er í bíói, sýnir hann að snilldin sem bjó að baki Memento var engin tilviljun. Í samtali við Skarp- héðin Guðmundsson í vikunni talaði Nolan um tilurð Insomnia, andúð sína á endurgerðum og svefnleysi Pacinos. skarpi@mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR skyggnst er inn í hljóðheim Einars Arnar Bene- diktssonar koma í ljós lög, sem fjalla meðal annars um ráfandi kanínur og týnda peninga. Einar Örn kemur fram undir eigin nafni á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves, í Iðnó 18. október. „Mér er sagt að sumt af þessu sé eins og ég, svolítið óþolandi og pirr- andi,“ segir Einar Örn um nýju tón- listina. Birgir Örn Thoroddsen er hans helsti samstarfsmaður og verður hann því ekki einn á sviðinu en tón- leikarnir verða teknir upp. Til viðbót- ar býst hann við því að koma fram með tveimur gítarleikurum, Elíasi Péturssyni djassgítarleikara og Frosta Logasyni úr Mínus auk þess sem sonur hans Hrafn- kell Flóki leikur á vasatromp- et. „Ég hitti Bibba úti á götu og spurði hann hvort við yrð- um ekki að prófa að vinna sam- an,“ segir Einar Örn um upp- haf samstarfsins en þetta var fyrir um einu og hálfu ári. Samstarfið komst í fullan gang fyrir tæpu ári og eru þeir núna komnir með á milli 15 og 18 lög og hyggja á útgáfu. „Þetta er hljóðheimur sem við er- um að vinna í, með smátakti. Litlar sögur með einstökum melódíum. Okkur tekst að miðla áfram einkenni- legu hugarástandi okkar beggja,“ segir Einar Örn. Þegar hann lýsir umræddu hugar- ástandi nánar segir hann það fanga fyrst og fremst augnablikið og eru lögin því nokkurs konar sögur úr augnablikinu. Ekki að reyna að sigra heiminn „Það er grundvallaratriði að við er- um ekki að reyna að slá í gegn. Við er- um að gera þetta af því að okkur finnst gaman að þessu. Hugmyndin hjá okkur er ekki djúpstæðari en það að okkur finnst gaman að gera þetta,“ segir Einar Örn, sem verður vopnað- ur hljóðnema á tónleikunum, en Bibbi verður með tölvu og hljóðblandara. Einar Örn er hrifinn af tölvu- tækninni í tónlist og segir hana gagnast fjölskyldumönnum eins og sér því hægt sé að vinna tónlist hvar og hvenær sem er. „Ég sendi Sig- tryggi Baldurssyni trommara lögin til Hollands. Hann trommaði inn á þau og sendi mér til baka mp3-skrár, sem við settum við sum lögin,“ útskýrir hann og segir að þeim báðum hafi hugnast þessi vinnuaðferð. Einar Örn stígur á sviðið í Iðnó um miðnæturbilið en hann segist oftast vera kominn í háttinn um það leyti. „Ég er venjulega sofnaður þá þannig að ég þarf sjálfsagt að snúa við sólar- hringnum þessa viku,“ segir hann. Einar Örn spilar á Iceland Airwaves 18. október Sögur úr augnablikinu Morgunblaðið/Júlíus The Eagles endurfædd? Ernirnir tveir, Einar Örn Benediktsson, á mynd, og Birgir Örn Thoroddsen, vinna saman að tónlistarsköpun. ingarun@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.