Morgunblaðið - 13.10.2002, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
!
"
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
UM þessar mundir er að ljúka ein-
stæðum tónlistarviðburði sem ríku-
leg ástæða er til að vekja athygli á.
Þýski organistinn Jörg E. Sonder-
mann er nú að ljúka því þrekvirki
að leika öll orgelverk Bachs á 26
tónleikum. Verða næstsíðustu tón-
leikarnir haldnir í Breiðholtskirkju
í Mjódd nk. þriðjudag kl. 20.30. Að
þessu sinni verður aðgangur ókeyp-
is, en sóknarnefndin mun í staðinn
leggja skerf til Hjálparstarfs kirkj-
unnar.
Þetta er í fyrsta sinn sem einn
organisti flytur öll orgelverk Bachs,
frumgerðir, tilbrigði og verk sem
upphaflega voru ekki samin fyrir
orgel, en hæfa orgelinu. En fyrir
hálfum öðrum áratug sameinuðust
íslenskir organistar um þetta viða-
mikla verkefni. Leyfi ég mér því að
fullyrða, að hér sé um einstæðan
tónlistarviðburð í íslenskri tónlist-
arsögu að ræða og hvet allt áhuga-
fólk um kirkjulega tónlist að gefa
þessu gaum og fjölmenna á þessa
tónleika. Jafnframt vil ég vekja at-
hygli á því, að síðustu tónleikarnir í
tónleikaröðinni verða þriðjudaginn
19. nóvember.
Jörg E. Sondermann hefur haldið
tónleika víða um lönd m.a. í Þýska-
landi, Hollandi, Sviss, Frakklandi,
Póllandi og Finnlandi. Hér á landi
hefur hann haldið tónleika á Ak-
ureyri, Ísafirði, Selfossi, í Hvera-
gerði og í Hallgrímskirkju. Hann
flutti til Íslands haustið 1997 og
hefur síðan starfað sem organisti í
Hveragerðis- og Kotstrandarsókn-
um. Hann hefur einnig kennt kór-
stjórn og orgelleik við Tónskóla
Þjóðkirkjunnar frá haustinu 1999.
GÍSLI JÓNASSON,
prófastur.
Ert þú að missa af
tónlistarviðburði?
Frá Gísla Jónassyni:
Myndir þú kaupa barnið þitt
úr verksmiðju?
Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur
verið í gangi undanfarið langar okk-
ur að draga saman nokkrar stað-
reyndir.
„Hvolpaframleiðsla“ hefur valdið
miklum usla í vestrænu samfélagi
um árabil. Í Bandaríkjunum sem
dæmi er þetta orðið það útbreitt
vandamál að erfitt er að stoppa það.
Þrátt fyrir að lögum samkvæmt er
þetta með öllu bannað. Allt of oft
koma dýraverndunarfélög upp um
ólöglega hvolpframleiðslu þar sem
hundarnir eru vægast sagt í hörmu-
legu ástandi.
Hvað er hvolpa-
framleiðsla?
Þar sem hvolpar eru framleiddir í
miklu magni í gróðaskyni. Oft er
mörgum hundum af mismunandi
tegundum troðið saman í litla bása. Í
þessu básum þurfa þeir að húka alla
daga. Þarna sofa þeir, éta og gera
þarfir sínar, allt á sama stað. Hreyf-
ing er lítil sem engin og tíkurnar
látnar eru gjóta við hvert tækifæri.
Samskipti hunda og manna eru ákaf-
lega lítil og gera afleiðingar einangr-
unar vart við sig með taugaveiklun
og geðröskun.
Hundar sem bjargað hefur verið
hafa verið mjög horaðir og vöðvarnir
rýrir og til einskis nýtir. Of margir
voru svo illa haldnir að ekki var hægt
að bjarga þeim.
Sem dæmi má nefna Chloe, sem
var ein hundraða hunda sem bjargað
var úr hvolpaframleiðslu í miðvest-
urhluta Bandaríkjanna. Hún var tek-
in úr svokallaðri „hvolpamyllu“ í júlí
1999 þá átta ára gömul. Hún hafði þá
gotið tæplega hundrað hvolpum yfir
ævina. Hvolparnir hennar Chloe
voru seldir sem hreinræktaðir Cairn
Terrier með ættbók frá AKC (Am-
erican Kennel Club), þrátt fyrir það
að Chloe væri ekki Cairn Terrier,
hún var blendingur.
Þetta sjáum við æ oftar hér á landi.
Fólk sem kaupir sér dýra hunda frá
stórum hvolpaframleiðlendum en
endar með verðlausa blendinga.
Er þetta það sem við viljum sjá á
Íslandi?
Hvergi í íslenskum lögum er talað
um hversu mikið af hundum hver
ræktandi má hafa í umsjá sinni. Til
eru dæmi um ræktunarbú sem ala
allt að 200 hunda í umsjá örfárra
starfsmanna. Þessir hundar fá ekki á
nokkurn hátt þá umönnun og athygli
sem nauðsyn krefur. Hvolpar þurfa
mikla umönnun frá fæðingu þar til
þeir eru tilbúnir að fara frá móður
sinni. Umhverfisþjálfun er mjög
mikilvæg á þessu tímabili ef forðast á
hin ýmsu hegðunarvandamál.
Er ekki kominn tími til að endur-
skoða lögin um dýrahald í atvinnu-
skyni?
Lög um hundaræktun hafa fallið
undir sama hatt og minkabú, en það
þarf nú engan snilling til sjá að þarna
eru tvær gjörólíkar dýrategundir á
ferð, þó svo að einhverjir hundafram-
leiðendur vilji meina annað. Þess má
geta að minkar hafa alltaf lifað villtir
í náttúrunni á meðan hundar hafa
fylgt mönnum í 14.000 ár.
Viljum við fara svona með besta
vin mannsins?
Ætla stjórnvöld að láta þennan
hrylling viðgangast?
Með þessari grein viljum við vekja
landsmenn til umhugsunar og biðja
þá að vanda valið í hundakaupum.
„Ekki kaupa „hvolpinn“ í sekkn-
um.“
BRYNDÍS RUT LOGADÓTTIR,
Veghúsum 31, Reykjavík,
brl@simnet.is,
ANJA BJÖRK
KRISTINSDÓTTIR,
HULDA RÚN
JÓHANNESDÓTTIR.
Hvolpaframleiðsla
Frá Bryndísi Rut Logadóttur,
Önju Björk Kristinsdóttur og
Huldu Rún Jóhannesdóttur: