Morgunblaðið - 13.10.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK
50 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Sel-
foss kemur í dag.
Hafnarfjarðarhöfn: Sel-
foss kemur á morgun.
Mannamót
Árskógar 4. Á morgun
kl. 9–12 opin handa-
vinnustofa, kl. 10.15 leik-
fimi, kl. 11 boccia, kl.13–
16.30 opin smíðastofa/
útskurður, opin handa-
vinnustofa, kl. 13.30
félagsvist, kl. 16 mynd-
list, kl. 10–16 púttvöll-
urinn.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–12 búta-
saumur, kl. 9–17 fótaað-
gerð, kl. 10–11
samverustund, kl. 13.30–
14.30 söngur við píanóið,
kl. 13–16 bútasaumur.
Uppl. í s. 568 5052.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið opið
mánu- og fimmtudaga.
Mánud: Kl. 16 leikfimi.
Fimmtud: Kl. 13 tré-
skurður, kl. 14 bóka-
safnið, kl. 15–16 bóka-
spjall, kl. 17–19 æfing
kór eldri borgara í Dam-
os. Laugard: kl. 10–12
bókband, línudans kl. 11.
Námskeið í postulíns-
málun byrjar 18. nóv.
Uppl. og skráningar
Svanhildur s. 586 8014
e.h.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Fimmtud. 17.
okt. leikhúsferð, Veislan
í þjóðleikhúsinu, kl. 20,
skráning hafin. Nám-
skeið í skyndihjálp fyrir
eldri borgara í 2 daga
18. og 21. okt. og seinna
námskeiðið 25. og 28.
okt. Skráning í s.
820 8571 kl. 14–15 virka
daga. Mánudagur: Leik-
fimi fellur niður kl. 9.30
og 10.15.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 á morgun
kl. 20.30. Fótaaðgerða-
stofan opin frá kl. 10.
Skrifstofan Gullsmára 9
er opin á morgun kl.
16.30–18, s. 554 1226.
Félagar úr Akranes-
félaginu koma í heim-
sókn í Lionshúsið, Auð-
brekku 25–27 laugard.
26. okt. Skráning sem
fyrst á þátttökulista sem
eru í félagsheimilunum.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Á morgun kl. 8
böðun, kl. 9 fótaaðgerð,
kl. 9 myndlist, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13
föndur og handavinna,
kl. 13.30 enska, fram-
hald. Enskukennsla er
hafin, kennt er á mánu-
dögum og mið-
vikudögum kl. 13.30.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Á morgun Kl. 8–
16 opin handa-
vinnustofan, kl. 9–12
myndlist, kl. 10–13 opin
verslunin, kl. 11–11.30
leikfimi, kl. 13–16 spilað.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Á morgun Kl. 9–16
handavinnustofan opin,
kl. 9–12 myndlist, kl. 13–
16 körfugerð, kl. 11–
11.30 leikfimi, kl. 13–16
spilað, kl. 10–13 versl-
unin opin.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Á morgun
böðun kl. 9–12, opin
handavinnustofan kl. 9–
16.30, félagsvist kl. 14,
hárgreiðslustofan opin
9–14. Námskeið í postu-
línsmálun byrjar 16. okt.
Í tilefni af 10 ára opn-
unarafmæli fé-
lagsmiðstöðvarinnar
verður afmælisfagnaður
18. okt. Kvöldverður,
skemmtiatrið og fluttur
annáll stöðvarinnar í
léttum dúr.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Á morg-
un verður opnaður nýr
púttvöllur í Hraunseli
kl. 10, félagsvist kl.
13.30. Á þriðjudag
handavinna og brids kl.
13.30 púttað á Hrafn-
istuvelli kl. 14–16.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan er
lokuð vegna breytinga í
Glæsibæ. Sunnud:
Dansleikur kl. 20.
Mánud: brids kl. 13.
Danskennla framhald kl.
19, byrjendur kl. 20.30.
Þriðjud: Skák kl. 13, al-
kort kl. 13.30. Miðvikud:
Göngu-hrólfar ganga frá
Hlemmi kl. 9.45. Söng-
félag FEB kóræfing kl.
17. Línudanskennsla kl.
19.15. Fræðslunefnd
FEB verður með
fræðslu- og kynning-
arferð á Reykjalund 16.
október farið verður frá
Ásgarði Glæsibæ kl. 13.
Þátttaka tilkynnist
skrifstofu FEB sími
588 2111. Skemmtun í
Ásgarði Glæsibæ föstu-
daginn 18. október kl.
20, kórsöngur og hljóm-
sveitin Skjern Salonor-
kester leikur fyrir dansi.
Skrifstofa félagsins er
flutt að Faxafeni 12 s.
588 2111. Félagsstarfið
er áfram í Ásgarði
Glæsibæ.
Gerðuberg, félagsstarf.
Í dag kl. 13–16 myndlist-
arsýning Brynju Þórð-
ardóttur opin, á morgun
kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, kl. 9.30 sund- og
leikfimiæfinar í Breið-
holtslaug, kl. 15.15 dans-
kennsla, allir velkomnir.
Allar upplýsingar um
starfsemina á staðnum í
síma 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á morgun handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum kl.
9–17, kl. 10.45, hæg leik-
fimi (stólaleikfimi), kl.
9.30 gler- og postulíns-
málun, kl. 13 skák og
lomber, kl. 20 skapandi
skrif.
Gullsmári, Gullsmára
13. Á morgun kl. 9 vefn-
aður, kl. 9.05 leikfimi kl.
9.55 róleg stólaleikfimi,
kl. 10 ganga, kl. 13 brids,
kl. 20.30 félagsvist. Fjöl-
þjóðlegt málþing um fé-
lagslega stöðu aldraða í
mismunandi sam-
félögum verður haldið í
félagsheimilinu Gull-
smára þriðjudaginn 22.
október kl. 13.15. Fyr-
irlesarar frá Íslandi,
Ghana, Víetnam, Pól-
landi og Mexíkó. Söngur
frá Japan. Upplýsingar
og skráning fyrir mánu-
dag 21. október í s.
564 5260.
Hraunbær 105. Á morg-
un kl. 9 postlínsmálun,
perlusaumur og fótaað-
gerð, kl. 10 bænastund,
kl. 13. 30 sögustund og
spjall, kl. 13 hárgreiðsla.
Hvassaleiti 56–58. Á
morgun kl. 9 böðun og
föndur, kl. 9 og kl. 10
jóga, kl. 13 spilað. Fóta-
aðgerðir. Allir velkomn-
ir.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi.
Fimmud: Kl. 10 aðra
hverja viku púttað á
Korpúlfsstöðum, hina
vikuna keila í Keilu í
Mjódd. Vatnsleikfimi í
Grafarvogslaug á
þriðjud. kl. 9.45 og
föstud. kl. 9.30. Uppl. í s.
5454 500 Þráinn.
Norðurbrún 1. Á morg-
un kl. 10–11 ganga, kl.
9–15 fótaaðgerð, kl. 9–12
myndlist, kl. 9–16 opin
handavinnustofa.
Vesturgata 7. Á morgun
kl. 9–16 fótaaðgerðir og
hárgreiðsla, kl 9.15–
15.30 almenn handa-
vinna, kl. 9.30–10.30
boccia, kl.10.30–11.30
jóga, kl.12.15–13.15
danskennsla, kl.13–16
kóræfing. Kennsla í þrí-
víddarmyndum á mið-
vikudögum frá kl. 9.15–
12 skráning í s. 562 7077.
Haustbingó verður
miðvikud. 16. okt.
kl.13.15 Vöfflur með
rjóma í kaffitímanum,
allir velkomnir.
Vitatorg. Á morgun kl.
8.45 smíði, kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 9.30 bók-
band, bútasaumur og
morgunstund, kl. 10
fótaaðgerðir, sund og
boccia, kl. 13 hand-
mennt, glerbræðsla og
spilað.
Háteigskirkja, eldri
borgarar, mánudaga fé-
lagsvist kl. 13–15, kaffi.
Digraneskirkja, kirkju-
starf aldraðra. Opið hús
á þriðjudag frá kl. 11
leikfimi, léttur máls-
verður, helgistund,
fræðsluþáttur, kaffi. All-
ir velkomnir.
Gullsmárabrids. Brids í
Gullsmára 13 mánu- og
fimmtudaga. Skráning
kl. 12.45, spilamennska
hefst kl. 13.
Félag eldri borgara
Suðurnesjum. Bingó í
Selinu, Vallarbraut 4,
Njarðvík, öll mánudags-
kvöld kl. 20. Leikhúsferð
í Borgarleikhúsið 31.
okt. að sjá Með vífið í
lúkunum. Skráning fyrir
14. okt. Nánar í auglýs-
ingum.
Kvenfélag Bústað-
arsóknar heldur fyrsta
fund vetrarins mánud.
14 okt. í safnaðarheim-
ilinu kl. 20. Vetrarstarfið
kynnt.
Kvenfélag Kópavogs
Basar vinnukvöldin eru
á mánudögum kl. 20 í sal
félagsins í Hamraborg
10.
Í dag er sunnudagur 13. október,
286. dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Þú hefur breytt eftir mér í kenn-
ingu, hegðun, ásetningi, trú, lang-
lyndi, kærleika, þolgæði.
(2. Tím. 3, 10.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 laska, 4 hafa stjórn á, 7
frumeindar, 8 vandræði,
9 kraftur, 11 skelin, 13
fornafn, 14 skreytinn, 15
naut, 17 borðar, 20 ílát,
22 undirokun, 23 rándýr-
um, 24 korns, 25 bik.
LÓÐRÉTT:
1 skáldskaparguðs, 2
svipað, 3 sleif, 4 hjólhest-
ur, 5 glæpafélag, 6 eld-
stæði, 10 digra, 12 fersk-
ur, 13 liðamót, 15
torfþak, 16 uppnámið, 18
refsa, 19 stækja, 20 neyð-
ir, 21 vítt.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 haldgóðan, 8 læður, 9 aldan, 10 get, 11 rýrna,
13 taðan, 15 horsk, 18 þarma, 21 lúr, 22 lemja, 23 eiður,
24 matarföng.
Lóðrétt: 2 arður, 3 dorga, 4 ósatt, 5 andúð, 6 glær, 7 un-
un, 12 nes, 14 aða, 15 hold, 16 rimma, 17 klaga, 18 þreif,
19 ræðin, 20 arra.
EFTIR að Mosfellssveit
fékk kaupstaðarréttindi
fyrir 15 árum hafa grannar
okkar Mosfellingar löngum
átt í vandræðum með að
skilja að það sem áður var
Mosfellssveit er nú Mos-
fellssbær.
Þannig hefur ýmiss kon-
ar landfræðilegt klúður
heyrst og sést, eins og
„Mosfellsdalur skammt of-
an Mosfellsbæjar“ og „Sel-
vatn rétt austan við Mos-
fellsbæ,“ „Seljabrekka við
Þingvallaveg ofan við Mos-
fellsbæ,“ svo tekin séu þrjú
nýleg dæmi.
Dropinn sem fyllir minn
bikar í dag, 9. október
2002, er klausa í Velvak-
anda um tvær tíkur í óskil-
um. Önnur fannst í Mos-
fellsbæ, „hin, svört, fannst
við Hafravatn“.
Hver er munurinn? Jú,
sú síðarnefnda fannst við
skilgreindan stað í Mos-
fellsbæ, Hafravatn. Hin
getur hafa fundist hvar
sem er á bilinu frá Korpu
að Leirvogsá að Sauðafelli
á Mosfellsheiði og þaðan
sjónhending suður á
Hellisheiði. – Svæðið er um
um 230 ferkílómetrar og
hending að finna þar litla,
brúna tík – sem síðan var
skilað á Hundahótelið á
Leirum á Kjalarnesi – í
Reykjavík, aðeins norðan
við Mosfellsbæ.
Sigurður Hreiðar,
Hlíðartúni 9, rétt
norðan við Reykjavík.
Klassík aftur
í loftið
KLASSÍK FM var því
miður lögð niður hjá Norð-
urljósum, auk tveggja ann-
arra stöðva. Ástæðan: Það
þurfti að nota tækjakostinn
í Útvarp Sögu, skilst mér.
Ég nota tækifærið hér með
og bið Norðurljós um að
setja þessa yndislegu út-
varpsstöð aftur í gang –
það veitir ekki af fyrir
stressaðan almúgann!
Fuglarnir
á Tjörninni
Í VELVAKANDA var fyr-
ir stuttu fyrirspurn um
hvort fuglunum á Tjörninni
væri gefið.
Samkvæmt bréfi frá
garðyrkjustjóra hefur
garðyrkjudeild eftirlit með
lífríki Tjarnarinnar, bæði
fuglumog gróðri, í samráði
við sérfræðinga frá Nátt-
úrufræðistofnun Íslands og
sér um hreinsun umhverfis
friðlandið í Vatnsmýrinni
og Hljómskálagarðinum en
í og við Norðurtjörnina fer
hreinsunin fram í sam-
vinnu við gatnadeildina.
Fuglar við Tjörnina eru
ekki fóðraðir af hálfu garð-
yrkjudeildar en á veturna,
þegar jarðbönn eru, er
þeim gefið daglega í frið-
landinu í Vatnsmýri. Það
fylgir ekki sögunni hvernig
fuglarnir eiga að vita það.
Fuglar eru taldir a.m.k.
einu sinni á sumri, frið-
landinu lokað fyrir umferð
frá 15. apríl til 1. ágúst ár
hvert og fylgst með varpi
og afkomu ungviðis. Ekki
verður annað séð en að
fuglalíf hafi verið í jafn-
vægi undanfarin ár.
Með bestu kveðjum,
Sigríður, Dýraverndun-
arfélagi Reykjavíkur.
Pálína.
Dýrahald
Tvær skógarkisur
vantar gott heimili
ÖNNUR er 5 mánaða
læða, hálfur skógarköttur,
frekar lítil, hvít með grátt
skott. Hin er 4 ára læða,
hreinræktaður skógarkött-
ur, innikisa. Upplýsingar í
síma 820 2658.
Kettlingar
fást gefins
TVEIR 10 vikna kettlingar
fást gefins. Fallegir og vel
upp aldir. Annar er svartur
og hvítur, hinn er grár og
loðinn. Upplýsingar í síma
567 0410.
Samba
er týnd
HÚN týndist frá Hraun-
teigi 23 sl. miðvikudag.
Hún er 5 mánaða grá/hvít
bröndótt og loðin. Hún er
með bleika ól með tveimur
bjöllum og merkt. Þeir sem
hafa orðið hennar varir
hafi samband í síma
848 0250.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Hvar er
Hafravatn?
Víkverji skrifar...
MÖNNUM verður tíðrætt umdýrtíð um þessar mundir og
hvað eftir annað sést samanburður á
verði matvöru hér og í löndunum í
kringum okkur. Matvara er hins veg-
ar ekki eina söluvaran, sem er dýrari
hér en annars staðar. Verð á geisla-
diskum var til skamms tíma orðið
sambærilegt við það sem gerist í ná-
grannalöndunum, en hefur hækkað
verulega. Reyndar tók sá aðili, sem
gnæfir yfir markaðinn, þá ákvörðun
að hækka diska um 500 krónur einn
góðan veðurdag og kosta diskar nú
orðið um 2.500 krónur, en kostuðu áð-
ur um 1.900 krónur. Gildir einu þótt
krónan hafi styrkst nokkuð eftir að
þessi ákvörðun um hækkun var tekin,
það hefur engin áhrif haft á verð á
geisladiskum, þótt ætla mætti að hag-
stæðara gengi ætti að gefa tilefni til
lækkunar. Fyrir vikið er nú hins veg-
ar svo komið að munur á verði geisla-
diska hér og í nágrannalöndunum er
allt að þúsund krónur, hvort sem það
er austan hafs eða vestan. Víkverji
var nýlega í Þýskalandi þar sem
geisladiskar virtust sjaldnast kosta
meira en 18 evrur, sem er rúmlega
1.500 krónur.
Sjálfsagt lágu ýmsar ástæður að
baki þeirri ákvörðun að hækka geisla-
diska svo rækilega sem gert var. Það
er hins vegar alkunna úr hagfræðinni
að í verðlagi eru til ákveðin sársauka-
mörk og þegar þeim er náð skreppur
eftirspurnin eftir vörunni mun meira
saman en nemur hækkun verðs. Þessi
sársaukamörk velta mjög á því hvert
er eðli vörunnar, sem um er að ræða.
Þannig er hægt að hækka kaffi og
tóbak verulega í verði án þess að
neytendur láti sér það að kenningu
verða. Aðrar vörur eru aftur á móti
þess eðlis að sé verðið hækkað úr hófi
hætta neytendur einfaldlega að
kaupa þær. Þannig er hægt að skjóta
sig í fótinn í viðskiptum með því að
verðleggja sig út af markaðnum, en
einnig er hægt að margfalda veltu og
viðskipti með því að lækka verð þann-
ig að allt í einu er komið undir áð-
urnefnd sársaukamörk.
Víkverji ímyndar sér að þetta eigi
við um geislaplötumarkaðinn og í
raun sé verið að vísa viðskiptavinun-
um burtu. Það er eitthvað athugavert
þegar haldinn er stórkostlegur út-
sölumarkaður á geisladiskum og
verðið þar reynist ósköp svipað og
hversdagsverðið í Þýskalandi, ef ekki
hærra.
x x x
ÍLISTASAFNI Íslands stendur umþessar mundir yfir sýning á ljós-
myndum úr safni Moderna Museet í
Svíþjóð, sem ber heitið Þrá augans.
Sýning þessi veitir yfirsýn yfir sögu
ljósmyndunar frá upphafi og nokkuð
fram yfir miðbik tuttugustu aldarinn-
ar. Þar er að finna mörg stórbrotin
listaverk eftir ýmsa af þekktustu ljós-
myndurum sögunnar. Nægir þar að
nefna Ansel Adams, Henri Cartier-
Bresson og Man Ray (þótt reyndar
veki spurningar hversu mikil áhersla
er lögð á hans hlut miðað við að þar er
aðeins eina mynd að finna eftir hann).
Er gengið er að Listasafninu er
hvergi hægt að sjá hvaða sýning
stendur yfir fyrr en inn er komið –
fyrir þá, sem ekki eru innvígðir, bend-
ir í raun ekkert til að þar sé listasafn
fremur en brauðgerð eða prjónastofa
þegar gengið er fram hjá. Það getur
varla verið markmið í sjálfu sér að
vekja ekki athygli þeirra, sem leið
eiga fram hjá safninu, á því hvað er til
sýnis hverju sinni.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
ER einhver sem veit
hver málaði þessa
mynd og hvaðan hún
er? Þeir sem gætu
gefið þessar upplýs-
ingar vinsamlega hafi
samband í síma
698 1322.
Hver
málaði
myndina?