Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 43

Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 43 ✝ Steindór Ágústs-son fæddist 26. október 1933. Hann lést á sjúkrahúsi í Las Palmas á Kanarí- eyjum 13. september síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Gunn- björg Steinsdóttir og Ágúst Ólafsson, bæði látin. Systkini Stein- dórs eru Óli Ágústs- son og Sigurbjörg Dix, búsett í Banda- ríkjunum. Steindór kvæntist 1971 Katrínu Þor- láksdóttir, f. 9. ágúst 1936, d. 26. mars 2000, þau skildu 1979. Dæt- ur þeirra eru María og Ólöf, f. 7. maí 1972. Steindór lauk barna- og gagn- fræðaskóla. Hann vann ýmis störf um ævina, tók þunga- vinnuvélapróf og sótti ýmis námskeið á vegum varnarliðs- ins. Steindór var um árabil í siglingum er- lendis, stundaði villi- dýraveiðar í Afríku fyrir dýragarða víðsvegar um heim og barðist í Indónes- íu. Hann vann sem verktaki í New York og í Reykjavík um skeið. Síðast starfaði hann hjá varnarliðinu við viðgerð- ar- og viðhaldsstörf í 20 ár. Útför Steindórs var gerð 1. október í kyrrþey að ósk hins látna. Elsku pabbi, núna líður þér vel, loksins búinn að fá hvíldina eftir erfið og löng veikindi. Við söknum þín mikið. Þú varst ættaður úr Fljótshlíðinni og ólst þar upp með systkinum þínum og þér þótti ákaf- lega vænt um móðurforeldra þína á Kirkjulæk. Þú sagðir okkur að þér leið vel í sveitinni og áttir uppá- halds hænu, sem þú varst oft með í fanginu. Þú laukst barna- og gagnfræða- skóla og byrjaðir aðeins 12 ára að vinna. Það var aldrei lognmolla í þínu lífi, þú lifðir lífinu til fulls og sigldir vítt og breitt um heiminn, stundaðir villidýraveiðar í Afríku og barðist í frelsisstríðinu í Indónesíu. Haustið 1997 fluttist þú til Kan- aríeyja, enda elskaðir þú sólina og hitann, vildir hvergi annars staðar vera. Fyrsta heimsókn okkar til þín þangað var árið 1999, eftir það komum við reglulega. Okkur fannst svo notalegt að koma til þín, við áttum góðar stundir með þér, fórum út að borða, á kaffihús og þér fannst gaman að sýna okkur þitt nýja heimaland. Síðasta sam- verustundin var um jól og áramót 2001–2002, yndislegur tími. Þú reyndir að gera ýmislegt með okk- ur þrátt fyrir veikindin, en varst þreyttur á kvölunum og því að vera svona veikur. Við þökkum þér fyrir þessar góðu stundir og minnumst þeirra og munum varðveita minn- ingarnar um þig. Við viljum þakka þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát föður okkar, sérstakar þakkir fær Hrafnhildur Kjartans- dóttir, sem búsett er á Kanarí. Þínar dætur og barnabarnið, María og Ólöf og María Dís. STEINDÓR ÁGÚSTSSON ✝ Katrín Þorsteins-dóttir fæddist 18. sept. 1915 í Reykja- vík. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 25. sept. síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorsteinn Finnboga- son, kennari frá Hjallanesi í Land- sveit, og Jóhanna Greipsdóttir frá Haukadal í Biskups- tungum. Systkini Katrínar voru 6, þau eru öll látin, Jóhann, f. 14.8. 1908, Hildur, f. 12.5. 1910, Friðþjófur, f. 30.10. 1912., Hauk- ur, f. 5.4. 1914, Inga, f. 2.9. 1918, og Finnbogi, f. 2.12. 1920. Katrín giftist 24. nóv. 1943 Þórarni Guðlaugs- syni, bónda frá Fell- skoti, f. 11. nóv. 1909, d. 17. nóv. 1999. Börn þeirra eru: Katrín, starfs- maður á Blesastöð- um, f. 21.9. 1945, María Birna, bókari hjá Bláskógabyggð, f. 17.3. 1947, Guð- laugur bifreiða- stjóri, f. 25.9. 1950, Þorsteinn húsa- smíðameistari, f. 11.12. 1953, og Ey- vindur, framkvæmdastjóri hjá Sólningu, f. 31.10. 1955. Útför Katrínar var gerð í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Elsku amma er látin og er nú kom- in til afa. Það vakna margar minn- ingar þegar ég hugsa til baka. Það er ómetanlegt að hafa alist upp í sveit- inni í næsta húsi við ömmu og afa. Þar voru dyrnar alltaf opnar og mót- tökurnar góðar. Amma var léttlynd og skemmtileg og hafði skoðanir á hlutunum. Hún fylgdist vel með öll- um fréttum og öllu sem gerðist hjá ættingjum sínum. Hún sagði mér allt um frænkur og frændur enda hafði hún sérstakan áhuga á ættfræði, gat rakið ættir langt aftur og átti bækur með eintómum mannanöfnum sem ég komst síðar að að væru ættfræði- bækur. Hún hafði einnig gaman af ljóðum og las ljóðabækur og sagði mér þá oft frá pabba sínum og ljóðunum hans og stundum sótti hún líka kass- ann með skeljunum, en þar voru margar gamlar myndir sem ég hafði yndi af að skoða. Þegar ég var lítil vorum við amma mikið saman í eldhúsinu, sem var að- alstaðurinn í húsinu. Þar var alltaf eitthvað gott á boðstólum og þegar komu gestir var borðið fullt af kök- um og góðgæti. Ömmu þótti ómögu- legt að eiga ekki köku ef það kæmu gestir, því hún var mjög gestrisin. Það var svo gaman að hlusta á sög- urnar frá uppvaxtarárunum hennar. Sögur frá Bóli og Staðarfelli og þeg- ar hún fór á böllin á Vatnsleysu. Og svo söng hún og dansaði á eldhús- gólfinu. Amma kunni líka að dansa charleston, stundum tók hún nokkur spor og sagði mér sögur frá stríðs- árunum. Elsku amma það eru til svo marg- ar minningar og erfitt að velja þar úr en þær sem ég kem ekki á blaðið geymi ég í hjarta mínu. Ég er þakklát fyrir öll árin sem við áttum saman en það er samt erfitt að kveðja. Sveitin verður tómleg án þín. Takk fyrir allt amma mín. Guð geymi þig. Líney Kristinsdóttir. Ég hef alla tíð litið á það sem mikla gæfu að við fluttumst í sveitina og ólumst upp í nálægðinni við ömmu og afa. Í Fellskoti var alla jafna margt fólk í heimili, sérstaklega yfir sumartímann. Ég man vel eftir sumrunum þegar allir sváfu í bað- stofunni. Ég svaf oft undir baðstofu- borðinu og svo fólk á víð og dreif um húsið. Amma var alltaf glöð og léttlynd. Hún byrjaði daginn á að hlusta á morgunleikfimina í útvarpinu og gerði svo grín að öllu saman. Þá tók við matarstússið í allan mannskap- inn. Á olíueldavélinni var alltaf kveikt upp á morgnana og þá hitnaði í húsinu og á þessari olíuvél bakaði amma uppáhalds flatkökurnar mín- ar. Ég passaði að vera mætt í eldhús- ið á meðan amma var að baka til að fá eina volga köku með bráðnu smjöri og mysingi. Amma var mikill dýravinur og margar sögurnar sagði hún mér af dýrunum í sveitinni. Hún hafði mjög gaman af handa- vinnu enda útlærð úr húsmæðraskól- anum á Staðarfelli. Amma átti for- láta prjónavél og í henni varð mörg flíkin til. Ég held að ekki sé til það ömmubarn sem ekki hefur fengið nærbol frá langömmu. Hún prjónaði sokka og vettlinga og saumaði út al- veg fram á síðasta dag. Ég minnist þess ekki að amma hafi talað illa um nokkurn mann, samt hafði hún mjög ákveðnar skoð- anir á öllum málum og var þrælpóli- tísk. Það var alltaf gaman að hlusta á sögurnar hennar af ættingjum og öðrum vandamönnum því hún var vel að sér í ættfræði og fylgdist vel með öllu. Mér finnst erfitt að trúa því að amma sé farin. Hún fór bara í smá- rannsókn og ætlaði að vera komin heim fyrir réttirnar. Elsku amma, ég minnist svo margra góðra stunda. Ég þakka fyr- ir þær allar og mun geyma þær vel í hjarta mínu. En ég vil þó sérstaklega þakka þér og afa fyrir hvað þið studduð mig alltaf vel. Takk fyrir amma mín og megir þú hvíla í friði. Sigurlína Kristinsdóttir. Kata frænka eins og ég kallaði hana var móðursystir mín, hún tók mig fyrst í sveitina þegar ég var 8 ára gömul og var ég þar öll sumur þar til ég var 16 ára. Þetta voru blómatímar fyrir stelpu úr bænum að fá að vera með í öllu, því oftast nær fylgdi ég Kötu frænku eftir. Var sem sagt innandyra þegar ég gat far- ið að hjálpa til. Það var gott að vera hjá þeim hjónum, Kötu og Þórarni. Oft var margt um manninn, bæði börn og kaupafólk og mikill gesta- gangur, enda góð heim að sækja. Kata var mjög dugleg og ósérhlífin enda þrjósk eins og ættin. Það var gaman þegar hún var að segja mér frá því þegar hún fór að Bóli til Mar- íu og Bjarna og ílengdist þar. Þar átti hún góð ár í skjóli þeirra hjóna og minntist hún alltaf á þau með ást- úð og virðingu. Samband systranna, Hildar, Ingu og Kötu frænku, var náið, ekki leið það sumar að þær systur ættu ekki góða viku hjá Kötu í Fellskoti og var þá saumað, hlegið og skrafað. Áður en þær komu var eins og Kata ætti von á stórmennum, mikið bakað og lagað til enda lærði ég margt af henni frænku minni bæði að baka, prjóna og taka til sem var ekki lítils virði fyrir mig. Kata frænka mín var mjög fróð og skemmtileg kona. Hún var pínulítið pólitísk og stóð fast á sínu alveg fram í andlátið. Kata var mikil listakona, saumaði, prjónaði og gerði margs- konar handavinnu; hún var alltaf með eitthvað á milli handanna. Ekki má gleyma blómaáhuga Kötu, hún var með fallegan garð og sinnti hon- um vel meðan heilsa leyfði. Í litlu gróðurhúsi hafði hún dalíur, rósir og morgunfrúr, sem var eitt af hennar uppáhalds blómum. Þar naut hún sín og manni leið vel í návist blómanna og hennar sjálfrar sem gaf okkur svo mikið. Ég og Maggi minn vottum börn- um hennar, tengdabörnum og barna- börnum innilega samúð og þakka um leið fyrir mig að hafa átt Kötu frænku að. Þóra Katrín. Elsku Kata frænka í Fellskoti, okkur langar til að segja þér hvað það var gaman að fara í gönguferð úr sumarbústaðnum í Fellskot, það var svo gaman að koma til þín, þú hafðir alltaf nógan tíma til að tala við okk- ur, sóttir dótakassann niður í búr svo við gætum leikið okkur, gafst okkur að drekka og alltaf eitthvað gott, svo voru það kisurnar í fjósinu sem við máttum leika við, það var alveg æð- islega gaman. Við ætlum bara að þakka fyrir stundirnar sem við átt- um með þér, Guð geymi þig. Betzy, Harpa og Pétur. KATRÍN ÞORSTEINSDÓTTIR Okkar ástkæra AÐALHEIÐUR ESTER GUÐMUNDSDÓTTIR, Dalbraut 23, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðju- daginn 15. október kl. 14.00. Ragnar Leósson, Fríða Ragnarsdóttir, Ásgeir R. Guðmundsson, Kristín Ragnarsdóttir, Ragna Ragnarsdóttir, Helgi Guðnason, Birna Ragnarsdóttir, Kristinn Eiríksson, Leó Ragnarsson, Halldóra S. Gylfadóttir og fjölskyldur. Útför föður míns, tengdaföður og vinar, ÓLAFS ÞORVALDSSONAR, Laugavegi 61, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi mánu- daginn 7. október, fer fram frá Fossvogs- kapellu þriðjudaginn 15. október kl. 13.30. Þórir Ólafsson, Sigurbjörg Lundholm, Guðleifur Guðmundsson, Bára Stefánsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför MAGNÚSAR JÓNSSONAR óperusöngvara, Fornuströnd 6, Seltjarnarnesi. Hjartans þakkir til séra Pálma, Jóns Stefáns- sonar, Garðars Cortes og Kórs Íslensku óper- unnar, fyrir að milda okkur erfiða kveðjustund. Guðrún Svafarsdóttir, Svafar Magnússon, Ásta F. Björnsdóttir, Sigrún V. Magnúsdóttir, Lúðvík Jónasson, Vignir Arnar, Ylfa Guðrún, Magnús Helgi og Unnur Gréta. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, BJÖRG LILJA JÓNSDÓTTIR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugar- daginn 5. október, verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 14. október kl. 13.30. Jón Óskar Jóhannsson, Hörður Viktor Jóhannsson, Kristín Á. Viggósdóttir, Svavar Guðni Gunnarsson, Hulda Jóna Hávarðsdóttir, Freyja Jóhannsdóttir, Fjóla Jóhannsdóttir, Þór Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN J. JÓNSSON frá Hnífsdal, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, þriðjudaginn 8. október sl. Útförin verður gerð frá Garðakirkju, Álftanesi, þriðjudaginn 15. október kl. 13.30. Sæmundur Kristjánsson, Svanur Kristjánsson, Auður Styrkársdóttir, María Kristjánsdóttir, Ragnar Kjaran Elísson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.