Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 15
Fyrirtæki þínu býðst nú framtíðar internetstenging
um IP–Borgarnetið á mjög hagstæðu verði. Ljóslína,
Loftlína o.fl. – allt eftir því hvað þig vantar og í
ofanálag er allur innlendur gagnaflutningur hjá okkur
endurgjaldslaus.
Þjónustan sem Lína.Net býður eru m.a. internets-
tengingar frá 512 kbps til 100 Mbps. Einnig einkanet
10–1.000 Mbps), VLAN og fleiri lausnir sem sérsníða
má að þínu fyrirtæki og samstarfsaðilum yfir ljósleiðara,
ásamt háhraða heimatengingu fyrir starfsfólk. Lína.Net
er einnig leiðandi í símatækni framtíðarinnar, VoIP,
þar sem hringt er yfir IP–Borgarnetið og öllum þeim
möguleikum sem sú tækni býður upp á.
Hægt er að nálgast allflesta þjónustuaðila upp-
lýsingatækninnar yfir IP–Borgarnetið, þ.m.t. TAL, Skýrr,
Anza, Streng, Skyggni, EJS, Nova Media, Netsamskipti,
Hringiðuna, Margmiðlun, Þekkingu–Tristan o.fl.
Sími 559 6000 Fax 559 6099 www.lina.net
Lína.Net hf. Skaftahlíð 24 105 Reykjavík
* Endurgjaldslaus og ótakmarkaður gagnaflutningur innanlands hjá Línu.Neti.
Kynntu þér ítarlegri upplýsingar um
tilboð Línu.Nets á www.lina.net.
Síminn okkar er 559 6000.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
5
2
3
5
Lína.Net veitir IP–þjónustu samkvæmt samstarfssamningi við Cisco Systems í Noregi og rekur IP–Borgarnetið miðað við gæðastaðla þess samnings.
– öflugar gagnaflutningslausnir fyrir fyrirtæki
anna hlífði Rússum við þeim reikn-
ingsskilum, sem Þjóðverjar urðu að
ganga í gegnum eftir hrun Þriðja rík-
isins. Í Rússlandi var enginn dreginn
til ábyrgðar á glæpum Stalíns og til-
raunum Jeltsíns til að banna komm-
únistaflokkinn var hnekkt.
Arseny Rogínskí, formaður Mem-
orial, segir, að jafnvel ötulustu bar-
áttumenn fyrir mannréttindum hafi
ekki verið hlynntir réttarhöldum og
þá aðallega vegna þess, að flestir sam-
starfsmenn Stalíns hafi verið látnir og
aðrir orðnir gamlir. Þá hafi það líka
þótt óvinnandi vegur að leita uppi alla
þá, sem reyndu að bjarga sínu eigin
skinni með því að svíkja aðra í hendur
lögreglunni. Rogínskí segir nú, að
þetta hafi verið mistök. Þótt ekki
hefði verið réttað nema yfir 10 eða 20
mönnum, hefði það vakið athygli og
komið mörgum til að horfast í augu
við fortíðina.
Þrátt fyrir þetta reyna sumir að
berjast gegn gleymskunni. Í Moskvu
er 82 ára gamall sagnfræðingur að
koma upp safni til minningar um fórn-
arlömb Stalíns og Tatjana Kúrsína,
fyrrverandi kennari í borginni Perm í
Úralfjöllum, er ásamt manni sínum,
Víktor Shmírov, að breyta einum af
síðustu fangabúðum Stalíns,
Perm-36, í safn. Hefur hún fengið til
þess styrk frá Vesturlöndum.
Móðir Kúrsínu var ung stúlka er
fjölskylda hennar var rekin af landinu
og í útlegð. Faðir hennar var í hópi
þeirra 1,5 milljóna Rússa, sem Þjóð-
verjar handtóku í stríðinu, og eftir
stríð var litið á hann sem svikara.
Samt sem áður styður móðir Kúrsínu
enn kommúnistaflokkinn og lítur á
Stalín sem mikinn leiðtoga.
„Hún trúir því ekki, að svona margt
fólk hafi verið í fangabúðunum. Hún
segir, að það sé lygi og hreinar ýkjur.
Sumt fólk trúir bara því, sem það
vill,“ segir Kúrsína.
„Fyrirgefðu okkur“
Aldona Voldynskaja er 76 ára og
næstum blind. Hún sagði nýlega sögu
sína, um æsku sína og vistina á mun-
aðarleysingjahælinu fyrir börn „óvina
fólksins“, um flutninginn til Þýska-
lands og síðan í fangelsi í Sovétríkj-
unum.
„Munaðarleysingjahælið var skelfi-
legasti staður, sem ég hef séð um æv-
ina. Við sultum þar heilu hungri,“ seg-
ir hún.
Voldynskaja var boðið til Þýska-
lands 1991 þar sem hún sagði þýskum
skólabörnum frá reynslu sinni, frá
vistinni í þýskum fangabúðum þar
sem hún var gerð ófrjó fyrir utan að
þjást af hungri og sjúkdómum. Á eftir
kom lítill, þýskur drengur til hennar
og sagði: „Fyrirgefðu okkur.“ Hún
spurði hvort einhverjir ættingjar
hans hefðu verið nasistar og hann
svaraði: „Nei, en þetta var samt okk-
ur að kenna.“
„Rússar munu seint segja það,“
sagði Aldona Voldynskaja.
nýju bílarnir muni menga minna og
verða öruggari og þar að auki verður
svartamarkaðnum með stolna vara-
hluti í Bjölluna greitt þungt högg.
Volkswagen-verksmiðjurnar hafa
fagnað þessum fyrirætlunum og segir
talsmaður þeirra, að fernra dyra leigu-
bílar séu vissulega miklu öruggari.
Bjóst hann ekki við, að nýju reglurnar
myndu hafa nein áhrif á framleiðsluna,
sem var 19.000 bílar á fyrstu átta
mánuðum þessa árs. Sagði hann nóg
af kaupendum.
Leigubílstjórar með og á móti
Leigubílstjórarnir eru dálítið á báð-
um áttum um breytinguna en margir
vinna fyrir aðra, sem gera þá út
nokkra eða jafnvel marga bíla. Ætla
borgaryfirvöld að styrkja kaup á nýju
bílunum en þeir verða verulega dýrari
en Bjallan eða sem svarar til 870.000
ísl. kr. hver. Útleigan til bílstjóranna
mun því hækka en sem dæmi má
nefna, að algengt er nú, að þeir greiði
eigandanum rúmlega 1.700 ísl. kr. á
dag. Margir leigubílstjórar eru samt
hlynntir skiptunum og benda á, að það
sé til skammar, að bílaflotinn á lands-
byggðinni sé miklu flottari en í höf-
uðborginni.
KURT Coble er skapari og stjórnandi vélmennahljómsveitar þar
sem spilað er á fiðlu, gítara, bassa og trommur. Þessi sveit er
tölvustýrð, en þetta er þó ekkert tölvupopp heldur leika vél-
mennin á alvöru hljóðfæri. „Þetta er retróendurreisnaraðferðin í
tónlist,“ segir Coble, sem er lærður tónlistarmaður með áhuga
á vélum, verkfræði, tölvum og skúlptúrum.
Eitt af því sem gerir hljómsveit Cobles einstaka er einmitt að
tónar hennar eru ekki stafrænir, heldur koma úr venjulegum
hljóðfærum, sem vélmenni leika á, segir Jeffrey Johnson, tón-
listarstjóri við Háskólann í Bridgeport í Bandaríkjunum, þar sem
Coble er kennari. Hljómsveitin hans er nú til sýnis þar. Það tók
Coble nokkur ár að koma þessu öllu heim og saman, en auk
þess að smíða vélmennin sem spila á hljóðfærin bjó Coble líka til
hugbúnaðinn sem stjórnar þeim.
Vélmenna-
hljómsveitin
AP