Morgunblaðið - 13.10.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 51
DAGBÓK
Námskeið um meðvirkni, samskipti,
tjáskipti og tilfinningar verður haldið
föstudagskvöldið 25. okt. og laugardaginn
26. okt. í kórkjallara Hallgrímskirkju.
Nánari upplýsingar og skráning
í síma 553 8800.
Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið
Meðvirkni
Stefán Jóhannsson,
MA, fjölskylduráðgjafi
Ákveðið hefur verið að sameiginlegt prófkjör um val fram-
bjóðenda Sjálfstæðisflokksins í báðum Reykjavíkurkjördæm-
unum við næstu alþingiskosningar fari fram 22. og 23. nóvem-
ber næstkomandi.
Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti.
a) Gerð er tillaga til yfirkjörstjórnar innan ákveðins
framboðsfrests sem yfirkjörstjórn setur. Tillagan er
því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokksmann.
Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri tillögum en
hann má fæst kjósa í prófkjörinu. Tillagan skal borin
fram af 20 flokksmönnum búsettum í kjördæminu.
b) Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóð-
endur til viðbótar frambjóðendum skv. a-lið.
Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs, sbr. a-lið hér
að ofan. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakl-
ing enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi
kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í
næstu alþingiskosningum. 20 flokksbundnir sjálfstæðismenn,
búsettir í Reykjavík, skulu standa að hverju framboði og eng-
inn flokksmaður getur staðið að fleiri framboðum en 10.
Framboðum þessum ber að skila, ásamt mynd af viðkom-
andi og stuttu æviágripi, til yfirkjörstjórnar
á skrifstofu Varðar-Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna
í Reykjavík í Valhöll,
Háaleitisbraut 1, eigi síðar en kl. 17:00
fimmtudaginn 24. október 2002.
Auglýst eftir framboðum
til prófkjörs í Reykjavík
Af hverju slökkvitæki í sjónvörp?
1. Það getur kviknað í þeim.
2. Það slekkur eldinn.
3. Það getur bjargað mannslífi.
H. Blöndal ehf. Sími 517 2121.
Skólavörðustíg 42 - Pöntunarsími 511 1551
Glæsileg 5-6 herbergja 100 fm hæð
til leigu við Laugaveg.
Tilvalin fyrir augnlækna.
Upplýsingar í símum 551 1945 og 897 0350.
Húsnæði til leigu
Í vetur býður Upledger Institute upp á fyrstu tvo áfangana
í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð hér á landi.
Fyrri áfanginn verður 23.-26. nóvember (örfá pláss laus)
og sá seinni verður 24.-27. maí 2003 (skráning hafin).
Einnig verður sérhæft námskeið í lok nóvember
þar sem fjallað verður um meðhöndlun í vatni.
Nánari upplýsingar er að finna á www.craniosacral.is
Skráning fer fram hjá Erlu Ólafsdóttur sjúkraþjálfara í síma 566 7803
Upledger höfuðbeina- og
spjaldhryggjarmeðferð
KELSEY ver einum kafla í
útspilin í bók sinni Killing
Defence og þar er að finna
eftirfarandi perlu. Settu þig
í spor vesturs, sem á þessi
spil:
Vestur
♠ ÁG964
♥ Á6
♦ 7642
♣93
Suður er gjafari og opnar
á einu hjarta. Þú strögglar á
einum spaða og síðan þróast
sagnir þannig upp í fjögur
hjörtu:
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 hjarta
1 spaði 2 tíglar 2 spaðar Pass
Pass 3 lauf Pass 3 hjörtu
Pass 4 hjörtu Pass Pass
Pass
Hvert er útspilið?
Til að byrja með er rétt að
reyna að teikna upp spil
blinds. Norður hefur sýnt
níu spil í tígli og laufi, og
kannski á hann fleiri. Hann
er ekki spenntur fyrir
grandsamningi, en gat lyft í
fjögur hjörtu þegar suður
ítrekaði litinn. Eigi hann á
skiptinguna 1-3-5-4 er senni-
lega lítil von í vörninni, en
hitt er líka til í dæminu að
hann sé með tvílit í hjarta, til
dæmis 1-2-5-5. Ef sú er
raunin er heppilegasta byrj-
un varnarinnar að trompa
út, en þó án þess að missa
vald á tromplitnum.
Norður
♠ 3
♥ D5
♦ ÁDG93
♣KG862
Vestur Austur
♠ ÁG964 ♠ K1082
♥ Á6 ♥ 874
♦ 7642 ♦ 105
♣93 ♣D1075
Suður
♠ D75
♥ KG10932
♦ K8
♣Á4
Hjartasexan er hið eitr-
aða útspil. Það er sama hvað
sagnhafi rembist, hann fær
aldrei nema níu slagi.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
Árnað heilla STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
VOG
Afmælisbörn dagsins:
Þú hefur mikið sjálfstraust
og ert metnaðargjarn í öllu
sem þú tekur þér fyrir hend-
ur. Á komandi ári munu nán-
ustu sambönd þín verða í
brennidepli.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Farðu þér hægt í öllu sem
þú gerir í dag. Fljótfærni
mun einungis tefja fyrir
þér.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Láttu ekki maka þinn draga
úr þér kjark í dag. Nei-
kvæðni hans ber honum
vitni en ekki þér.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Athugasemd foreldris ýtir
undir óöryggi þitt. Hafðu í
huga að þú getur ekki byggt
sjálfsmynd þína á skoðun-
um annarra sama hversu
mikla virðingu þú berð fyrir
þeim.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Hugsaðu þig tvisvar um áð-
ur en þú lætur niðrandi orð
falla. Ásakanir segja oft
meira um þann sem talar en
þann sem um er rætt.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það er hætt við að þú reiðist
vini þínum í dag. Reyndu að
hafa í huga að þér líður best
þegar þú ert í góðu sam-
bandi við vini þína.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú þarft að hafa fyrir því að
fá þitt fram í dag. Farðu þér
hægt og gerðu ekki ráð fyrir
kraftaverkum. Það eru
miklar líkur á hindrunum á
vegi þínum.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú efast um að þér muni
takast ætlunarverk þitt í
dag. Það er að öllum líkind-
um ótti þinn sem heldur aft-
ur af þér.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú óttast að þú munir ekki
ná settu marki. Taktu ekki
of mikið mark á hugsunum
þínum í dag því þær mark-
ast af skorti á sjálfstrausti.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þig langar til að brjótast
undan valdi yfirboðara sem
þér finnst hefta þig en í
raun er það þitt eigið óör-
yggi sem heldur aftur af
þér.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Varastu að ætla þér um of í
dag. Þú efast um eigið ágæti
og á meðan svo er eru mikl-
ar líkur á að þér mistakist.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Reyndu að stilla gagnrýni
þinni á börn og unglinga í
hóf í dag. Dómharka þín
endurspeglar í raun efa-
semdir þínar um sjálfan þig.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Sýndu samborgurum þínum
þolinmæði. Það er sennilega
ómeðvitað en þú ert óvenju
þrætugjarn í dag.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
LÍFSSTRÍÐ OG LÍFSFRÓ
Ég leitaði’ um fold og sveif yfir sæ,
því að sál mín var hungruð í brauð,
en ég gat ekki neins staðar gulli því náð,
sem oss gefur þann lifandi auð.
Og svo varð ég uppgefinn, sál mín svo sjúk,
að hún sá ekki líkn eða fró,
því allt traust á mér sjálfum með trúnni var burt,
og af tápinu sorglega dró.
En þá var það eitt sinn á ólundarstund,
að ég eigraði dapur á sveim;
og ég reikaði hljóður um víðlendisvang,
því ég vildi’ ekki í tómleikann heim.
– – –
Matthías Jochumsson
60 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 13.
október, er sextug Sigríður
Friðriksdóttir, Torfufelli
31, Reykjavík. Sigríður er
að heiman í dag.
60 ÁRA afmæli: Ámorgun, mánudag-
inn 14. október, verður sex-
tugur Jóhannes Einarsson,
skólameistari Iðnskólans í
Hafnarfirði. Hann og eigin-
kona hans, Pálína Pálsdótt-
ir, bjóða ættingjum, vinum
og samstarfsfólki til að sam-
fagna með sér þessum tíma-
mótum í Frímúrarahúsinu í
Hafnarfirði við Ljósatröð á
afmælisdaginn frá kl. 18–20.
1. e4 c5 2. Rf3 g6 3. Rc3 Bg7
4. d4 cxd4 5. Rxd4 d6 6. Be3
Rf6 7. f3 0–0 8. Dd2 d5 9. e5
Rfd7 10. f4 Rb6 11. Be2 Rc6
12. 0–0–0 Bd7 13. Rf3 e6 14.
Bc5 He8 15. h4 Hc8 16. Bd6
Re7 17. g4 Rc4 18. Bxc4
Hxc4 19. Re2 Rc8 20. Bb4
Db6 21. a3 Da6 22. Kb1 Rb6
23. Red4 Hec8 24. h5 Ra4
Staðan kom upp í Evrópu-
keppni taflfélaga sem lauk
fyrir skömmu í Grikklandi.
Hannes Hlífar Stefánsson
(2.588) hafði hvítt gegn Kiik
Kalle (2.450). 25. f5!
exf5 26. gxf5 Hxc2!?
27. Rxc2 Hxc2 28.
Dxc2! Hvítur hefði tap-
að eftir 28. Kxc2 Bxf5+
29. Kc1 Dc4+ 30. Bc3
De4 31. Dd3 Bh6+! Í
framhaldinu reynist
samhæfing hvítu
mannanna of góð til að
svarti kóngunni standi
það af sér. 28... Bxf5
29. Dxf5 gxf5 30. h6!
Bxh6 31. Hhg1+ Bg7
32. Be7 Db6 33. Hd2
Kh8 34. Hdg2 h5 35.
Rg5 Kg8 36. Re6 Kh8
37. Rxg7 Db3 38. Bb4 f4 39.
Re8 Kh7 40. Rf6+ og svartur
gafst upp. 6. umferð Mjólk-
urskákmótsins hefst kl.
17.00 í dag á Hótel Selfossi.
Taflfélagið Hellir heldur
atkvöld á morgun, mánudag-
inn 14. október. Taflið hefst
kl. 20 í Hellisheimilinu, Álfa-
bakka 14a í Mjódd. Allir vel-
komnir.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
50 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 13.
október, er fimmtug Rut
Helgadóttir, Litlabæjarvör
5, Bessastaðahreppi. Eigin-
maður hennar er Bragi V.
Jónsson. Rut verður að
heiman á afmælisdaginn.
40 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 13.
október, er fertugur Guðjón
Ólafsson, Kjarrhólma 6,
Kópavogi. Hann verður að
heiman á afmælisdaginn en
það má ná í hann í síma 867-
8356 eða á: gutti@strik.is
Þegar hann segir
„faðir“, er hann þá
ekki að tala um pabba?
Ertu með höfuðverk?
Hvað er höfuðverkur?
Slökktu á viftunni eins
og skot, Jónas!
Taktu nú fingurna úr
eyrunum og hlustaðu á
það sem ég hef að segja.