Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Matvælaeftirlit – horft til framtíðar
Eftirlit frá
haga til maga
NÆSTKOMANDIföstudag verðurMatvæladagur
Matvæla- og næringar-
fræðafélags Íslands hald-
inn hátíðlegur í tíunda
sinn. Frá árinu 1993 hefur
liður í umræddum degi
verið ráðstefnuhald og er
það einmitt uppi á ten-
ingnum núna. Að þessu
sinni hefur yfirskriftin
„Matvælaeftirlit – horft til
framtíðar“ orðið fyrir val-
inu. Jónína Þ. Stefánsdótt-
ir matvælafræðingur hjá
Hollustuvernd ríkisins er í
forsvari fyrir ráðstefnuna.
Hvar og hvenær er ráð-
stefnan?
„Hún verður haldin
föstudaginn 18. október
klukkan 13 til 17 í Hvammi
á Grand hóteli Reykjavík.“
Hvað eiga menn að lesa úr yf-
irskriftinni, þ.e. hvert er erindi
ráðstefnunnar?
„Yfirskrift ráðstefnunnar er
„Matvælaeftirlit – horft til fram-
tíðar“. Við eigum von á að fá góða
innsýn í þessi mál hérlendis og er-
lendis og það er mjög áhugavert
því það er mikil þróun í þessum
málum.
Matvælaeftirlit snýst fyrst og
fremst um að tryggja öryggi mat-
væla og að neytendur fái nauð-
synlegar upplýsingar um innihald
matvæla. En forsendur matvæla-
eftirlits hafa verið að breytast
mikið og það þarf að laga sig að
því. Geysilegar breytingar hafa
orðið á matarvenjum og matvæla-
framleiðslu. Við neytum margs
konar matvæla sem ekki voru til
hér fyrir t.d. 20 árum. Þau koma
víða að úr heiminum og flutningur
matvæla hefur því aukist mikið.
Neytendur vilja matvælin sem
mest tilbúin, því eru fyrirtækin að
vinna matvæli og dreifa í miklu
magni. Mengun matvæla getur
þannig valdið matarsjúkdómum
hjá fjölda manns í einu ef illa fer.
Því er áhættumat og áhættu-
stjórnun að verða ríkari þáttur í
matvælaeftirliti. Og það er sífellt
að verða mikilvægara að geta rak-
ið matvæli til uppruna síns og
gera kröfu um rekjanleikamerk-
ingar eins og við sjáum t.d. á
kjúklingum.“
Hver er tilurð ráðstefnunnar
og tilgangur hennar?
„Tilgangurinn er að fá opna
umræðu um matvælaeftirlit. Ekki
síst vegna þess að matvælaeftirlit
á Íslandi hefur verið í nokkurri
óvissu í tvö til þrjú ár, en á þeim
tíma hefur forsætisráðuneytið
unnið að mótun nýs skipulags á
matvælaeftirliti. Sú vinna fór af
stað eftir að Campylobacter-sýk-
ingar höfðu náð hámarki hér á
landi 1999. Skýrsla um framtíð-
arskipan opinbers matvælaeftir-
lits kom svo út í desember sl. Þar
er lagt til að verkefni gæðasviðs
Fiskistofu, matvælasviðs Holl-
ustuverndar, yfirdýralæknis, að-
fangaeftirlits, plöntueftirlit og
kjötskoðun ásamt því
eftirliti með matvælum
sem nú er framkvæmt
af heilbrigðiseftirliti
sveitarfélaga verði
sameinað í einni stofn-
un, Matvælastofu. Unnið hefur
verið að þessum málum áfram á
vegum forsætisráðuneytisins, en
opinbera umræðu vantar.“
Hverjir munu taka til máls og
hverjar verða áherslur þeirra?
„Við fáum tvo spennandi fyr-
irlesara erlendis frá til að segja
okkur frá hvernig matvælaeftirlit
er að þróast þar. Annars vegar
Jón Gíslason, sem starfar hjá
EFTA Surveillance Authority
sem fjallar um matvælaeftirlit á
Íslandi og stefnu Evrópusam-
bandsins. Hins vegar er Andrew
Wadge, frá Food Standard
Agency í Bretlandi, sem segir frá
nýrri stofnun sem Bretar settu á
fót eftir kúariðufárið og hvernig
matvælamál hafa þróast í Bret-
landi síðan þá. Svo fáum við mjög
áhugaverða en stutta fyrirlestra
frá framleiðendum, neytendum
og eftirlitsaðilum um matvælaeft-
irlit og svara þeir spurningunum:
Hver er reynslan af innra eftir-
liti? Er þörf á eftirliti? Hvernig
eftirlit viljum við? Eftirlit fram-
tíðarinnar. Þetta eru þau Stein-
þór Skúlason SS, Friðrik Blomst-
erberg SÍF, Heiða Hilmisdóttir
eldhúsi Landspítalans, fulltrúi
neytenda, Halldór Runólfsson yf-
irdýralæknir og Magnús H. Guð-
jónsson, frá heiðbrigðiseftirliti
sveitarfélaga. Loks eru pallborðs-
umræður um stöðu matvælaeftir-
lits á Íslandi og þá gefst færi á að
ræða opinskátt um ýmsar hliðar
þess.“
Hvar er matvælaeftirlit statt
hér á landi?
„Matvælaeftirlit er að mörgu
leyti vel statt, en alltaf er hægt að
bæta. Það er á margra hendi eins
og ég sagði áðan, en samstarf er
milli aðila. Menn eru mikið að
horfa til heilstæðs matvælaeftir-
lits sem nær frá haga til maga eða
hafi til maga.“
Hverjir eiga helst
erindi á ráðstefnuna?
„Allir þeir sem láta
sig öryggi matvæla
varða, sem eru mat-
vælafyrirtæki, neyt-
endur og aðrir sem málinu tengj-
ast í starfi sínu eða af áhuga. Þá
vil ég geta þess að í lok ráðstefnu
þessa Matvæladags MNÍ sem er
sá tíundi í röðinni, fer fram af-
hending Fjöreggs MNÍ, sem er
veitt fyrir lofsvert framtak á mat-
vælasviði. Þess má einnig geta, að
MNÍ gefur út veglegt blað, „Mat-
ur er mannsins megin“ í tengslum
við Matvæladaginn.“
Jónína Þ. Stefánsdóttir
Jónína Þ. Stefánsdóttir er
fædd í Árnessýslu 18. maí 1957.
Hún er formaður Matvæla- og
næringarfræðafélags Íslands.
Stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík og lauk BS-prófi 1980
og BS-honour 1984 í mat-
vælafræði frá Háskóla Íslands.
Hefur starfað við Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna, Rannsókn-
arstofnun fiskiðnaðarins, Sæl-
gætisgerðina Freyju og Heil-
brigðiseftirlit Suðurlands og hjá
Hollustuvernd ríksins síðan
1994. Maki er Halldór Sigurðs-
son og eiga þau þrjú börn, Berg-
lindi, Hugrúnu og Bjarna.
…en opinbera
umræðu
vantar
Á MORGUN heldur Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, í þriggja
daga opinbera heimsókn í Húna-
vatnssýslur. Heimsóknin hefst á
sýslumörkunum við Brú í Hrútafirði,
þar sem Bjarni Stefánsson sýslu-
maður tekur á móti forseta og fylgd-
arliði ásamt fulltrúum sveitarstjórna
í Húnavatnsþingi.
Á fyrsta degi heimsóknarinnar
mun forseti m.a. heimsækja Byggða-
safnið á Reykjum í Hrútafirði og
fræðast um starfsemi Skólabúða sem
þar eru reknar. Á Hvammstanga
verður leikskóli, Ísprjón, Bardúsa og
Verslunarminjasafn Hvammstanga
heimsótt sem og Heilbrigðisstofnun
Hvammstanga og Íþróttamiðstöðin.
Um kvöldið verður fjölskylduhátíð í
Félagsheimili Hvammstanga.
Að morgni þriðjudags tekur Hér-
aðsnefnd Austur-Húnavatnssýslu á
móti forseta í Þingeyrarklaustur-
skirkju en þaðan verður haldið til
Skagastrandar. Þar verða grunn- og
leikskólar heimsóttir sem og fyrir-
tækin Ístex ehf., Norðurströnd ehf.
og Skagstrendingur auk þess sem
litið verður við í Rækjuvinnslunni á
Skagaströnd. Síðasti áfangastaður
forseta á Skagaströnd er Kántríbær.
Á Blönduósi verða skólar einnig
heimsóttir sem og Heimilisiðnaðar-
safnið á Blönduósi og Sölufélag A-
Húnvetninga. Forseti mun einnig
hitta eldri borgara í Hnitbjörgum og
skoða Hillebrandtshúsið, elsta timb-
urhús landsins. Lýkur deginum með
fjölskylduhátíð í íþróttahúsinu á
Blönduósi.
Dagskrá lokadags heimsóknarinn-
ar á miðvikudag hefst í Húnavalla-
skóla og liggur leiðin þaðan í sam-
sæti í Húnaveri. Í Reiðhöllinni á
Blönduósi hefur Hestamannafélagið
Neistinn umsjón með dagskránni,
þaðan verður haldið að Akri þar sem
kynntar verða nýjar aðferðir við
ræktun sauðfjár. Heimsókninni lýk-
ur í Þórdísarlundi í Vatnsdal, þar
sem ávarp um landnám í Vatnsdal og
Vatnsdælingastemma verða flutt.
Forsetinn heimsæk-
ir Húnvetninga
TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráð-
herra hefur skipað nefnd til að gera
úttekt á stöðu félags- og tómstunda-
mála ungs fólks á Íslandi. Á nefndin
að skila skýrslu í febrúar á næsta ári.
Nefndinni er jafnframt falið að
koma með tillögur um hvernig unnt
sé að efla þátttöku ungs fólks í fé-
lags- og tómstundastarfi og koma
með tillögur um hvernig mögulegt sé
að efla æskulýðsrannsóknir hér á
landi. Þá á nefndin að gera tillögur
um á hvern hátt hægt sé að efla
menntun og þjálfun leiðbeinenda og
félags forystufólks og koma með til-
lögur um hvernig hægt sé að auka
hina óformlegu menntun í félags- og
tómstundastarfinu og tengja hana
skólakerfinu og atvinnulífinu. Henni
er jafnframt falið að koma með til-
lögur um atriði sem til athugunar
yrðu við endurskoðun á lögum um
æskulýðsmál auk annarra tillagna og
hugmynda er varða þennan mála-
flokk sem nefndin telur skipta máli.
Úttekt á fé-
lagsmálum
ungs fólks