Morgunblaðið - 13.10.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Útför ástkærs eiginmanns míns, uppeldis-
bróður, föður okkar, tengdaföður og afa,
SIGURÞÓRS SIGURÐSSONAR,
Bogahlíð 7,
sem lést föstudaginn 4. október, fer fram frá
Háteigskirkju þriðjudaginn 15. október kl. 13.30.
Þeir, sem vilja minnast hans, láti Hjartavernd
njóta þess.
Kristrún Stefánsdóttir,
Sigrún Kristín Þorsteinsdóttir,
Ragnheiður Sigurþórsdóttir, Gunnar Sigurþórsson,
Sigurður Þorsteinn Sigurþórsson, Drífa Ármannsdóttir,
Stefán Logi Sigurþórsson, Margrét Vala Gylfadóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
VAKA SIGURJÓNSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Álfheimum 70,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn
14. október kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Bergþór Sigurðsson,
Jóhanna Eiríksdóttir, Jón Wendel,
Anna Eiríksdóttir
og barnabörn.
Elskulegur faðir okkar, stjúpfaðir og tengda-
faðir,
JÓHANN V. GUÐLAUGSSON,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu
mánudaginn 14. október kl. 13.30.
Guðlaugur R. Jóhannsson, Berglind Oddgeirsdóttir,
Edda Jóhannsdóttir, Magnús Magnússon,
Ármann Jónsson.
Faðir okkar,
JÓHANN JÓN JÓNSSON
áður kaupmaður,
Hvammi, Ólafsvík,
síðast til heimilis í Hvassaleiti 12,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju þriðju-
daginn 15. október kl. 14.00.
Áætlun frá BSÍ kl. 8.30 til Ólafsvíkur og til baka kl. 18.00 sama dag.
Þórunn Jóhannsdóttir,
Elísabet Óladóttir,
Karl Jóhann Jóhannsson,
Guðrún Jóhannsdóttir,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Okkar elskulega Dúna,
GUÐRÚN RICE,
fædd 15. nóvember 1922,
lést á heimili sínu í Sakramento miðvikudaginn 9. október.
Fyrir hönd Jack Rice og fjölskyldu hans, 1998 Bloombury, Dr. Roseville,
Kaliforníu, 95651 USA,
nánustu ættingjar Dúnu á Íslandi.
✝ Vaka Sigurjóns-dóttir fæddist í
Kirkjubæ í Hróars-
tungu 25. júní 1933.
Hún lést 4. október
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru sr.
Sigurjón Jónsson,
prestur í Kirkjubæ, f.
23.8. 1881, d. 14.5.
1965, og Anna Þ.
Sveinsdóttir, f. 28.4.
1894, d. 4.10. 1990.
Systkini hennar eru:
1) Fjalarr, f. 30.9.
1919, d. 10.4. 1921. 2)
Sindri, f. 20.12. 1920,
d. 23.1. 1989. 3) Fjalarr, f. 20.7.
1923. 4) Frosti, f. 18.3. 1926. 5)
Máni, f. 28.4. 1932.
Vaka giftist Eiríki Helgasyni
stórkaupmanni, f. 25.6. 1927, d. 8.6.
1998. Eignuðust þau þrjú börn.
Þau eru: 1) Helgi, f. 28.2. 1954, d.
24.11. 1996. 2) Anna, f. 10.9. 1955.
Börn hennar og Bjarna Hákonar-
sonar eru: a) Hákon Helgi, f. 16.9.
1987, b) Helga Björt, f. 15.7. 1989.
3) Jóhanna, f. 23.1. 1959, maki Jón
Sverrir Wendel, f. 3.6. 1959. Börn
þeirra eru: a) Adolf, f. 14.6. 1993, b)
Frosti, f. 14.12. 1994.
Auk þess á Jóhanna
dótturina Vöku, f.
25.6. 1979. Faðir
hennar er Ágúst
Ragnarsson.
Seinni maður
Vöku er Bergþór
Sigurðsson, f. 24.4.
1928, en þau gengu í
hjónaband 1.12.
1984. Sonur hans er
Jón Egill, f. 26.3.
1960, kvæntur Sig-
ríði Bachmann. f. 3.3.
1960. Börn þeirra
eru: a) Skúli, f. 29.4.
1988, b) Egill, f. 15.2. 1991.
Vaka lauk námi frá Hjúkrunar-
skóla Íslands í október 1955 og
framhaldsnámi í skurðhjúkrun við
Landspítalann 26. janúar 1964.
Hún vann í mörg ár á tannlækna-
deild Háskóla Íslands en árið 1984
réð hún sig á Hrafnistu í Reykja-
vík, þar sem hún starfaði sem
deildarstjóri fram til síðasta dags.
Útför Vöku fer fram frá Ás-
kirkju á morgun, mánudaginn 14.
október, og hefst athöfnin klukkan
13.30.
„Verður hver þá að fara, er hann
er feigur.“
Við erum ekki sífellt á nálum um
þá staðreynd, þótt hún blasi við nótt
og nýtan dag. Allt um kring er okkur
þulinn þessi lestur – hann varðar
mig í dag – þig á morgun. Skörðum í
ættmenna- og vinahópinn fjölgar
ört, ekki síst er á daginn líður og ár-
in hrannast upp. Bitnar það á öllum
en kannski sárast á þeim ungu, sem
eru varbúnust reynslunni, og sálar-
þrekið ekki stælt í afli þeim, þar sem
lífið er hamrað saman.
Ég mun eiga fyrir sjálfan mig
minningar um kæra systur Vöku –
vöggu hennar í byrjun sólmánaðar
1933 og til brottfarardags.
Lífið gengur sinn gang og í fylling
tímans fer hver sína leið – út á ak-
urinn og velur sér sinn sess og ævi-
starf. Hún kaus góða hlutann. Son-
armissi varð hún að takast á við er
hann Helgi féll í blóma lífs og annað í
fjölskyldulífi voru byrðar sem hún
bar.
Forlögin eru oft snör í snúningum
þótt hljótt fari. Þau mættust á óska-
stund hún Vaka og hann Bergþór,
það var gæfusporið, sem leiddi sam-
an tvær sálir. – Og ár líða hratt. Það
er kvöld á föstudegi. Þau hjón fagna
á góðri stund með starfsfólki frá
Hrafnistu og engan grunar neitt.
Feigðin var komin í húsið og hún
gefur engin grið. Við blessum þær
líknarhendur, sem reyndu að milda
það, sem orðið var, betur verður
ekki gert.
Þetta blessaða jarðlíf er barma-
fullt hamingju og einnig harma,
storma og stríðs, sólar og sorta.
Undarlegt er það ferðalag. Það veit
það, fólkið sem fyrr er farið, að nýr
himinn og ný jörð eru fyrirbúin
framliðnum, þar fagna vinir í varpa.
Það er eflaust meira en að segja það
að moða úr þessum málum.
Systir góð, við Beta og frænd-
garður kveðjum þig um sinn, sá sem
skóp ljósið og lífið varði vegferð þína
– hafðu hjartans þökk fyrir allt.
Kæru vinir, Bergþór, Anna, Jó-
hanna, Jón Wendel og barnabörn.
Við biðjum alföður að líkna og græða
sárin. Þótt nú hafi sól brugðið birtu
um sinn, þá mun allt breytast í bless-
un um síðir.
Fjalarr Sigurjónsson.
Elsku amma mín. Hér sit ég fyrir
framan skrifborðið mitt og skrifa
minningargreinina þína. Skrítið,
ekki bjóst ég við því að ég myndi
gera það nærri því strax. Ég hafði
spurt sjálfa mig hvað ég myndi gera
ef þú dæir, en ýtti þeirri hugsun frá
þar sem ég vissi að það væri langt í
þann tíma. Núna vildi ég óska þess
að ég hefði svarað sjálfri mér þessari
spurningu, þá myndi ég vita hvað ég
ætti að gera í dag.
Æ, amma mín, ég veit ekki hvort
ég á að gráta af sorg, bölva af reiði
eða brosa til að samgleðjast þér. Þú
sagðir við mig í jarðarförinni hjá
Helga að þú ætlaðir að fara næst og
af okkar litlu fjölskyldu fékkstu það,
og víst er að fyrst það var einhver
sem þurfti að deyja þá er ég fegin að
það varst þú. Þú hefðir ekki þolað að
missa einhvern annan. Þegar ég
hugsa til baka eru ótal minningar
sem ég á um tímann sem við áttum
saman og staði sem ég fór til með
ykkur Begga afa, til dæmis Svíþjóð,
þar sem þú sagðir þessum bölvuðu
flugum að fara heim til sín eða til
hins og þessa landshluta, eins þegar
„búið var búið“ og svo má lengi telja.
Núna í dag er ég svo þakklát fyrir
þær stundir sem ég átti með þér því
þar lifirðu enn og munt alltaf gera.
Elsku amma, ég vona að þú sért
hamingjusöm þar sem þú ert. Ég
veit að þú tókst það nærri þér þegar
Helgi dó en núna geturðu glaðst yfir
því að þú hefur hann hjá þér. Hafðu
ekki áhyggjur af Begga afa, ég skal
passa upp á hann því ég veit að þú
hefðir viljað það. Og hvað jólin varð-
ar, alveg eins og við vorum búnar að
skipuleggja, þá skal ég halda áfram
með okkar verk og reyna að hafa
okkur öll saman.
Jæja, amma mín, þakka þér fyrir
að hafa verið í mínu lífi, þú og Beggi
afi munuð alltaf vera uppáhalds-
manneskjurnar mínar. Þangað til við
hittumst öll aftur, vertu sæl. Ég mun
alltaf vera lambið þitt.
Þín,
Vaka (Nafna).
Og meðan árin þreyta hjörtu hinna
sem horfðu á eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guðm.)
Það er stundum óvænt og stutt
skrefið yfir landamæri lífs og dauða.
Ósjaldan brennur spurningin í huga,
af hverju þetta þurfti að gerast, og
núna, hvaða tilgangi þjónar það.
Lífsgátan er og verður löngum tor-
ráðin dauðlegum mönnum. Við
stöndum eftir höggdofa og undrandi.
Hugrenningar af þessu tagi flugu
um huga okkar þegar við fréttum af
láti skólasystur okkar Vöku Sigur-
jónsdóttur 4. október síðastliðinn.
Þetta bar svo skyndilega að, hún var
í félagsskap vina sinna og vinnu-
félaga þegar kallið kom.
Vöku kynntumst við á árinu 1951
þegar við hófum nám í hjúkrun á
Landspítalanum. Þetta voru
skemmtileg ár og ógleymanleg, sem
skilja einungis eftir minningu um
einlæga vináttu og tryggð. Vaka var
skemmtilegur félagi. Hún var mjög
músíkölsk og spilaði vel á píanó, það
var eins og veislan væri ekki byrjuð
fyrr en hún var komin.
Leiðir okkar skildi. Að námi loknu
giftist hún Eiríki heitnum Helgasyni
stórkaupmanni og eignaðist þrjú
börn, tvær dætur og einn son. Fyrir
nokkrum árum missti hún son sinn,
Helga, sem varð henni mikill harm-
dauði. Fyrir sautján árum kynntist
hún seinni manni sínum, Bergþóri
Sigurðssyni, sem hefur reynst henni
góður eiginmaður og félagi.
Þegar leiðir okkar lágu saman aft-
ur í starfi var það á Hrafnistu í
Reykjavík, þar sem hún starfaði í
um 17 ár sem hjúkrunardeildarstjóri
á hinum ýmsu deildum. Vaka var
ákaflega starfsöm, vel verki farin til
hugar og handa og lagði sig fram um
að láta gott af sér leiða í þágu sjúk-
linga og starfsfólksins.
Vöku þökkum við fyrir allt og allt
frá fyrstu kynnum og biðjum algóð-
an Guð að gefa henni eilífan frið og
blessun á vegferð hennar og ástvin-
um öllum huggun á sorgarstundum
og styrk og vernd um alla framtíð.
Góðar minningar að leiðarlokum
eru meira en allt annað.
Ásdís Ólafsdóttir,
Erla Jóhannsdóttir.
Vöku sá ég fyrst sumarið 1988 er
ég hóf störf á Fitjum. Þar var rekin
meðferðarstöð fyrir áfengis- og
vímuefnaneytendur frá hinum Norð-
urlöndunum. Í minningunni eru árin
þar engu lík, eins og litróf mannlífs-
ins birtist þar á einum stað, enda
hljómuðu ýmis tungumál þar:
sænska, færeyska, grænlenska,
norska, danska og íslenska og jafn-
vel enska. Meðferðin skilaði góðum
árangri, enda höfðu nokkrir ráðgjaf-
anna unnið hjá SÁÁ og komu með
reynslu þaðan. Miðpunktar hópsins
voru Brynjólfur Hauksson læknir og
Vaka sem stýrði hjúkrunarvaktinni.
Vaka hafði lifandi áhuga á öllu í
kringum sig. Hún var skapmikil og
örgeðja en hlý og fljót að fyrirgefa.
Brynjólfur var óhræddur að tileinka
sér það nýjasta sem hann kynnti sér
um lyf og annað. Það voru því mikil
vonbrigði þegar forsendur fyrir
áframhaldandi rekstri Fitja brustu
vorið 1991. Starfið lifir þó því þangað
kom í ráðgjafaþjálfun fólk sem starf-
ar nú á Norðurlöndunum.
Þrír fyrri eigenda Fitja öfluðu sér
leyfis til að starfrækja meðferðar-
stöð í Dölunum í Svíþjóð. Þangað
hélt nú hópur fyrrum starfsmanna á
Fitjum. Við Vaka réðum okkur yfir
sumarið. Þegar til Falun kom gist-
um við fyrstu nóttina á hóteli. Morg-
uninn eftir var sunnudagur og eng-
inn hádegismatur á hótelinu. Við
röltum út en höfðum ekki gengið
lengi er við sáum kunnugleg andlit
og Vaka var föðmuð á torginu.
Marga áttum við eftir að hitta, suma
eins og yngri útgáfu af sjálfum sér.
Þeim hafði gengið vel, þó henti að
kallað var „hejsan“ frá einhverri
kránni. Meðferðarstöðin í Svartnesi,
þorpi nálægt Falun, var opnuð 17.
júní. Við bjuggum á gamla prests-
setrinu við vatnið, ég á efri hæð og
Vaka og Beggi niðri. Ég minnist sól-
skinsdaga, við Vaka að sóla okkur og
spjalla, drekka kaffi og reykja,
Beggi með flugnaspaðann á lofti
með orðfæri sem hæfði tilefninu. Við
fórum til Íslands um haustið, hvorug
vildi setjast að ytra fjarri fjölskyld-
um okkar.
Okkur bauðst þá að skipta með
okkur starfi þannig að önnur yrði úti
sex vikur í einu. Vaka var þá deild-
arstjóri á Hrafnistu í Reykjavík og
gegndi ég starfi hennar meðan hún
var úti. Líf okkar varð þannig sam-
ofið. Mér þótti sífellt vænna um hana
eftir því sem við kynntumst betur.
Eftir að Svíþjóðarferðunum lauk í
árslok 1994 störfuðum við saman á
Hrafnistu þar sem ég varð deildar-
stjóri á næstu deild við hennar. Við
hittumst því daglega allt til vorsins
2000 þegar ég skipti um vinnu.
Við deildum gleði og sorg, ekki
síst þegar báðar urðum fyrir ást-
vinamissi. Vaka var góður vinur,
heilsteypt, glaðleg og hafði gott
skopskyn. Glæsileg var hún með fal-
legu brúnu augun sín sem tjáðu svo
vel hvernig henni leið. Hún var um-
hyggjusöm og vakti yfir velferð
sinna nánustu. Ég kveð kæra vin-
konu með sárum söknuði. Elsku Jó-
hanna, Beggi og Anna, megi minn-
ingin um hana lýsa ykkur áfram
veginn.
Guðrún Guðmundsdóttir.
VAKA
SIGURJÓNSDÓTTIR
Það var óvenjulegur tími sem
við Vaka Sigurjónsdóttir áttum
samleið, tengd fjölskylduböndum.
Við, sem þá vorum unga fólkið,
áttum ríkan skilning hjá henni.
Hún var móðirin sem hélt vel utan
um sitt án þess að gera úr því
þann mun sem kalla má kyn-
slóðabil.
Vaka Sigurjónsdóttir var hæfi-
leikakona, glæsileg og góð okkur
sem vorum návistum við hana.
Hún reyndist mér sjálfum svo, að
aldrei mun gleymast.
Hennar mun minning lengi góð
lifa.
Óskar Magnússon.
HINSTA KVEÐJA