Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 18

Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 18
18 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TÖLUR gegna mikilvæguhlutverki í nútímanum. Allter talið og enginn tekurmark á neinu nema birtar séu tölulegar upplýsingar því til stuðnings. Vissulega er deilt um for- sendur talna og hvort þær eru mark- tækar, trúverðugar eða réttar, en aldrei heyrast efasemdir um notagildi þeirra sem slíkra, hvort heldur í op- inberri umræðu eða á þrengri vett- vangi vinnustaða eða samtaka. Þetta er ekki endilega af hinu góða og þess gætir að of mikið traust er lagt á út- reikninga. Því verður þó ekki á móti mælt að tölur eru til margra hluta nytsamlegar og verður þeirri for- sendu fylgt í því sem hér fer á eftir um íslensk handrit frá miðöldum. Hefð og hátíðleiki Umrædd talnagleði á að líkindum rætur í raunvísindum og náttúruvís- indum. Um eða eftir miðja síðustu öld lagði hún félagsvísindi og hagvísindi undir sig og nú er svo komið að stjórnmál og hagstjórn í víðum skiln- ingi byggjast fyrst og fremst á tölum. Hugmyndin er þá sú að þær lýsi raunveruleikanum á nákvæmari hátt en orðin tóm. Síðasta vígi eigindlegr- ar hugsunar innan fræðilegrar um- fjöllunar voru hugvísindi og þar fóru múrar fyrst að falla á sjöunda en einkum áttunda áratug síðustu aldar. Um það eru hagsaga og málvísindi skýrustu dæmin. Í rannsóknum sem tengjast handritum og textum hafa erlendir fræðimenn síðustu tvo ára- tugina eða þar um bil tekið tölur í þjónustu sína og nægir að nefna Ezio Ornato í París og Marilenu Maniaci í Montecassino á Ítalíu til sögunnar, en þau telja og mæla handrit og skjöl af miklum móð með einkar áhugaverð- um árangri. Hér á landi er rannsókn- arhefðin sú að líta aðeins á eitt hand- rit í einu eða lítinn hóp handrita sem lúta sameiginlegu skilyrði, til dæmis því að geyma Þórðar sögu hreðu eða Veraldar sögu eða Grágás, nú eða þau kunna að hafa verið skrifuð í sama klaustri. Handritin hafa aftur á móti ekki verið skoðuð í heild sinni sem rannsóknarvert fyrirbæri, til dæmis frá sjónarhóli menningarsögu eða tæknisögu. Ávæningur af hugsun um tengsl handrita við eitthvað annað birtist helst í opinberum yfirlýsingum um hina miklu dýrgripi og helgidóma sem sagt er að handritin séu íslenskri þjóð og menningu. Þá er vissulega lit- ið á þau sem heild, en án þekkingar. Á sýningunni Handritin sem var opnuð í Þjóðmenningarhúsi um síð- ustu helgi svífa fimmtán handrit óhlutkennd í hálfrökkri og grafar- þögn undir þykku gleri í tveimur her- bergjum, óræð spegilmynd hjúpuð pelli og purpura, upphafinn minnis- varði um glæsta menningu í fornöld og þar af leiðandi um andlegan styrk þjóðarinnar nú á dögum. Aðeins fylgja nöfn og fáein orð um sérhvert þeirra á litlu blaði. Í öðrum herbergj- um eru gagnlegur fróðleikur og margvíslegt samhengi, meðal annars um framleiðslu þessara merku gripa og söfnun þeirra á síðari öldum, en engar tölur virðast liggja fyrir sem veita yfirsýn yfir handritaforðann. „Hvað eru handritin okkar mörg?“ kynni einhver að spyrja, en fær ekki svar og heldur áfram: „Eru þau öll svona stór og falleg?“ Síðustu árin hef ég sinnt nokkuð athugunum á varð- veislu íslenskra handrita og mun nú freista þess að stoppa í þetta gat í þekkingu þjóðarinnar á handritum sínum með ágripi um tvennt. Fyrst geri ég grein fyrir fjölda varðveittra handrita frá upphafi 12. aldar til loka 16. aldar. Síðan útlista ég blaðafjölda í þessum handritum. Í lokin er örlítill útúrdúr um dvalarstaði. Handritaforðinn Ritmenning barst til Íslands með kristinni trú og elstu varðveittu hand- ritsbrotin sem ætlað er að hafi verið skrifuð hérlendis eru frá fyrri helm- ingi 12. aldar. Nægir að nefna páska- töflu frá því um 1120 (AM 732 a VII 4to) og brot úr predikunum frá því fyrir miðja öldina (AM 237 a fol.). Vit- anlega var miklu fleira skrifað sem nú er glatað og gera Gísli Sigurðsson og Svanhildur Óskarsdóttir ágæta grein fyrir því í glæsilegri bók sem fylgir ofangreindri sýningu og heitir sama nafni. Best yfirlit fæst þó í riti Hreins Benediktssonar, Early Icelandic Script, sem kom út árið 1965. Á síðari hluta 13. aldar og út 14. öld var blómaskeið íslenskrar handrita- gerðar, svo sem alkunna er, að hluta vegna góðs markaðar fyrir handrit í Noregi, eins og Ólafur Halldórsson og Stefán Karlsson hafa lýst í grein- um. Flest handritanna á sýningunni eru frá þeim tíma. Á 15. öld hnignaði handritagerð, segir sagan, og enn frekar á 16. öld. Undir lok hennar lognaðist skinnbókagerð út af vegna notkunar á pappír, sem annaðhvort var þá orðinn ódýrari en áður eða að- gengilegri vegna greiðari aðflutn- inga. Um þetta allt saman mætti skrifa heila bók. Þegar hugað er að varðveislu ís- lenskra handrita frá miðöldum er eðlilegt að miða einnig við norsk handrit frá 13. og 14. öld, því tungu- málið var hið sama og svæðið einn markaður. Norsk handrit eftir það eru annars eðlis, ef svo má að orði komast. Tafla 1 byggist á tiltækum handritaskrám en aldursákvörðun miðar við samantekt sem Orðabók Árnanefndar í Kaupmannahöfn gaf út árið 1989. Könnunin er ekki alveg tæmandi um síðari helming 16. aldar, en yfir þá áratugi nær orðabókar- skráin ekki og líklegt að fáein handrit eigi eftir að bætast við. Eitthvað á því eftir að breytast í þeim tölum sem hér fara á eftir en ekki þannig að skipti sköpum. Við athugun mína hef ég notið ómetanlegrar aðstoðar Karls Óskars Ólafssonar meistaranema í ís- lensku við Háskóla Íslands og átti þess kost að ráða hann til verksins vegna styrkja úr Rannsóknasjóði skólans og frá Rannsóknaráði Ís- lands. Ekki eru tekin með í töfluna á annað hundrað handritsbrot með lat- ínutexta sem flest eru í handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns og á Þjóðminjasafni, því of margt er óljóst um uppruna margra þeirra, nefnilega hvort þau voru skrifuð á Ís- landi eða keypt erlendis og flutt til landsins. Það viðfangsefni bíður rannsakanda. Vitað er að norskir handritagerð- armenn á 13. og 14. öld fylgdust vel með tískusveiflum í Evrópu, til dæm- is þegar þeir tileinkuðu sér þá nýjung að strika fyrir línum með bleki en ekki með þurrum oddi úr málmi eða beini. Íslenskir starfsbræður þeirra voru ekki jafn vel með á nótunum en afköstuðu ólíkt meiru og höfðu fjöl- breyttari smekk. Ekki verður rætt frekar um Norðmenn hér. Af töflunni má ráða að til eru nálægt því eitt þús- und íslensk handrit frá miðöldum. Ör- fá þeirra eru frá 12. öld, eða 16., en allnokkru fleiri frá 13. öld, heil 113 handrit. Þriðjungur allra varðveittra íslenskra handrita er frá 14. öld, eða 339, en frá 15. öld eru til 242 handrit og 269 frá 16. öld. Af handritum 16. aldar eru tvö skrifuð á pappír skömmu fyrir miðja öldina en 50 frá síðari hluta hennar. Ekki eru þetta háar tölur miðað við það sem til er í ítölskum, frönskum og breskum handritasöfnum en miðað við efni og aðstæður á Íslandi á tímabilinu má vel við una. Fjöldi blaða Í sem stystu máli má segja sem svo að handrit sé handskrifuð skinnbók eða pappírsbók sem er varðveitt nokkurn veginn eins og hún var í upp- hafi eða þá lítill hluti slíkrar bókar sem getur verið allt frá einu blaði að lengd. Í síðara tilvikinu má tala um handritsbrot. Skjöl og bréf á stökum blöðum, oft með innsiglum, eru und- anskilin hér og verðskulda sérstaka umfjöllun. Þau skipta þúsundum frá því tímabili sem hér er til umræðu. Smæstu handritsbrot íslensk frá mið- öldum eru ræmur með fáeinum línum skriftar en þykkustu íslensku hand- ritin frá miðöldum eru um og yfir 240 blöð: eitt rímnahandrit frá fyrri hluta 16. aldar (AM 604 a-h 4to) og tvö Jónsbókarhandrit frá síðari hluta sömu aldar (Thott 2102 4to, Stockh. Perg 9 8vo). Jónsbók sendi Magnús konungur Hákonarson til landsins vorið 1280 til samþykktar á alþingi, sem gekk eftir ári síðar. Hún gilti sem veraldleg lög í landinu allt fram undir miðja 18. öld og að nokkrum hluta lengur, en bálkur hennar um viðar- reka og hvala nýtist lögfræðingum og dómurum enn þann dag í dag. Því miður vantar mig blaðafjölda í um 20 skinnhandritum og skinnbrot- um, sem flest eru í söfnum erlendis þar sem skrár eru engar til nógu góð- ar, en tiltækar upplýsingar birtast í töflu 2. Pappírshandritum 16. aldar er sleppt, en átta af hverjum tíu þeirra eru yfir 32 blöð að lengd. Til þess að auðveldara sé að bera saman aldir eru tölurnar hafðar í hundraðshlut- um, en síðasti dálkurinn sýnir fjölda handrita á hverri öld svo að fram komi við hvað er miðað. Skiptingin er ekki svo ólík eftir öld- um og fram undir 1500 er nærri helm- ingur allra handrita aðeins eitt eða tvö blöð (sjá töflu 2). Varðveitt er eitt blað úr 164 handritum en tvö blöð úr 232, samanlagt 396 af 910 eða 44 af hundraði. Varðveislan er því æði brotakennd, ef svo má að orði kom- ast. Fjórðungur til viðbótar er innan við 32 blöð, 237 eintök, og er þá miðað við fjögur átta blaða kver, sem svo eru nefnd og eru algengasta kvera- stærðin í íslenskum skinnhandritum. Kver samsvara örkum í prentuðum bókum sem nú á dögum eru ávallt 16 blöð eða með öðrum orðum 32 blað- síður. Í þessum stóra hópi er fjöl- breytni mikil og í handritsbrotum eru til dæmis varðveitt mikilvæg afbrigði texta af vinsælustu ritverkum Íslend- inga fyrr og síðar. Má nefna Njálu- brotin tíu (AM 162 B fol.) og jafnmörg úr Egils sögu (AM 162 A fol.), þar á meðal hið rómaða þetabrot sem gæti verið frá miðri 13. öld og er á sýning- unni. Jónsbókarbrot eru 53 talsins og ekki má heldur gleyma heilagra manna sögum og konungasögum sem urmull er til af brotum úr. Allt er þetta Árna Magnússyni að þakka, sem einn fárra handritasafnara á 17. og 18. öld gerði sér grein fyrir því að hvert einasta rifrildi væri einhvers virði og bæri að hirða. Eftir stendur tæplega þriðjungur íslenskra skinnhandrita frá miðöld- um sem segja má að séu „eiginleg“ handrit í þeim skilningi að stærstur hluti þeirra er varðveittur – yfir 32 blöð – samanlagt 277 handrit. Af þeim hafa einungis 145 fleiri en 80 blöð. Í þessum hópi einum fjölgar hlutfalls- lega eftir því sem líður á tímabilið, úr sex af hundraði á 12. öld í 27 af hundr- aði á 16. öld. Frá 12. öld eru varðveitt þrjú svo vegleg handrit og ber ís- lenska hómilíubókin af (Stockh. perg. 15 4to). Hún er 102 blöð og fáanleg í forkunnarfagurri ljósprentaðri út- gáfu sem var unnin á Stofnun Árna Magnússonar í Reykjavík. Vel varð- veittum handritum fjölgar ekki að til- tölu fyrr en á 14. öld, en hundraðs- hlutar eru reyndar villandi í þessu samhengi vegna þess að frá 13. öld eru til allmörg stórfengleg handrit á borð við Grágásarhandritin tvö (GKS 1157 fol. og AM 334 fol.), sem bæði eru á sýningunni. Frá 14., 15. og 16. öld mætti tilgreina ótal merkilega gripi, en verður ekki gert hér. Þó er Íslensk handrit frá miðöldum Á sýningunni Handritin sem var opnuð í Þjóðmenning- arhúsi um síð- ustu helgi svífa fimmtán hand- rit óhlutkennd í hálfrökkri og grafarþögn und- ir þykku gleri í tveimur her- bergjum. Jónsbókarhandritið Svalbarðsbók, AM 343 fol., mun vera skrifað undir miðja 14. öld, fagurlega myndskreytt og 86 blöð. Texti handritsins er stórmerkur.                                                      !     " " "  " "  "    " " " #  !      "  "  " #  " "   " "  " ! $       %& '      !  "#   # ()& *  + ,-'$ '., /   !,                               Á Íslandi er rann- sóknarhefðin að líta aðeins á eitt handrit í einu eða lítinn hóp handrita sem lúta sam- eiginlegu skilyrði, t.d. að geyma sömu sögu eða hafa verið skrifuð í sama klaustri. Már Jónsson fjallar um fjölda varðveittra handrita, blaðafjölda og hvar þau eru niðurkomin. Blað úr rímnahandritinu AM 604 a—h 4to frá síðari hluta 16. aldar, sem Árni Magnússon af einhverjum ástæðum bútaði í sundur, en er samanlagt 248 blöð og fyrir vikið lengsta íslenska skinnhandritið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.