Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 2
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðinu í dag fylgir
auglýsingablaðið „Vor í Prag“
frá Heimsferðum.
Blaðinu verður dreift um allt
land.
JÚMBÓ-þota frá Lufthansa
með sjúkan mann innanborðs
sem þurfti læknisaðstoðar við,
lenti á Keflavíkurflugvelli um
kl. 10 í gærmorgun. Verið var
að flytja manninn, sem lent
hafði í umferðarslysi í Banda-
ríkjunum, frá Los Angeles til
Frankfurt í Þýskalandi. Sam-
kvæmt upplýsingum lögregl-
unnar á Keflavíkuflugvelli var
maðurinn í sérstöku sjúkra-
rými um borð í vélinni ásamt
lækni og hjúkrunarfræðingi,
en talið er að ástand hans hafi
breyst skyndilega svo hann
þurfti á sjúkrahúsþjónustu að
halda. Hann var fluttur á
Landspítalann í Fossvogi. Vél-
in hélt hins vegar flugi sínu
áfram.
Neyðar-
lending
með slas-
aðan mann
FORMAÐUR tryggingaráðs, Bolli
Héðinsson, sagði í ræðu sinni á
ársfundi Tryggingastofnunar ríkis-
ins, TR, í fyrradag að það hefði á
margan hátt verið heppilegra þeg-
ar Landspítali – háskólasjúkrahús
varð til að sjúkrahúsið hefði verið
afhent Háskóla Íslands, HÍ, til
eignar og rekstrar. Ráðamenn heil-
brigðismála tækju þá eingöngu að
sér að semja um spítalaþjónustuna
en ekki að reka hana.
Bolli sagði að Landspítalanum
væri þá í sjálfsvald sett hvort hann
kysi að leggja aðrar áherslur í
störfum sínum. Heilbrigðisyfirvöld
myndu aldrei greiða nema fyrir
það sem sneri að sjúklingnum og
velferð hans. Kysi spítalinn að
leggja áherslu á rannsóknir og
kennslu samhliða umönnun og
meðferð sjúklinga yrði hann að
sækja þá fjármuni annað en til
heilbrigðisyfirvalda. „Mér segir
svo hugur að þannig komi það á
daginn að um 15% allra útgjalda
Landspítala eru ekki heilbrigðisút-
gjöld, í þeim skilningi, heldur út-
gjöld vegna menntunar heilbrigð-
isstétta sem eru ranglega talin með
heilbrigðisútgjöldum nú,“ sagði
Bolli.
Sérfræðingar gagnrýndir
Hann velti einnig upp nokkrum
spurningum varðandi auknar
greiðslur til sérfræðinga. Útgjöld
TR vegna heimilis- og sérfræði-
lækninga námu 2,3 milljörðum
króna á síðasta ári. Hafa greiðsl-
urnar aukist um 70% á fjórum ár-
um, að því er fram kemur í nýút-
komnum Staðtölum almannatrygg-
inga. Bolli sagði að óvíða í
veröldinni væri það svo að allir
læknar, hvaða sérgreinar sem þeir
hefðu menntað sig til, skyldu sjálf-
krafa eiga rétt á því að komast á
samning við ríkið sem síðan væri
skuldbundið til að kaupa af lækn-
inum þjónustu hans hvort sem talin
væri þörf fyrir hana eða ekki. Á
margan hátt hefði þetta verið
þægilegt fyrirkomulag „en við
hljótum að þurfa að spyrja okkur
hvort við höfum efni á því“.
Hann sagði ennfremur að sam-
tök lækna hlytu að spyrja sig hvort
það væri eðlilegt að læknar með
100% rekstur úti í bæ ættu jafn-
framt að halda stöðum sínum inni á
sjúkrahúsunum sem aðrir læknar
vildu gjarnan komast í.
„Samtök lækna hljóta að átta sig
á því að ef ekki tekst að stemma
stigu við útgjaldaaukningu ríkisins,
á sviði sérfræðilæknishjálpar utan
sjúkrahúsa, þá eru þeir að safna
glóðum elds að höfði sér. Ríkis-
valdið á ekki marga kosti í þeirri
stöðu sem er annaðhvort að tak-
marka fjölda þeirra sérfræðilækna
sem samið er við eða halda
greiðslum til þeirra í lágmarki, til
dæmis með því að takmarka að-
gang að þeim með tilvísanakerfi,“
sagði Bolli.
Formaður tryggingaráðs á ársfundi TR
Heppilegra að Háskól-
inn ræki Landspítalann
HÁMARKSHRAÐI á Miklubraut
milli gatnamóta Grensásvegar og
Skarhólabrautar í Mosfellsbæ er nú
80 km/klst. Tók breytingin gildi
síðastliðinn fimmtudag. Heimilaður
hámarkshraði á Miklubraut milli
Grensásvegar og gatnamóta Suður-
landsvegar og Vesturlandsvegar
var fyrir breytinguna 70 km/klst.
Frá þeim gatnamótum og að Skar-
hólabraut í Mosfellsbæ var há-
markshraði áður 90 km/klst.
Á Vesturlandsvegi milli Skar-
hólabrautar og Þingvallavegar er
hámarkshraði nú orðinn 70 km/klst
og sömuleiðis á Úlfarsfellsvegi, frá
Vesturlandsvegi að Hafravatns-
vegi. Þá er hámarkshraði á Heið-
merkurvegi eftir breytinguna 60
km/klst og á Reykjanesbraut milli
Álfabakka og Fífuhvammsvegar er
nú leyfilegt að aka á 70 km/klst.
Morgunblaðið/Golli
Breytingar á hámarkshraða
ÁIN KOLGRÍMA í Suðursveit óx
enn frekar í fyrrinótt og því var ennþá
ófært til Hornafjarðar að vestan eftir
hádegi í gær. Vegurinn um Hvalnes-
og Þvottárskriður var lokaður í fyrri-
nótt vegna hættu á skriðuföllum, en
var opnaður í gærmorgun og rofnaði
þar með nokkurra klukkustunda ein-
angrun Hafnar og Hornafjarðarsveit-
ar landleiðina.
Aurskriða féll á veginn um Fagra-
dal, milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar
í gærmorgun og lokaði honum. Sam-
kvæmt upplýsingum Vegagerðarinn-
ar á Reyðarfirði átti að halda veginum
lokuðum í gær vegna hættu á frekari
skriðuföllum. Vegurinn á Mjóafjörð
var aðeins fær jeppum í gær.
Mikið vatn flæddi inn á öryggis-
svæði umhverfis flugvöllinn á Egils-
stöðum í vatnavöxtunum og gæti
hamlað flugi. Þá var vatn komið upp
undir Lagarfljótsbrú.
Mikil rigning var enn á Suðaustur-
landi í gær.
Kotá til friðs enn sem komið er
„Ástandið versnaði í nótt,“ sagði
Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri
Vegagerðarinnar á Höfn, um hádeg-
isbil í gærdag. „Það óx svo í Kolgrímu
að við getum ekkert gert annað en að
bíða þar til vatnið minnkar.“
Kolgríma skolaði þjóðveginum í
burt á um 100 metra kafla í fyrradag
en í gær var gerð tilraun til að opna
hjáleið. „En núna er orðið ófært eftir
bráðabirgðaslóða sem við vorum að
gera í gær því áin óx svo í nótt.“
Reynir sagði að annars væru vega-
mál á svæðinu í ágætu horfi, reyndar
hefði grafið frá Steinavatnabrúnni á
Steinasandi í Suðursveit, en viðgerð
var að hefjast um hádegi í gær.
Þjóðvegurinn milli Skaftafells og
Hafnar var lokaður í fyrrinótt vegna
vatnavaxta í Kotá í Öræfasveit. Kotá
hélt sig þó á mottunni.
Mikið vatn hafði um hádegi í gær
flætt inn á öryggissvæði umhverfis
flugvöllinn á Egilsstöðum. Aðflugs-
búnaður við syðri enda brautarinnar
hafði þá dottið út. Þá er vatn komið
upp undir Lagarfljótsbrú. Benedikt
Vilhjálmsson, vaktmaður í flugturn-
inum á Egilsstöðum, sagði í samtali
við Morgunblaðið fyrir hádegi í gær
að vatnið hefði hækkað umhverfis
flugvöllinn um 20 sentimetra frá því
klukkan níu um morguninn. Ef það
hækkar um 30 sentimetra til viðbótar
færi það yfir völlinn. Enn gæti vatn
átt eftir að vaxa í ám á Suðausturlandi
og vill Vegagerðin beina þeim tilmæl-
um til fólks á þessu svæði að vera ekki
á ferð að nauðsynjalausu.
Kolgríma
lætur öllum
illum látum
Aurskriðuhætta enn á Suðausturlandi
TILKYNNT var um að mikinn
svartan reyk legði frá íbúð á ann-
arri hæð í fjölbýlishúsi við Mosa-
rima í Grafarvogi laust fyrir kl. 14
í gær. Talsverður eldur var í íbúð-
inni er Slökkvilið höfuðborgar-
svæðisins kom á vettvang, en íbúð-
in var mannlaus þegar eldurinn
kom upp.
Tólf slökkviliðsmenn frá tveimur
stöðvum slökkviliðsins, þrír dælu-
bílar og tveir sjúkrabílar fóru á
vettvang. Reykræsta þurfti íbúð-
ina og stigagang. Hugsast getur að
eldur hafi kviknað út frá þvottavél
eða þurrkara.
Eldur í
Mosarima í
Grafarvogi
Morgunblaðið/Sverrir
Töluverður eldur var í íbúðinni er slökkvilið kom á vettvang.
FJÖLDI Skota gekk fylktu liði frá
miðbæ Reykjavíkur að Laugardals-
velli til að fylgjast með landsleik Ís-
lands og Skotlands í fótbolta sem
fram fór í gær. Mikil stemmning
var í hópnum, var spilað á hljóð-
færi, sungið og hlegið. Margir voru
klæddir skoskum þjóðbúningum
eða í það minnsta skotapilsi. Skot-
arnir, sem eru um 2.500 talsins,
settu svip sinn á miðborg Reykja-
víkur í fyrrinótt. Að sögn lögreglu
voru Skotar jafnt sem Íslendingar
til friðs þó að sögur gengju fjöllum
hærra um að áfengar veigar hefðu
verið uppurnar á einhverjum af
öldurhúsum borgarinnar í dögun.
Þrír Skotar gistu fangageymslur
lögreglunnar í nótt en voru látnir
lausir fyrir landsleikinn. Sam-
kvæmt upplýsingum lögreglu virt-
ist áttavitinn eitthvað í ólagi hjá
þeim svo þeir rötuðu ekki á hótel
sín og fengu því inni hjá lögreglu.
Morgunblaðið/Golli
Syngjandi Skotar í skrúðgöngu