Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 33
fram yfir nýsjálenzkt, heldur er þessu velt upp til
að varpa ljósi á að í þessum efnum skortir heild-
stæða stefnumótun af hálfu stjórnmálamannanna
og svör við mörgum spurningum. Raunar gæti
það dugað til að minnka beitarálag á viðkvæmum
svæðum að hætta óhagkvæmum útflutningi á
lambakjöti, sem er umfram innanlandseftirspurn
og laga framleiðsluna að eftirspurninni.
Landbúnaður
og sjávar-
útvegur
Það hlýtur að gera ís-
lenzkum samninga-
mönnum erfitt fyrir í
Doha-viðræðunum að
um leið og þeir binda
trúss sitt við þá, sem
hægast vilja fara í umbótum í landbúnaðarmál-
unum, til að mynda Evrópusambandið, eru þeir í
fararbroddi þeirra ríkja, sem vilja afnema rík-
isstyrki og niðurgreiðslur í sjávarútvegi. Þar er
vissulega mikið hagsmunamál Íslands á ferðinni,
enda skekkja ríkisstyrkir alla samkeppni í heims-
viðskiptum með sjávarafurðir, rétt eins og land-
búnaðarafurðir, og stuðla að ofveiði og sóun á auð-
lindum. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra
benti á það í grein hér í blaðinu fyrir rúmu ári að
ólíku væri saman að jafna í viðskiptaviðræðunum,
landbúnaði og sjávarútvegi. Á vettvangi WTO
hefði sérstaða landbúnaðarins verið undirstrikuð
með sérstökum samningi, sem leyfði stuðnings-
aðgerðir við greinina og viðurkenndi að taka
þyrfti tillit til þátta sem ekki væru viðskiptalegs
eðlis. Ekki væri hins vegar til staðar sambæri-
legur sérsamningur fyrir sjávarútveginn.
Þetta er allt satt og rétt og á sviði sjávarútvegs-
ins hafa íslenzk stjórnvöld unnið brautryðjenda-
starf innan WTO. Menn mega hins vegar ekki
gleyma því að þau ríki, sem styrkja sjávarútveg
mest, þar með talið Evrópusambandsríkin, rétt-
læta þá styrki a.m.k. að hluta til með afar svip-
uðum rökum og Ísland notar til að réttlæta stuðn-
ing og vernd fyrir landbúnaðinn, þ.e. með vísan til
byggðasjónarmiða og félagslegs og menningar-
legs mikilvægis sjávarútvegsins fyrir strand-
byggðir. Ætla má að þau ríki reyni að koma
ákvæðum um þætti, sem ekki eru viðskiptalegs
eðlis, inn í ákvæði um sjávarútveg í nýjum WTO-
samningi.
Sjávarútvegurinn er auðvitað aldagömul at-
vinnugrein, rétt eins og landbúnaðurinn, og mik-
ilvægi hans fyrir menningarlíf, ferðamennsku og
viðhald byggðar víða mikið. Ríki á borð við Ástr-
alíu og Nýja-Sjáland, þar sem landbúnaðarvörur
eru framleiddar með hagkvæmum hætti og litlum
stuðningi skattgreiðenda, eru hins vegar í sömu
stöðu gagnvart landbúnaðarstyrkjum Íslands og
ESB-ríkjanna og Ísland er gagnvart sjávarút-
vegsstyrkjum ESB og fleiri ríkja. Styrkur þess-
ara ríkja liggur á sviði landbúnaðar, en styrkur
okkar á sviði sjávarútvegsins. Hvernig hyggjast
fulltrúar Íslands útskýra fyrir samningamönnum
þessara ríkja rök sín fyrir afnámi sjávarútvegs-
styrkjanna ef þeir halda fast við rök sín fyrir við-
haldi landbúnaðarstyrkja og tolla?
Það hefur löngum verið raunin hér á landi í um-
ræðum um alþjóðlega viðskiptasamninga, að
menn hafa einblínt á fríverzlun með fisk og frjáls-
ræði í innflutningi sjávarafurða til annarra ríkja,
enda er það mikið og næsta augljóst hagsmuna-
mál Íslands. Um leið hafa menn gjarnan horft
framhjá þeim jákvæðu áhrifum, sem þessir sömu
samningar geta haft á íslenzkt efnahagslíf og
þjóðfélag með því að frjálsræði sé aukið á móti á
öðrum sviðum hér landi, eða jafnvel litið á slíkar
breytingar sem „fórnir“ sem nauðsynlegar væru
til að ná fram frjálsræði í viðskiptum með fisk.
Þetta átti við þegar aðild Íslands að EFTA kom til
umræðu og jafnvel enn frekar þegar umræður
hófust hér um myndun Evrópska efnahagssvæð-
isins. Í síðarnefnda tilvikinu fer varla á milli mála
að ávinningur okkar af þeim breytingum í frjáls-
ræðisátt, sem EES-samningurinn leiddi af sér
hér heima fyrir, er jafnvel enn meiri en sú búbót,
sem aukin fríverzlun með fisk hefur reynzt vera.
Hvað varðar þær viðræður, sem nú standa yfir á
vettvangi Heimsviðskiptastofnunarinnar, má
ekki gleyma því að án raunverulegrar samkeppni
frá öðrum ríkjum munu margvísleg hagræðing-
artækifæri í íslenzkum landbúnaði liggja ónotuð
næstu árin.
Róttækt dæmi
um Ísland og
Svíþjóð
Mönnum finnst stund-
um alveg sjálfsagt að
styðja eigi og vernda
atvinnugreinar, sem
hafa lengi verið mikil-
vægar í efnahagslífi
ríkja, jafnvel þótt augljóst sé að önnur ríki hafi
fyrir löngu öðlazt forskot í viðkomandi grein og
geti framleitt sömu vörur með hagkvæmari hætti.
Sænski blaðamaðurinn og hagfræðingurinn
Gunnar Örn skrifaði fyrir fáeinum árum bókina
Nationalekonomi för noviser, eða Þjóðhagfræði
fyrir byrjendur, sem kom út hjá Timbro-forlaginu
í Stokkhólmi. Þar tekur hann nokkur ímynduð
dæmi af viðskiptum Íslands og Svíþjóðar til að
varpa ljósi á kosti fríverzlunar og setur þá m.a.
nýja atvinnugrein í hlutverk annarrar eldri. Þetta
dæmi varpar áhugaverðu ljósi á umræður um
nauðsyn þess að vernda atvinnugreinar fyrir sam-
keppni:
„Svo tekið sé róttækt dæmi, þá vaxa næstum
engin tré á Íslandi en það er nóg af fiski í hafinu
kringum landið. Hvað myndi gerast ef Íslending-
ar ákvæðu þrátt fyrir allt að byggja upp eigin
skógarhöggsiðnað? Kannski myndu þeir hefja
ræktun greniskóga í freðmýrunum með gífurleg-
um tilkostnaði, með hjálp jarðhita og gróðurhúsa
á stærð við flugskýli. Til þess að íslenzki skóg-
arhöggsiðnaðurinn ætti möguleika á að lifa, þyrfti
hann vernd fyrir samkeppni frá m.a. Svíþjóð.
Maður getur ímyndað sér þær röksemdir, sem ís-
lenzkir skógarhagsmunaaðilar hefðu uppi þegar
þeir gengju á fund stjórnmálamannanna í
Reykjavík:
„Við viljum ekki frjáls viðskipti, við viljum rétt-
lát viðskipti. Svíarnir geta framleitt miklu ódýrari
pappír en við af því að þeir þurfa ekki að verja
eins miklum tíma og peningum í skógrækt.“
Það segir sig sjálft að ef Íslendingarnir rækt-
uðu sín eigin tré með miklum tilkostnaði, í staðinn
fyrir að fá timbur og pappír í skiptum fyrir fisk,
væri það óheyrileg sóun á tíma, peningum, verk-
kunnáttu og náttúruauðlindum. Svíþjóð hefur
vissulega fjölbreyttari samsetningu náttúruauð-
linda en Ísland, en minni utanríkisverzlun myndi
leiða til þess að jafnvel hér yrði illa farið með auð-
lindir.
Ef Íslendingar geta veitt fisk með minni til-
kostnaði en Svíar, um leið og Svíar geta framleitt
pappír með lægri tilkostnaði en Íslendingar, ligg-
ur það alveg í augum uppi að bæði lönd græða á
því að verzla hvort við annað.“
Það er málið með frjáls milliríkjaviðskipti; báð-
ir aðilar græða á þeim og hvorugur á kostnað
hins. Ríki eru að sjálfsögðu áhugasaöm um að
gera samninga, sem gera þeim kleift að hagnast á
þeim sviðum, þar sem styrkleiki þeirra liggur,
sbr. Ísland og sjávarútveginn, en þau verða þá að
vera tilbúin að semja um að aðrir geti líka nýtt
sinn hlutfallslega styrkleika; að t.d. séu skapaðar
aðstæður fyrir þróunarlöndin að koma sinni
ódýru landbúnaðarframleiðslu á markað. Alþjóð-
legir viðskiptasamningar eru niðurstaða af mála-
miðlun milli hagsmuna ríkja. Hins vegar hlýtur
stefna einstakra ríkja í Doha-viðræðunum líka að
markast af ákveðinni málamiðlun innanlands milli
hagsmuna neytenda og skattgreiðenda annars
vegar og hagsmunum þeirra atvinnugreina, sem
notið hafa verndar og styrkja, hins vegar. Það má
draga í efa að slík málamiðlun hafi farið fram hér
á landi eins og áður sagði. Fólk hlýtur að gera ráð
fyrir að stjórnmálamenn marki stefnu og ákveði
markmið ekki eingöngu út frá hagsmunum land-
búnaðarins, þótt þeir séu mikilvægir, heldur út
frá heildarhagsmunum.
Morgunblaðið/RAX
Á flugi yfir Hafrahvammagljúfur (Dimmugljúfur).
„Hvaða markmið
hafa íslenzk stjórn-
völd sett sér um
æskilega niðurstöðu
af Doha-viðræðun-
um fyrir neytendur
og skattgreiðendur?
Hvernig hafa þau, í
stefnumörkun sinni,
vegið saman hags-
muni hinna fáu, sem
hafa lífsviðurværi
sitt af landbúnaði,
og hinna mörgu,
sem styrkja land-
búnaðinn með skött-
unum sínum og
þurfa að ná endum
saman í heimilis-
bókhaldinu, m.a.
með því að gera
hagstæð matarinn-
kaup?“
Laugardagur 12. október