Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 19

Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 19
vert að geta þess að af stórum hand- ritum frá því tímabili, 256 að tölu, eru hvorki fleiri né færri en 106 Jónsbæk- ur eða 41 af hundraði. Afgangurinn dreifist á aðrar bókmenntagreinar: guðfræði, sögur og kveðskap, með meiru. Dvalarstaðir Nú þegar menntamálaráðherra hyggur á endurheimt íslenskra forn- gripa frá Danmörku er þess væntan- lega skammt að bíða að íslensk stjórnvöld rifti handritaskiptasamn- ingnum frá 1961 og krefjist þess að fá hvert einasta snifsi handritakyns sent til ævarandi varðveislu í áformuðu húsi íslenskra fræða í líki viðbygging- ar við Þjóðarbókhlöðu þegar Háskóli Íslands verður aldargamall eftir níu ár. En á meðan slíku máli er ekki hreyft heldur næstum helmingur ís- lenskra handrita frá miðöldum kyrru fyrir í Kaupmannahöfn, langflest í vörslu nýfluttrar stofnunar, Det arnamagnæanske institut, en nokkur í Det kongelige bibliotek steinsnar þar frá. Tafla 3 sýnir skiptingu hand- rita á milli höfuðborga íslenskrar menningar, Reykjavíkur og Kaup- mannahafnar. Niðurstaðan er afleið- ing langra og strangra funda á sínum tíma sem lesa má um í bók Sigrúnar Davíðsdóttur Håndskriftsagens saga frá 1999. Frumforsendan í því starfi var að handrit með íslensku viðfangs- efni „fengu“ að fara en hin urðu eftir, til að mynda Noregskonungasögur, útlendar lögbækur og biblíuþýðingar. Útkoman er að flestu leyti viðunandi en bagalegt reyndar að sex handrit sem Árni Magnússon eignaðist í bút- um á sínum tíma eða bútaði í sundur sjálfur eru nú á báðum stöðum. Er helst að geta Hauksbókar frá byrjun 14. aldar, en tveir hlutar hennar eru í Kaupmannahöfn (AM 544 4to og AM 674 4to) en afgangurinn í Reykjavík (AM 371 4to), þessa stundina á marg- nefndri sýningu í Þjóðmenningar- húsi. Í ofangreindri töflu fær Ósló að fljóta með og tvö söfn í Svíþjóð eru saman undir heitinu Stokkhólmur. Í þeirri borg eru 56 íslensk miðalda- handrit og fimm í Uppsölum. Nokkuð fleiri íslensk handrit eru sem sagt í Reykjavík en í Kaup- mannahöfn og munar mestu um handrit Jónsbókar, en þau eru miklu fleiri en handrit að landslögum Magnúsar Hákonarsonar frá 1274 sem eru fjölmenn í Kaupmannahöfn. Ef litið er á skiptingu handritsbrota og heillegra handrita er vart grein- anlegur munur á milli Kaupmanna- hafnar og Reykjavíkur. Ívið meira er þó um smælki á fyrri staðnum eða 48 af hundraði handrita á móti 43 af hundraði á hinum síðari. Aftur á móti er örlítið meira af handritum sem eru yfir 32 blöð að lengd í Reykjavík eða 30 af hundraði á móti 26 af hundraði í Kaupmannahöfn. Áberandi mikið er síðan af slíkum bókum í Svíþjóð eða rúmlega helmingur. Rétt er að geta þess að íslensk handrit frá því fyrir aldamótin 1600 eru víðar og sennilega er eftirfarandi upptalning tæmandi, með fjölda handrita innan sviga: Dublin (2), Ed- inborg (2), London (4), Manchester (1), Oxford (6), París (1), Utrecht (1), Vínarborg (1) og Wolfenbüttel (2) í Evrópu, en Cambridge (1), Íþaka (1), New York (1), Princeton (1) og Wash- ington (1) í Bandaríkjunum – saman- lagt 25. Flest þessara handrita eru frá 16. öld og gjarnan Jónsbækur sem ferðamenn keyptu sem minjagripi á ferð um Ísland á 19. öld. Ókjör yngri handrita íslenskra eru líka á þessum stöðum og enn víðar, en þau hefur enginn treyst sér til að telja enn sem komið er frekar en handrit frá 17., 18. og 19. öld yfirleitt – þó væri það hægt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Öryggisbúrum undir handritin komið fyrir í Þjóðmenningarhúsi. Höfundur er dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 19 Góð sala á haustferðum-uppselt í siglingu Carnival Pride í sept. - Thailand í okt. Bali í nóv. „Karíbahafssiglingin með „Stolti Karnivals“ var algjör smellur,“ er almennt álit farþeganna. „Eftir nokkuð erfiða byrjun vegna seinkunar á flugi tók við undra- heimur um borð í fegursta skipi sem við höfum séð. Gæði skipsins, fjölbreytnin í hvers kyns skemmtun og mannlífið um borð á hinni þægilegu siglingaleið, maturinn og þjónustan var okk- ur nýr heimur, og fór langt framúr væntingum. Íslenski siglingastjórinn okkar var jafnan til taks með nýjar uppástungur til að tryggja að ferðin yrði samfelld ánægja. Okkur var ljóst að við höfðum gert frábær ferðakaup, enda er Heimsklúbburinn að bjóða langbestu kjörin í siglingum. Allt skipulag og framkvæmd var til fyrirmyndar.“ Siglingar fást vikulega-brottf. á föstud. HEIMSKLUBBURINN-PRÍMA á frátekin nokkur sæti í beinu flugi til ORLANDO vikulega næstu mánuði. Með aukinni þjónustu við farþega er þetta nú leikur einn: Fulltrúi okkar, Guðrún Gunnarsdóttir, búsett í Orlando í nærri áratug og öllum hnútum kunnug, tekur á móti farþegum okkar og flytur á hótel og til skips, tekur einnig á móti þeim eftir siglingu og flytur á hótel og til flugvallar í lokin. Aðstoð hennar og leiðbeiningar eru ómetanlegar. Vikusigling með CARNIVAL PRIDE fæst á frábærum kjörum með sérsamningi Heimsklúbbsins í tilefni 10 ára þjónustu við CARNIVAL á Íslandi. Orlando er heimsfrægur staður bæði fyrir loftslagið en einnig hafa fræg kennileiti mikið aðdráttarafl, s.s. DISNEY WORLD, SEA WORLD, UNIVERSAL STUDIOS o. fl. Hvíldardvöl 3-4 daga í Orlando á völdu hóteli er því góður kostur. Sigling á CARNIVAL PRIDE er samfelld 7 daga veisla! Fleiri og fleiri halda þannig upp á tyllidaga ævinnar - ÓDÝR T ! Einnig er hægt að halda veglega upp á afmæli og tímamót á fegurstu strönd Karíbahafsins með öllu inniföldu á NATURA PARK, Punta Cana. - Sjáið bækling-uppl. á skrifst. NÝ, AUKIN ÞJÓNUSTA Í THAILANDI Fyrsta Stóra-Thailandsferðin 16. okt., er uppseld. Þetta er eina ferðin á mark- aðnum sem verulega kynnir Thailand með heimsókn á flesta merka og fræga staði landsins- og hvílík upplifun fegurðar og fjölbreytni, listar og framandi þjóðlífs, endurt. 29. jan. ‘03 - fá sæti eftir, svo pantið meðan laust er í Thai- landsferð, sem er engri annarri lík! Íslenskur og Thailenskur fararstjóri - sam- felld veisla og skemmtun í 17 d. ferð. Gerið verðsamanburð við styttri ferðir! Jólaferð til Thailands - 11.-28. des. Jól í sól og fegurð! Nær útilokað er að fá flugsæti til Austurlanda um hátíðirnar, en við eigum 10 sæti! Dvalist á nýja glæsilega RADISSON hótelinu, sem er algjört tromp, 4 n. og ódýrustu jólainnkaup! Síð- an sól og strönd í besta yfirlæti á JOMTIEN NEW WING, 4-5* með tilheyrandi veislum og af- slöppun um jólin. - Nauðsynlegt að panta STRAX! UNDRA-THAILAND - NÝ, ENDURBÆTT OG ÓDÝRUST! Byrjið nýja árið vel - 8. jan. - 17 d. burt úr kuldanum í undrafagurt, blómskrýtt Thailand! Í tilefni áramótanna bjóðum við nú hið stórglæsilega RADISSON hótel í Bangkok 4. n. handa öllum sem panta fyrir 18. okt. Síðan róleg hvíldardvöl við hreina strönd JOMTIEN PALM BEACH-NEW WING 11 n. Íslenskur fararstjóri í öllum skipulögðum Thailandsferðum. Örfá sæti. MESTU TÖFRAR AUSTURLANDA: SINGAPORE - MALASIA - B A L I 8. NÓV. - UPPSELT Þessi viðhafnarferð Heimsklúbbsins býður sannarlega upp á það besta á ferðalögum, sannkallað 5 stjörnuferðalag allt í gegn með völdum íslenskum fararstjóra. Færri komust en vildu í þetta sinn, en önnur ferð er í undirbúningi á vordögum. Auk þess bjóðum við 17 daga ferðir til KUALA LUM- PUR með vali um 4-5 stjörnu hótel og síðan BALI með vali um frábær hótel á ótrúlegu verði í þessari jarðnesku paradís með öllu flugi og sköttum frá kr. 154.800.- (Alm. flugf. eitt kr. 446.420). Hnattreisan - umhverfis jörðina á 30 dögum - 3. nóv. Nú 3 viðbótarsæti laus, sé pantað strax! Mesti ferðaviðburður Íslandssögunnar hefst eftir 3 vikur. Ferðin hefur verið fullskipuð frá áramótum, en við getum nú bætt við 3 sætum í ferð, sem annars er fullfrágengin. Leiðin liggur um allar álfurnar á suðurhveli jarðar, þar sem ríkir vor og sumar fer í hönd. Ævintýri ævinnar! - Fararstj. Ingólfs. ÓDÝRIR FARSEÐLAR UM ALLAN HEIM- SPARIÐ Í FARGJÖLDUM! Auglýsing Heimsklúbbsins - Príma um sparnað í fargjöldum með sérsamningum vakti feikna athygli og pantanir streyma inn. Tugir farþega eru þegar búnir að tryggja sér þessi kjör. VERTU VELKOMINN AÐ KANNA SÉRÞJÓNUSTU OKKAR. Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK fyrir frábærar ferðir Nýtt fréttabréf Heimsklúbbs-Príma Sími 56 20 400 Ing. Guðbrandss. Guðrún Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.