Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 12

Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 12
12 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LISTIN er löng en lífið er stutter stundum sagt. Útlit erfyrir að listamannslíf JúlíuTómasdóttur geti orðið langt ef svo heldur fram sem horfir. Júlía hélt sína fyrstu málverkasýningu nú fyrir skömmu, aðeins fimm ára göm- ul. Fjörutíu gestir komu á sýninguna sem haldin var heima hjá listamann- inum í fallegri og bjartri stofu við Skólatún á Álftanesi. Útsýnið er svo fagurt út um glugga stofunnar að það gæti veitt jafnvel hinum ólist- hneigðu innblástur. Júlía hefur enda málað myndaröð þar sem húsið, hún sjálf og umhverfið kemur mjög við sögu. Mesta athygli allra sýningargesta vakti þó fjársjóðsmyndin svokallaða. „Þetta er mynd af fjársjóðskistu, út henni kemur gull og margt fleira, en það ætlar padda að ræna því öllu,“ segir listakonan og hristir höfuðið yf- ir þessari fyrirætlan flugunnar svo ljósar fléttur hennar dansa um axl- irnar. Hún leiðir blaðamann á milli myndanna sinna og útskýrir þær jafnóðum. „Þetta er mamma mín og bróðir minn, það er mjög stórt á honum nef- ið og þetta er ég sjálf að fara út í sjoppu að kaupa bland í poka,“ segir hún. Móðirin er mæðuleg á myndinni enda er hún að sögn Júlíu að taka til í herbergi hennar. „Við vorum orðnar mjög þreytt- ar,“ segir hún og brosir blíðlega. Myndirnar eru málaðar á tveggja ára tímabili, sú elsta er af bláum svani með langan háls, máluð árið 2000. Athygli blaðamanns vekur mynd sem listakonan segir að sé af Gull- fossi. „Ég fór þangað með afa mínum og málaði svo mynd af fossinum þegar ég kom heim eins og ég mundi eftir honum,“ segir hún. Mestan áhuga hefur Júlía nú um stundir á að mála fiðrildi og alls kon- ar dýr, sem og hefur hún málað myndir af vinkonum sínum, ein þeirra var á sýningunni, mynd af hinni bleikklæddu Diljá. En hvers vegna skyldi hún hafa ákveðið að halda málverkasýningu? „Til þess að leyfa fólkinu að sjá fínu myndirnar mínar,“ segir hún og bætir við að hún hafi málað tvær myndir fyrir sýninguna, fjársjóðs- myndina og mynd af móður sinni sem glimmer er límt ofan í. „Öllum sem komu á sýninguna fannst fjársjóðsmyndin flottust, sumir vildu kaupa hana. Ég vildi ekki selja hana, ég seldi bara eina mynd. Hún var af afa mínum og hann keypti hana á tíu krónur,“ segir Júlía stolt. Júlía ætlar kannski að mála myndir í jólagjafir Svo mikill var áhugi sýningargesta að margir þeirra sem nákomnir voru tjáðu sig hafa mikla löngun til að fá mynd eftir listakonuna í jólagjöf. „Það lítur út fyrir að ég hafi það rólegt í ár hvað jólagjafir snertir, Júlía sér um þá hlið málanna lík- lega,“ segir Alda Guðjónsdóttir fata- hönnuður, móðir Júlíu, og hellir kaffi í bolla blaðamanns. Hún kvað hugmyndina að sýning- unni hafa komið til vegna þess hve Júlía hafi verið stolt af myndum sín- um. Þegar stofan á heimilinu var máluð kviknaði sú hugmynd að nota tækifærið áður en hengt yrði upp á veggina á ný að Júlía sýndi þar verk sín á hvítum nýmáluðum veggjum. „Við útbjuggum boðsmiða og send- um út og vorum svo með veitingar á sýningunni, alls konar djús og nið- urskorið grænmeti – allt mjög hollt að sjálfsögðu,“ segir hún. „Það var svo gaman hvað komu margir, þetta voru bæði vinir og vandamenn og þar í kring. Fjársjóðsmyndin var sem fyrr greindi heitasta myndin og verður hún áfram á sínum heiðursstað á veggnum á móti inngangnum.“ Alda kvað Júlíu leggja sérstaka áherslu á að hún sé „myndlistar- kona“ – ekki myndlistarmaður. „Júlía hefur einstaklega gaman af ljósmyndum, myndum og litum og er dugleg að föndra. Í leikskólanum þar sem Júlía er fá börnin að ráða hvað þau gera og hún velur alltaf myndlistarkrókinn. Þar fær sköpunargleðin að njóta sín.“ Að sögn Öldu hefur sýningin reynst mjög hvetjandi fyrir Júlíu og hún hefur haft við orð að hún hugsi sér að halda aðra sýningu seinna. Júlía Tómasdóttir í fangi móður sinnar, Öldu Guðjónsdóttur. Morgunblaðið/Kristinn Júlía Tómasdóttir við hina „heitu“ fjársjóðsmynd sína. Listin er löng Listhneigð kemur oft snemma í ljós í fari fólks. Fáir hafa þó haldið sjálfstæða myndlistarsýningu fimm ára gamlir. En það gerði Júlía Tómasdóttir fyrir skömmu og segir hér Guðrúnu Guðlaugs- dóttur frá þeirri reynslu og myndsköpun sinni. Úr myndaröð Júlíu um húsið sitt. Úr myndaröðinni um Júlíu, húsið og umhverfið — takið eftir hvað það er sólríkt. Sjálfsmynd af Júlíu við húsið sitt. Bróðir Júlíu með langa nefið og móðir hennar. gudrung@mbl.is   

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.