Morgunblaðið - 13.10.2002, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
EVRÓPUSAMBANDIÐfærðist sl. miðvikudageinum mikilvægum áfang-anum nær því að hrindastærstu stækkunarlot-
unni í sögu sinni í framkvæmd, er
framkvæmdastjórn ESB birti nýj-
ustu matsskýrslu sína um aðildar-
hæfni umsóknarríkjanna, sem nú
eru alls þrettán. Þar mælti fram-
kvæmdastjórnin með því að alls tíu
ríkjum verði boðið að ganga í sam-
bandið í næstu stækkunarlotu, sem
gert er ráð fyrir að geti komizt til
framkvæmda vorið 2004.
Fyrr í þessum greinaflokki hefur
verið farið yfir stöðu fyrrverandi
kommúnistaríkjanna átta, sem nú
er svo gott sem frágengið að fái inn-
göngu í sambandið árið 2004 – Eist-
land, Lettland, Litháen, Pólland,
Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland
og Slóvenía – og sértæk vandamál
sem þessi lönd eiga við að glíma í
tengslum við aðildarundirbúning-
inn. Hér verður í stuttu máli litið
annars vegar yfir stöðu eyríkjanna
Kýpur og Möltu í tengslum við að-
ildarsamningana, en þar eru helztu
vandamálin allt annars eðlis en hjá
austantjaldslöndunum fyrrverandi;
hins vegar verður litið á þau vanda-
mál sem valda því að Rúmenía og
Búlgaría „missa af lestinni“ í bili.
Komið verður ennfremur inn á
stöðu Tyrklands, þrettánda um-
sóknarríkisins.
Loks verður tæpt á stöðu
ríkjanna í Suðaustur- og Austur-
Evrópu sem aðeins í fjarlægri fram-
tíð – eða aldrei – geta gert sér vonir
um að fá inngöngu í Evrópusam-
bandið. Þetta eru annars vegar
löndin á vestanverðum Balkanskaga
og hins vegar ríkin sem liggja munu
að austurlandamærum hins stækk-
aða Evrópusambands.
Vísað í biðstofuna
Í skýrslu framkvæmdastjórnar-
innar fengu Rúmenía og Búlgaría þá
einkunn að hafa uppfyllt pólitísku
aðildarskilyrðin, en þau ættu lengra
í land með að uppfylla efnahagslegu
skilyrðin. Munu þessi tvö lönd á suð-
austurjaðrinum verða að bíða að
minnsta kosti til ársins 2007 áður en
þau geta gert sér vonir um að fá inn-
göngu.
Tyrkir urðu að gera sér að góðu
að fá hrós fyrir lagabreytingar sem
þeir hafa ákveðið á undanförnum
mánuðum í því skyni að nálgast það
að uppfylla skilyrðin fyrir upptöku
aðildarviðræðna. Vonir sem tyrk-
neskir ráðamenn höfðu gert sér um
að ESB myndi á þessu ári ákveða
hvenær teknar yrðu upp formlegar
aðildarviðræður við Tyrkland sýndu
sig að vera byggðar á veikum for-
sendum. Ráðamönnum í Ankara til
gremju slær framkvæmdastjórnin í
skýrslu sinni föstu, að tyrknesk
stjórnvöld verði að sýna meiri fram-
farir í mannréttindamálum og á
fleiri sviðum áður en frekari skref
verða stigin í átt að aðildarviðræð-
um. Ákvörðun um upptöku við-
ræðna er þó í höndum kjörinna leið-
toga sambandsins og aldrei að vita
hvað þeim þykir rétt að ákveða í
þessu tilliti.
Viðbrögð tyrkneskra ráðamanna
við ákvörðun framkvæmdastjórnar-
innar voru að segja í hótunartón, að
samskipti Tyrklands og ESB
myndu bíða mikinn hnekki gæfu
leiðtogar ESB á fundi þeirra í Kaup-
mannahöfn í desember Tyrkjum
ekki skýr skilaboð um að þeir væru í
raun álitnir tilvonandi aðildarþjóð
og festi dagsetningu fyrir upptöku
aðildarviðræðna. Reyndar er það
útbreidd skoðun innan fram-
kvæmdastjórnarinnar að leiðtogar
ESB hafi gert skyssu er þeir gáfu á
leiðtogafundinum í Laeken (við lok
formennskumisseris Belgíu í des-
ember 2001) Tyrkjum í skyn að Evr-
ópusambandið væri til í eins konar
„skiptidíl“ við þá; tækju Tyrkir
ákveðin skref í átt að því að nálgast
aðildarskilyrðin verði þeim boðið til
aðildarviðræðna. „Þetta voru stór
mistök. Þetta er jú enginn basar
hérna,“ hefur austurríska blaðið Die
Presse eftir ónafngreindum heim-
ildarmanni innan framkvæmda-
stjórnarinnar.
Stefnir í að aðeins gríski
hluti Kýpur fái aðild
Sukru Sina Gurel, utanríkisráð-
herra Tyrklands, sagði ennfremur
að gengi það eftir sem mælt væri
með í skýrslu framkvæmdastjórnar-
innar gæti ESB innsiglað skiptingu
Kýpur, þ.e. ef eyríkinu yrði veitt
innganga í sambandið án þess að
samkomulag hafi fyrst náðst um
sameiningu gríska og tyrkneska
hlutans. Framkvæmdastjórnin
mælti með því að Kýpur fengi aðild
2004; reynist ekki mögulegt að fá
báða eyjarhlutana með verði gríska
hlutanum einum veitt aðild. Er
þetta í samræmi við ákvörðun leið-
togafundar ESB í Helsinki í árslok
1999, þar sem því var lýst yfir að
gríski hlutinn – sem er alþjóðlega
viðurkennt sjálfstætt ríki, ólíkt
tyrkneska norðurhlutanum sem hef-
ur verið hersetinn af tyrkneska
hernum í 28 ár – ætti að geta fengið
aðild, uppfylli það aðildarskilyrðin
að öllu öðru leyti, þótt áfram haldi
menn í vonina um að hin áformaða
ESB-aðild eyjarinnar nýtist sem
tækifæri til að höggva á þann hnút
sem viðræður um endursameiningu
Kýpur hafa verið í árum saman.
Þrotlausar miðlunarviðræður milli
fulltrúa beggja þjóðarbrota Kýp-
verja hafa staðið yfir á vegum Sam-
einuðu þjóðanna undanfarin miss-
eri, en eins og sakir standa virðist
þurfa allt að því kraftaverk til að
samkomulag náist um sameiningu
eyjarinnar áður en henni – eða öllu
heldur hinum gríska hluta hennar –
verður boðin aðild að ESB.
Tyrkir hafa áður hótað því að inn-
lima tyrkneska norðurhlutann í
Tyrkland verði aðeins gríska hlut-
anum boðin aðild. Grikkir, sem eins
og aðrar núverandi aðildarþjóðir
ESB verða að staðfesta alla nýja að-
ildarsamninga til að þeir geti tekið
gildi, hafa aftur á móti hótað því að
hindra að nokkurt annað umsókn-
arland fái aðild, verði ekki staðið við
að hleypa gríska Kýpur inn.
Tyrkir hafa annars fleiri tromp á
hendi. Þeir, sem eins og Íslendingar
og Norðmenn eru NATO-ríki utan
ESB, geta beitt valdi sínu innan Atl-
antshafsbandalagsins til að hindra
að hið svokallaða hraðlið ESB, sem
verið er að byggja upp í nafni sam-
eiginlegrar öryggis- og varnarmála-
stefnu sambandsins (ESDP), geti
nýtt sér búnað NATO eins og áætl-
anir gera ráð fyrir. Tyrkir, sem
fyrst gerðu aðlögunarsamning við
Evrópubandalagið árið 1963, sóttu
formlega um aðild að því árið 1987
og hafa frá ársbyrjun 1996 verið í
tollabandalagi við ESB, munu því
geta beitt ESB-leiðtogana margvís-
legum þrýstingi. Óttast margir
stjórnmálamenn innan ESB, að
verði ekki meira gert til að koma til
móts við óskir Evrópusinnaðra afla í
Tyrklandi kunni bakslag að koma í
alla umbótaþróun í landinu. Aftur á
móti eru evrópskir stjórnmálamenn
eftir sem áður mjög hikandi við að
gefa Tyrkjum nokkur bindandi fyr-
irheit um að þeir geti gert sér vonir
um að fá fulla aðild að sambandinu.
Sérstaða Möltu:
Klofin afstaða til ESB
Malta, eyríkið suður af Sikiley
sem hlaut sjálfstæði frá Bretum árið
1964, gerði fyrst aðlögunarsamning
við EB/ESB árið 1971. Malta hefur
þá sérstöðu að hafa sótt um aðild að
ESB árið 1990 og verið komin vel í
gang með aðildarundirbúning þegar
nýr ríkisstjórnarmeirihluti ákvað
árið 1996 að „frysta“ aðildarum-
sóknina. Árið 1994 hafði ESB
ákveðið að Malta og Kýpur yrðu
næst í röðinni inn í sambandið eftir
að inngöngu EFTA-ríkjanna Sví-
þjóðar, Finnlands og Austurríkis
væri lokið. Stjórnarskipti urðu aftur
í kosningum á Möltu árið 1998 og
varð það fyrsta verk nýju stjórnar-
innar að endurvekja aðildarum-
sóknina. ESB hóf formlegar aðild-
arviðræður við Möltu í febrúar 2000,
á sama tíma og við „seinni-lotu-hóp-
inn“ svokallaða, sem einnig hefur
verið kenndur við Helsinki (eftir
leiðtogafundinum sem fram fór þar í
desember 1999), en honum tilheyra
einnig Lettland, Litháen, Slóvakía,
Rúmenía og Búlgaría.
Dom Mintoff, einn mesti þunga-
vigtarmaður í stjórnmálum Möltu
síðastliðna hálfa öld, fer nú ásamt
öðrum fyrrverandi forsætisráð-
herra, flokksbróður sínum úr
Verkamannaflokknum Karmenu
Mifsud Bonnici, fyrir nýrri hreyf-
ingu andstæðinga ESB-aðildar
landsins. Mintoff varð leiðtogi
Verkamannaflokks Möltu árið 1949,
var forsætisráðherra heimastjórn-
arinnar 1955–1958 og forsætisráð-
herra Lýðveldisins 1971–1984. Al-
fred Sant, arftakinn í leiðtogastól
Verkamannaflokksins sem nú er í
stjórnarandstöðu, hefur kosið að
leggja aðrar áherzlur í ESB-and-
stöðunni en þeir Mintoff og Mifsud
Bonnici. Hann beitir sér m.a. gegn
þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina,
sem ríkisstjórnin undir forystu
Edwards Fenech Adami, leiðtoga
Þjóðarflokksins (PN), hefur boðað.
Skoðanakannanir síðustu mánuði
Hlutskipti SA-Evrópuríkja, Tyrklands, Kýpur og Möltu í stækkunarferli ESB
Mislangt í land á
suðausturjaðrinum
Framkvæmdastjórn
ESB mælir með því í
nýjustu matsskýrslu
sinni um aðildarhæfni
umsóknarríkja að átta
Mið- og Austur-Evr-
ópuríki auk Kýpur og
Möltu fái inngöngu í
sambandið í næstu
stækkunarlotu. Auðunn
Arnórsson lýsir hér, í
sjötta og síðasta hluta
greinaflokks, hlutskipti
SA-Evrópu, Tyrklands
Kýpur og Möltu í þessu
sögulega ferli.
Reuters
Umdeild kjarnorka. Búlgörsk skólabörn ganga hjá lögreglumönnum með gasgrímur í bænum Kozlodui sl. miðvikudag, á
æfingu í viðbrögðum við slysi í kjarnorkuverinu sem er við bæinn, um 200 km norður af höfuðborginni Sofíu. Deilur um
framtíð versins, sem er af gamalli sovézkri gerð, flækir viðræðurnar um ESB-aðild landsins.
!
"
#
$% '()
( +
,-
')').
/
, *
$
'(
0
(
( *
$
)...
12
23
3
1!
*34
114
24
4
124
"34
14
24
"4
4
!!4
1!4
24
2"4
!!4
12
5)
67(*
'))..
. .. ! " # $ %&
... '() * +
.... $,-*.
(
0
(
,(
80 ( )....
!4
""4
14
"4
"34