Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 11

Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 11
nýjasta skrefið í þeim málum er svo samruninn við Eimskip. Annars væri líklega engin stórútgerð á Akranesi Hefðum við ekki stigið skrefið 1991 og sameinazt og farið á almennan hlutabréfamarkað, værum við ekki með frystiskip í dag, en erum með tvö. Við værum ekki að veiða úthafs- karfa upp á 4.000 tonn eins og við gerum nú. Við værum ekki að veiða grálúðu. Við værum ekki búnir að byggja upp Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjuna, sem við verðum 1997 og við hefðum ekki tekið þátt í kolmunna- veiðunum eins og við gerðum með Ingunni og Óla í Sandgerði. Það væri ekki stórútgerð á Akranesi í dag, hefðum við ekki stigið þetta skref. Í dag er HB með til ráðstöfunar um 21.000 þorskígildistonn, sem eru svipaðar aflaheimildir og til að mynda ÚA og Grandi hafa yfir að ráða. Þetta sá maður kannski ekki allt fyrir, en við sáum þó að þetta var nauðsynlegt skref til að geta haldið í við þá hinum megin við flóann. Við urðum að fá nýja eigendur inn í fyr- irtækið, sem væru tilbúnir til að koma með fjármagn til að hægt væri að gera þessa hluti. 6 milljarðar í veltu Fyrirtækið hefur aldrei staðið sterkara en nú með um tvo milljarða í vinnulaun og rúma sex milljarða í veltu. Það er þrátt fyrir að við höfum þurft að takast á við samdrátt í afla- heimildum allan þennan tíma. Breyt- ingin á 12 árum hefur því verið gíf- urleg og þessi tími hefur oft verið erfiður. Við erum nú búnir að slípa þetta mikið til. Séu öll þessi fyrirtæki tekin saman eins og þau voru fyrir sameiningu, þá unnu hjá þeim öllum yfir 600 manns. Í dag eru starfsmenn 280, en það sýn- ir áhrif sameiningarinnar, en einnig hve tækninni hefur fleygt fram og gífurlegan samdrátt í þorskinum. Nú er allur þorskkvóti fyrirtækisins um 4.000 tonn, en togarinn Haraldur Böðvarsson, sem er minnsti togari fyrirtækisins í dag, var að veiða um 2.000 tonn af þorski 1981, einn og sér. Það hafa orðið miklar breytingar á vinnslunni, en segja má að það hafi á fjögurra ára fresti komi ný tækni inn og auk þess nýjar áherzlur. Á þessum tíma hefur vinnslan færzt að nokkru leyti út á sjó og frysting vikið fyrir vinnslu á ferskum flökum til útflutn- ings í flugi. Það hefur leitt til fækk- unar fólks í vinnslunni, en aðalatriðið er að tryggja þó ákveðnum fjölda vinnu. Við höfum verið ábyrgir í rekstr- inum og í öll þessi 96 ár hefur fyr- irtækið ávallt staðið í skilum og aldrei neinn tapað á því. Afi minn og faðir höfðu það að markmiði að svo væri og ég lærði það af þeim.“ Vinna með fólkinu Það er umtalað hve vel HB hefur búið að starfsfólki sínu og ber matsal- ur fyrirtækisins því til dæmis gott vitni. Haraldur segir að það hafi verið haft að leiðarljósi í fyrirtækinu að vinna með fólkinu og það hafi gengið vel. Meðal annars hafi fyrirtækið fengið mikið af umhverfsiverðlaun- um og viðurkenningum fyrir góða framleiðslu á undanförnum árum. Fólkið hafi verið stolt af fyrirtækinu og fyrirtækið stolt af starfsfólki sínu. Fyrirtækinu hafi líka þótt vænt um rauða litinn sem húsin voru máluð með 1933. Honum hafi ekki verið breytt neitt nema kannski aðeins að skerpa á honum. Þegar rætt hafi ver- ið um sameiningarnar 1991 hafi verið talað um að skipta um lit og hafi þeir í sjálfu sér ekkert haft á móti því. Það vildu bæjarbúar hins vegar ekki sætta sig við og mótmæltu þeir hugs- anlegum breytingum á lit og það sama gerði húsfriðunarnefnd. Markmiðið að efla fyrirtækið Var ekkert sárt að gefa fyrirtækið frá sér að hluta til? „Jú, auðvitað var það erfið ákvörð- un sem slík, en þó ekki. Það var alltaf markmiðið að efla fyrirtækið. Það var algjört forgangsatriði og þá með bæj- arfélagið í huga. Um leið og menn fara að hugsa eingöngu um eigin hagsmuni, getur farið illa. Menn hafa einhverja sannfæringu til að fara eft- ir og það má segja að það sama liggi að baki ákvörðuninni að ganga inn í Eimskip. Það er betra að ákveða sjálfur hvert maður vill fara, sé þess nokkur kostur, en að láta aðra ráða ferðinni. Við ákváðum að fara þessa leið og er- um fyllilega sátt við það. Betri kvótasamsetning Við höfðum verið að skoða þessi mál í þrjú ár og vitað innst inni að við myndum einhvers staðar bera niður. Þegar horft er á ýmsa þætti, aðallega kvótasamsetningu, var ljóst að Eim- skip var betri kostur en Grandi. Þessi fyrirtæki, sem nú eru í eigu Eim- skips, HB, ÚA og Skagstrendingur standa öll vel og eru með góða kvóta- stöðu. Þau eru vel búin skipum og verksmiðjum og innan þeirra raða er reynslumikið starfsfólk. Þau hafa miklar veiðiheimildir í þorski, en hjá Granda er meiri karfi. Við horfum líka á það að sú menn- ing, sem faðir minn og afi byggðu á í fyrirtækinu og arfleiddu mig að, er mjög lík þeirri menningu sem þeir Vilhelm Þorsteinsson og Gísli Kon- ráðsson byggðu upp hjá ÚA. Það skiptir einnig nokkru máli. Við tókum þessa ákvörðun nú að vandlega at- huguðu máli.“ Stóðuð þið frammi fyrir því að starfsemi fyrirtækisins myndi flytj- ast á brott að hluta til með samein- ingu við Granda? „Nei, það kom aldrei til þess að eitthvað slíkt væri rætt. Grandamenn hafa nú lítið rætt við okkur, en á nokkrum árum hefði ekkert verið ólíklegt að starfsemin myndi færast upp á Skaga. Það hefði þá byggzt á framtíð Granda við Reykjavíkurhöfn. Lykillinn að útgerð fjölveiðiskips Kvótasamsetning réð mestu um ákvörðunina. Við komum með þá þekkingu inn í nýja félagið, sem við búum yfir í uppsjávarfiski eftir ára- tuga veiðar. Þátttaka okkar er einnig lykillinn að því fyrir félagið að það geti hafið útgerð fjölveiðiskips. Við erum með kvóta í uppsjávarfiskinum, sem dugir slíku skipi vel og ég sé fyr- ir mér að endurnýjum á frystiskipi og loðnuskipi leiði af sér eitt fjölveiði- skip í framtíðinni. Það er mikilvægt fyrir útgerð slíks fjölveiðiskips að þurfa ekki að byggja eingöngu á upp- sjávarfiski, heldur geti einnig nýtt sér karfa, grálúðu eða annan bolfisk. Beztu karfamiðin eru hér sunnan megin og þorskurinn fyrir norðan og vestan. Leiðin HB-Grandi hefði leitt til meiri samdráttar og það hefði alla- vega orðið að leggja einu skipi strax og önnur landvinnsla hefði verið í uppnámi. Svo er ekki núna, en í öllum rekstri verða breytingar. Við erum auðvitað háðir því sem má veiða í sjónum. Menn verða auðvitað að finna beztu nýtinguna á veiðiheimild- unum þegar fram í sækir. Breytingarnar í sjávarútveginum sem hafa orðið frá því að ég kom að fyrirtækinu fyrst 1970 eru hreinlega bylting. Það á við alla þætti rekstr- arins og hafa þær breytingar leitt til heilbrigðari og betri rekstrar og skuldbreytingar í sjávarútvegi heyra nú sögunni til.“ Breytingar með hlutafjárvæðingu Hvernig sérðu fyrir þér þróunina í framtíðinni, annars vegar hjá fyrir- tækjum Eimskipa og hins vegar al- mennt? „Þróunin hefur verið mjög ör und- anfarin ár á öllum sviðum og ekki hvað sízt í sjávarútveginum. Hluta- fjárvæðingin leiðir ýmsar breytingar inn í reksturinn og hluthafar og fjár- festar krefjast mikillar ávöxtunar af rekstri fyrirtækjanna, sem leiðir til hagræðingar í rekstrinum og meiri ábyrgðar. Ef við tökum Eimskip sem dæmi, er rekstrinum skipt upp í ákveðin svið. Eitt þeirra er sjávarútvegssvið- ið, sem verður móðurfélag sem rekur síðan sjálfstæð rekstrarfélög sem halda ákveðnu sjálfstæði á stöðunum. Það er lífsspursmál, því að með sjálf- stæðinu nýtist mun betur sá kraftur og reynsla sem í félögunum býr, skipshöfnum og fólki í landi. Þetta gera þeir hjá Eimskip sér fyllilega grein fyrir. Það er ljóst að einingunum er að fækka í sjávarútvegi. Samherji er kominn mjög víða. Svo er Afl, sem er Þorsteinn Vilhelmsson, Landsbank- inn og fleiri, sem tengir saman nokk- ur fyrirtæki. Þá er það Ker og sam- starfsaðilar og loks Grandi, sem tengist öðrum fyrirtækjum. Þessir aðilar eru með stærstu fyrirtækin undir eða tengd að hluta. Það er því ekkert ólíklegt að þarna verði á end- anum fjögur til fimm stór fyrirtæki, sem verða með svipuðu skipulagi og er hjá Eimskip, en auk þess verði nokkrar minni útgerðar og fisk- vinnslur. Það verður að reka sjávarútveginn með hagnað í huga og þá ábyrgð sem stjórnendur bera gagnvart hluthöf- unum. Áður fyrr voru menn ekkert með uppgjörin uppi á borðinu og sýndu helzt engum neitt. Nú er verið að bera frammistöðu fyrirtækja sam- an á þriggja mánaða fresti. Það er líka verið að bera saman einingar inn- an stóru fyrirtækjanna. Afkoma skip- anna er borin saman og svo framveg- is. Þannig næst miklu betri árangur. Er ekki allt í lagi hjá þér? Eins og ég sagði áðan er ábyrgðin líka mikil gagnvart hagsmunaaðilum, það er hluthöfunum og starfsfólki og bæjarfélögunum. Svo geta lífeyris- sjóðir starfsfólksins verið háðir rekstrinum sem hluthafar. Það hefur komið fyrir mig að vori að feður hafa hringt og spurt hvort ekki væri allt í lagi hjá mér. Og þegar ég spyr hvers vegna sé spurt, er svarið að börnin hafi sett fermingarpeningana inn í fyrirtækið. Förum að leikreglum Til að fyrirtækin geti staðið undir væntingunum þarf líka að skapa þeim leikreglur sem ná til langs tíma svo þau geti skipulagt sig. Hlutverk stjórnvalda er að setja þessar reglur eins og alltaf hefur verið. Afstaða okkar til þeirra er einfaldlega að fara eftir þeim og það höfum við alltaf gert. Við förum að reglunum hverju sinni, hvort sem þær eru umdeilan- legar eða ekki. Þetta er bara eins og á fótboltavell- inum. Þar er bara einn dómari og ræður því hvað menn mega og hve langt þeir mega fara. Maður fer bara að flautunni, fari maður lengra er bara flautað. Maður verður að hafa það að leiðarljósi í þessu eins og svo mörgu öðru.“ Fyrirtækið aldrei staðið betur Hvað er framundan hjá þér? „Ég verð áfram hér sem fram- kvæmdastjóri, en sem slíkur hef ég starfað hér í 26 ár, en ég kom fyrst að fyrirtækinu rétt tvítugur. Ég hafði þó ætlað mér að halda áfram í skóla, en þá var faðir minn orðinn veikur og vildi fá aðstoð mína. Það var mín gæfa að fá að vinna með honum í fimm ár, ómetanlegur skóli sem hef- ur gagnazt mér vel. Ég tók alfarið stjórn þegar hann lézt en þá var ég 26 ára. Hér hefur verið og er gott fólk og það er ánægjulegt að á þessum tíma- mótum nú hefur fyrirtækið nánast aldrei staðið betur og afkoman góð. Ég hef trú á þessum hópi, sem nú er kominn saman og þarf að vinna saman. Þetta er eins og að koma sam- an fótboltaliði frá mismunandi stöð- um. Menn þekkja það sem þarf til að ná toppárangri og það þarf að fín- stilla þennan hóp og ég vonast til að það takist á grunni þeirrar menning- ar sem byggð hefur verið upp í fyr- irtækjunum. Ég er því bjartsýnn á framhaldið og er til í tuskið,“ segir Haraldur Sturlaugsson. Síldarsöltun var á sínum tíma mikil í starfsemi HB. Hér eru ættliðirnir þrír sem stjórnað hafa fyrirtækinu frá upphafi, Haraldur Sturlaugsson, núverandi framkvæmdastjóri, faðir hans, Sturlaugur Haraldsson, og afi, Haraldur Böðvarsson. INGUNN AK, nýjasta skip HB, á leið inn Faxaflóa með fullfermi. Ég er því bjartsýnn á framhaldið og er til í tuskið. Það var mín gæfa að fá að vinna með honum í fimm ár, ómetanlegur skóli sem hefur gagnazt mér vel. Í öll þessi 96 ár hef- ur fyrirtækið ávallt staðið í skilum og aldrei neinn tapað á því. hjgi@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.