Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 25

Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 25
heitir það þriðja, eða hét, Sam- skeyti, klifunarkenndur kafli þar sem sama píanóstefið er endurtekið en spenna og (hægfara) framvinda kraumar undir. Ekki tekst að láta lögin renna saman á tónleikunum, millikaflinn er svo veikur að fólk tekur ekki eftir honum og klappar ofan í allt saman. Hljómsveitin held- ur þó áfram að spila, hækkar sig þegar fólk er búið að klappa og í kaupbæti stuttbylgjubrak; hmmm … er þetta ekki einmitt upp- hafsstef Fyrsta? – hlýtur að hafa gleymst og hent inn hér, sér- kennilegt. Enn höldum við okkur á plötunni því fjórða lagið, Njósnavélin, er ein- mitt líka það fjórða þar, lag sem sumir þekkja úr kvikmyndinni Van- illa Sky, en aðrir af tónleikum, klingjandi hrífandi gítarar með brothættri raddsetningu og síðan barokkpíanó, klavíkordhljómur, í lokin. Að þessu sinni er píanóið hik- andi, óframfærið, staldrar feimn- islega við í dansinum og fjarar síð- an út. Hér stígum við út úr svigunum um stund því nýtt lag er á boð- stólum, Salka, rokklag sem stingur skemmtilega í stúf við það sem á undan er komið, en á eftir að móta betur, skerpa kaflaskipti. Enn erum við utan sviganna því næst á dagskrá er gamalt lag, Olsen Olsen af Ágætis byrjun, og þaðan höldum við aftar í tíma í átt að Von og Hafssól, sem hefur lifað lengi á tónleikadagskrá Sigur Rósar; dugir vel til að slútta tónleikunum, í bili að minnsta kosti. Áheyrendur vilja meira og klappa sveitina upp kröftuglega. Ekki birtast þó þeir Sigur Rósar- félagar strax því Anima kemur á svið og byrjar á drungalegum ómstríðum inngangi í rúmar þrjár mínútur áður en eiginlegt lag hefst; viðeigandi að á undan Von skuli koma óvissa og jafnvel ótti. Lokalag tónleikanna er síðan Popplagið, hvað annað, því ekki er hægt að flytja það nema síðast, eftir annan eins hápunkt er ekkert að segja, allt annað er þögn eins og maðurinn sagði. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 25 eftir því hvað flestum finnst þannig að textarnir verða síbreytilegir. Essilska Þess má til gamans geta að und- anfarið hefur álíka samkeppni verið í gangi á vefsetri sem tengt er hljóm- sveitinni, www.sigur-ros.co.uk, en á því kepptust menn um að finna text- ann við lagið Njósnavélin (eða lag 4 fyrir smámunasama). Sigurvegarinn fór þá leið að búa til nýtt tungumál sem hann kallar essilsku og útleggur textann svo: Essil on Essil on erifet al Essil on Essil on eriftel al Essil on Jón Þór segist reyndar alltaf hafa sungið lög Sigur Rósar án orða eftir því sem þau urðu til, og víst er það al- gengt meðal tónlistarmanna, en síðan fundist hann knúinn til að setja við þau hefðbundinn texta. „Það finnst öllum tilheyra að hafa texta og þannig settum við texta við lögin á Ágætis byrjun vegna þess að okkur fannst það vera skylda, þó okkur langaði ekkert sérstaklega til þess.“ Á tónleikaferðum sem farnar voru til að kynna Ágætis byrjun vildu þeir félagar frekar spila ný lög en þau sem voru á plötunni, enda skemmtilegra að fást við eitthvað nýtt. Nú standa þeir í sömu sporum, búnir að spila lögin af ( ) á tónleikum alllengi og eiga eftir að spila lengi enn því kynning er rétt að hefjast. Jón Þór tekur undir að það verði svolítið erfitt að spila þessi lög „enn einu sinni“, eins og hann orðar það, „en við notum ýmis ráð til að gera þetta skemmtilegra fyrir okkur, gerum nýjan bakgrunn og leikum okkur meira með lögin á tónleikum. Við erum líka með ný lög til að spila, að vísu ekki mörg. Við höf- um bara haft svo lítinn tíma til að semja undanfarna mánuði,“ segir hann. „Það var ekki fyrr en við vorum að æfa í stúdíóinu að búa okkur undir tónleikaferðina að við höfðum frið til að semja lög og erum komnir með tvo skemmtilega grunna sem eru svolítið öðruvísi. Á plötunni eru tveir helm- ingar, tveir svigar, seinni helmingur- inn eru elstu lögin, en sá fyrri miklu nýrri, með breyttri hljóðfærasetn- ingu, ég farinn að spila á röddina mína í sampler, Orri farinn að fara af trommusettinu og á hljómborð og Goggi kominn á Moog. Á lögunum söngvari hljómsveitarinnar, segir að líkt og svo margt sem viðkemur hljómsveitinni hafi sú hugsun að láta plötuna heita einhverju tákni laumast inn hjá þeim smám saman frá því þeir fóru að vinna að skífunni. „Við vorum upphaflega að spá í hring og síðan í brotinn hring, loks sviga. Við vildum hafa umslagið einfalt og byggja á ein- földum hlutum, tókum því myndir fyrir utan stúdíóið hjá okkur og unn- um úr þeim, látum þær koma í gegn um umslagið ef svo má segja. Síðan byrjar þetta allt að tengjast – um leið og við þurfum að fara að tala um plöt- una og greina hana og okkur sjálfa höfum við áttað okkur á því að það var einhver hugsun á bak við þetta sem var að stýra okkur.“ Vonlenska Meðal þess sem mönnum fannst hvað merkilegast við hljómsveitina á sínum tíma var að Jón Þór syngi á til- búnu tungumáli, vonlensku eins og það var kallað. Reyndar héldu út- lenskir að allt sem hann syngi væri á vonlensku, en aðeins var sungið svo í einu lagi á Ágætis byrjun. Á ( ) ber aftur á móti svo við að vonlenskan hefur náð yfirhöndinni, ekki heyrist orð á plötunni þó þar séu mörg hljóð sem gætu eins verið orð. „Okkur fundust viðbrögðin við Ágætis byrjun utan úr heimi svo ánægjuleg þar sem hver var skilja lögin og textana á sinn hátt,“ segir Jón Þór. „Okkur bárust allskonar túlkanir á því sem fólk sem ekki kunni íslensku taldi okkur vera að segja, hver skildi það út frá sínu lífi og sínum aðstæðum sem var okkur mjög dýrmætt,“ segir hann og bætir við að þeir félagar geri einmitt hlust- endum auðveldara að koma sínum skilningi að; inni í umslaginu er allt autt til að áheyrendur geti skrifað eigin texta eða teiknað myndir eða hvaðeina þegar þeir hlusta á plötuna. „Fólk sem fær plötuna í hendur þarf að klára hana sjálft, þarf sjálft að fylla inn í svigana og tengja plötuna við sitt eigið líf. Mér finnst það miklu meira spennandi að fá sögur fólksins sem er að hlusta en að söngvarinn sé að segja einhverja sögu frá sínu lífi.“ Það er meira í bígerð þessu tengt; á vefsetri hljómsveitarinnar stendur til að koma upp þannig búnaði að gestir geti skrifa eigin texta í þartilgerða reiti og síðan mun tölvuforrit sjá um að vinna úr þeim skrifum og raða upp sem við vorum að semja um daginn erum við svo aftur komnir í hefð- bundnari hljóðfæraskipan þannig að það verður gaman að sjá hvert þetta fer.“ Fjörutíu tónleikar á tveimur mánuðum Þriðjudaginn 1. október hófst í Lundúnum tónleikaferð Sigur Rósar til að fylgja eftir ( ) og alls leikur hljómsveitin á um fjörutíu tónleikum á tveimur mánuðum. Jón Þór segir að þeir hlakki til að leggja af stað, það sé búið að vera svo mikið álag á hljóm- sveitinni og löng vinnulota að baki. „Það verður vitanlega stress í byrjun þegar við erum að stilla þetta allt saman, en svo verður þetta bara eins og frí, við erum farnir að kunna svo vel á það að túra.“ Eftir tónleikaferðina hyggjast þeir félagar taka sér frí í desember og jan- úar, en síðan leggja upp aftur í mars og spila í mánuð eða svo. Eftir segir Jón Þór að þá langi til að taka frí í nokkra mánuði, geta slakað á og sam- ið ný lög. Jólafríið, ef kalla má það svo, verður þó ekki alveg frí, því hljómsveitin hyggst halda tvenna tónleika hér á landi í desember, leik- ur í Háskólabíói 12. og 13. desember. „Þetta er vitanlega mikil vinna,“ segir Jón Þór, „en það má líka hafa gaman af því að ferðast á nýja staði og kynnast nýju fólki,“ segir hann en það er ekki bara að þeir kynnist nýju fólki, þeir kynnast líka skrýtnu fólki; sérlundað fólk heillast af hljómsveit- inni, ekki síður en venjulegt, enda sér maður það iðulega á tónleikum ytra, og les á vefsíðum, að ýmsir hafa sér- kennilega sýn á hljómsveitina og verk hennar. „Við sogum að okkur furðu- fugla,“ segir Jón Þór og kímir, en segir svo af meiri alvöru: „Við rek- umst oft á fólk sem vantar fyllingu í líf sitt og er að reyna að nota okkur til að bæta úr því, oft fólk sem er svo ólíkt manni sjálfum að það er erfitt að skilja það, fólk sem er eins og það lifi fyrir okkur, ferðast milli tónleika og jafnvel á milli landa til að sjá okkur og eltir okkur jafnvel til Íslands. Okkur þykir vænt um það fólk sem er að hlusta á okkur og reynum að sinna því, tala við þá sem bíða eftir okkur eftir tónleika og skrifa á diska og svoleiðis, en við erum bara fjórir innhverfir gæjar að semja tónlist fyr- ir okkur sjálfa, þannig að þessi að- dáun er frekar óþægileg.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.