Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 29
ENSKA ER OKKAR MÁL
Talnámskeið
7 vikur, tvisvar í viku, 30./31. okt. - 16./17. des.
Kennt á mismunandi stigum, frá grunni til framhaldsstigs
Sérmenntaðir enskukennarar
Námskeiðin metin hjá flestum stéttarfélögum
Þú finnur örugglega eitthvað við þitt hæfi
Julie Ingham Sandra Eaton John O’ Neill Susannah Hand Joanne Rinta Susan Taverner
Hringdu í síma
588 0303
FAXAFENI 8
www.enskuskolinn.is
enskuskolinn@isholf.is
HRAFNISTA í Hafnarfirði kynnir
listamenn heimilisins með ýmsum
hætti og á dögunum var dagskrá til
heiðurs Páli Þorleifssyni frá Kaðar-
nesi í Reyðarfirði. Ljóðabók sem Páll
gaf út 1996 var uppistaða dagskrár-
innar. Heimilismenn fluttu ýmis yrk-
isefni í tali og tónum og kvartett frá
Karlakórnum Þröstum skemmti, en
Páll var félagi í Þröstum frá 1934 og
heiðursfélagi þeirra frá 1990. Hann
samdi m.a. Þrastasönginn, lag og ljóð,
sem flutt var á 50 ára afmæli kórsins.
Páll er einnig kórfélagi í Hrafnistu-
kórnum sem kom fram af þessu tilefni.
Dagskrá til heiðurs
Páli Þorleifssyni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Páll Þorleifsson er einn lista-
manna Hrafnistu í Hafnarfirði.
CATRIN Webster málari frá Bret-
landi flytur fyrirlestur á ensku um
þróun í verkum sínum á mánudag kl.
12.30 í LHÍ, Laugarnesi.
Catrin er fædd í Wales en býr nú í
London. Hún lauk mastersnámi frá
Slade School of ART, hefur sýnt verk
sín víða um heim, stundað kennslu og
haldið fyrirlestra um myndlist.
Námskeið
Námskeið í undirstöðuatriðum
Flash-forritsins, myndlífgun og gagn-
virkni hefst á þriðjudag. Kennari er
Gestur Guðmundsson hönnuður.
Tölvukunnátta er skilyrði og þekking
í Photoshop og Illustrator/Freehand
æskileg. Þá hefst á mánudag grafík-
námskeið, þar sem m.a. verður kynnt-
ar aðferðir með þurrnál, póligrafía,
offset, gessoþrykk, stálæting, dúk-
skurður og yfirfærsla ljósrita. Kenn-
ari er Ríkharður Valtingojer mynd-
listarmaður. Grunnnámskeið í móta-
gerð hefst einnig á mánudag. Kennd
verður m.a. gerð einfaldra gifsmóta.
Kennari er Kristín Sigfríður Garðars-
dóttir hönnuður. Námskeiðið „Paint-
er“ hefst fimmtudaginn 28. október.
Kunnátta í Photoshop nauðsynleg.
Kennari er Höskuldur Harri Gylfa-
son grafískur hönnuður.
Fyrirlestur og námskeið LHÍ
Ítarefni um táknmál í eddu er eftir
Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur,
skáld og myndlistamann.
Efnið fæst á 20 VHS (sem 20
þættir á myndböndum, um 30–40
mínútur hver), og væntanlegt á
DVD (mynddiski). Efni er í sögu-
formi og spanna þættirnir heimssýn
og heimspeki forfeðranna, vísindi,
eðlisfræði, og tilganginn með því
að lifa.
Þættirnir heita: Þekktu sjálfan
þig, Óðinn gefinn Óðni, ég gefinn
sjálfum mér, tæknin Hangantýr á
vingameiði (eða vindgameiði), fórn
Týs í nýju ljósi. Fimbulrúnir. Einnig
eru útskýrðar þríeindirnar, gyðjan
Syn, Gleipnir, Sleipnir taugakerfið
okkar, dýpsta merking táknmálsins
í goðsögnum og kvæðum, hugtök
og orðsifjar, tröll, þursar, jötnar,
hamingja (Sólar sæla hamin), gand-
reið, fjaðurhamur, gyðjur frá froðu
til himins, úr fenjum þar til við
sjáum, boðn, Þjóðvitnir, grundvall-
arraunveruleikinn, raunveran, ginn-
ungagap, þróun manns úr paradís,
sem Loki og þar til við getum kall-
ast menn, Heimdallur.
Útgefandi er Freyjukettir, bóka-
forlag, og Norræn menning.
Fornsögur