Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 10
S
AMEININGAR í
sjávarútvegi eru tíðar
um þessar mundir.
Það nýjasta af þeim
vettvangi er samein-
ing HB á Akranesi
við sjávarútvegssvið
Eimskips. Þar hefur
verið mynduð afar sterk fyrirtækja-
samstæða með HB, ÚA og Skag-
strendingi og nú stefnir allt í fjórar til
fimm fyrirtækjasamsteypur í ís-
lenzkum sjávarútvegi. Það heyrir til
tíðinda að HB, sem hefur haft á sér
sterka fjölskylduímynd, skuli vera
komið inn í samsteypu af þessu tagi.
HB er tæplega aldar gamalt fyrir-
tæki og hefur alla tíð verið undir
stjórn sömu fjölskyldunnar, en hún
opnaði fyrirtækið 1991 með samein-
ingu nokkurra fyrirtækja á Akranesi
og síðar bættust tvö önnur í hópinn.
Það var því þá sem fjölskyldan, ekkja
Sturlaugs Haraldssonar og börn
þeirra, létu af meirihlutaeign í fyr-
irtækinu, sem stofnað var af Haraldi
Böðvarssyni árið 1906. Fyrirtækið
hefur engu að síður verið undir stjórn
Haraldar Sturlaugssonar og bræðra
hans síðan þá og svo verður áfram.
Stjórnendur HB höfðu sjálfir
frumkvæðið að samrunanum við
sjávarútvegssvið Eimskips með það
að leiðarljósi að efla fyrirtækið enn
frekar. Var það mat stjórnendanna
að það væri betri kostur en marg-
umtöluð sameining við Granda hf.
Elzta útgerðarfélag landsins
Brynjólfur Sveinsson, biskup í
Skálholti, lét hefja róðra úr Steinsvör
á Akranesi árið 1650. Var það gert til
að afla Skálholti tekna, en upp úr því
var líka farið að nefna Akranes
Skipaskaga. Skagamenn gera enn út
og það með góðum árangri. Þar er
elzta útgerðarfyrirtæki landsins, HB,
sem nú hefur sameinazt sjávarút-
vegssviði Eimskipafélagsins. Í tæp-
lega 100 ára sögu félagsins hafa
framkvæmdastjórarnir aðeins verið
þrír og er það líklega fátítt. Þeir voru
líka allir feðgar, ungir að árum er
þeir hófu störf, og segir núverandi
framkvæmdastjóri, Haraldur Stur-
laugsson, að hann sé sjöundi ættlið-
urinn í röð, sem stundar útgerð.
Fyrirtækið var stofnað 17. nóvem-
ber 1906, en starfsemin hófst síðar á
Akranesi. Fyrst gerðu Skagamenn út
frá Vörum í Garði, síðan frá Hólm-
anum í Vogavík við Vogastapa. Þar
voru Skagamenn á vertíð til ársins
1914, þegar þeir fóru í Sandgerði. Þar
komu þeir sér upp verstöð, meðal
annarra Haraldur Böðvarsson. Þeg-
ar hann kom þangað keypti hann sér
skútu sem var sokkin í höfninni fyrir
200 krónur og notaði efnið úr henni til
að byggja upp hús og bryggju.
Skagamenn voru með mikla starf-
semi yfir vertíðina í Sandgerði en
fluttu saltfiskinn svo upp á Akranes á
vorin til frekari vinnslu. Á vegum
Skagamanna á þessum tíma á vertíð
frá Sandgerði voru um 80 bátar og
starfsmenn allt að 700, þegar umsvif-
in voru sem mest.
Mikill Akurnesingur
Skýringin á því að Skagamenn
fóru á vertíð til Sandgerðis var sú að
á þeim tíma höfðu engin góð mið
fundizt við Akranes. Haraldur Böðv-
arsson var hins vegar mikill Akur-
nesingur og vildi hafa starfsemi sína
þar yfir vertíðina. Hann fór því að
gera út bátinn Víking á vertíð frá
Akranesi 1924 undir skipstjórn Ey-
leifs Ísakssonar. Þá fundust þar gjöf-
ul mið sem kölluð voru Akurnesinga-
mið. Fljótlega eftir það hættu
Akurnesingar að gera út frá Sand-
gerði á vetrarvertíðum, en hafnar-
skilyrði á Skipaskaga voru bætt eftir
þörfum.
Útgerðin var með hefðbundnum
hætti næstu árin, en bátarnir stækk-
uðu og fóru að sækja í síldina á sumr-
in og haustin. Vinnslan tók miklum
breytingum og var fyrirtækið til
dæmis hið fyrsta á Íslandi til að
frysta karfa til útflutnings.
Hlutafjárvæðing í sjávarútvegi
í kjölfar skuldbreytinga
Árið 1970 byrjar Haraldur Stur-
laugsson, sonarsonur Haraldar
Böðvarssonar, að starfa í fyrirtæk-
inu, en hvernig var staðan þá?
„Fyrirtæki hér á Akranesi, sér-
staklega Haraldur Böðvarsson,
höfðu þá verið mikið á síldveiðum, en
norsk-íslenzka síldin hafði þá verið
veidd upp,“ segir Haraldur. „Þá voru
viðsjárverðir tímar, vægt til orða tek-
ið. Allt fór á upphafsreit að nýju og á
tímabili var spurning hvorum megin
hryggjar við lentum. Loðnuveiðarnar
sem hófust af krafti 1972 komu okkur
á beinu brautina á ný. Á þessum ár-
um var togaravæðingin að ganga í
garð. Með henni á sér stað ákveðin
þróun, sem segja má að endi 1988. Þá
voru miklir erfiðleikar í útgerð, sem
voru að hluta til leystir með tilkomu
Atvinnutryggingasjóðs, þegar átta til
níu milljörðum var skuldbreytt í sjáv-
arútvegi.
Í kjölfarið hófst hlutafjárvæðing í
sjávarútvegi, meðal annars í Granda,
sem hafði verið sameinaður úr BÚR
og Ísbirnbinum og síðan Hraðfrysti-
stöðinni. Við sáum það hér á Akra-
nesi að færum við ekki svipaða leið,
væri voðinn vís, við myndum sitja eft-
ir. Umræðan tók nokkur ár, en sem
betur fer tókst að koma í höfn sam-
einingu stærri fyrirtækjanna hér. Þá
sameinuðust HB, Síldar- og fiski-
mjölsverksmiðja Akraness, Heima-
skagi og Sigurður hf. HB átti þá 40%
í Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni,
sem átti Heimaskaga að mestu. HB
átti svo Sigurð hf.
Þá stigum við fjölskyldan það mik-
ilvæga skref að setja HB & Co. á
markað. Þar með breyttist HB úr því
að vera fjölskyldufyrirtæki í almenn-
ingshlutafélag. Með sameiningunni
gátum við snúið vörn í sókn og síðan
hefur Krossvík sameinazt okkur
1996, en það var útgerðarfélag sem
hafði verið í eigu bæjarins og svo kom
Miðnes í Sandgerði hér inn 1997.
Engu að síður hefur fyrirtækið
haft á sér ímynd fjölskyldufyrirtæk-
is, en það er kannski ekkert skrítið,
því það er ekki í mörgum tilfellum
sem aðeins þrír framkvæmdastjórar
hafa verið við stjórnvölinn í 96 ár og
sonur tekið við af föður í öllum til-
fellum. Auk þess hafa bræður mínir
unnið hér og úrvals fólk með okkur
allan þennan tíma.
Þetta skref, sem stigið var 1991,
var alveg lífsspursmál. Þegar ég tók
við af föður mínum að honum látnum,
þurfti ég að bíta á jaxlinn. Bæði var
ég ungur og miklar breytingar fram-
undan. Mér fannst ég standa frammi
fyrir mjög mikilvægri ákvörðun á ný,
þegar taka þurfti þá ákvörðun að
opna fyrirtækið og sameina það öðr-
um fyrirtækjum. Við höfum alla tíð
haft það að leiðarljósi að efla fyrir-
tækið. Við fórum þessa leið 1991 og
Þrír framkvæmdastjórar
í tæplega eitt hundrað ár
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri HB, segir að hefðu sjávarútvegsfyrirtækin á Akranesi ekki verið sameinuð fyrir um áratug og farið með hið sameinaða
félag á almennan hlutafjármarkað væri líklega engin stórútgerð frá Akranesi í dag. Í baksýn er frystitogarinn Höfrungur III, annað af tveimur frystiskipum HB.
Eimskip hefur keypt meiri-
hlutann í Haraldi Böðvars-
syni á Akranesi. Kaupin
voru að frumkvæði stjórn-
enda HB. Hjörtur Gíslason
ræddi við Harald Sturlaugs-
son framkvæmdastjóra á
þessum tímamótum, en
hann segir það hafa verið
betri kost að sameinast sjáv-
arútvegssviði Eimskips en
Granda hf. HB var stofnað
árið 1906 af Haraldi Böðv-
arssyni og hefur síðan verið
undir stjórn hans og afkom-
enda hans. Framkvæmda-
stjórar fyrirtækisins hafa frá
upphafi verið þrír, Haraldur
Böðvarsson sjálfur, Stur-
laugur sonur hans og nú
Haraldur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vinnsla á ferskum fiski til útflutnings með flugi er mikil hjá fyrirtækinu. Hér fylgist Haraldur með handflökun á karfa.
10 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ